Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 HESTAR Undirbún- ingnr fyrir ISLAND- ICA 2001 gengur vel UNDIRBÚNINGUR fyrir alþjóð- legu hesta- og hestavörusýninguna ISLANDICA 2001 er nú í fullum gangi en sýningin verður haldin í Laugardalnum 7.-9. september á næsta ári. Þetta verður í fyrsta sinn sem slík hestavörusýning er haldin hér á landi. Stefnt er að stórri sýn- ingu sem höfða á til allrar fjölskyld- unnar þar sem sýnt verður allt sem tengist hestum og hestaíþróttinni. Einnig verður kynning á íslensk- um landbúnaði og handverki og efnt til viðamikillar samkeppni meðal íslenskra hönnuða um hönn- un á listmunum tengdum íslenska hestinum. Sýningin verður að erlendri fyr- irmynd og er m.a. horft til Equit- ana í því sambandi, en erlendis hafa lengi verið haldnar stórar hesta- vörusýningar við miklar vinsældir. Rætt er um að bjóða meðal annars upp á hestaskrautsýningu í Skauta- höllinni. Að sögn Önnu S. Ólafsdóttur hjá iðnaðarráðuneytinu er nú verið að vinna að skráningareyðublaði sem sent verður til hugsanlegra sýn- enda en viðbrögð við sýningunni hafa verið góð hér á landi. Nefnd á vegum iðnaðar-, samgöngu- og landbúnaðarráðuneytis hefur veg og vanda af sýningunni, en formað- ur hennar er Einar Bollason. Stefnt er að því að halda slíka hestavöru- sýningu annað hvert ár í framtíð- inni en þá taki aðrir skipuleggjend- ur við. Fannar Jónasson hefur nýlega verið ráðinn framkvæmdastjóri IS- LANDICA 2001. Upplýsingar um sýninguna er hægt að nálgast á slóðinni www.islandica.com. --------------------- Nýr samning- ur um afnot af Stóðhesta- stöðinni í Gunnarsholti HROSSARÆKTARSAMTÖK Suð- urlands hafa gert nýjan samning við landbúnaðarráðuneytið um leigu á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti til næstu fimm ára frá 1. janúar 2001. Samningurinn var undirritaður á Selfossi í á miðvikudag. Hrossarækt- arsamtökin leigja byggingar og aðra aðstöðu Stóðhestastöðvarinnar vegna rannsókna á frjósemi íslenska hestakynsins og þróunarverkefnis í hrossasæðingum, eins og segir í samningnum, og bera fulla ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Hrossaræktarsamtökin greiða ekki eiginlega leigu að sögn Hákons Sigurgrímssonar í landbúnaðarráðu- neytinu, en fá, samkvæmt samningn- um, afnot af Stóðhestastöðinni gegn greiðslu fasteignagjalda og lögboð- inna trygginga, rafmagns- og hitun- arkostnaðar auk lóðarleigu. Einnig er kveðið á um að þau skuldbindi sig til þess að hafa gott samstarf við staðarhaldara í Gunnarsholti og virða umgengnisreglur á staðnum. Samningurinn gildir til fimm ára og framlengist um önnur fimm ár ef honum er ekki sagt upp. Gagnkvæm- ur uppsagnarfrestur er sex mánuðir. Hvers vegna að borga hœrra verð fyrir sömu vöru ? rotigfiavers/,, G'____ÆM s'jom&Aöii; www^jsma/'h'jlUs ^ar S€M1 Slœsibce & Hafnorflrðl 9®^a9^eraU9U 588-5970 565-5970 KOSTQ ITlinna tatn QðUi Nú um helgina er allra síðasta tækifærið á að gera reyfara- kaup á rýmingarsölu 66°N JÉ að Skúiagötu 51 wk ATH! Gengið inn að aftanverðu • Utivistarfatnaður • Vinnufatnaður • Barnafatnaður • Gönguskór Askur Föstud. 13-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 Opið um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.