Morgunblaðið - 09.11.2000, Page 20

Morgunblaðið - 09.11.2000, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 AKUREYRI Endurhæfíngarsundlaugin á Kristnesi í notkun á ný Viðgerð lokið á aðveituæð fyrir neysluvatnið BÚIÐ er að finna bilunina á aðveitu- æð fyrii- kalda vatnið á Kristnesspít- ala og húsin þar í kring og er viðgerð lokið. Vegna bilunarinnar var skortur á neysluvatni á spítalanum og í næsta nágrenni í nokkra daga og einn dag- inn í síðustu viku var alveg vatnslaust. Þá var ekki hægt að taka nýju end- urhæfingarsundlaugina á Kristnesi í notkun um síðustu mánaðamót eins og til stóð. Vignir Sveinsson, framkvæmda- stjóri fjármála og rekstrar FSA, sagði að gat hefði fundist á lögninni á lóð spítalans en einnig hefði vatnsinntak- ið við lindina á Grísarárdal verið úr lagi gengið. Hann sagði því stefnt að því að koma vatni í nýju laugina sem fyrst en þar er kalda vatnið hitað upp með heitu vatni með varmaskiptum. „Það tekur um tvo sólarhringa að láta renna í laugina og ná upp eðlilegu hitastigi, þannig að við væntum þess að geta tekið hana í notkun í lok vik- unnar. Þetta ástand hefur krafist ómældrar fyrirhafnar og erfiðis þeirra sem að þessu unnu en okkur var farið að gruna að vandamálið væri tvíþætt." Ekki gekk þrautalaust að finna bil- unina eins og fram kom í Morgun- blaðinu í síðustu viku en talið var að bilunina væri að finna í lögninni í fjallshlíðinni ofan við Kristnes. Ekki var heldur hlaupið að því að komast upp í fjallshlíðina vegna veðurs og ófærðar og það fengu björgunarsveit- armenn á sérútbúnum fjallajeppa og vélsleða m.a. að reyna í síðustu viku. Hannes Reynisson, forstöðumaður húsumsjónar FSA, sagði að það hefði vissulega verið áfall að lenda í vatns- leysinu, en að þrátt fyrir allt væri hollt fyrir menn að lenda í svona vanda, „við vitum svo mikið á eftir“. Er líf í listum? ER líf í listum? er yfirskrift ráð- stefnu sem kennaradeild Há- skólans á Akureyri og Félag áhugafólks um heimspeki á Ak- ureyri stendur fyrir næstkom- andi laugardag ll.nóvember. Ráðstefnan verður haldin í stofu 14, Háskólahúsinu við Þingvallastræti, og hefst kl. 14. í fréttatilkynningu segir: „Ekki fer á milli mála að mikið líf er í listum á Islandi í þeim skilningi að margt er listvið- burða og listir njóta talsverðs atlætis í fjölmiðlum." Spurt verður hvort líf sé í listum í þeim skilningi að þær hafi eða eigi að hafa áhrif á daglegt líf fólks: siðferði, uppeldi, menntun og dagfar almennt: Er listin að- eins skrauthali mannlífsins eða, ásamt öðru, mergur þess og bein? Á ráðstefnunni flytja eft- irfarandi frummælendur stutt erindi: Sigurður Kristinsson, lektor Háskólanum á Akureyri: „Fagskyldur í listum?“ Kristján Kristjánsson, prófessor Háskól- anum á Akureyri: „Þjóðsögurn- ar og manneðlið". Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildar- forseti kennaradeildar Háskól- ans á Akureyri: „Siðræn fegurð. Hugleiðingar um kenningar Mörthu Nussbaum um siðferði- legt hlutverk skáldsagna“. Mikael M. Karlsson, prófessor Háskóla íslands: „List og lífs- gldi“. Ama G. Valsdóttir, lektor Háskólanum á Akureyri: „List- in sem samskiptaleið11. Á eftir erindunum stjórnar Helg Vilberg, skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, pallborðsumræðum þar sem framsögumenn munu m.a. svara fyrirspumum úr sal. Þeir félagar, Villi og Kalli, (Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Bergdal) brugðu sér á Dalbæ á Dalvík og fylgdust þar með heimilisfélk að spila. Fj ölskyldusýning á Gleðigjöfunum LEIKFÉLAG Akui-eyrar sýnir um þessar mundir gamanleikinn „Gleði- gjafa“ eftir Neil Simon og hefur sýn- ingin fengið góða gagnrýni og viðtök- ur áhorfenda verið góðar. Leikritið fjallar um tvo aldna heið- ursmenn, skemmtikrafta sem verið er að reyna að fá saman á ný eftir áralangt hlé. Leikfélagið hefur nú ákveðið að bjóða upp á fjölskyldu- sýningu á verkin næsta sunnudag, 12. nóvember kl. 15. Boðið verður upp á tvo miða á verði eins, en aðeins á þessa einu sýningu. Það em Þráinn Karlsson og Aðal- steinn Bergdal sem leika skemmti- kraftana, Skúli Gautason leikur um- boðsmanninn sem er að reyna að koma þeim saman, en meðal annarra leikenda má nefna Sunnu Borg, Jón- stein Aðalsteinsson og Tinnu Smára- dóttur. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Eining-Iðja ályktar um hækkandi olíuverð Stjórnvöld grípi til aðgerða aukinnar verðbólgu og rýra þannig kaupmátt launþega. Það sé skylda stjómvalda að grípa í taumana þegar svona stendur á. Þá lýsir stjómin fullum stuðningi við aðgerðir vinnu- vélaeigenda og hvetur forystu ASÍ og BSRB til að efna til aðgerða ef stjórnvöld eða olíufélögin gera ekk- ert í málinu til lækkunar á olíuverði. STJÓRN Einingar-Iðju Eyjafirði samþykkti ályktun á fundi sínum í vikunni, þar sem skorað er á stjórn- völd að grípa til aðgerða gegn þeirri miklu verðhækkun sem orðið hefur á olíuvöram nú á síðustu mánuðum. Stjórn félagsins álítur að verð- hækkanimar, sem dunið hafa yfir að undanfornu, muni einungis leiða til MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóri KÁ, og Erlingur Loftsson, stjórnarformaður. Kaupfélag Árnesinga varð 70 ára 1. nóvember Virk þátttaka í atviimulífinu á nýrri öld Selfossi - „Kaupfélag Árnesinga verður virkur þátttakandi, eitt sér eða í samstarfi við aðra aðila á öll- um rekstrarsviðum sínum, í ferða- þjónustu, þjónustu við búrekstur og á eignaumsýslusviði. Á nýrri öld hyggst félagið vera áfram þátttak- andi í mótun atvinnulífs og upp- byggingu á Suðurlandi," sagði Óli Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Andrés Pálmason smiður skrúf- ar undirstokkinn fastan í nýu viðbyggingunni Hótel Höfða- brekka stækkar Fagradal - Um þessar mundir er verið að stækka Hótel Höfðabrekku í Mýrdal, það eru þau Jóhannes Ki'istjánsson og Sólveig Sigurðar- dóttir sem eru eigendur að hótelinu. Að sögn Jóhannesar er þetta 72 fermetra viðbygging úr límtré og ætla þau að færa þangað móttökuna, skrifstofú og stækka eldhúsið, þá verður í nýju byggingunni snyrting og hreinlætisaðstaða. Hótel Höfða- brekka hefur vaxið mjög hratt á undanfornum árum og getur í dag tekið við stórum hópum bæði í mat og gistingu. ...vesturenda Kringlunnar Rúnar Ástþórsson framkvæmda- stjóri KÁ í ávarpi í kaffisamsæti sem Kaupfélagið bauð til á 70 ára afmælisdegi sínum 1. nóvember. Þessar áherslur sagði Óli Rúnar að væru meginþættirnir í nýrri stefnu- mótun sem unnið er að fyrir félagið. í kaffisamsætinu leiddi Erlingur Loftsson stjórnarformaður KA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.