Morgunblaðið - 09.11.2000, Side 25

Morgunblaðið - 09.11.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 25 NEYTENDUR Nýtt Veðurathug- unartæki SÍMABÆR ehf. hefur hafið inn- flutning á heimilisveðurstöðvum frá Oregon Scientifie. Um er að ræða rafræna loftvog sem gefur notendan- um upp loftþrýsing og hægt er að skoða stöðuna allt að 24 klukku- stundum aftur í tímann. Tækið notar einnig minni til að spá í veðrið næstu 12 til 24 klukkutímana. A heimilisveðurstöðinni er tungl- klukka þar sem notandinn getur skoðað tunglstöðu og sjávarföll. Þá hefur heimilisveðurstöðin að auki innihitamæli, rakamæli og klukku. Hún gengur fyrir rafhlöðum og hana má festa á vegg eða borð. Heimilisveðurstöðin fæst í versl- unum Símabæjar á Egilsstöðum og í Armúla í ReykjaUk. Naggalína NORÐLENSKA ehf. hefur sett á markað nýja vörulínu sem nefnist Naggalína en um er að ræða fimm tegundir af fullsteiktum afurðum úr kjöti. Fram til þessa hafa verið á markaðnum tvær tegundir af nögg- um, þ.e. ýsunaggar og lambanaggar og er nýja vörulínan þróuð út frá þeim. Nýju vörumar sem um ræðir eru „Cordon Bleu“ með skinku- og osta- fyllingu, lambanaggar, lambasneiðar, svínasneiðar og kjötbollur. Vörurnar eru seldar ferskar í loft- skiptum umbúðum og kjötið í hverri pakkningu nægir í máltíð fyrir tvo til þrjá. Geymsluþol í kæli er um 20 dag- ar og matreiðsla tekur örfáar mínútur í ofni, örbylgjuofni eða á pönnu. Lambanaggar eru einnig seldir frosnir í 400 og 1.000 gramma pakkn- ingum. Innköllun á peruhöldum FYRIRTÆKIÐ Rafsól ehf. hefur ákveðið að innkalla tvær gerðir af peruhöldum sem fyrirtækið hefur um nokkurra mánaða skeið notað til viðgerða og endurnýjunar á borð- lömpum og ljósakrónum. I fréttatilkynningu segir að inn- köllunin sé gerð í ljósi þess að um- ræddar peruhöldur séu ekki í sam- ræmi við reglur um rafmagnsöryggi sem gilda hér á landi. Peruhöldurnar sem um ræðir eru með gerðarmerkingum 637 og 62H og þeir sem hafa fengið gert við ljósabúnað sinn með umræddum peruhöldum á síðastliðnum mánuð- um eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við verslunina. Ljósagardínur díóðuljós 2 x 1.5 m Ijósa útisería Mjög vönduð vatnsheld sería lukertaseríur 200 Ijósa 5800 500 LOÐ - LOÐASETT - MAGAÞJALFAR - ÆFINGATEYGJUR - SIPPUBOND - ÞREKPALLAR RAOGREIÐSLUR wskief. Pro 335 ÆFINGA- BEKKUR Fjölnota æfingabekkur, með mörgum æfinga- möguleikum. Fyrirferðarlítill og þægilegur í notkun. AB-SHAPER MAGAÞJALFI Frábær magaþjálfi sem styrkir maga- vöðvana og gefur skjótan árangur. -VÆNTANLEGUR- iHí STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD Skeifan 11, sfmi 588 9890 GUMMIVARIN HANDLOÐ - HANDGRIP - PULSMÆLAR - OKLAÞYNGINGAR - CURLSTANGIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.