Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 46
'46 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Mikið úr engu Notagildi landsskrár lausafjármuna er hins vegarsíðuren svo aðalatriði, held- ur tilvist hennar ogframkvæmd. Það væri skaði efstjórnkerfið léti sérsvo stór- kostlegt tækifæri til eflingar stjórnkerfinu og landsbyggðinni úr greipum ganga. Eftir Karl Blöndal Fátt færir embættis- manninum j afnmikla lífsfyllingu og að geta annars vegar gert einfaldan hlut flókinn og hins vegar búið til viðamikið verkefni úr engu. Samkvæmt óstaðfestum en þó áreiðanlegum heimildum eru árlega veitt verð- laun fyrir sérstök afrek á þessu sviði, kennd við óþekkta embætt- ismanninn, enda markmið emb- ættismannsins að þekkjast ekki og allra síst af verkum sínum. Af- hendingin fer fram fyrir luktum dyrum og þarf lykilorð - til dæmis lúmska ívitnun í gamla reglugerð eftir íyrrverandi verðlaunahafa - umunoc ® þess að ” >W»*wKP komast inn. A þessum sam- kundum bregða emb- ættismenn undir sig betra fætin- um og þessir andlitslausu burðar- ásar, þverbitar og stoðrár samfélagsins sýna á sér nýjar og óvæntar hliðar, uppáklæddir lit- ríkum glitbúningum og popplín- kápum með túperað hár. Búist er við að baráttan um óþekkta embættismanninn verði óvenju lítið spennandi í ár. Þar ber eitt mál hæst og sýnir að þegar kemur að skriffinnsku standa okk- ur þrátt fyrir smæð fáir á sporði. Um er að ræða snilldartilraun til að gera viðamikið verkefni úr engu. Hér er um að ræða hug- mynd, sem fyrst skaut upp kollin- um árið 1993, um að stofna lands- skrá lausafjármuna. Þorsteinn Pálsson, þáverandi dómsmála- ráðherra, lagði málið fram, en það geispaði golunni í nefnd hjá Sól- veigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra, sem þá var formaður allsherjarnefndar. Það er augljóst að mjög knýr á um að gera slíka skrá og því til háborinnar skamm- ar að þetta mál skyldi fá svo snautlega afgreiðslu. En líkt og riða getur blossað upp eftir margra ára hlé reyndist landsskrá lausafjármuna haldin þeirri lífs- seigju, sem einkennir allar góðar hugmyndir. Þegar landsskrá lausafjármuna var vakin til lífsins á ný var hún meira að segja komin með annað hlutverk og meira en að vera bara landsskrá lausafjár- muna. Hún var orðin að lausn byggðavandans. í upphafi átti landsskráin að vera til húsa hjá embætti sýslumannsins í Reykja- vík, en Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra varpaði fram þeirri ómetanlegu hugmynd að þessi stofnun yrði sett upp á Ólafs- firði. Kynnti hún hugmyndina á fundi, sem þar var haldinn. Ætla mætti að ávæningur um þá upp- hefð að fá slíka stofnun í byggðar- lagið hefði vakið einhverjar vænt- ingar. Alténd var gengið á eftir málinu á þingi í liðinni viku og spurt hvað liði landsskrá lausa- fjármuna. Kom þá í ljós að sam- kvæmt eftirgrennslan dómsmála- ráðuneytisins væri landsskráin aðeins hálfs manns starf. Enn á ný hafði Sólveig tekið landsskrána kverkataki og var ekki laust við að Valgerður ætti bágt með að trúa að hálfur maður réði við skrá með svo þunglamalegu nafni. Hún hélt að verkið krefðist minnst tveggja starfsígilda og voru undirmenn hennar í viðskiptaráðuneytinu henni sammála um það. Samkvæmt skilgreiningu eru lausafjármunir allar þær eignir, sem ekki eru fastar, til dæmis reiðufé. Lausafé er sem sé and- heiti við orðið fasteign. Ymis orð fá þetta forskeyti - menn, konur og leikir - og merkingin ekki alltaf jákvæð. Fátt getur talist brýnna en að koma á slíkri skrá, einkum og sér í lagi þar sem hugmyndir um landsskrá fasteigna eru langt komnar. Það er þá ekki úr vegi að hafa skrá um allt það, sem geymt er inni í fasteignunum og fyrir ut- an þær. Utilokað er að þetta sé hálfs manns starf. Þessi hálfi mað- ur þyrfti í það minnsta að vera sérdeilis ötull. Verkefni af þessu tagi væri ef vel ætti að vera byggðarlagi á borð við Ólafsfjörð sennilega ofviða og væri líkast til betur geymt á Akureyri þar sem nú hefur losnað gríðarstórt hús- næði á tveimur stöðum við opnun feiknlegrar verslunarmiðstöðvar. Ekki hefur enn komið fram hvemig landsskrá lausafjármuna skal safna upplýsingum. Verður til dæmis einstaklingum treyst til þess án eftirlits að skrá sína lausa- fjármuni? SMkt fyrirkomulag væri ansi hæpið og býður upp á víta- verða ónákvæmni í skráningu. Æskilegt væri að senda manninn á hvert heimili í landinu með myndavél og fimmrita eyðublöð, en affarasælast væri að senda tvo þannig að ekki væri hægt að draga framburð þeirra í efa íyrir rétti. Það er ljóst að í kerfinu hefur átt sér stað hrapalegt vanmat á mögulegu umfangi landsskrár lausafjármuna. Það þarf ekki að- eins hálfan mann, ekki bara tvo heldur um 150. Þannigyrði hún ein stærsta landsbyggðarstofnun- in og mætti jafnvel nota hana til að búa til nýtt byggðarlag úti á landi því að allir þessir starfsmenn þyrftu á margs konar þjónustu að halda. Einnig kæmi stofnun lands- skrár lausafjármuna sér vel fyrir fyrirtæki í farþegaflutningum því að eftirlitsmenn landsskrárinnar yrðu óhjákvæmilega að leggja á sig þrotlaus ferðalög. Þegar landsskrá lausafjármuna væri orðin nokkurn veginn tæm- andi yrði til einhver rækilegasti gagnagrunnur lausafjármuna, sem sögur fara af, og er Ijóst að hann gæti orðinn féþúfa þeim hug- vitsmanni, sem með kynni að fara. Um leið myndi landsskráin geta af sér ýmsar undirlandsskrár yfir af- markaða lausafjármuni, sem einn- ig geta orðið gullnáma. Notagildi landsskrár lausafjár- muna er hins vegar síður en svo aðalatriði, heldur tilvist hennar og framkvæmd. Það væri skaði ef stjómkerfið léti sér svo stórkost- legt tækifæri til eflingar stjóm- kerfinu og landsbyggðinni úr greipum sleppa. Hér er á ferðinni afbragðshugmynd og taldst að ryðja öllum hindrunum úr vegi mun viðurkenningin óþekkti emb- ættismaðurinn renna til óþekkta embættismannsins, sem af stakri snilld datt niður á hugmyndina um landsskrá lausafjármuna. Elgur ósanninda Fréttamaðurinn Páll Benediktsson hefir tekið að sér að setja saman áróðurskvik- myndii- fyrir hinn nýja íslenzka lénsaðal í sjávarútvegi. Er þar í flestu hallað réttu máli, enda aðalleikar- arnir vanir menn: Kristján Ragnarsson, Ragnar Arnason, Þor- steinn Pálsson og Rögnvaldur Hannes- son, svo helztu málpíp- ur „Stóra bróður“ séu nefndar. Þessir menn era enda aðalmenn í „Sannleiksráðuneyt- inu“ sem ákveður hvað sé satt í málefnum íslenzks sjávarútvegs, svo hugsað sé til bókar G. Orwells 1984 í framhjáhlaupi. Að sjálf- sögðu hleypur umbótastjórn Dav- íðs og Halldórs undir bagga með sægreifunum að kosta áróðurinn á sama tíma og stjórnin lætur í veðri vaka að hún vinni að sáttum í sjáv- arútvegsmálum. Enginn þarf héð- an af að láta slíka blekkingartil- burði slá ryki í augu sér og þaðan af síður að villa sér sýn. Inn í ósannindaelginn ýrir Páll fréttamaður sannleikskornum, sem er alkunnugt bragð til að gera að- alerindið trúverðugra. Páll blaðamaður fullyrti í 3. þætti sínum að langflestir væru sammála um að kvótakerfið væri gott kerfi til stýringar fiskveiða og til fiskverndar. Þetta leyfir snún- ingamaður sægreifanna sér að segja, þótt fyrir liggi samkvæmt skoðanakönnunum að yfir 70% þjóðarinnar séu andvíg kerfinu. Meðal annarra orða: Getur hvaða laupur sem er logið að landslýðnum með blaðamannaskír- teini upp á vasann án þess að fé- lagsskapur blaðamanna bregði blundi? Hvað segja staðreyndir um við- gang fiskstofna sem kerfið átti að vernda og var raunar höfuðtilgangur þess? Frá því að kvótakerfið var upp tekið hafa nær allir fiskstofnar á íslandsmiðum skroppið saman. Á tuttugu ára tímabili, 1952-1972, gaf íslenzka þorsk- slóðin af sér 438 þús- und tonna þorskafla að meðaltali á ári. Var þorskslóðin á þeim árum 43 þúsund ferkílómetrar til 1961, en 75 þúsund ferkílómetrar frá því ári þar til okkur tókst að reka útlend- inga út fyrir 50 míl- urnar 1972 og þorskslóðin varð 216 þúsund ferkílómetr- ar. Nú búum við hinsvegar við 758 þúsund ferkílómetra þorskslóð. I þeirri víðáttu hefir þorskaflinn verið helmingi minni að jafnaði á ári frá 1983, að kvótakerfið var lögleitt, en hann var á ámnum 1952-1972. Hið sama gildir um nær allar botnfisktegundir okkar. Viðgangur þeirra er svipur hjá sjón undir kvótakerfi frá því sem var áður. Það er til hliðar við staðreyndir sem mátti skilja af orðum forstjóra Hafrannsóknastofnunar í þættin- um, að bág staða fiskstofna væri því um að kenna að ekki hefði ver- ið farið eftir tillögum stofnunar- innar á liðnum árum. Tillögum hennar hefir verið fylgt að nær 90%. Þar við bætist að árum sam- an hefir ekki tekizt að veiða það magn úr ýmsum stofnum, sem Hafrannsóknastofnun hefir gert tillögur um, s.s. ýsu, ufsa, steinbít og ýmsum flatfisktegundum. Hinn nýi áróðursmeistari þeirra lénsherra dró í efa umfang brott- kasts á miðunum. Hann lét þess líka ógetið, að á sínum tíma bjuggu Færeyingar við sama fisk- veiðikerfi og hér gildir, og Danir settu þeim. Færeyingar vörpuðu því keríi fyrir ofurborð að þremur reynsluárum liðnum vegna hins gegndarlausa brottkasts afla, sem kerfið knúði menn til. Hinn þekkti fiskiskipstjóri, Hrólfur Gunnarsson, gerði ráð fyr- Sjávarútvegur Þetta leyfir snúninga- maður sægreífanna sér að segja, þótt fyrir liggi samkvæmt skoðana- könnunum, segír Sverrir Hermannsson, að yfír 70% þjóðarinnar séu andvíg kerfínu. ir því um árið að brottkast á Is- landsmiðum næmi um 200 þúsund tonnum árlega. Greinarhöfundur lætur lesendur um það sjálfa hvor sé trúverðugri Hrólfur eða Páll er- indreki sægreifa. Páll át upp eftir fóðurmeistumm sínum að íslenzka fiskveiðistjórn- arkerfið væri það hagkvæmasta í heimi. Hvað segir skuldastaða sjávar- útvegsins um þá fullyrðingu? Skuldir sjávarútvegsins nálgast óðfluga 200.000.000.000.00 tvöhundruðþúsundmilljónirkróna - og hafa vaxið um 80.000.000.000.00 - áttatíuþúsundmilljónir - á síð- ustu 5 - fimm - árum. Utvegurinn stefnir þráðbeint á hausinn. Þess- vegna vill formaður Framsóknar- flokksins - og raunar ríkisstjórn- arflokkarnir einsog heyra má - fara á fjörur við Unilever og aðra útgerðarrisa Vestur-Evrópu að þeir komi og kaupi fiskveiðiheim- ildir í íslenzkri landhelgi til að rétta við fjárhaginn og efla kvóta- braskið. Og má þá segja að stefn- an sé fullkomnuð, þar sem ekkert vantaði í hana áður nema landráð- in. En tillaga hins nýja áróðurs- meistara LÍÚ um uppboð á 1% - einu prósenti - af veiðiheimildum er fyndni, sem hlæja má að með öllum kjaftinum. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Sverrir Hermannsson Er sjálfsagt að vinna aukavinnu á Islandi? TIL skilgreining- ar á aukavinnu, þá er það sú vinna sem unnin er umfram hefðbundna 40 stunda vinnuviku, annað starf. Á Lyngási, dagv- istun fyrir fatlaða, sem heyrir undir Styrktarfélag van- gefinna starfa 17 þroskaþjálfar og 8 stuðningsfulltrúar. Yfir helmingur þroskaþj álfanna stundar aðra vinnu og nær allir stuðnings- fulltrúarnir. Aukavinna sem þroskaþjálfar með háskólapróf stunda er m.a. skúringar og liðveisla með fötluð- um, hvort tveggja illa launuð störf. Úndirrituð hefur drýgt tekjumar með því að vinna á sólbaðsstofu, sambýli og liðveislu með fötluðum, jafnhliða því að vinna 100% starf. En af hverju þessi „vinnugleði" þroskaþjálfa? Það er ekki vinnu- gleði sem rekur okkur áfram heldur sjálfsbjargarviðleitni til að hafa í sig og á. Eftir 17 ár í starfi og 3 ára háskólanám em tekjur mínar á mánuði kr: 115.291 (þá á eftir að draga frá skatta og skyldur). Laun- in mín hækkuðu nýlega um heilar 6.000 krónur þegar ég fékk metin þau nám- skeið sem ég hef sótt hér heima og erlendis. Áður var ég með kr. 109.522. Það er svo sem hið besta mál að hækka um launaflokk. Það sem verra er að það er sama hvað ég sæki mörg nám- skeið í viðbót, launin munu ekki hækka við það. Ekki beint hvetj- andi. I núgildandi kjara- samningum þroska- þjálfa er aðeins kveðið á um tveggja launa- flokka hækkun vegna námskeiða. Og það þarf að vinna fyrir 6.000 krónunum. Hver launa- flokkur jafngildir a.m.k. 20 eining- um. Eining samsvarar a.m.k. einnar viku vinnu í námi. Krónur 115.291, að framfleyta fjölskyldu á þessum Iaunum er ein- faldlega ekki hægt. Þá er tekið til við aukavinnuna. Hvað skyldi þá vera mikill tími eftir til að sinna fjölskyldunni og áhugamálunum, fara í líkamsrækt o.s.frv.? Það þarf ekki reikningsglögga manneskju til að sjá að sá tími er af skornum skammti. Hver er svo uppskera erfiðsins? Jú, aðeins minni peningaáhyggjur Aukavinna Það er hrikaleg þróun, segir Guðríður Björns- ddttir, þegar telst orðið sjálfsagt að vinna á fleiri en einum vinnustað. en um leið örþreytt foreldri sem hefur ekki orku til að sinna ung- viðinu, uppsafnað samviskubit yfir þvi að vera ekki heima til staðar fyrir bömin sín og áhugamálunum er hægt að gleyma. Rétt er að geta mánudaganna þegar mætt er í „aðalvinnuna" eftir erfiða aukavinnuhelgi. Það er þreyttur, pirraður starfsmaður sem kvíðir komandi vinnuviku. Til hvers leiðir þetta vinnuálag? Jú til þreytu, vöðvabólgu, bakverkja, þol fyrir áreiti minnkar, úthaldsleysi og kvíða, sem á endanum leiðir af sér alvarlegri veikindi og fjarveru frá vinnu. Það er hrikaleg þróun þegar telst orðið sjálfsagt að vinna á fleiri en einum vinnustað. Höfundur er þroskaþjálfi. Guðríður Björnsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.