Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 29 ERLENT Morð á dreng vek- ur óhug LÖGREGLAN í Lundúnum leitar nú banamanna tíu ára drengs, sem lést af völdum stungusárs á mánudag. Morðið hefur vakið mikinn óhug í Bret- landi. Drengur- inn, Damilola Taylor, var frá Nígeríu en flutti með móður sinni tii Bretlands fyrir þremur mán- uðum, þar sem þau bjuggu í leig- uíbúð í alræmdu hverfi í suður- hluta Lundúna. Að sögn lögreglu virðist sem þrír drengir á aldrinum 11-15 ára hafi ráðist á hann er hann var á leið heim úr skólanum síðdegis á mánudag og stungið hann í hægri fótlegg, hugsanlega með brotinni flösku, en við það slitnaði slagæð í fót- leggnum. Damilola fannst þar sem hann lá í blóði sínu í stiga- gangi nálægt heimili sínu, en hann lést á leiðinni á sjúkrahús. Móðir drengsins, Gloria Tayl- or, sakar skólayfirvöld um að hafa gert lítið úr áhyggjum hennar af því að Damilola hafi verið lagður í einelti af skólafé- lögum sínum. Starfsmenn SÞ viðriðnir mansal? SEX starfsmönnum lögregluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu hefur verið vikið úr starfi og þeir sendir til síns heima, í kjölfar rannsóknar á mansali. Bosníska lögreglan réðst fyr- ir tveimur vikum til inngöngu á þrjá bari í bænum Prijedor í norðurhluta Bosníu, og frelsaði 34 konur, sem var haldið þar nauðugum og látnar stunda vændi. Eftir aðgerðimar kom upp orðrómur um að meðlimir lögregluliðs SÞ væru viðriðnir málið. Að undangenginni rann- sókn var sexmenningunum vikið úr starfi „fyrir að hafa farið út fyrir valdsvið sitt og fyrir óvið- urkvæmilega hegðun“. Rann- sókninni verður haldið áfram og útiloka fulltrúar SÞ ekki að fleir- um verði vikið úr staifi. Mansal er vaxandi vandamál í Bosníu, en á undanfömu einu og hálfu ári hafa yfir 200 konur, sem seldar höfðu verið í vændi, verið leystar úr ánauð. Flestar konumar em frá þeim ríkjum sem áðm- tilheyrðu Sovétríkjun- um. Endeavour á leið út í geim GEIMSKUTLAN Endeavour á að leggja í leiðangur til Alþjóð- legu geimstöðvarinnar í kvöld. Fimm geimfarar verða í áhöfn skutlunnar, en þeim er ætlað að koma risavöxnum sólarrafhlöð- um fyrir á geimstöðinni. Áformað er að skjóta Endeav- our á loft frá Canaveral-höfða í Flórída klukkan 22:06 að staðar- tíma í kvöld. Það mun taka geimskutluna tvo daga að kom- ast tii Alþjóðlegu geimstöðvar- innai’, en ferðin tekur alls 11 daga. Sólarrafhlöðumar sem komið verður fyrir á geimstöð- inni em 73 metra langar og vega 17 tonn, en eftir að þær verða komnar í gagnið fimmfaldast orkumöguleikar stöðvarinnar. Damilola Taylor Uppgangur hægriöfgamannsins Tudor í Rúmeníu vekur áhyggjur Óttast einanffrun landsins Búkarest. AP. TALSMENN ýmissa stjórnmálaflokka í Rúm- eníu og dagblöð í landinu vöruðu landsmenn við í gær og sögðu, að bæri frambjóðandi öfgafullra hægrimanna sigur úr býtum í síðari umferð for- setakosninganna 10. desember nk., myndi Rúm- enía einangrast innan Evrópu. Hægriöfgamaðurinn Corneliu Vadim Tudor og frambjóðandi Stómúmenska flokksins mun takast á við Ion Iliescu, fyrrverandi kommún- ista, í síðari umferðinni en af tólf frambjóðend- um í þeirri fyrri fengu þeir flest atkvæði. Var II- iescu með 36% en Tudor 28%. Tudor, sem fékk aðeins 5% atkvæða í kosn- ingunum 1996, hefur látið hafa eftir sér að eina leiðin til að stjórna Rúmeníu liggi „um byssu- hlaupið" og hefur sagt margt niðrandi um gyð- inga, sígauna, Ungverja og samkynhneigða. „Ef Vadim Tudor og Stórrúmenski flokkurinn sigra í kosningunum mun Rúmenía verða að eins konar gettói í Evrópu,“ sagði dagblaðið Adevarul. „Lánveitingar til landsins munu stöðvast og til Búkarest mun enginn frammá- maður siðaðs ríkis koma.“ Flest bendir raunar til, að Iliescu, sem var við stjórnvölinn frá 1990 til 1996, muni sigra en hann þykir hins vegar hálfgerður spýtukarl í samanburði við Tudor, mælsku hans og leik- ræna tilburði. Tudor hefur m.a. ort kvæði til lofs og dýrðar Nicolae Ceausescu, fyrrverandi ein- ræðisherra. AP Corneliu Vadim Tudor, leiðtogi Stórrúm- enska flokksins, á kjörstað í Búkarest í fyrri umferð forsetakosninganna siðastliðinn sunnudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.