Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
’-útför eiginmanns míns, föður okkar, bróður og
afa,
ÁSMUNDAR STEINARS JÓHANNSSONAR
lögfræðings,
sem lést fimmtudaginn 23. nóvember, fer fram
frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. desember
kl. 13.30.
Ólöf Snorradóttir,
Ásta Margrét Ásmundsdóttir,
Snorri Ásmundsson,
Jóhann Ásmundsson,
Ásmundur Ásmundsson,
Valur Ásmundsson,
Margrét Jóhannsdóttir
og fjölskyldur.
•t
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
GESTUR KRISTJÁNSSON,
frá Hreðavatni,
Snorrabraut 56,
er lést sunnudaginn 26. nóvember sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
4. desember kl. 13.30.
Guðríður Helgadóttir,
Guðrún H. Gestsdóttir, Viðar Þorsteinsson,
Sigurlaug Gestsdóttir,
Fanney Gestsdóttir, Páll Pálmason,
Kristján Gestsson, Hjördís M. Agnarsdóttir,
Heiða Gestsdóttir, Jón Kári Jónsson,
barnabörn og langafabörn.
J
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
UNA HALLDÓRSDÓTTIR
frá ísafirði,
Háaleitisbraut 40,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 5. nóvem-
ber, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 1. desember kl. 13:30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Þorgeir Hjörleifsson,
Elísabet Þorgeirsdóttir, Halldór Þorgeirsson,
Arnaldur Máni Finnsson, Sjöfn Heiða Steinsson,
Berglind Halldórsdóttir,
Hákon Atli Halldórsson.
t
Ástkær konan mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir, amma og langamma,
ÞORGERÐUR NANNA ELÍASDÓTTIR,
Bústaðavegi 63,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 1. desember kl. 15.00.
Valdimar Karlsson,
Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðmundur Páll Arnarson,
Einar Elías Guðlaugsson, Auður Egilsdóttir,
Kristján Guðiaugsson, Marit Wilhelmsen,
Guðmunda Elíasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu
vegna andláts föður míns, tengdaföður og afa
okkar,
JÓNS GUÐNASONAR,
Hamraborg 14,
Kópavogi.
Guðmundur Jónsson, Guðiaug M. Jónsdóttir,
Tryggvi Rúnar Guðmundsson, Hjördís Hilmarsdóttir,
Magðalena Ósk Guðmundsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Jón Trausti Guðmundsson.
ELÍN ÞORVARÐAR-
DÓTTIR
+ Elín Þorvarðar-
dóttir fæddist í
Reykjavík hinn 16.
febrúar 1933. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
23. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar:
Þorvarður H. Guð-
jónsson, stýrimaður,
f. 4.1. 1898, d. 8.8.
1963, og Halldóra R.
Guðjónsdóttir, hús-
móðir og listakona,
f. 27.5. 1903, d.
25.11. 1966. Systk-
ini: Eldri bróðir var
Baldur Stefán Þorvarðarson, bif-
vélavirki og verslunarmaður, f.
3.9. 1931, d. 21.9. 1991, og tví-
burabróðir Elínar var Guðjón
Þorvarðarson, endurskoðandi, f.
16.2. 1933, d. 29.7. 1973.
Eiginmaður Elínar var Haukur
Zophaníasson vélstjóri, f. 4.12.
1933, d. 27.5. 1988. Börn þeirra
eru: 1) Hrafnhildur Gyða, fyrr-
verandi flugfreyja og bankamað-
ur, f. 23.11. 1956, fráskilin. Börn:
a) Pétur Örn Rafnsson nemi, f.
3.2. 1980. b) Guðmundur Haukur
Rafnsson nemi, f. 25.7.1984. 2)
Ragnar Þór, flug-
stjóri hjá Cargolux,
búsettur í Lúxem-
borg, f. 25.12. 19Q0,
kona hans er Anna
Sigríður Skúladótt-
ir húsmóðir, f. 3.3.
1967. Börn: a)
Sveinn Stefán, f.
17.1. 1993, b) Hildur
Jóna, f. 23.3. 1994.
3) Björn Steinar, f.
23.7. 1962, kona
hans er Þórhildur
Jónsdóttir leik-
skólakennari, f.
19.11. 1965. Börn: a)
Erla Rún, f. 7.11. 1989. b) Urður
Mist, f. 14.9. 1993.
Elín og Haukur bjuggu lengst
af í Reykjavík. Elín sat á hús-
mæðraskólanum að Staðarfelli,
starfaði sem stofustúlka í
Reykjavík, vann á sfldarárunum
á Siglufirði og eftir að hún hóf
búskap starfaði hún hjá KRON
við kryddframleiðslu. Mestan
hluta ævi sinnar var hún hús-
móðir.
titför Elínar Þorvarðardóttur
fer fram frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Til móður minnar.
Um heita nótt, ég hugsa heitt,
af hafí heim til þín,
sem ávallt hefur alúð veitt,
ó, elsku mamma mín.
Nú kvöld er liðið, orðið hljótt
og klukkan orðin þrjú,
á öldum ösla hægt og rótt
æðarfugla hjú.
0, mamma mín ég sendi þér
mitt litla ljúfa ljóð,
þú alltaf ert svo góð, svo góð,
þú alltaf ert svo góð.
Nú dagur skín og döpur nótt,
í dvala leggst um sinn,
og fuglamergðin, furðu fljótt
nú fljúga um himininn.
Litlar öldur leika sér
við ljósa bátsins kinn
og skýjahnoðri bjartur ber
mð bláan himininn.
0, mamma mín ég sendi þér
mitt litla ljúfa ljóð,
þú alltaf ert svo góð, svo góð,
þú alltaf ert svo góð.
(Gylfi Ægisson.)
Bjöm Steinar.
Lengst af bjuggu Elín og eigin-
maður hennar Haukur í Geitlandinu
í Fossvogi góðu búi með bömum
sínum. Er Haukur lést aðeins 53ja
ára að aldri flutti Elín og bjó ein-
sömul eftir það við mikið heilsuleysi.
Elín barðist við erfiðan sjúkdóm
og gafst ekki upp fyrr en líkaminn
lét undan þessum erfiða vágesti sem
sjúkdómur hennar var. Hún lést á
Landspítalanum við Hringbraut.
Hún naut sérstaklegra góðrar um-
önnunar lækna og hjúkrunarliðs
sem stigu lengra en hægt væri að
hugsa sér í umönnun þessarar veiku
en jafnframt sterku konu. Hún hélt
samt léttleika sínum og æðruleysi
þar til yfir lauk.
Hennar er sárt saknað af okkur
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
börnunum en jafnframt er erfitt að
horfa á móður sína þjást. Nú er hún
komin á stað með forfeðrum sínum
þar sem enginn þarf að þjást.
Faðir Elínar, Þorvarður, bjó þeim
systkinum útvalsgott heimili þegar
þau voru lítil með Halldóru konu
sinni, en hann var stýrimaður og
skipstjóri á togurum Kveldúlfs. 01-
ust þau upp við fallega muni og gott
atlæti. Þau systkinin voru ávallt
mjög samrýnd, en Elín var tvíburi
við Guðjón bróður sinn. Hann lést
aðeins fertugur að aldri. Baldur
Stefán, eldri bróðir Elínar, var
hennar stoð og stytta í uppeldinu á
krökkum hennar. Haukur var ávallt
á sjó sem vélstjóri á fraktskipum og
togurum uns heilsuleysi batt enda á
sjómennskuna og hann fór í land og
stundaði ýmsa vinnu þar, svo sem
var verkstjóri hjá útg. fél. ísbirnin-
um og víðar. Baldur lést aðeins
sextugur að aldri. Þannig varð Elín
sífellt meira ein en mat mikils vin-
skap við skólasystur sínar frá Stað-
arfelli í Dölum en þar var lengi hús-
mæðraskóli. Elín hafði góða granna
í Þangbakkanum er fylgdust vel
með henni. Mat hún mikils góðvild
móðursystur sinnar, hennar Þór-
unnar, og dóttur hennar Ernu. Við
börnin hennar reyndum eins og við
gátum að vera henni góð og innan
handar en fjarlægðir og stundum
veikindi Hrafnhildar gerðu erfitt
um vik.
Amma bamanna okkar reyndist
þeim góð amma eftir því sem hún
gat og var alltaf að gauka að þeim
annað hvort gjöfum eða smá nammi
og veit ég að þau sakna hennar sárt.
„Fenna ár hlíðum rúnum ristum
reynast við frosin kljúfa tár.“
Ragnar Hauksson.
Elskuleg tengdamóðir mín lést á
fögru stjörnubjörtu kvöldi, allt var
kyrrt og hljótt, hvíldin loks fengin
eftir langa sjúkdómsgöngu. Friður
frá okkar veröld og ný heimkynni,
okkar skilningi ofvaxin, könnuð. El-
ín var fædd í Reykjavík og uppalin á
Brekkustíg 5, í vesturbænum, af
foreldrum sínum, sjómanni og hús-
móður og listakonu. Hún átti tví-
burabróður, Guðjón og eldri bróður,
Baldur, sem alla tíð voru henni afar
kærir, en þeir létust báðir langt um
aldur fram og tók það afar mikið á
Elínu. Á uppvaxtai-árum sínum
starfaði hún sem stofustúlka og var
vel metin og fékk annað starf við að
hugsa um barn í framhaldi af því.
Elín sótti nám við húsmæðraskóla,
vann á síldarárunum á Siglufirði, og
kynntist síðar eiginmanni sínum
Hauki og stofnaði með honum heim-
ili og eignuðust þau þrjú börn. Elín
var sjómannskona, og þurfti því, oft
svo mánuðum skipti, að stjórna
börnum og búi. Þau Elín og Hauk-
ur, áttu fallegt heimili í Fossvogi við
hlið bræðra Elínar. Samgangur
milli heimilanna var mikill og marg-
ar innilegar minningar frá þeim
tíma í fjölskyldunni. Elín var al-
þýðukona og reyndi aldrei að vera
neitt annað. Henni var mikið í mun
að hafa snyrtilegt í kring um sig, og
má með sanni segja að það hafi
einkennt allt í hennar fari. Hún var
hreinskilin, hjartahlý og gjafmild.
Þessi blanda fór stundum ekki
alltaf saman, svo öllum líkaði, en oft
eru hlutirnir betur séðir að ígrund-
uðu máli, og þannig var það með
okkur tvær. Síðustu misserin áttum
við margar góðar samræður, oftar í
síma, því henni þótti betra að vera
ein þegar hún var ekki vel hress, en
síðustu dagana hennar sat ég hjá
henni og við fórum oft yfir farinn
veg.
Hvað betur mætti fara, hvað okk-
ur hefði farið á milli í gegnum tíðina
og það var ljúft og gott að minnast
þessarra hluta saman.Við náðum því
sem hver tengdadóttir getur best
óskað sér, að verða vinur tengda-
móður sinnar. Hún var mér afar góð
og jafnvel eins veik og hún var orð-
in, þá sendi hún okkur mæðgum
gjafir á afmælunum okkar í nóvem-
ber. Ella amma passaði nefnilega
alltaf upp á að allir fengju sinn
pakka á jólum og afmælum, og þess
á milli átti hún smágjafir til fyrir
barnabörnin ef þau litu inn, eða
voru lasin. Og ráðstafanir jafnvel
gerðar fram í tímann.
Síðustu tvenn jól átti hún með
okkur fjölskyldunni, og nutum við
öll hverrar stundar. Svo bauð hún
að venju upp á hangikjöt, með
kartöflumús og strákartöflum á
jóladag, að ógleymdu malti og app-
elsíni sem amma blandaði betur en
mamma. Það var eitt mesta til-
hlökkunarefni ömmustelpnanna að
fara í sitt finasta púss og fara til
Ellu ömmu á jóladag, núna þeirra
fegursta minnig um ömmu. Eg varð
þess aðnjótandi að sitja hjá henni á
kveðjustund. Það er mér afar dýr-
mætt. Ég kvaddi þá kjarnakonu,
sem lagði áherslu á stundvísi og
áreiðanleika, var hlý, skemmtileg,
uppöi-vandi og gjafmild og gaf mér
hluta af sjálfri sér, sem núna er fjöl-
skyldan mín. Takk fyrir þetta allt og
miklu meira.
Þín
Þórhildur.
Elsku Ella amma, takk fyrir allt.
Kristur minn, ég kalla á þig
komdu að rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig
Guð í faðmi þínum.
Þínar
Erla Rún og Urður Mist.
í dag verður kveðjuathöfn um
mágkonu okkar Elínu Þoi-varðar-
dóttur. Viljum við þakka henni sam-
fylgdina gegnum árin.
Hún var gift bróður okkar Hauki
Zóphaníassyni sem lést 27. maí
1988. í huga okkar var hún ávallt
Ella mágkona því þau góðu tengsl
sem mynduðust milli okkar meðan
þau bjuggu saman héldu áfram eftir
fráfall hans. Þó það yrðu færri
stundir sem við áttum saman voru
þær góðar og hlaðnar vináttu.
Á þeim fjórum árum sem bróðir
okkar Haukur var að berjast við
sinn sjúkdóm stóð hún við hlið hans
og studdi hann með hlýju sinni og
kærleik.
Elín var föst fyrir og hafði sínar
ákveðnu skoðanir sem hún lét ekki
hagga hvað sem öðrum fannst en
hún var vinur vina sinna. Hún átti
lengst af við veikindi að stríða á
sinni lífsleið. Núna þegar Ella kveð-
ur eftir stutta en erfiða sjúkrahús-
legu, hugsum við til barna þeirra og
biðjum Guð að gefa þeim þann styrk
sem þau þarfnast með æðruleysi
foreldra þeirra að leiðarljósi.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð
þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
(Ólína Andrésdóttir.)
Birna og Kristín
Zóphaníasdætur.