Morgunblaðið - 02.12.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.12.2000, Qupperneq 1
278. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hæstiréttur Flórída hafnar umsvifalausri handtalningu vafaatkvæða Dómarar í Hæstarétti Framkvæmdastjórn ESB vill mikinn niðurskurð fískkvóta Síðustu forvöð til að bjarga fískstofnum Brusscl. AP FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins lagði í gær til mikinn niðurskurð á fiskkvótum í Norðursjó og víðar en fiskifræðingar segja, að verði ekki gripið til rót- tækra ráðstafana hrynji stofnarnir endanlega. Er ráðlagður niður- skurður í þorskinum um 50% og um 70% í lýsingi. „Við getum ekki lengur lokað aug- unum fyrir ástandinu enda viður- kenna sjómennirnir sjálfir, að þeir geti ekki fiskað upp í núverandi kvóta,“ sagði Franz Fischler, sem fer með landbúnaðar- og sjávarút- vegsmál í framkvæmdastjórninni. Tillögur hennar eru þær, að þorsk- kvótinn verði á bilinu 40 til 50.000 tonn á næsta ári en hann er 80.000 tonn á þessu ári. Verða tillögurnar lagðar fyrir fund sjávarútvegsráð- herra sambandsins 14. þessa mánað- ar. Fiskifræðingar áætla, að hrygn- ingarstofn þorsksins í Norðursjó sé nú um 70.000 tonn en hin líffræðilegu hættumörk eru 150.000 tonn. Um 1970 var stofnstærðin 250.000 tonn. Sami niðurskurður verður í þorskveiðinni við V-Skotland og ír- land og ýsu- og skarkolakvótinn verður einnig skorinn mikið niður. Þá er lagt til, að dregið verði úr síld- veiði á vestursvæðinu um 27%. Lýsingskvótinn í Biskajaflóa og norður úr fer úr 42.000 tonnum nú í 11.000 á næsta ári ef tillögurnar verða samþykktar. Dauðadómur yfir útgerð að mati sjómanna Fulltrúar sjávarútvegsins í ýms- um löndum höfðu varað við meiri niðurskurði á kvótunum og sögðu, að það myndi kosta fjölda manns at- vinnuna. Framkvæmdastjórnin seg- ir aftur, að tillögurnar séu aðeins ör- væntingarfull tilraun til að bjarga fiskiðnaðinum yfirleitt. Talsmenn sjávarútvegsins í Skot- landi og írlandi sögðu í gær, að með tillögunum væri í raun verið að kveða upp dauðadóm yfir útgerð og fiskvinnslu í löndunum. Efast um réttmæti afskipta Hæstaréttar hlvða lahassee. AP, AFI^^ Washington, Tallahassee. J , DÓMARAR gerðu harða hríð að lög- fræðingum forsetaframbjóðendanna tveggja, A1 Gore, frambjóðanda demókrata, og George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, þegar þeir leituðust við að færa rök fyrir máli sínu í Hæstarétti Bandaríkj- anna í gær. Lögfræðingar Bush fóru fram á það að Hæstiréttur setti lögformleg- an endapunkt við forsetakosning- arnar, felldu úr gildi úrskurð Hæsta- réttar Flórída sem heimilaði endurtalningu í þremur sýslum rík- isins og stöðvaði frekari endurtaln- ingu atkvæða. I Flórída hafnaði hæstiréttur rík- isins beiðni Gore um umsvifalausa handtalningu vafaatkvæða í forseta- kosningum. Dómstóllinn hafnaði því einnig að taka fyrir kæru lögmanna Gore vegna atkvæðaseðla er notaðir voru í Palm Beach-sýslu. á málflutning Theodore Olson, sem fór fyrir lög- fræðingum Bush, var ekki kominn langt af stað í málflutningi sínum þegar dómarinn Anthony Kennedy sagðist vilja sjá hvernig málið tengd- ist alríkinu. Dómarinn David Scout- er spurði hann einnig hvi alríkisdóm- stóll ætti að blanda sér í „það sem virðist vera mjög vel úthugsuð áætl- un“ í Flórída til að leysa deilurnar og fleiri dómarar tóku undir efasemdir um réttmæti þess að alríkisdómstóll blandaði sér í málefni Flórídaríkis. Hæstaréttardómararnir voru engu mildari við Laurence Tribe, lögfræðing Gore. Sandra O’Connor spurði hann hvort Hæstiréttur Flór- ída hefði breytt reglum að loknum kosningum þegar hann leyfði hand- talningu atkvæða. Tribe sagði upp- runalega dagsetningu ekki vera raunverulegan eindaga, vegna þess að innanríkisráðherra væri leyfilegt að taka atkvæði, sem bærust seint, til greina. Ekki liggur fyrir hvenær úrskurð- að verður í málinu og ólíklegt þykir að niðurstaða Hæstaréttar, hver sem hún verður, muni þýða endalok málaferla og baráttunnar um fylgi almennings í Bandaríkjunum. Einn- ig getur verið að dómarar taki þá ákvörðun að úrskurða ekki í málinu. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hæstarétt Eins og venja er í Hæstarétti voru myndatökuvélar ekki leyfðar meðan á réttarhöldunum stóð. Vegna hins gífurlega áhuga á þeim var hljóð- upptaka hins vegar send út að þeim loknum en þetta er í fyrsta skipti sem Hæstiréttur Bandaríkjanna gerir slíkt áður en meðferð máls lýk- ur. Fjölmargar útvarps- og sjónvarpsstöðvar sendu upptökuna út um leið og hún var komin í hendur þeirra. Fjöldi fólks hafði komið saman fyrir utan Hæstarétt til að reyna að tryggja sér pláss í einu af 50 sætum sem tekin voru frá fyrir almenning. Talið er að um 200 manns hafi varið nóttunni fyrir utan Hæstarétt. Með- an á réttarhöldunum stóð voru um 2.000 stuðningsmenn forsetafram- bjóðandanna fyrir utan Hæstarétt. Stuðningsmennfrnir voru skildir að til að koma í veg fyrir átök þeirra á miUi. Á sama tíma og réttarhöldin áttu sér stað hélt flutningur atkvæða- seðla áfram frá þremur sýslum Flór- ída til höfuðborgarinnar Tallahass- ee. Dómarinn N. Sanders Sauls fyrirskipaði í vikunni atkvæðaflutn- inginn en hann mun í dag taka af- stöðu til þess hvort þau verða hand- talin á ný eins og Gore fer fram á. Stuðningsmenn forsetaframbjóðendanna söfnuðust saman fyrir utan Hæstarétt í gær. Stjórnar- skipti í Mexíkó Mexíkóborg. AFP, AP, Reuters. VICENTE Fox sór í gær emb- ættiseið sem forseti Mexíkó og ný ríkis- stjórn tók þá jafnframt við völdum. Þar með var bundinn endi á 71 árs valdatíð Byltingar- flokksins í landinu. Fox er miðjumaður í stjórnmálum og hefurkennt sig við „þriðju leið- ina“ svonefndu. Helstu stefnu- mál hans i kosningabaráttunni voru að vinna bug á spillingu og fátækt og aflaði hann sér vin- sælda fyrir alþýðlegt yfirbragð og hreinskilna framkomu. Við embættistökuna í gær hét Fox því að útrýma síðustu leifum einræðis í Mexíkó og stuðla að samheldni og eindrægni meðal þjóðarinnar. ■ Fox heitir/34 Vicente Fox Pinochet í stofu- fangelsi Santiago. AP. AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, hefur verið ákærður fyrir að bera ábyrgð á mannránum í valdatíð sinni. Dóm- arinn, Juan Guzman, gaf út þau boð í gær að réttarhöld yrðu haldin yfir Pinochet vegna hvarfs 19 fanga á fyrstu mánuðum 17 ára valdatíma hans á stóli einræðisherra, sem lauk 1990. Guzman fyrirskipaði einnig að hinum 85 ára gamla Pin- ochet yrði haldið í stofufangelsi. Pinoehet viðurkenndi í síðasta mánuði, með semingi þó, að bera ábyrgð á grimmdarverkum sem herinn framdi í valdatíð hans og sagði í ávarpi, sem tekið var upp á hljóðsnældu og leikið á afmælis- daginn hans, að hann viðurkenndi „allar staðreyndir". Pinochet sagði í ávarpinu að sumar af þeim ásökunum sem bornar væru á herinn væru einung- is áróður gegn ríkisstjórn sinni. Hann stæði hins vegar við það sem væri staðreynd að herinn hefði gert. Samkvæmt skýrslu ríkisstjórn- arinnar sem tók við af stjórn Pin- ochets, hurfu 3.197 manneskjur eða voru myrtar á meðan Pinochet var við völd. Pinochet var handtekinn í októ- ber 1998 þar sem hann var staddur í Bretlandi í kjölfar handtökuskip- unar spænsks dómara. Honum var haldið í Bretlandi fram í mars sl. þegar ákveðið var fyrir rétti að hann væri of heilsuveill til að sitja undir réttarhöldum. Ekki er útséð um hvort réttar- höldin munu fara fram, það veltur m.a. á lögfræðilegum álitamálum, þ.á m. andlegi’i og líkamlegri heilsu Pinochets, en hann er nú að jafna sig af bráðalungnabólgu. Steinn Steínarr itir ** *v» sftáuts Metsölulisti Mbl. Ævisögur JJjU JPV FORLAG MORGUNBLAÐHD 2. DESEMBER 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.