Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 4

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 4
i LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hátfðarhöld 1 Háskóla íslands í tilefni fullveldisdagsins Deilt um fjárveit- Morgunblaðið/Jim Smart Eiríkur Jónsson og Eyrún Eyþórsddttir lögðu blómsveig frá stúdentum að leiði Jóns Sigurðssonar. ingar SNÖRP orðaskipti urðu milli for- manns Stúdentaráðs Háskóla ís- lands og menntamálaráðherra á há- tíðarsamkomu í HÍ í tilefni full- veldisdagsins. Þar gagnrýndi Eiríkur Jónssson, formaður Stúdent- aráðs, stjómvöld fyrir að veita ekki nægt fé til HÍ og benti á að framlög hér til menntamála væru mikiu lægri sem hlutfall af landsframleiðslu en í nágrannalöndunum. Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra benti á að framlag ríkisins til HÍ hefði hækkað úr 2,6 milljörðum árið 1999 í tæplega 3 milljarða árið 2000, eða um 12,4%, og að samkvæmt nýju fjárlagafrum: varpi verði fjárveiting ríkisins til HÍ tæplega 3,25 milljarðar, en það sé um 9,3% hækkun. Stúdentar héldu fullveldisdaginn hátíðlegan að venju og hófst hátíðar- dagskráin með messu í Háskólakap- ellunni þar sem sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónaði fyrir altari og Þorvaldur Víðisson flutti predikun. Að messu lokinni var haldið í kirkju- garðinn við Suðurgötu, þar lögðu stú- dentar blómsveig við leiði Jóns Sig- urðssonar og Auður Jónsdóttir rithöfundur flutti minni hans. Hátíðarsamkoma undir yfn-skrift- inni „ísland í fremstu röð“ var haldin í hátíðarsal Háskólans og var fjallað um samkeppnishæfni menntunar á íslandi annars vegar og menningar hins vegar. Forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson var heiðursgestur hátíðarinnai' og umræðum stjórnaði Sigmundur Emir Rúnarsson. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra, Páll Skúlason rektor, Ein'kur Jónsson, formaður Stúdentaráðs, og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags íslands, fluttu framsögur og áttu síðan í pallborðs- umræðum um samkeppnishæfni menntunar á íslandi. Þrengt að HÍ íjárhagslega Fjárveitingar til Háskólans urðu nokkuð áberandi í umræðunni og sagði Eiríkur Jónsson að samkeppn- ishæfni Háskólans væri ekki góð þar sem mjög væri þrengt að honum fjár- hagslega. Hann benti á að í ná- grannalöndunum væm framlög til menntamála mun hærra hlutfall af landsframleiðslu en hér og til að ís- land stæði jafnfætis Finnlandi til til dæmis hvað þetta varðaði, yrði að auka framlög til menntamála um sem nemur 1% af landsframleiðslu, eða um sjö milljarða. Eiríkur nefndi einn- ig aðstöðumál Háskólans og sagði að aðstöðuleysi skólans væri orðið gríð- arlegt, en að ekki hefði verið tekið til- lit til óska stúdenta og Háskólans í þeim efnum. Eiríkur lýsti áhyggjum af samkeppnisstöðu Háskóla íslands gagnvart einkaskólum á háskólastigi og gagnrýndi að þeir skuli fá ríkis- fjárveitingar á sömu forsendum. Framlög til HÍ hafa verið aukin verulega Bjöm Bjarnason benti á að fram- lög tO HÍ hefðu verið aukin verulega, um nær 400 milljónir eða 12,4%, milli áranna 1999 og 2000 og að tO stæði að auka þau enn, um nær 250 milljónir eða 9,3%, samkvæmt nýju fjárlaga- frumvarpi. Hann sagði að athuga þyrfti að 28,6% íslenskra náms- manna á háskólastigi væru við nám erlendis og að það þyrfti að taka til athugunar þegar framlög tO mennta- mála hér væru borin saman við fram- lög í öðrum löndum þar sem mun lægra hlutfall sækti nám í öðrum löndum. Bjöm sagði einnig að tO- koma einkaskóla hér á landi breytti engu um samkeppnisaðstæður HÍ, hann væri þegar í samkeppni á al- þjóðamarkaði, auk þess sem hann hefði þá sérstöðu og þann styrk sem þyrfti til að standast samkeppni við aðra skóla hér á landi. Páll Skúlason tók fram að samn- ingur rfldsins og HÍ um kennslu og fjárhagsleg samskipti sem gerður vai' á síðasta ári væri mikið spor í framfaraátt, en í kjölfar hans hefðu framlög ríkisins til HÍ hækkað mjög. Samningurinn er árangurstengdur og byggist á nemendafjölda og sagði Páll að innan skamms yrði kynntur sambærilegur samningur vegna rannsókna. Páll sagði að einn besti mælikvarðinn á samkeppnishæfni HÍ væri árangur nemenda er þeir héldu utan í framhaldsnám og benti á að þeir stæðu sig almennt mjög vel í námi við bestu háskóla erlendis. Guðrún Agnarsdóttir lagði áherslu á mikOvægi menntunar og rannsókna en að í þeim fæhst fjársjóður til fram- tíðar þar sem fjölmörg tækifæri væru falin, Hún sagði að vísindarann- sóknum mætti líkja við töfra í ævin- týrum þar sem þær færðu gjaman fram nýja og ófyrirséða vitneskju og áður hefðu jafnvel þótt óhugsandi. Framlög til menningarmála ekki eyðsla heldur ijárfesting Samkeppnishæfni menningar á Islandi var umræðuefni seinni hluta dagskrárinnar og þar fluttu framsög- ur Björn Bjamason menntamálaráð- herra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir formaður Bandalags íslenskra lista- manna, Eyþór Arnalds forstjóri ís- landssíma og Sölvi Bjöm Sigurðsson íslenskunemi. Björn Bjamason hóf mál sitt á því að benda á að aldrei hefði verið staðið að útrás á sviði menningar hér á landi með öðmm eins hætti og nú í ár og sagðist telja spennandi að fylgjast ALLS hafa nú 28 beðið bana af völdum umferðarslysa það sem af er árinu og hafa ekki fleiri látist af völdum umferðarslysa síðan 1988, þegar 29 létu lífið í umferðarslys- um. Umferðarslys á þessu ári hafa verið óvenju mannskæð, en í þrem- ur banaslysanna hafa þrír látið lífíð og í tveimur þeirra létust tveir. 25. febrúar létust þrír í slysi þeg- ar jeppi skall á rútu á Kjalarnesi og þrjú ungmenni létust eftir harðan árekstur fólksbfls og gámaflutn- ingabfls á Suðurlandsvegi við bæinn Strönd á milli Hellu og Hvolsvallar 9. ágúst. í fyrradag létust síðan þrír í banaslysi á Reykjanesbraut, um tvo kílómetra vestan við Kúagerði. Frá því að Reykjanesbrautin var tekin formlega í notkun 26. október 1965 hafa 52 látið þar lífið í umferð- arslysum á þessari 58 kflómetra löngu braut. Flest slysin hafa átt sér stað á um átta kflómetra kafla við Kúagerði, að sögn Sigurðar Helgasonar, upplýsingafulltrúa Umferðarráðs. Þá hefur þróunin orðið sú að sífellt fleiri slys verða í þéttbýlinu í Hafnarfirði, þar sem götur bæjarins tengjast Reykja- nesbraut. Árið 1977 létust alls 37 af völdum umferðarslysa og hafa aldrei fleiri látist hérlendis á einu ári í umferð- inni. Frá árinu 1977 fram til ársins 1991 létust á bilinu 24 til 29 í um- ferðarslysum, að undanskildu árinu 1983 þegar 18 létust í umferðarslys- um, en það ár var norrænt umferð- aröryggisár. Frá 1991 til 1994 fækkar banaslysum talsvert, en ár- ið 1994 voru 12 banaslys í umferð- inni og þarf að leita aftur til ársins 1968 til að finna færri banaslys, en með því hvaða árangri það myndi skila og að það væri ekki síður spenn- andi en að fylgjast með árangri rann- sóknaogvísinda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagð- ist telja að æ fleiii væru að átta sig á því að framlög til menningarmála væru ekki „eyðsla" heldur „fjárfest- ing“. Hún sagði að stjómmálamenn yrðu oft að glíma við það viðhorf al- mennings og fjölmiðla að útgjöld tfl menningarmála væru fyrst og fremst eyðsla og peningunum væri betur varið í annað. Hins vegar væru þau að fjárfesting, sem skilaði heflmikl- um fjárhagslegum ávinningi auk þess að stuðla að blómlegi'a samfélagi. Tinna Gunnlaugsdóttir sagði að markaðurinn yrði aldrei einn og sér grundvöllur fyrir menningarstarf- semi og sagði stuðning nauðsynlegan til þess að hún næði að skila arði til það ár var tekin upp hægri umferð og létust þá aðeins 6 í umferðar- slysum. Hraði á vegum aukist síðustu árin Árið 1995 voru banaslys hins veg- ar 24, en fækkaði í 10 árið 1996, og virðist sem að banaslysum hafi farið fjölgandi síðan. Árið 1997 létust 15 í umferðarslysum, 27 árið 1998 og 21 árið 1999, og á fyrstu ellefu mánuð- um þessa árs hafa 28 þegar látið líf- ið í umferðinni. „Það sem gerist þarna upp úr 1990 er að það eykst notkun örygg- isbúnaðar, það er ekki spurning að það er stór áhrifavaldur. Það er síð- an staðreynd að hraði á vegum landsins hefur aukist og það leiðir hugsanlega til þess að slysin verða samfélagsins. Hún benti á að víða er- lendis, til dæmis á írlandi, hefði tek- ist að auka fjármagn til menningar- mála með skattaívilnunum. Eyþór Amalds sagðist telja af hinu góða að átvinnulífið skuli vera að ger- ast æ virkari þátttakandi í menning- arlífi. Hann mælti með að búinn yrði til vettvangur fyrirtækja, stofnana og hins opinbera þar sem mörkuð yrði stefna í fjárveitingum til menningar- mála, sem yrði fylgt við styrkvéiting- ar, í staðvana eða tilvfljunar. Sölvi Bjöm sagði að sér þætti sam- keppnishæfni íslenskrar menningar ekki velta á mögulegu brautargengi hennar erlendis, heldur hvernig hún snerti fólk hér. Þannig gæti þjóðin, sem á ótal met miðað við höfðatölu, verið stór í sinni smæð gagnvart héiminum, jafnvel stærsta þjóð í heimi, miðað við höfðatölu. mannskæðari en ella,“ segir Sigurð- ur. Hann segir að tilviljanir ráði einnig miklu varðandi umferðar- slys, og að orsakir slysanna séu kannski ekki alltaf þær sem verið er að beina athyglinni að, eins og hættulegur glannaakstur, heldur megi rekja orsakir sumra mann- skæðra slysa til þess að ökumenn hafi sofnað undir stýri. „Það sem er sífellt að komast sterkar inn í umræðuna alls staðar er sú staðreynd að við sættum okk- ur ekki við þessi banaslys. Sið- menntaðar þjóðir sætta sig ekki við að svo margir láti lífið, og ég held að það sé nákvæmlega sú hugsun sem við þurfum að fá í ríkari mæli inn í umræðuna um umferðarmál,“ segir Sigurður. Skemmtilegar frásagnir um losta, ágirnd og öfundsýki hinna grísku guða en heimskupör þeirra leiddu til þess að stjörnumerkin tólf festust á himninum. „Illugi Jökulsson hefur tekiö saman þessar sögur og að mínu mati ferst honum það vel úr hendi. Hann hefur fynd- inn og skemmtílegan stíI ... hann beitir kimninni óspart... mjög skemmti- leg og áhugaverð lesning...“ Jón SvanurJóhannsson/ ViðskiptablaðiÓ Heimskupör guðanna „lllugi kryddar texta sinn með íronískum samlikingum og hæfilega alvörulausum útiistunum og tengir efnið þannig við veru- leika sem lesandinn þekkir af eigin raun.“ Erlendur Jónsson/Mbl. JPV FORLAG Óvenju mannskæð umferðarslys á árinu Tuttugu og* átta látist í 20 slysum í umferðinni Dauðsföll veqna umferðarslysa á Islandi arin 1966- 1999 Fjöldi látinna 35 ------------ 30 25 20 15 10 5 Hægri umferð Norrænt umferðaröryggisár "1966 1970 1975 1980 Heimild: http://www.umferd.is 1985 1990 1995 2000* *Fyrstu 11 mánuði ársins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.