Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 16

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 16
16 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ' Morgunblaðið/Jón Svavarsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á svona dögum er gainan að vera fslendingur. Ekki satt? Það var mikið sungið í 10 ára afmælinu í gær og allir fengu njrja, rauða boli eins og sjá má. N áttúruleikskólinn Krakkakot 10 ára Bessastaðahreppur NÁTTÚRULEIKSKÓLINN Krakkakot í Bessastaða- hreppi átti merkisafmæli í gær og var haldið upp á þann atburð með tilheyr- andi veisluhöldum þar á bæ. „Það eru 10 ár síðan við fluttum í þetta húsnæði," sagði Erla Thomsen í sam- tali við Morgunblaðið í gær, „og við héldum m.a. upp á það með lokatón- leikum handa foreldrum, en börnin hafa verið í tónlist hjá okkur í vetur. Það var mikið sungið og allir fengu nýja, rauða boli merkta leikskólanum." Þessi leikskóli mun vera sá eini sinnar tegundar á Islandi, að því er Erla tel- ur. Hann er jafnframt eini leikskólinn á svæðinu og þar fara 108 börn í gegn yfir daginn. „Starf okkar byggist mikið á náttúrunni og nýtingu hennar,“ sagði Erla, „og sérkenni okkar er dýrahald. Við erum með hænsnabúskap, kanín- ur, naggrísi, hamstra, salamöndru, frosk, tvo páfagauka, og einnig salt- vatnsbúr með kröbbum, sprettfiski og öðru úr haf- inu. Börnin koma gjarnan með dýr og hluti sem þau hafa rekist á í fjörunni og setja í búrið. Þetta er sum- sé dálítið öðruvísi en ger- ist annars staðar.“ Að sögn Erlu var mjög notaleg stemmning á af- mælisdaginn, opið hús og margir komu og allir voru glaðir. Og auðvitað var standandi veisluborð frá morgni til kvölds, mjólk handa börnunum, en kaffi handa foreldrum. Og allir fengu að sjálfsögðu tertu. Björn G. Bjornsson er með hugmynd að margþættri sjávarútvegssýningu á Miðbakkanum í Reykjavík Yrði lyftistöng fyrir mannlífið í gamla bænum Midborg BJÖRN G. Björnsson sýn- ingahönnuður hefur í nokk- ur ár verið með hugmyndir um að setja upp á Miðbakk- anum í Reykjavík sýningu sem undirstrikar mikilvægi sjávarútvegs fyrir afkomu íslendinga. Svipar hug- myndum hans til hugmynda Ásgeirs Bolla Kristinssonar kaupmanns í Reykjavík, en eins og greint var hér frá í byrjun nóvember hefur arkitektastofan Bernard Engle, Architects & Plann- ers að beiðni og á kostnað Ásgeirs Bolla mótað tillögu að menningar- og listahús- um norðanmegin Tryggva- götu. I henni er m.a. gert ráð fyrir listmuna- og bóka- verslunum, ýmsum sýning- arbásum og vinnuaðstöðu fyrir listamenn í tengslum við Listasafn Reykjavíkur. Hugmynd Björns miðar þó einkum að kynningu á öllu sem tengist hafinu í sögu ís- lendinga. Af þessu tilefni hafði Morgunblaðið sam- band við Björn og spurði hann nánar út í þetta mál. „Ég hef unnið við leik- mynda- og sýningahönnun í mörg ár,“ sagði hann. „Og þannig æxlaðist, að ég fór að vinna hjá Þjóðminjasafn- inu fyrir 7-8 árum, í ákveðnum verkefnum, m.a. í Sjóminjasafninu í Hafnar- firði, við uppsetningu ým- issa sýninga. Á þeim tíma kviknaði hjá mér áhugi á að segja einhvers staðar sögu sjávarútvegs okkar og fisk- veiða. Síðan hef ég dálítið verið að tuða um þetta, enda orðið mér baráttumál að það sé við Reykjavíkurhöfn ein- hver sýning um sögu sjó- sóknar og siglinga og lífríkið kringum landið.“ Björn hefur kynnt þessa hugmynd sína víða, m.a. í blöðum, á ráðstefnum og í útvarpi. „Sumar hugmyndir eru alltaf á sveimi með jöfnu millibili, menn sjá svona í útlöndum og svo allt í einu verða þær tímabærar og einhver grípur þær,“ sagði Björn. „Og það sannaðist hér. Bolli var alveg á sömu nótum og ég, en hugsaði bara stærra. Hugmynd hans sneri að borgarskipulaginu en mín að lítilli sýningu ein- hversstaðar. En við erum núna í sambandi og höfum verið um tíma, ég hef sent honum efni mitt og hann mér aftur sitt.“ ísland og hafið Björn var beðinn um að útskýra nánar í hverju þess- ar tillögur væru fólgnar. „Jú, sjáðu til. íslendingar hafa lifað á sjósókn í 1100 ár en samt er hér engin heild- arsýning sem gerir skil þessum meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að koma á fót myndarlegri sýningu í Reykjavík sem undirstrikar mikilvægi sjávarútvegs fyrir afkomu okkar, bæði gagn- vart okkur sjálfum, skóla- börnum og ferðamönnum sem hingað koma. Mér finnst eðlilegt, að Bjöm G. Björnsson Reykjavíkurborg og ríki, op- inberar stofnanir sem tengj- ast sjávarútvegi, aðilar í út- gerð, útflutningi, ferða- þjónustu og tengdum greinum stofni með sér fé- lag um að koma á fót sýn- ingarmiðstöð sjávarútvegs- ins við Reykjavíkurhöfn, miðstöð sem við getum kall- að „ísland og hafið“. Slík miðstöð mun höfða til breiðs hóps og vera allt í senn sjóminjasafn og sögusýning um siglingar og sjósókn ís- lendinga, lifandi fiskasafn, fróðleiksnáma um lífríki hafsins, mengun, verndun og nýtingu fiskistofna, upp- lýsingamiðstöð um nýjungar í sjávarútvegi, sjávarfang og íslenskar framleiðsluvörur, sjávarréttamiðstöð með góðu veitingahúsi, aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn, fund- araðstaða og margt fleira.“ Og Björn hélt áfram: „ímyndum okkur að við séum komin niður að höfn á góðum degi til að skoða „ís- land og hafið“. Á athafna- svæði utanhúss er lítið síld- arplan, þar sem stelpur salta síld á sunnudögum og syngja sjómannalög, hjallur með grásleppu, skreið á trönum og kall að dytta að trillubáti og taka í nefið. Hann býður gestum upp á dorgferðir um höfnina þegar vel viðrar og hver veit nema hann spili á harmonikku. Víkingaskip bíður við bryggju, bátasmiður sinnir viðgerðum, hér er fiskbúð þar sem bæjarbúar kaupa sér í soðið og umhverfið minnir á sjávarplássið Reykjavík. Innandyra er sýning sem rekur sögu siglinga og veiða í gegnum tíðina; um sigling- ar norrænna manna, fund íslands og landafundi ís- lendinga í vestri, um sjó- sókn á opnum bátum á ára- bátaöld, veiðarfæri og fiskverkun, um skreiðarsölu á miðöldum, skútuöld og saltfisk um aldamót, um togarabyltingu, síldarævin- týri og hvalveiðar, um sögu fiskverndar, fiskifræði og hafrannsóknir og sögu þorskastríða, sem hófust á 15. öld og eru víst orðin tíu, eftir því sem Björn Þor- steinsson heldur fram. Framsetningin er nútíma- leg, með lifandi myndum, kortum, textum og vel völd- um munum, skýringartextar á íslensku og erlendum mál- um og margmiðlunarefni fyrir unga fólkið.“ Lifandi fískasafn „Kjarni þessarar mið- stöðvar og helsta aðdráttar- afl er glæsileg sýning um lífríki hafsins umhverfis ís- land og þær skepnur sem þar lifa - og við lifum á. Lif- andi fiskasöfn eru vinsæl um allan heim og hér er loks komið veglegt íslenskt sjó- dýrasafn þar sem undir- staða þjóðlífsins, þorskur- inn, syndir um. Hér eru einnig uppstoppaðir fiskar, safn skelja, kuðunga og ann- arra sjávardýra og stærsta skepna jarðarinnar, steypi- reyðurin, teygir úr sér á 30 metrum. Hér má fræðast um ástand fiskistofna, mengun sjávar, umhverfis- mál og fleira sem snertir „ísland og hafið“ á lifandi og áhrifaríkan hátt. Þetta er líka sjávar- afurðasýning með áherslu á þann fjölbreytta varning sem Islendingar framleiða úr sjávarfangi. Hér má fræðast um mismunandi að- ferðir við fiskverkun; þurrk- un, söltun, bræðslu, fryst- ingu, niðurlagningu og hvað eina, greint er frá sölu og dreifingu sjávarafurða fyrr | og nú, umbúðir sýndar o.fl. allt í samvinnu við fyrirtæki qg samtök sjávarútvegsins. 1 I tengslum við sjávarafurða- deildina er veitingastaður með útsýn yfir bryggjurnar og færustu kokkar bjóða upp á úrval íslenskra sjávar- rétta. Hér má halda fundi um málefni sjávarútvegsins og mannfagnaði af ýmsum toga í áhrifamiklu og spenn- k andi umhverfi." Sé vel að öllu staðið í slíkri miðstöð sem hér hefur verið lýst, þ.e.a.s. með fræðilegum grunni, sýning- um, fiskasafni, veitingastað, minjagripaverslun og að- stöðu til funda, kynninga og sérsýninga, má gera ráð fyr- ir að „ísland og hafið“ dragi til sín drjúgan meirihluta þeirra erlendu gesta sem heimsækja landið á ári hverju, kannski 100.000 manns, og þá eru heima- menn og skólanemendur ótaldir, sagði Björn. Og ef einhver dugur er í íslend- ingum ætti slík sjávarút- vegsmiðstöð að vera svo ein- stök og vel úr garði gerð að menn legðu leið sína yfir hafið langa leið gagngert til að berja hana augum. „Þetta mun verða lyfti- stöng fyrir mannlífið í gamla bænum, til skemmt- unar og fróðleiks innlendum og erlendum ferðamönnum á sumrin, skólafólki yfir vetrartímann og íslenskum fjölskyldum á sunnudögum árið um kring. „Island og hafið“ er hug- mynd sem hlýtur að verða að veruleika fyrr eða síðar. Hún snýst um að sýna aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar þann sóma sem honum ber,“ sagði Björn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.