Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÁTVRá réttri leið Stjórn Afengis og tóbaksverslunar ríkisins er að leggja lokahönd á stefnumót- un félagsins. Arnór Gísli Ólafsson ræddi við Hildi Petersen og Sigurð M. Magnússon stjórnarmenn ATVR. VIÐSKIPTI Morgunbla<5ið/Kristinn Verslanir ÁTVR verða endurhannaðar í áföngum á næstunni með það að markmiði að gera útlit þeirra hlýlegra. Fjölga á kynningum á léttvínstegundum í verslunum ÁTVR og koma til móts við ört vaxandi vínáhuga almennings. „PAÐ má segja að við séum um þessar mundir að leggja lokahönd á stefnumótun Áfengis og tóbaks- verslunar ríkisins hvað varðar versl- anirnar. í þeirri stefnumótun byggj- um við að töluverðu leyti á reynslu hinna Norðurlandaþjóðanna. Það er ekki ýkja langt síðan Systembolaget í Svíþjóð og Alko í Finnlandi tóku að endurskapa ímynd sína. Það verður að segjast eins og er að okkur líst nyög vel á margt sem þeir hafa verið að gera og viljum innleiða þá þætti hér. Við stefnumótunina verðum við vitaskuld að gæta þess að halda okk- ur innan þess lagaramma sem löggjafínn hefur sett um starfsemi ÁTVR,“ segja Hildur Petersen for- maður og Sigurður M. Magnússon varaformaður stjórnar ÁTVR. Viðskiptaleg nálgun nauðsynieg Hildur og Sigurður segja að í stefnumótun ÁTVR vilji stjómin taka mið af því besta sem áfengis- einkasölur annars staðar á Norður- löndum hafa verið að gera. „Þær virðast að mörgu leyti vera komnar lengra en við hér á íslandi í því að þróa viðskiptalega nálgun á starf- semi einkasölunnar. Við gerum okk- ar grein fyrir því að það era mjög skiptar skoðanir um fyrirkomulag á áfengissölu á íslandi og við göngum þess ekki dulin að það getur verið mikið tilfinningamál. Það fyrirkomu- lag sem ríkir nú getur verið ásætt- anleg málamiðlun milli mjög ólíkra skoðana, að því gefnu að ákveðin grundvallarskilyrði séu uppíyllt, eins og til dæmis góð þjónusta við viðskiptavini, gott vöruúrval og síð- ast en ekki síst viðunandi verð. Stjóm ÁTVR getur haft töluvert um það að segja hvernig vöruúrvalið er og hvers konar þjónusta er veitt en það er hins vegar ekki á forræði ÁTVR að ákveða verð á áfengi. Við viljum hins vegar reka ÁTVR á sem allra bestan hátt innan þess laga- ramma sem settur hefur verið. Það er aftur á móti í sjálfu sér sér- stakt að áfengisgjöld á fslandi á létt- um vínum og bjór skuli vera svo miklu hærri en í nágrannalöndunum og í raun engin sérstök rök fyrir því. Afengisgjöldin á sterkum vínum eru aftur á móti mjög sambærileg hér og annars staðar á Norðurlöndunum. En gagnvart verðlagningu nýtur ís- lenska ríkið auðvitað einangrunar landsins.“ Hildur og Sigurður segj- ast vera þeirrar skoðunar að verð- lagning á léttvíni og bjór hér á landi sé meira vandamál en fyrirkomulag smásölunnar, það sé í raun brýnna úrlausnarefni. Þeir einu sem geti verið mjög sáttir við verðlagningu áfengis séu vínáhugamennimir því að dýru léttvínin séu á góðu verði og kosti hér svipað eða jafnvel minna en víða annars staðar. „Við tökum það hins vegar fram að það er ekki á hendi stjómar ÁTVR að taka á því heldur fjármálaráðuneytisins.“ Hildur og Sigurður segja að áf- engisgjald á Islandi sé línulegt mið- að við styrk vínanda en annars stað- ar sé það yfirleitt í þrepum, þ.e.a.s. að áfengisgjaldið sé mismunandi fyrir ákveðið áfengismagn, til dæmis mjög lágt fyrir bjór, aðeins hærra fyrir léttvín og svo mikið hærra fyrir brennda drykki. „Þetta gerir það til dæmis að verkum að ódým léttvínin hér á landi geta verið tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en í nágr- annalöndunum. Okkar skoðun er sú að ef það eigi að viðhalda þvi fyrir- komulagi sem nú ríkir verði að upp- fylla öll þau skilyrði sem við nefnd- um áðan, þ.e. vömúrval verður að vera gott, þjónustan líka og verðið verður að vera ásættanlegt." Eðlilegt að lengja afgreiðslutímann Hildur og Sigurður segja stóran hluta af stefnumótunarvinnu og framtíðarhugmyndum hafa snúist um þjónustuþáttinn, sama gildi um afgreiðslutímann en þau vilji gjarna sveigja hann miklu meira að opnun- artíma þeirra verslana sem ÁTVR er í nálægð við. „Fyrir utan verslun- ina Heiðrúnu em verslanir ÁTVR opnar frá 11-18 virka daga nema föstudaga en þá er opið til 19 og á laugardögum er opið frá 11 til 14. Samtals em verslanir ÁTVR því opnar í 39 stundir á viku en til sam- anburðar mætti nefna að verslanir Alko í Finnlandi em opnar að meðal- tali 58 stundir á viku eða 19 tímum lengur en hér. Dreifing verslunar- innar er enda ójafnari hjá okkur en Finnum, eða um 60% af heild á föstudögum og laugardögum en 40% í Finnlandi. Okkur finnst það vera mjög mikilvægur þáttur í því að bæta þjónustuna að laga afgreiðslu- tímann að afgreiðslutíma annarra verslana. Við eigum auðvelt með að gera okkur í hugarlund hvað það getur valdið mikilli gremju ef menn era að versla eftir hádegi á laugardögum og koma að öllum verslunum opnum nema ÁTVR. Til viðbótar við afgreiðslutímann viljum við nefna ráðgjöfina sem byggist á góðri vöra- þekkingu hjá starfsfólki en ýmislegt hefur raunar þegar unnist á því sviði. Við stefnum hins vegar að því að gera enn betur og efla þennan þátt þjónustunnar til muna á næstu mánuðum." Vaxandi áhugi á léttum vfnum Hildur og Sigurður nefna einnig verðskrá ÁTVR sem sé ágætis rit með miklar upplýsingar. „Okkur finnst aftur á móti að fólk viti ekki nægilega mikið um hana. Á þessu þurfum við að taka og við viljum einnig auka útgáfuþáttinn eða fræðsluþáttinn hjá ÁTVR; það er mjög vaxandi áhugi hjá fólki á létt- vínum, einkum rauðvíni, og ÁTVR getur komið betur til móts við hann með fróðleik um vín, samspil víns og matar og kynningu á nýjum vínum. Verðskráin er gefin út þrisvar sinn- um á ári og í henni væri hægt að kynna sérstaklega ný vín sem væm að koma í reynslusölu. Við getum einnig komið til móts við áhugafólk um vín á vefsvæði ÁTVR. Raunar emm við þegar komin nokkuð áleiðis í þeim efnum á vefsvæðinu og við getum til dæmis bent á að á vef okk- ar er núna kynning á spænskum vín- um og þar er að finna mikinn fróð- leik, s.s. um vínræktarhéraðin, kort af þeim, berjategundir, spænsk vín og mat o.s.frv." Hildur og Sigurður segja að einn- ig sé stefnt að þvi að vera með slíkar kynningar í verslunum, þ.e. að dreg- in verði fram ákveðin lönd eða iands- væði. Þá megi og nefna að fyrir jólin verði ÁTVR með kynningu á því hvaða vín henti best með jólamatn- um. Þá standi einnig til á næstu mánuðum að hefja endurhönnun verslananna að nokkru leyti, þ.e. að gefa þeim hlýlegra útlit en nú er og þá ekki síst í víndeildunum. „Þær verða að vísu ekki teknar fyrir allar í einu en það verður væntanlega byrj- að á Kringlunni. Ef við lítum svo á að ÁTVR sé í raun smásölukeðja þá er rökrétt að beitt sé sömu aðferðafræði við þróun verslana ÁTVR og annarra versl- ana. I því felst samræming, þ.e. í litavali, framsetningu og öðm slíku eins og við þekkjum hjá öðrum smá- sölukeðjum. Við teljum að þetta sé eðlileg þróun og þessi leið hefur ver- ið farin bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Á hinum Norðurlöndunum er seldur bjór í verslunum og því er ekki að neita að þetta fyrirkomulagi gerir öðmm norrænum áfengiseinkasöl- um kleift að einbeita sér betur að sölu á léttvínum en þær leggja mikið upp úr víndeildum sínum.“ Hildur og Sigurðpr segja að áður fyrr hafi verslanir ÁTVR ekki alltaf verið staðsettar á fjölförnum stöðum en það hafi breyst til batnaðar hin síðari ár. Það megi segja að nú sé búið að koma öllum verslunum í tengsl við aðrar verslanir eða fjöl- fama staði. Það sé ekki nema eðli- legt að verslanir ÁTVR séu staðsett- ar á þeim stöðum þar sem fólk almennt versli eða eigi leið um, þ.e. við stórmarkaði eða í verslunarkeðj- um. „Vömúrval hefur einnig stór- batnað. Það eru t.d. um tvö þúsund vörategundir á boðstólum í Heið- rúnu sem jafnast á við það besta í öðmm löndum. Það er sjálfsaf- greiðsla nánast í öllum verslunum ÁTVR þannig að langar biðraðir fyr- ir framan búðarborðið em liðin tíð. Sjálfsafgreiðsla þykir ekki sjálfsagð- ur hlutur hvorki í Svíþjóð né Noregi. ÁTVR er einnig eina einkasalan á Norðurlöndum sem rekur vefversl- un þannig að viðskiptavinurinn get- ur fengið vörana senda heim til sín.“ Sýning í dag Sýnum í dag frá kl. 10-14 á Gylfaflöt 24-30 í Reykjavík: Doka-steypumót, Plettac-hjóla- og veggjapalla, Atlas Ward-stálgrindarhús, ál-, ál/tré- og tréglugga, Plettac-vinnustaðagirðingar, Lumin-svalalokanir og-handrið, Horizal-, Alsta- iðnaðarhurðir, pallanet og margt fleira formaco Gylfaflöt 24-30,112 Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.