Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 26

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 26
-6 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI LÍ spáir 4,3% verð- bólgu á næsta ári LANDSBANKI íslands (LÍ) hefur sent frá sér verðbólguspá þar sem fram kemur að bankinn spáir 0,15% breytingu á vísitölu neysluverðs milli nóvember og desember. Gangi spáin eftir hefur verðbólga verið 4,3% á síðustu tólf mánuðum. Þá spáir Landsbankinn því að verðbólga milli áranna 1999 og 2000 verði um 5,1% og innan ársins 2000 um 4,3%. „Landsbankinn spáir að verðbólga milli áranna 2000 og 2001 verði um 4,2% og innan ársins 2001 um 4,3%,“ segir í sérútgáfu bankans í gær um /erðbólguspána. Páll Eyjólfsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir að í spánni sé gert ráð fyrir lækkandi heims- markaðsverði á olíu og hækkandi evru. Einnig sé búist við að gengi krónunnar hækki nokkuð og að gengisvísitala hennar verði 117,5 stig í lok næsta árs. Þá segir Páll að gert sé ráð fyrir að þenslu á fast- eignamarkaði sé lokið, en húsnæðis- liður skýri um 1,4% af verðbólgu þessa árs. Páll segist telja að útlitið fram- undan í efnahagsmálum sé almennt jákvætt, en bætir því við að I spánni sé gert ráð fyrir hóflegum launa- hækkunum og að miklar launahækk- anir mundu breyta forsendum spár- innar. Eimskip kaupir Pelican Cargo EIMSKIP UK hefur fest kaup á öllu hlutafé í flutningsmiðlunarfyrirtæk- inu Pelican Cargo Ltd. Pelican Cargo er staðsett í Crawley rétt sunnan Gatwick-flugvallar og sérhæfir sig í almennri flutningsmiðlun í flugfiutn- ingum. Auk þess er viðskiptavinum fyrirtækisins veittar heildarlausnir, t.d. á sviði sjó- og landflutninga auk heilfarmaflutninga í flugi. Pelican Cargo var stofnað árið 1988. Félagið hefur um árabil verið samstarfsaðili TVG Zimsen í flug- flutningum og bjóða félögin daglega flugflutninga milli Bretlands og Is- lands. Auk íslands eru mikilvægustu viðskiptamarkaðir félagsins í Afríku, Ástralíu og við Miðjarðarhafið. Fimm starfsmenn starfa nú hjá Pelican Cargo og er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Martin D. Thompson. I til- kynningu frá Eimskip segir að með kaupunum á Pelican Cargo sé Eimskip að styrkja enn frekar áform félagsins um aukna þátttöku í flug- flutningum en fyrir á Eimskip flutn- ingsmiðlunarfyrirtækið Malenstein Air á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Eftir kaupin á Pelican Cargo starfa rúmlega 80 manns hjá Eimskip UK og dótturfélögum þess á fjórum starfsstöðvum í Englandi. Eimskip UK rekur eigin skrifstofur í Imming- ham og Felixstowe, auk akstursfyrir- tækisins East Trans Ltd. í Imming- ham og Pelican Cargo Ltd. í Crawley. Framkvæmdastjóri Eimskip UK er Garðar Jóhannsson. Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, skrifar rafrænt undir samninginn. Jóhann Krisfjánsson fylgist með. Tímamótasamningur fyrir Skýrr og íslenskt netsamfélag SKYRR hf. hefur samið við Veri- Sign en VeriSign er leiðandi fyrir- tæki í þróun og uppbyggingu ör- yggislausna fyrir Netið og rafræn viðskipti og almenn samskipti. í til- kynningu frá Skýrr segir að lausnir VeriSign séu viðurkenndar um all- an heim og séu meðal annars notað- ar af netbönkum, vefverslunum og fleirum sem senda þurfi viðkvæmar upplýsingar á rafrænu formi. Með samningnum, sem opnar Skýrr aðild að Alþjóðlegu neti Veri- Sign, fær Skýrr nú umboð til að selja og veita þjónustu fyrir lausnir VeriSign sem er stærsta fyrirtæki í heimi á sínu sviði. Samningurinn gefur Skýrr möguleika á að gefa út rafræn skírteini og opinberar lyklalausnir fyrir fyrirtæki, stjórnsýslu og opinberar stofnanir. Lausnirnar iniða að því að gera öll samskipti örugg, hvort sem er milli fólks, vefþjóna, eldveggja eða vefmiðlara. Um leið er uppruni gagna tryggður með áreiðanlegum hætti og það sama á við um rekjan- leika gagna, heilanleika gagna og dulritun gagna. Rafræn skírteini byggjast á PKI lausnarkerfinu og eru m.a. notuð til að tryggja örugg viðskipti á Netinu. Rafræn skfrteini nýtast sem rafræn persónuskilríki sem auðkennir þá sem þau nota. Þannig nýtast skírteinin við raf- ræna undirritun, þar sem notand- inn getur með öruggum hætti sagt, hver hann er. Rafrænu ski'rteinin er hægt að nota beint úr tölvu not- anda, setja á Snjallkort eða í far- síma, sem gefur notendum mögu- leika á að nota skírteinið hvar sem þess er óskað. Umboðssvæði Skýrr er ísland, Færeyjar og Grænland og mun Skýrr þjóna viðskiptavinum sínum á þeirra eigin tungumáli og gjald- eyri. Hraðfrystistöð Þórshafnar Eignir seldar til að lækka skuldir FJÁRHAGSSTAÐA Hraðfrysti- stöðvai- Þórshafnar (HÞ) hefur að sögn Finnboga Jónssonar, stjómar- formanns félagsins, verið erfið og hef- ur það orðið til þess að stjórn félags- ins tók nýlega ákvörðun um sölu eigna tO að minnka skuldir. Ákvörðun var tekin um að selja eignir fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð króna og hefur kvóti verið seldur upp í um helming þeirrar upphæðar. Þá hefur II www.microtouch.com SNERTISKJÁIR IDNABARTÆKNI ehf. Þverhoiti 15A, sími 562 7127 frystitogarinn Stakfell ÞH verið sett- ur á sölu og er ráðgert að fá hluta af því sem upp á vantar með sölu hans. Finnbogi segir að einnig hafi verið ákveðið að leggja Neptúnusi ÞH, sem hefur ásamt Júpiter ÞH stundað veið- ar á uppsjávarfiski. Heimildir til veiða uppsjávarfisks séu ekki lengur nægar til að haldið sé úti tveimur skipum í fullum rekstri, en í stað útgerðar Neptúnusar hafi verið gerður sam- starfssamningur við útgerð skuttog- arans Bjargar Jónsdóttur ÞH á Húsavík. Sá samningur gangi út á að Björg Jónsdóttir muni leggja upp á Þórshöfn en fá veiðiheimildir í staðinn frá HÞ. Þessa dagana er að sögn Finnboga verið að ganga frá afhendingu á kúfisksskipi, Fossá ÞH, sem verið er að smíða í Kína. Áætlað er að það komi til landsins upp úr miðjum jan- úar og þá er stefnt að því að kúfisks- veiðar hefjist á ný hjá félaginu. Ellingsen og Sandfell sameinast STJÓRNIR fyrirtækjanna Elling- sen ehf. og Sandfells hf. hafa ákveðið að sameina fyrirtækin frá og með gærdeginum undir heitinu Elling- sen-Sandfell ehf. Bæði fyrirtækin hafa stundað sölustarfsemi á útgerð- arvörum og ýmsum rekstrarvörum til sjávai-útvegs til fjölda ára. Elling- sen var stofnað árið 1916 og Sandfell árið 1964. I tilkynningu um sameininguna segir að áætlanir geri ráð fyrir að samlegðaráhrifa af sameiningunni fari að gæta strax á næsta ári og að velta fyrirtækisins verði rúmar 500 milljónir á næsta ári. Markmiðið sé að bjóða upp á breiða vörulínu og öfl- uga þjónustu við sjávarútveginn með stai-fsstöðvar í Reykjavík og á ísa- firði, auk þess að stunda verslunar- rekstur að Grandagarði þar sem verslun Ellingsen er til húsa. Aðaleigandi hins sameinaða fyrir- tækis er Olíuverzlun íslands hf. og verður Bjai-ni Th. Bjarnason fram- kvæmdastjóri þess. atúi §i§swm , -eJa/tré á/' e/f//1 á/1 Síðustu ár hejur skátahreyfingin seltsígræn eðaltré, í hœsta gæðqflokki ogprýðaþau nú mörghundruð íslensk heimili ► 10 ára abyrgð ► 12 stœrðir, 90 - 500 cm ► ► Stálfóturjylgir ► Ekkert barr að ryksuga ► ► TYuflar ekki stofublómin ► Eldtraust Þaifekki að vökva Islenskar leiðbeiningar TYaustur söluaðili Skynsamlegjjárfesting SKATAMIÐSTOOIN ARNARBAKKA Q Bandalag íslenskra skáta O® MÖGNUÐ BÍLAMYNDBÖND Myndbandsspólur sem allir bflaáhugamenn verða að eignast. Verðkr. 1.990,- til 2.490,- Þessar eru frábærar!!! - gjafavöruverslun bllaáhugafólks Vagnhöföa 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.