Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 33

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 33 ERLENT Leyniþjónustumenn staðnir að brotum á öryggisreglum Notuðu óleyfílega spjallrás í tölvu- kerfí CIA Washington. Reuters. BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA hefur rekið fjóra starfsmenn sína og veitt átján öðrum ofanígjöf fyrir að nota leynilega spjallrás, sem komið var upp án heimildar í tölvukerfi leyniþjón- ustunnar, til að skiptast á bröndurum og slúðri. Háttsettur embættismaður var á meðal þeirra sem voru reknir. Flestir þeirra sem fengu ofamgjöf voru leystir frá störfum án launa í 5 til 45 daga. I þeim hópi eru tveir háttsettir embætt- ismenn sem verða einnig lækkaðir í tign. „Þessi óviðeigandi notkun tölvukerf- isins hafði staðið í alllangan tíma,“ sagði í yfirlýsingu frá CIA. „Tölvukerf- ið var misnotað vísvitandi með því að nota óleyfilega „spjallrás" og gagna- grunna.“ Spjallrásinni var komið upp um miðjan m'unda áratuginn og hún var einloim notuð til að skiptast á klúrum bröndurum, hugleiðingum, slúðri og ýmsum athugasemdum. Þeir sem höfðu aðgang að rásinni greiddu at- kvæði um hvort bæta ætti við nýjum félaga í spjallrásarhópinn. Hann þurfti síðan að sverja þagnareið og undinita leynilegan samning um að segja ekki frá spjallrásinni. Talið er að um 160 starfsmenn CLA hafi notað rásina þar til eftirlitsmenn komust á snoðir um hana fyrr á árinu. Einn starfsmanna leyniþjónustunnar sagði 12. nóvember, eftir að The Washington Post skýrði frá spjallrás- inni, að starfsliðinu hefði verið skýrt frá rannsókn málsins í maí. Leyniþjónustan svipti einnig sjö verktaka heimild til að nota tölvukerfi hennar vegna málsins. 79 starfsmenn, sem notuðu spjallrásina sjaldan, voru minntir á öryggisreglur leyniþjónust- unnar og varaðir við. Misnotkun á tölvum CIA hefur verið í brennidepli frá því skýrt var frá því að John Deutch, sem lét af störfum sem yfirmaður leyniþjónustunnar í lok ár- sins 1996, hefði skrifað leynileg skjöl á heimilistölvur sem voru einnig notaðar á Netinu. Upplýsingamar hefðu því getað komist í hendur töhuþrjóta. Deutch hefur beðist afsökunar á þessu. Hákon trúlofaður Hákon, krónprins í Noregi, opin- beraði í gær trúlofun sína og Mette- Marit Tjessem Hoiby, 27 ára garn- allar, einstæðrar móður. Hafa þau búið saman um skeið en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær brúð- kaupið verður. Skoðanakannanir sýna, að almenningur hefur lagt blessun súia yfir samband þeirra Hákonar og Hoiby en í fjölmiðlun- um hafa þó ýmsir velt því fyrir sér hvort hún sé hæf tilI að verða drottning Noregs. I því sambandi hefur verið rifjað upp, að hún hafi verið í heldur vafasömum félags- skap snemma á síðasta áratug og fyrir nokkrum vikum sagði eitt vikublaðanna, að hún umgengist enn sína fyrrverandi félaga. Tengd- ust þeir sumir glæpastarfsemi. Fyrrverandi sambýlismaður Hoiby og faðir þriggja ára gamals sonar hennar hefur verið handtekinn nokkrum sinnum, meðal annars vegna kókafnneyslu. Á myndinni eru þau Hákon og Hoiby á blaða- mannafundi, sem boðað var til í konungshöllinni í Ósló. Reuters Reynsla Noregs af EES ófullnægjandi Æ minni áhrif á þró- un mála í Evrópu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NORSKA ríkisstjómin lagði í gær fram álitsgerð sína um reynslu Norðmanna af Evrópska efnahags- svæðinu, EES. í henni kemur fram að Norðmenn telja sig hafa færst æ meira til hliðar hvað varðar alla þróun mála innan Evrópu- sambandsins, ESB, og að taka þurfi á því með einhverjum hætti, annaðhvort tvíhliða samningum um einstök málefni eða aðild að ESB. Er álitsgerðin sögðu uppgjör við skoðun andstæðinga ESB-aðildar, sem telji að hagsmuna Noregs sé nægilega vel gætt innan EES segir í frétt NTB. Álitsgerðin er um 200 siður og var vinnan við hana hafin í tíð fyrri ríkisstjómar. Hefur tónninn breyst nokkuð við tilkomu nýrra stjómar- herra sem telja að EES-samkomu- lagið endurspegli ekki þær breyt- ingar sem orðið hafa í Evrópu- samstarfinu og möguleikar Noregs til að hafa áhrif á þróun mála verði æ minni. I skýrslunni kemur fram að breytingar sem orðið hafi á síðasta áratug hafi ekki heyrt undir þá hluta samstarfsins sem EES-aðild- in hafi áhrif á. Þar skipti mestu þær miklu breytingar sem hafa orðið á vamarmálum innan ESB þar sem hlutverk sambandsins hafi aukist að miklum mun og Norð- menn hafi þurft að leggja mikið á sig til að reyna að ná áhrifum inn- an hins nýja vamarfyrirkomulags. Allt bendi til þess að endanleg niðurstaða verði ekki nægilega hagstæð Norðmönnum. Tilraunir til að hafa áhrif í Schengen-málinu em einnig nefnd- ar, svo og þróun á tölvusviðinu og allt er varðar öryggi matvæla, sem EES nái ekki yfir. Er í skýrslunni lagt til að Noregur reyni að fylgj- ast vel með og hafa áhrif á einstök atriði þótt ljóst sé að það verði erf- iðara og erfiðara og Noregur færist æ meira til hliðar. Ný aðildar- umsókn 2005? I álitsgerðinni endurspeglast sú skoðun Verkamannaflokksins, sem nú er í stjóm, að Noregur eigi að stefna að aðild, undirbúningur þess eigi að hefjast á næsta kjörtímabili og umsókn verði lögð fram í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hurðakrans: 4.890- Glæsilegar gjafir í gjafaöskjum. Gerum tilboð í magninnkaup ÓLIN KOMA Jólaórinn 2000, verð 3.790- Eigum allar eldri gerðir. & ROYAL COPENHAGEN SENN (Vfu/ fol J8 l c/cHX Jólagleði; kaffi- og matarstell Glerhjarta 1.440- Jólabarn: 2.390- Súkkulaðibolli: 5.760- Karafla og 2 staup: 3.935- BING & GR0NDAHL ÍB HOLME GAARD OF COPENHAGEN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.