Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 37

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 37 Glerlist í Galleríi Reykjavík GLERLISTAKONAN Ebba Júlí- ana Lárusdóttir opnar sýningu sína í Galleríi Reykjavík, í dag, laugardag. Ebba hefur lagt stund á glerlist frá árinu 1988 og verk hennar eru aðallega unnin úr flotgleri. Ebba lærði glerbræðslu hjá Chris Ellis og glerblástur í Portland press studio í Texas. Ebba Júlíana hefur haldið einka- og samsýningar, hér heima og erlendis, meðal annars tók hún þátt í stórri samsýningu lista- manna í Lúxemborg árið 1995. Verk Ebbu prýða fjölmargar stofnanir og má þar nefna Ráðherra- bústaðinn í Reykjavík, Sparisjóð Hafnarfjarðar í Garðabæ, Bæjar- skrifstofur Garðabæjar og Miðskól- ann í Stykkishólmi. Sýningin stendur til 8. desember. Opið kl. 13-18 virka daga, kl. 11- 17 laugard. og sunnud. kl. 14-17. ----------------- John Krogh sýnir í GUK OPIÐ verður í sýningarstöðum GUK á sunnudaginn milli klukkan 16 og 18 að staðartíma. Sýningarstaðimir eru: Garður, Ártúni 3, Selfossi, Udhus - Kirkebakken 1, DK-4320 Lejre, Dan- mörku, Kuche - Callinstrasse 8, D-30167 Hannover, Þýskalandi. Nú stendur yfir sýning þar á verki eftir danska listamanninn John Krogh. Sýningin er einnig opin á öðrum tímum eftir samkomulagi og lýkur sunnudaginn 17. desember. A vefslóðinni http://www.simnet.- is/guk er hægt að skoða myndir af sýningum í GUK. ------*-+-4------ Vinnustofur í Alafosskvos opnar gestum LISTAMENN í Álafosskvos ætla að opna vinnustofur sínar fyrir almenn- ingi í dag, laugardag, kl. 14-18. Það eru þau Þóra Sigþórsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Helga Jó- hannesdóttir, Björg Örfar og Tolli myndlistarmaður sem munu sýna verk sín og vera að störfum í Kvos- inni. Listamenn hafa verið með vinnu- stofur í Álafossi í um tíu ár. Yfirleitt eru vinnustofur opnar eftir samkomu- lagi við viðkomandi listamenn. Þá verður sýning á verkum nem- enda í Myndlistarskóla Ásdísar í Ála- fosskvosinni og Ólafur Már mynd- listarmaður sýnir verk sín í Álafoss-föt bezt. ------++-*------- Skartgripir og málverk SÝNING á verkum Hörpu Maríu Gunnlaugsdóttur sem sýnir módel- smíðaða skartgripi og Þóru Einars- dóttur sem sýnir málverk máluð á silki verður opnuð í Listaselinu, Skólavörðustíg 17, í dag, laugardag. Sýningin stendur í viku. Opið virka daga kl. 12-18 og laug- ardaga kl. 11-16. ------*-+-*------ Glerverk eftir Ebbu Júlíönu Lárusdúttur. Utilistaverk og fræðslu- stígur í Mosfellsbæ FRÆÐSLUSTÍGUR verður opnað- ur í Mosfellsbæ í dag kl. 14. Stígurinn nær frá Stekkjarflöt í Álafosskvos að Reykjalundi. Við stíginn eru sjö skilti sem hafa að geyma upplýsingar og fræðslu um umhverfi og sögu þeirra staða sem liggja þar meðfram. Útlitshönnuður skiltanna er Ámi Tryggvason, en hann bar sigur úr býtum í hönnunar- samkeppni um gerð skilta sem at- vinnu- og ferðamálanefnd stóð fyrir. Bjarki Bjamason er höfundur texta. Á Stekkjarflöt við Álafosskvos í Mosfellsbæ verður einnig þennan dag vígt útilistaverkið „Hús tímans - hús skáldsins“ eftir Magnús Tómas- son. Verkið varð hlutskarpast í sam- keppni sem fram fór í fyrra um gerð útilistaverks í Mosfellsbæ. Að mati dómnefndar byggist verkið á merki bæjarins í tvennum skilningi. Ann- ars vegar stendur verkið á stöpli sem er merki Mosfellsbæjar, en upp af grunnfletinum rís hár tum úr málmi sem minnir á gotneska boga. Hins vegar hefur verkið vísun í verk Halldórs Laxness, Hús skáldsins. Kostunaraðilar verksins eru Lista- og menningarsjóður Mosfellsbæjar, Listskreytingasjóður ríkisins, ÍSTAK og Atlanta. Nýjar bækur • ÚT er komin skáldsagan Morðið ísjónvarpinu eftir Stellu Blómkvist. í fréttatilkynningu segir: „ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur trúa ekki sínum eigin augum. Er lands- kunn þáttagerðarkona myrt í beinni útsendingu? Hin gmnaða leitar ásjár hjá lögfræðingi sem flækist í mál sem tengjast bókmenntaheim- inum, sjónvarpinu, nýbúum, kynlífs- þrældómi og valdamönnum." Utgefandi er Mál og menning. Bókin er207bls. Kápuna hannaði auglýsingastofan Næst. Leiðbein- andi verð: 1.599 krónur. Níi er aðventan að hefjast og liátíð ljóss og friðar á næsta leiti. Komdn í heimsókn til Jóa Fel, hlnstaðu á lifandi jólatóna ogbragðaðu ájólakræsingnnnm. Láttn jólasmáköknr, þýskt stollen og enskar ávaxtaköknr koma þér f rétta jólaskapið. Kleppsvegur 152

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.