Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 41

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 41
I— ! -ÍJí I Ili -Í8Í. I; BÍ~H jviun - Norðurljósin grænn og rauð-fjólublár, en þeir stafa frá af örvuðu súrefni annars vegar og örvuðu köfnunarefni hins vegar. Eins og áður sagði eru áhrif sól- vindsins mest á kraga í kringum segulpólana og þar eru norður- og suðurljósin einnig mest áberandi. Á íslandi erum við svo heppin að vera í norðurljósakraganum að nóttu til við eðlileg skilyrði. Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragamir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á mismunandi breiddargráð- um. Sem dæmi um þess konar breytingar er að sólin sendir stöku sinnum frá sér gífurlegt magn af efni út í geiminn, svokallaða sól- stróka. Þegar þeir ná til jarðarinnar geta norður- og suðurljósakragarnir náð mjög langt í átt að miðbaug og dæmi er um að það hafi orðið vart við Ijósaganginn á sjálfum mið- baugnum. Aðalbjörn Þórólfsson eðlisfræðingur og Ögmundur Jónsson, starfsmaður Vísinda- veQarins. Hverjir aðrir en Banda- ríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Banda- ríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins? SVAR: Bandaríkjaforseti var sá eini, sem hafði úrslitavald um beitingu kjarn- orkuvopna, en það var í verkahring framkvæmdastjórnar Kjarnorku- stofnunar Bandaríkjanna, Atomic Energy Comission, að hafa vald yfir slíkum vopnum og eftirlit með fram- leiðslu þeirra. Eftir seinni heimsstyrjöld sá Harry S. Truman (1884-1972), Bandaríkjaforseti (1946-1953) - sem hafði fyrirskipað kjarnorku- árásirnar á Hiroshima og Nagasaki - til þess að öll málefni sem vörðuðu kjarnorku og kjarnorkuvopn yrðu í borgaralegum höndum, og að Bandaríkjaher hefði ekkert ákvörð- unarvald í þeim efnum. Það breytti því ekki, að hann gerði kjarnorku- vopn að lyldlþætti í hermálastefnu Bandaríkjanna og gaf í skyn í hann væri reiðubúinn að beita þeim, til dæmis í Kóreustríðinu. En hann leit aldrei svo á að kjamorkuvopn væru „venjuleg vopn“ eins og sumir yfir- menn Bandaríkjahers, heldur „bylt- ingarafl" vegna tortímingarkrafts þeirra. Því studdi Truman árið 1946 þingsályktunartillögu öldungadeild- arþingmannsins Briens McMahons um að borgaralegri kjarnorkustofn- un yrði komið á fót, sem hefði vald yfir kjarnorkuvopnum og kjarnorku í hernaðar- og efnahagsskyni. Hann beitti sér gegn annarri þingsálykt- unartillögu um að fela Bandaríkja- her yfirumsjón með kjarnorkuáætl- un Bandaríkjarstjórnar og var hún felld. Tillaga McMahons var samþykkt og framkvæmdastjórn Kjarnorku- stofnunarinnar skipuð árið 1946. Reyndar var komið á sérstakri samráðsnefnd milli Kjarnorku- stofnunarinnar og deilda Banda- ríkjahers án þess þó að skerða sjálfstæði hennar. Hins vegar gat Kjarnorkustofnunin aðeins heimil- að notkun kjarnorkuvopna eftir að hafa fengið til þess beina fyrirskip- un frá Bandaríkjaforseta. Valur Ingimundarson, stundakennari i sagnfræði við HÍ. Mynd/Kristján Kristjánsson Draumsins stóra mamma. LAUGARDAGÚR 2. DESEMBER 2000 41 ■ Nýtc - nýtt "BSia, V) O Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16 Jólaföt Jakka- og sniókingföt Samkvæmis- og brúðarkjólar Sængurgjafir Prinsessan í Mjódd, s. 567 4727 Aburður sem hrífur MEÐ DJÚPVIRKUM ENSÍMUM PENZIM er bylting I húðáburði, afrakstur áratuga rannsókna vfsindafólks á Raunvlsindastofnun Háskóla fslands. PENZIM inniheldur djúpvirk, hreinsuð enslm úr íslenskum sjávarafurðum og virðist auk mýkjandi, nærandi og græðandi eiginleika, auka vellíðan fólks með ýmsa húð-, lið- og bólgusjúkdóma. Pharmaco hf. annast sölu og dreifingu á íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.