Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 41
I— ! -ÍJí I Ili -Í8Í. I; BÍ~H jviun - Norðurljósin grænn og rauð-fjólublár, en þeir stafa frá af örvuðu súrefni annars vegar og örvuðu köfnunarefni hins vegar. Eins og áður sagði eru áhrif sól- vindsins mest á kraga í kringum segulpólana og þar eru norður- og suðurljósin einnig mest áberandi. Á íslandi erum við svo heppin að vera í norðurljósakraganum að nóttu til við eðlileg skilyrði. Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragamir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á mismunandi breiddargráð- um. Sem dæmi um þess konar breytingar er að sólin sendir stöku sinnum frá sér gífurlegt magn af efni út í geiminn, svokallaða sól- stróka. Þegar þeir ná til jarðarinnar geta norður- og suðurljósakragarnir náð mjög langt í átt að miðbaug og dæmi er um að það hafi orðið vart við Ijósaganginn á sjálfum mið- baugnum. Aðalbjörn Þórólfsson eðlisfræðingur og Ögmundur Jónsson, starfsmaður Vísinda- veQarins. Hverjir aðrir en Banda- ríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Banda- ríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins? SVAR: Bandaríkjaforseti var sá eini, sem hafði úrslitavald um beitingu kjarn- orkuvopna, en það var í verkahring framkvæmdastjórnar Kjarnorku- stofnunar Bandaríkjanna, Atomic Energy Comission, að hafa vald yfir slíkum vopnum og eftirlit með fram- leiðslu þeirra. Eftir seinni heimsstyrjöld sá Harry S. Truman (1884-1972), Bandaríkjaforseti (1946-1953) - sem hafði fyrirskipað kjarnorku- árásirnar á Hiroshima og Nagasaki - til þess að öll málefni sem vörðuðu kjarnorku og kjarnorkuvopn yrðu í borgaralegum höndum, og að Bandaríkjaher hefði ekkert ákvörð- unarvald í þeim efnum. Það breytti því ekki, að hann gerði kjarnorku- vopn að lyldlþætti í hermálastefnu Bandaríkjanna og gaf í skyn í hann væri reiðubúinn að beita þeim, til dæmis í Kóreustríðinu. En hann leit aldrei svo á að kjamorkuvopn væru „venjuleg vopn“ eins og sumir yfir- menn Bandaríkjahers, heldur „bylt- ingarafl" vegna tortímingarkrafts þeirra. Því studdi Truman árið 1946 þingsályktunartillögu öldungadeild- arþingmannsins Briens McMahons um að borgaralegri kjarnorkustofn- un yrði komið á fót, sem hefði vald yfir kjarnorkuvopnum og kjarnorku í hernaðar- og efnahagsskyni. Hann beitti sér gegn annarri þingsálykt- unartillögu um að fela Bandaríkja- her yfirumsjón með kjarnorkuáætl- un Bandaríkjarstjórnar og var hún felld. Tillaga McMahons var samþykkt og framkvæmdastjórn Kjarnorku- stofnunarinnar skipuð árið 1946. Reyndar var komið á sérstakri samráðsnefnd milli Kjarnorku- stofnunarinnar og deilda Banda- ríkjahers án þess þó að skerða sjálfstæði hennar. Hins vegar gat Kjarnorkustofnunin aðeins heimil- að notkun kjarnorkuvopna eftir að hafa fengið til þess beina fyrirskip- un frá Bandaríkjaforseta. Valur Ingimundarson, stundakennari i sagnfræði við HÍ. Mynd/Kristján Kristjánsson Draumsins stóra mamma. LAUGARDAGÚR 2. DESEMBER 2000 41 ■ Nýtc - nýtt "BSia, V) O Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16 Jólaföt Jakka- og sniókingföt Samkvæmis- og brúðarkjólar Sængurgjafir Prinsessan í Mjódd, s. 567 4727 Aburður sem hrífur MEÐ DJÚPVIRKUM ENSÍMUM PENZIM er bylting I húðáburði, afrakstur áratuga rannsókna vfsindafólks á Raunvlsindastofnun Háskóla fslands. PENZIM inniheldur djúpvirk, hreinsuð enslm úr íslenskum sjávarafurðum og virðist auk mýkjandi, nærandi og græðandi eiginleika, auka vellíðan fólks með ýmsa húð-, lið- og bólgusjúkdóma. Pharmaco hf. annast sölu og dreifingu á íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.