Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 50

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 50
MINNINGAR - 50 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 t*.______________________________ MORGUNBLAÐIÐ Friðar- dúfa á dauðadeild „Það erhins vegar nœsta öruggt að margir munu eiga erfitt með að kyngja því að dæmdur morðingi og glæpaklíkuforingi á dauðadeild í bandarísku fangelsi sé meðal helstu friðardúfna heimsins. Eftir Hönnu Katrínu Frlðriksson Utnefning til friðar- verðlauna Nóbels hefur gjarnan vakið töluverða athygli og umtal, jafnvel deilur. Það er enda alþekkt að menn hafa á því ólíkar skoðanir hvaða að- ferðum heillavænlegast sé að beita í þágu friðar. Það er hins vegar næsta öruggt að margir VinUflRF munu eiga ® erfitt með að kyngja því að dæmdur morðingi og glæpaklíku- foringi á dauðadeild í banda- ‘‘■l rísku fangelsi sé meðal helstu friðardúfna heimsins. I nýliðnum mánuði bárust af því fréttir að Stanley Williams hefði hlotið útnefningu sviss- nesks þingmanns, Mario Fehr, til friðarverðlaunanna á næsta ári. Williams þessi, sem gengur undir gælunafninu „Tookie", hefur setið á dauðadeild San Quentin-fangelsisins í Kaliforn- íu frá árinu 1981 þegar hann var dæmdur fyrir fjórfalt morð í tengslum við rán. Tíu árum áður hafði garpurinn stofnað glæpaklíku í Los Angeles sem hann stjórnaði með slíkum glæsibrag að á aðeins nokkrum árum varð hún stærst og öflug- ust sinnar tegundar í þessari borg þar sem þó ku vera nokk- ur fjöldi af slíkum klíkum. AI- ræmd klíka hans, Crips, hefur nú náð að teygja arma sína víð- ar, allt til Suður-Afríku. Bandarískum fjölmiðlum fannst það auðvitað tíðindum sæta að fangi á dauðadeild hlyti þá upphefð að vera tilnefndur til sjálfra friðarverðlauna Nób- els og inntu svissneska þing- manninn skýringa. Þær hafði hann á reiðum höndum: Stanley „Tookie“ Williams ætti verð- launin skilin fyrir frábært for- varnastarf sitt og hann væri einn af örfáum sem ættu mögu- leika á að ná til barna og ungl- inga í götugengjum og sýna þeim fram á villu síns vegar. Þingmaðurinn sagðist ekki sannfærður um sekt klíkufor- ingjans. „Eg veit ekki hvað hann gerði fyrir tuttugu árum,“ sagði þingmaðurinn og sendi sænsku akademíunni tilnefn- ingu sína. „Klíkuforinginn" Tookie hefur meðal annars lagt sig fram um að ná til barna og unglinga með ritun bóka þar sem hann lýsir ógnum götulífs- ins og fangelsisdvalarinnar. Hann mun hafa þann háttinn á við ritun bóka sinna að lesa samhöfundi sínum fyrir í síma í 15 mínútur í senn, en lengri tíma fá fangar á dauðadeild ekki til að semja bækur símleið- is. Hann hefur greinilega varið mörgum kortérum á þennan hátt, því hann er skráður með- höfundur níu bóka, sem allar ganga út á að hvetja börn og unglinga til þess að láta örlög hans verða sér víti til varnaðar. Tilraunir klíkuforingjans til þess að láta gott af sér leiða, þótt seint sé, eru auðvitað hið ágætasta mál. Það er hins veg- ar holur hljómur í röksemda- færslu svissneska þingmannsins sem segir að breytni klíkufor- ingjans frá því að hann var dæmdur sýni ungu fólki að allir geti snúið við blaðinu, hversu alvarleg mistök sem þeir hafa gert. Sem sagt, dreptu fjóra og þú getur samt náð að fóta þig á ný. Uppeldislegt gildi þessa boðskapar er ábyggilega ómet- anlegt. Þótt gamli klíkuforinginn eigi sér vissulega aðdáendur þá fer því fjarri að allir séu sannfærðir um heilindi hans. Hann á sér auðvitað eigin heimasíðu, þar sem bækur hans eru kynntar og þar er að finna „The Apology" eða „Afsökunarbeiðnina“, með stórum staf og ákveðnum greini. I texta afsökunar- beiðninnar lýsir klíkuforinginn iðrun sinni yfir að hafa stofnað götugengi sem hefur breiðst út um alla Kaliforníu, víða annars staðar um Bandaríkin og jafnvel til annarra landa. Hann kveðst ekki hafa gert sér grein fyrir að götugengið myndi leggja líf svo margra í rúst, sérstaklega ungra blökkumanna sem hafi skaðað aðra unga blökkumenn. Hann biður öll börn Bandaríkjanna og Suður-Afríku afsökunar en nefnir ekki einu orði aðstand- endur þeirra sem hann svipti sjálfur lífi. Fangelsismálayfirvöld í San Quentin eru heldur ekki sannfærð um að klíkuforinginn sé nýr og betri maður. Þau halda því þvert á móti fram að hann stjórni enn hluta klíkunnar úr klefa sínum á dauðadeildinni og segja að hníf- stungu sem hann varð fyrir í fangelsi fyrir nokkrum árum megi rekja til valdabaráttu innan klíkunnar. En þingmaður í Sviss telur sig vita betur. Hann telur bókaskrif dæmda klíkuforingjans vera af hinu góða og það má vissulega til sanns vegar færa. Allar tilraunir til að létta oki götugengjanna af fátækra- hverfum Bandaríkjanna eru af hinu góða. Ef maðurinn sem það gerir átti hlut að stofnun götugengis þá felst í því ákveðið réttlæti að hann skuli reyna að stemma stigu við þróuninni. Sumir myndu jafnvel tala um skyldu. En það gerir hann hvorki að engli né vænlegum verðlaunahafa friðarverðlauna Nóbels. + Hallgrímur Eð- varðsson fædd- ist á Helgavatni í Vatnsdal 14. mars 1913. Hann lést á sjúkrahúsi Blöndu- úss 18. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Eðvarð Hallgríms- son, bóndi á Helga- vatni, og kona hans Signý Böðvarsdótt- ir. Systkini Hall- gríms voru Albert, f. 1909, d. 1940; Stef- ania, f. 1910, d. 1985; Sigurlaug, f. 1914, býr á Dvalarheimili aldraðra á Skaga- strönd; Aðalheiður, f. 1920, d. 1987. Uppeldisbróðir er Árni Sig- urðsson, f. 1925, býr á Blönduósi. Hinn 24. júní 1938 gekk Hall- grímur að eiga eftirlifandi eigin- konu sína Þorbjörgu Jónasdóttur Bergmann. Foreldrar hennar voru Jónas Bergmann, bóndi á Marðarnúpi í Vatns- dal, og kona hans Krist- ín Guðmundsdóttir. Þorbjörg og Hallgrímur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Kristín, f. 18. janúar 1942, maki Lárus Þórir Sigurðsson. Þau skildu. Þeirra synir eru a) Hallgrímur, f. 1963, sambýliskona Þórhildur Þorgeirsdótt- ir, f. 1971, þeirra sonur Þorri, f. 1999. b) Hlynur Snæland, f. 1973. Seinni maki Kristínar er Gert Grassl, f. 1935.2) Jónas Berg- mann, f. 13. maí 1945, d. 3. maí 1992, maki Sigurlaug Helga Mar- onsdóttir, f. 1951. Þeirra börn eru a) Maron Bergmann, f. 1975, sam- býliskona Björk Rafnsdóttir, f. 1976, hennar börn eru Leó Garðar, f. 1994, Hera Rán, f. 1997. b) Þor- björg Otta, f. 1979, sambýlismaður Jóhannes Ingi Hjartarson, f. 1975, hans barn Sævar Ingi, f. 1995. c) Kristin Helga, f. 1984.3) Eðvarð, f. 22. janúar 1948, maki Helga Guð- mundsdóttir, f. 1948. Þeirra dætur eru a) Þorbjörg, f. 1968, maki Jak- ob Jakobsson, f. 1964, þeirra dæt- ur eru a) Helga Dís, f. 1991, b) Lára Lind, f. 1996, c) Edda Sól, f. 1998. d) Kolbrún Ósk, f. 1981, unn- usti Magnús Ingólfsson, f. 1981. 4) Guðmundur, f. 10. mars 1950, maki Oddný Sólveig Jónsdóttir, f. 1952, þeirra böm em a) Oddný Kristin, f. 1973, b) Jón Kristinn, f. 1979, unnusta hans Valdís Ásgeirs- dóttir, f. 1979. Hallgrímur var bóndi á Helga- vatni og bjó þar alla sína búskap- artíð. Árið 1934 fór hann á Héraðs- skólann á Laugarvatni og dvaldist þar við nám í tvo vetur. Frá árinu 1987 bjuggu þau hjónin á Hnit- björgum á Blönduósi. Útför Hallgríms fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. HALLGRIMUR EÐVARÐSSON I dag er Hallgrímur tengdafaðir minn frá Helgavatni lagður til hinstu hvílu að Þingeyrum. Það er dálítið undarleg tilfinning - tómleiki og söknuður - þegar þeir sem hafa fylgt manni hálfa ævina hverfa brott. Hall- grímur fæddist á Helgavatni og bjó þar ásamt Þorbjörgu konu sinni í nærri 40 ár. Síðustu 11 árin í félagi við þá er þetta skrifar. Hallgrímur var bóndi af lífi og sál og lagði metn- að sinn í að bæta jörðina, rækta og byggja upp. Hann var ákafamaður til vinnu og geymdi aldrei til morguns það sem hægt var að gera í dag. Þrifnaður og reglusemi voru ein- kenni Hallgríms og bar búskapurinn á Helgavatni þess glögg merki. Hver hlutur átti sinn stað. Það var fljót- legra að geta gengið að hlutunum vísum þegar þurfti að nota þá og ef eitthvað bilaði var rétt að gera við það strax. A Helgavatni var gest- kvæmt og vel tekið á móti gestum. Hallgrímur var fróður, las mikið og var vel að sér um málefni líðandi stundar. Það voru oft fjörugar um- ræður við eldhúsborðið á Helgavatni og veitingar rausnarlegar hjá Þor- björgu. Það var mikil glaðværð yfir heimil- islífinu og átti Hallgrímur sinn þátt í henni. Framkoma hans gagnvart bömum og unglingum var einstök. Þess nutu bömin mín að fá að alast upp með afa sínum og ömmu, mis- lengi að vísu, en hafa þau síðan í ná- grenninu eftir að þau fluttu út í Hnit- björg. Þá kom Hallgrímur oft daglega fram í Helgavatn til dæmis um sauðburð og í heyskap. Þegar bömin fóru að geta borið sig yfir var sjálfsagt að taka þau með sér í fjár- hús og fjós. Afi bjó til litla hrífu til að raka með kræmar í fjárhúsunum og svo vom allir að hjálpa til og gera gagn. Inni þurfti líka að klæða afa í inniskóna og svo að toga hann upp úr rúminu. Svo var spilað á spil og ýmis- legt lagt undir til dæmis gömlu stíg- vélin hans afa og gráa hryssan henn- ar Kristínar Helgu. Þegar ég flutti með bömin til Sauðárkróks kaus Þorbjörg Otta að ljúka skólagöngu á Húnavöllum. Þá naut hún góðvildar hjónanna á Guð- rúnarstöðum sem buðu henni að búa hjá sér og svo afa síns og ömmu í Hnitbjörgum sem voru fastur bak- grunnur á erfiðum tímum. Þorbjörg og Hallgrímur höfðu gaman af að ferðast og gerðu það töluvert innanlands. Þau eignuðust snemma bíl og margt var farið á gamla „Villis“. Þorbjörg bakaði pönnukökur og útbjó nesti, svo var farið eftir mjaltir á sunnudags- morgnum og komið aftur íyrir mjalt- ir á kvöldin. Þetta hétu „sunnudags- bíltúrar" og voru farnir ef aðstæður leifðu vegna sérstakra anna. Á ferða- lögum fannst Hallgrími ekkert sjálf- sagðara en taka fólk tali til að fræð- ast um mannlíf og staðhætti. Skipti þá engu hvort hann var staddur á Austfjörðum eða Vestfjörðum. Fyrir fáum árum bauð Magnús á Sveins- stöðum Þorbjörgu og Hallgrími í flugferð. Hann flaug með þau fram yfir „Heiðarnar“ þar sem Hallgrím- ur hafði farið í göngur og þekkti hvert ömefni og Þorbjörg hafði farið alla jeppaslóða með sonum sínum. Þessi dagur var þeim ógleymanleg- ur. En árunum fjölgaði og ferðalög- unum fækkaði. Árið sem senn er liðið hefur verið þeim Hallgrími og Þor- björgu erfitt vegna versnandi heilsu. í september fékk Hallgrímur áfall sem hann náði sér ekki eftir. Hann dó á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 18. nóvember sl. Ég þakka Hallgrími fyrir allt sem hann var mér og börnunum mínum. Ég vona að þau hafi hlotið í arf eitthvað af öllu því góða sem hann hafði til að bera. Mig langar til að kveðja hann með sálmi eftir Stefán frá Hvítadal. Kirkjanómaröll, býðurhálpoghlíf, þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrið mannsins mál. Lofið Guð sem gaf. Ogmínsjúkasál verðurhjjómahaf. Kveikt er )jós við ljós, burtersortanssvið. Angarrósviðrós, opnasthiminshlið. Niður stjömum stráð, engillframlyáfer. Drottinsnægðognáð boðin alþjóð er. Guð gefi Þorbjörgu styrk á erfið- um stundum. Sigurlaug. Maður með hjarta fullt af hlýju er dáinn. Það er hann elsku afi minn frá Helgavatni. Ég sit hér og hugsa til þín afi minn og minningarnar streyma í hugann. Þó að ég viti að þú sért dáinn finnst mér eins og þú sért samt hér hjá mér. Ég reyni að vera ekki sorgmædd og hugsa um það, að þér líði vel þar sem þú ert núna en það er samt sorglegt að hugsa um það að ég muni aldrei sjá þig aftur. Aldrei aftur mun ég heyra hláturinn þinn, aldrei aftur mun ég heyra rödd- ina þína, aldrei aftur muntu segja mér sögur og aldrei aftur muntu kalla mig „frænku“. Ég veit þó að ég mun aldrei gleyma neinu af þessu, þetta mun ávallt lifa innra með mér og þó að þú sért horfinn úr þessum heimi munt þú aldrei hverfa úr hjarta mínu. Ég man svo vel hvað það var gott fyrir litla barnshönd að halda í höndina hans afa, hann var með svo traustar og hlýjar hendur sem sögðu manni það, að hvað sem á dyndi myndi hann passa mann. Hjartahlýrri mann væri erfitt að finna og alltaf skyldi hann taka málstað þeirra sem minna mættu sín. Mér fannst alltaf notalegt hvemig afi kallaði mig „frænku“ og þegar ég kom í sveitina til hans og ömmu sagði hann nágrannabændunum að þetta væri hún frænka hans frá Hvanneyri og hann vissi ekki hvernig hann ætti að fara að án hennar, búskapurinn gengi svo miklu betur þegar hún væri hjá honum. Þetta fékk lítið barnshjarta til að kippast við af stolti. Það var alltaf gaman þegar við fór- um saman á Blönduós. Það er þér að þakka að ég þekki nánast hvem ein- asta bæ á leiðinni til Blönduóss með nafni. Þú sagðir mér hvað bæirnir hétu og hlýddir mér svo yfir á leið- inni til baka. Það var alltaf gott að taka „hænublund“ með afa í hádeg- inu og góð saga var gulls ígildi. Eg trúi því að þú haldir áfram að segja bömum sögur þar sem þú ert núna og ég trúi því að þér líði vel. Það verður erfitt fyrir ömmu að vera án þín en ég skal biðja Guð um að passa hana fyrir þig. Elsku afi minn, ég sakna þín en þó þú sért mér fjarri muntu alltaf vera hjá mér og minningin um elsku afa með hlýja hjartað mun aldrei deyja, hún mun lifa að eilífu. Þín Oddný Kristín. Elsku afi minn, um leið og ég kveð þig með söknuði, hrannast minning- amar upp í huga mínum. Á mínum yngri ámm dvaldi ég svo oft hjá þér og ömmu í sveitinni á Helgavatni og það var mér alltaf mikið tilhlökkun- arefni að koma. Ég tók sveitina fram yfir allt. Þó að mamma og pabbi byðu mér til útlanda vildi ég frekar vera hjá ykkur. Þú varst alltaf mjög skipulagður og gerðir allt svo vel, þú vildir alltaf drífa í að gera hlutina strax. Ég fékk alltaf einhver viss hlutverk þegar ég kom og þú treystir mér alltaf vel, hvort sem ég var úti í fjósi, fjárhúsum eða í hvers kyns bú- störfum. Ég fékk alltaf að vera með. Þú varst mjög víðlesinn og varst allt- af að fræða mig á hinum ýmsu mál- efnum, við spjölluðum oft mikið sam- an. Það er margt sem er mér ógleym- anlegt sem tengist sveitinni. Kaup- staðarferðimar voru alltaf skemmti- legar, þá fékk ég alltaf ískex eða súkkulaðikex. Á leiðinni heim vildum ég og Halli frændi alltaf fá þig til að fara að austanverðu inn vatnsdalinn þvi þá fengum við lengri bíltúr og oft- ar en ekki uppfylltir þú ósk okkar um það. Við Halli frændi fengum einu sinni að hafa sinn hvom hvolpinn í sveitinni og þá var gaman, við bjugg- um til kofa úr pappakössum úti á túni og lékum okkur mikið með þá. Ég kom oft með margar af mínum vin- konum í heimsókn og alltaf tókuð þið amma vel á móti öllum. Þetta er bara brot af minningun- um sem tengjast sveitinni. Eftir að þú og amma fluttuð út á Blönduós höfum við Jakob og stelpurnar alltaf reynt að vera dugleg að heimsækja ykkur. Oft á sumrin fómm við í marga bíltúrana, þú varst leiðsögu- maðurinn og amma sá um nestið. Þú þekktir allt svo vel og mundir öll nöfn. Við fórum fyrir Vatnsnesið, fyrir skagann, fram í Blönduvirkjun og margt margt fleira. Það má nú ekki gleyma öllum Vatnsdalshringj- unum og nú síðast í júlí í sumar fór-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.