Morgunblaðið - 02.12.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 02.12.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 51 MINNINGAR um við saman Vatnsdalshringinn og það verður ógleymanlegt. Veðrið var svo fallegt, blankalogn og sólin skein sínu blíðasta. Við fórum yfir öll bæj- arnöfnin og margt fleira. Við drukk- um nestið í skógarlundinum hjá Hofi, svo lagðir þú þig í grasið og stelpum- ar mínar voru að vappa í kringum þig og þú hafðir gaman af því. t>ví næst fórum við út að Þingeyrarkirkju þar sem Jónas frændi hvílir og ég fylgi þér þaðan nú. Ég veit að Jónas hefur tekið á móti þér og ykkur líður vel núna. Elsku afi, allar minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Við skulum passa ömmu vel fyrir þig núna. Ég vil gjarnan lítið ljóð, látaafhendirakna. Eftirkynniafargóð, égalltafraun þínsakna. Þín Þorbjörg Eðvarðsdóttir (Tobba). Það er mikil eftirsjá að miklum snillingum, þannig er það með hann afa minn. Hann er sá mesti snillingur og það mesta mikilmenni sem ég veit um og ég hef ekki mikla trú á því að annar eins finnist í bráð. Að geta hugsað og framkvæmt eins og hann er nokkuð sem margir dást að og enn fleiri ættu að taka sér til fyrirmynd- ar. Aldrei heyrðist hann tala illa um nokkurn einasta mann. Hann hafði sínar skoðanh’ á flestum hlutum og voru þær allar byggðar á vel ígrund- uðu máli. Afi minn hefur verið stór hluti af lífi mínu síðan það hófst. Á fyrsta tug ævi minnar bjó ég með afa, ömmu, pabba, mömmu og systkinum mínum á Helgavatni í Vatnsdal. Þar kenndi hann mér að meta og umgangast dýrin, sem voru líf hans og yndi, og náttúruna af virðingu og varfærni. Það var gott að lauma lítilli hendi í stóra og trausta hönd afa á leið í hús- in, að fá að sitja í „skúffunni" aftan á dráttarvélinni hjá honum, að vita af honum við hlið sér á Skjóna gamla eða Glóa sínum er við fórum í útreið- artúra. Alltaf var ég jafn örugg og ánægð hjá afa. Á kvöldin héldum við svo miklar veislur, bara við tvö, með mjólk og kexi. Svo tókum við nokkr- ar lönguvitleysur eða marías og hann vann af mér gömul stígvél eða heilu folöldin sem ég reyndi svo að vinna aftur af kappi, en aldrei voru þessar skuldir innheimtar og því er ég stór- skuldug við hann í dag. Einu sinni áttum við afi að fara saman út á Blönduós til læknis. Ferðin byrjaði vel og við lögðum fyr- ir utan og fórum inn að bíða. Mér fór svo eitthvað að vaxa í augum að hitta sjálfan lækninn svo að ég hljóp út, í hendingskasti, og fór inn í bílinn og læsti mig inni í honum. Afi náði mér alls ekki út þannig að hann sagði lækninum frá lasleika mínum og kom með nammi sem átti að lækna mig. Svo fluttu þau amma á Blönduós, hann kom nú samt alltaf til okkar í störfin. Hann kom alltaf til að marka lömbin sem hann náði svo listavel með stafnum sínum. Eftir að við fluttum frá Helgavatni kom hann samt í það og ég veit að þar verður tómlegt í vor. Þegar pabbi minn veiktist var hann okkur ótrúleg hjálp við bústörfin. Eftir að við fluttum á Sauðárkrók kom ég til þeirra ömmu um hverja helgi og oftar vegna óvenjulegrar skólagöngu minnar. Þá sátum við saman og borðuðum kvöld-manda- rinurnar sem amma færði okkur. Við fórum með ömmu út í kaupfélag og fórum svo upp á flugvöll svo ég gæti æft mig að keyra. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur kom ekki annað til greina en að fara eins oft og hægt var norður. Það var bannað að keyra í gegnum Blönduós án þess að stoppa hjá afa og ömmu og voru margir vinir mínir hissa á þessari reglu minni. Einu sinni fórum við í sumarbú- stað í Borgarfirðinum. Við afi fórum saman í bíl og amma fór með Maroni bróður. Afi sagði mér nafnið á hverj- um einasta bæ og bónda á leiðinni, jafnvel ættartölu hvers og eins, og oft flutu nokkrar gamansögur um viðkomandi með. Hann þekkti alla með nafni og aðeins þurfti að nefna bæjarnafn einhvers staðar á landinu og þá kom hann með nafnið á bónd- anum. Hann var ein stór náma full af fróðleik og upplýsingum sem aldrei þraut. Síðasta ferðin okkar afa var svo í sumar þegar við fórum hringinn í Vatnsdalnum í yndislegu veðri, við fórum svo í kirkjugarðinn á Þingeyr- um og huguðum að leiðinu hans pabba. Afi skemmti sér konunglega og kvennaskarinn er honum íylgdi einnig, en engum datt í hug að aðeins hálfu ári seinna yrði hann lagður við hlið sonar síns. Það er skrítið að koma til ömmu núna og það er enginn afi sem situr í stólnum við sjónvarpið og segir: „Nú, ertu komin elskan mín“, haltrar af stað og kyssir mig innilega. Það er undarleg tilfinning að gista hjá ömmu og vakna ekki við það að afi er að hita sér grautinn og fá sér slátur- bita með. Heyra hann svo segja: „Vertu nú sæl elskan mín, farðu nú varlega og þakka þér fyrir allt sam- an.“ Þetta var það síðasta sem hann sagði við mig, fyrir mánuði. Þessa minningu um afa mun ég geyma með öllum hinum sem eru sprelllifandi í kollinum á mér og ég veit að hann er glaður að vera kominn í hvíld og ró með honum syni sínum, sem honum þótti svo vænt um eins og alla fjöl- skylduna. Hann sagði mér um daginn að ég yrði alltaf litla stelpan hans og það verð ég. Hann bað mig líka að passa hana ömmu vel íyrir sig af því að ég kynni alveg á hana og það ætla ég að gera. Ég veit að þið pabbi hugsið vel um okkur öll. Ég kveð þig eins og þú kvaddir mig alltaf: Vertu sæU elskan mín og þakka þér fyrir allt saman. Leiddu mína litlu hendi Ijúfi Jesúþérégsendi bæn frá mínu bijósti sjáðu blíðiJesúaðmérgáðu. Þin litla stelpa, Þorbjörg Otta. Það var tómlegt þegar að ég gisti síðast hjá ömmu á Blönduósi, enginn afi til að horfa á sjónvarpið með, fara fram á gang og horfa á fólkið úti og spjalla við fólkið inni. Mig langar að kveðja þig með lítilli bæn sem mamma kenndi mér þegar ég var lítil. Leiddu mína litlu hendi, (júfiJesúþérégsendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesúaðmérgáðu. Núna ertu að fljúga á nýju, hvítu englavængjunum þínum upp á skýið og þar bíður pabbi eftir þér. Jæja afi minn, nú ætla ég að segja bless og vonandi líður þér vel á nýja staðnum. Kristín Helga. Mig langar til að minnast afa á Helgavatni með nokkrum orðum. Það voru góðir dagar þegar haldið var í sveitina á vorin eins snemma og skóUnn leyfði, helst fyrr. Afi beið þol- inmóður eftir kaupamanninum á vegamótunum þegar rútan loksins kom. Þegar við síðan brunuðum á stað fram að Helgavatni á gamla jeppanum, þá var maður sko loksins kominn í sveitina til afa og ömmu. Svo þegar stigið var út úr bílnum á hlaðinu komu hundamir Kappi og Snodda á móti mér, dinglandi rófun- um vingjarlega og gott ef gamli kött- urinn með gúmmíeyrun var ekki að sniglast þarna líka. I nógu var að snúast við búskap- inn, og það var gaman að fylgja afa eftir við útistörfin. Stundum gaf hann sér tíma til að leggjast niður í skjólsæla laut og kenna mér að þekkja fuglana, og hlusta á lækinn hjala, eða við skriðum inn í hlöðuna í rigningartíð og hlustuðum á rigning- una bylja á þakinu ánægðir með þau strá sem búið var að bjarga undir þak. Alltaf voru umræðuefnin hjá okkur næg og hann opnaði augu mín fyrir svo mörgu sem ég hefði ekki vilja fara á mis við. Hjá honum var ég svo sannarlega í skóla lífsins og að því mun ég búa alla tíð. Afi hafði gaman að segja sögur, og kunni frá mörgu að segja. Oft sagði hann söguna af því þegar hann leyfði mér að keyra jeppann í fyrsta skipti, þá aðeins sex ára. Jeppinn lullaði í fyrsta gír og lága drifinu eftir eng- inu. Leiðin lá fram hjá ömmu sem stóð þar við rakstur. Eg var að sjálf- sögðu mjög upptekinn af akstrinum og keyrði fram hjá án þess að líta til hægri eða vinstri. Eftir ökuferðina sagði ég henni að ég héfði verið að hugsa um að vinka, en ekki haft tíma. Seinna meir þegar jeppinn var ekki lengur notaður til daglegs brúks og orðinn hrörlegur, fórum við afi stundum smá rúnt á honum til að lyfta okkur á kreik. Afi sneri þann gamla í gang með sveifinni og þótti mér það mikil og merkileg athöfn. Ég keyrði oftast þó aldurinn væri kannski í lægri mörkum. Þetta gekk' stórslysalaust nema í eitt sinn endaði ökuferðin á girðingarstaur. Það var vont fyrir stoltið, en afi hughreysti mig og sagði að ég hefði tekið beygj- una vel, en gleymt að rétta hann af. Þetta fannst mér strax betra. í kaupstaðarferðum og sunnu- dagsbíltúrum var kóngabrjóstsykur- inn í hanskahólfinu ómissandi. „Viltu kóng frændi?" sagði afi, og að sjálf- sögðu var svarið alltaf já. Síðan nut- um við brjóstsykursins og hann sagði okkur nöfnin á bæjunum sem við ók- um hjá, og oftast hvað fólkið hét sem bjó þar því hann var ættfróður og stálminnugur. Stundum bauð hann okkur krökkunum í nefið, og þó að það væri bara þefað af glasinu vildi stundum brjótast út hnerri þótt mik- ið væri reynt að halda honum niðri, því það þóttu lélegir tóbakskarlar sem hnerruðu eftir trakteringuna. En haustið kom alltaf fyrr en varði, og sumarið í sveitinni var á enda. Ég hélt heim með trega, en með margar bjartar minningar. Þannig líður mér núna þegar ég kveð hann afa minn. Skömmu áður en afi veiktist og var lagður inn á sjúkrahús í byijun september, heimsóttum við hann og ömmu á Blönduós, og minnti það mig á liðna daga þegar hann sett- ist með rúmlega árs gamlann snáð- ann minn í fanginu og sagði „Jæja frændi, eins og hann hafði sagt svo oft við mig.“ Guð geymi þig afi og veiti ömmu styrk í sorg sinni Hallgrimur Lárusson. Elsku langafi, takk fyrir allar Ijúfu stundirnar sem við áttum saman, þú kenndir og fræddir okkur um svo margt og þá sérstaklega um dýrin sem þú vissir allt um. Það var líkíj sérstaklega gaman að fara alla Vatnsdalshringina með þér því þá sagðir þú okkur svo margt um sveit- ina þína. Við eigum þér margt að þakka sem nýtist okkur í framtíðinni. Þínar langafastelpur, Helga Dis, Lára Lind og EddaSól. + Þorbjörg Hölm- fríður Björns- dóttir fæddist á Kollafossi í Miðfirði 5. september 1917. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja í Keflavík 24. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Guðumundsson, bóndi á Reynhólum, f. 23. febrúar 1885, d. 24. mars 1985 og Ingibjörg Jónsdótt- ir frá Huppahlíð, f. 9. desember 1891, d. 4. júní 1974. Systkini Hólmfríðar eru: 1) Jó- hanna, f. 1919. 2) Guðmundur, f. 1920. 3) Jón Björgfvin, f. 1925, d. 2000. 4) Ólöf , f. 1926. 5) Jóhann- es, f. 1930. 6) EIís, f. 1932. Hólmfríður var í sambúð með Bene- dikt Axel Rútssyni, f. 1910, d. 1948. Börn þeirra eru; 1) Björn Ingibergur, f. 1937, d. 2000, átti hann einn son. 2) Kristín Rut Hafdís, f. 1943 á hún þrjár dætur og fjögur barnabörn. Hólmfríður giftist Sveinbirni Berents- syni frá Krókskoti í Sandgerði, f. 2. febr- úar 1920, d. 6. febr- úar 1989. Foreldrar hans voru Berent Magnússon, f. 26. desember 1889, d. 5. október 1985 og Kristín Þorsteinsdóttir, f. 23. maí 1888, d. 15. júní 1967. Börn Sveinbjörns og Hólmfríðar eru; 1) Stúlka, f. 1945, d. 1945. 2) Þorbjörg, f. 1946, maki Helgi Björnsson, eiga þau fimm börn. 3) Bjarni, f. 1947 á hann þijú börn og fjögur barnabörn. 4) Að- alheiður, f. 1948 á hún tvær dæt- ur. 5) Berent, f. 1950, maki Guðný Jóhannsdóttir, eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. 6) Sveinbjörn, f. 1952, d. 1960. 7) Gunnlaugur, f. 1954 á hann einn son. 8) Ingibjörg, f. 1956 á hún tvo syni. 9) Kristín, f. 1956. Hólmfriður ólst upp f Miðfirði og vann þar ýmis sveitastörf. Hún flutti til Reykjavíkur og vann þar ýmis vinnukonustörf uns hún flutti til Sandgerðis árið 1945. Hólmfríður og Sveinbjörn bjuggu allan sinn búskap í Sand- gerði. Hún starfaði i frystihúsum hjá Rafn hf. og hjá Jóni Erlings- syni hf. í 23 ár. Hún var félagi í Kvenfélaginu Hvöt, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis og í Leikfélagi Sandgerðis og lék hún m.a. i nokkrum kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar. Útför Hólmfríðar fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði f dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hvalsnes- kirkjugarði. ÞORBJÖRG HÓLMFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR Mig langar að minnast systur minnar, Fríðu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var elst af okkur systk- inunum sem voru sjö alls og önnur af þeim sem kveðja þennan heim. Ég vil þakka þér Fríða fyrir allar ánægjulegu samverustundirnar og hvað það var gott að vera hjá þér og einnig vil ég þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Við höfðum nú meira samband eftir að ég flutti suð- ur og töluðum þá oftast saman í síma á hverju kvöldi. Þá sagðir þú mér brandara og vísur sem þú samdir þegar að þú varst í fiskvinnslunni í Sandgerði. Oft var nú glatt hjá okk- ur og þú varst mjög létt og gaman- söm og hafðir alltaf spaugsyrði á vörum. Þú varst mjög hjálpsöm og varst alltaf tilbúin að hjálpa öllum sem minna máttu sín og voru fátæk- ir. Þú varst hörkudugleg og vannst alla tíð mikið, áttir ellefu böm en misstir eitt þriggja vikna og ert búin að missa þijú í heildina og eigin- manninn líka. Þú varst alltaf svo dugleg að vinna í garðinum þínum og hafðir mjög gaman af blómum og að vera úti í náttúrunni að vinna, það var öll þín hugsun að vinna, þér féll aldrei verk úr hendi og þér fannst þú eiga eftir að gera svo mikið þegar að þú veiktist. En þegar kallið kemur kaupir sér engin frí. Ég veit að nú líður þér vel og ert búin að hitta manninn þinn og bömin þrjú. Ég votta aðstandendum mína inni- legustu samúð. Ég bið guð að gæta þín, ég gleymi aldrei þér. Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allL (V. Briem.) Þín systir, Ólöf Bjömsdóttir (Olla). JOHANNA KRISTIN HELGADÓTTIR + Jóhanna Kristín Helgadóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 9. október 1915. Hún lést 7. október síðastiiðinn og fór útför hennar fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 14. október. Ég veit, minn ljúfur lifír lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfír, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó. (H.P.) Nú ertu farin yfir móðuna miklu, Jóhanna okkar, og komin til fundar við frelsara þinn, Drottin Jesú Krist. Þín er sárt saknað, en vonin um að hittast síðar í himnasal Drottins yljar okkar um hjartarætur. Margar góðar minningar eigum við hjónin frá árunum í Vest- mannaeyjum. Það hafði lengi verið hefð fyrir að halda lundaveislu í heimili mömmu og var þá nánustu skyld- mennum í Eyjum boðið. Þú varst ætíð jákvæð og ráða- góð. Mikið var gott að eiga þig að þegar við vorum með fyrsta bamið okkar í Eyjum. Amma var tilbúin að passa Rut okkar, svo ég kæmist út að vinna, hún bjó hjá okkur og létti undir. Seinni árin þegar mamma var komin á Hrafnistu í Hafnarfriði hafði húií ánægju af að koma á heimili okkar hér í Hafnarfirði. Meðan hún var nógu hress kom hún stöku sinnum með okkur í Hvíta- sunnukirkjuna Fíla- delfíu.Hún hafði tekið á móti Jesú Kristi sem sínum persónulega frelsara og gert hann að leiðtoga lífs síns. í veikindunum sín- um núna í haust ósk- aði hún oft að Guð tæki hana til sín, í dýrðina þar sem kvöl og þjáning þekktist ekki. Hún var sátt við Guð og menn. Amma, núna hefur ósk þín ræst. Minningin um góða konu lifir, sjáumst síðar. Þóra, Sigurjón og böm. Blómabuð iri Öap'ðs Kom v/ Possvo0ski»*kjuc|a^ Síwi: 554 0500 GARÐH EIMAR ULÓMABÚD • STEKKJaKBAKKA t> £ SÍMI 540 3320
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.