Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 64
A LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Jólakaffi Hringsins Sögusagnir af ársfundi Tryggingastofnunar KVENFÉLAGIÐ Hringurinn var stofnað í upphafi tuttugustu aldarinnar. Alla þá öld hefur saga Hringsins verið samofin líknar- málum og góðgerðar- málum á Islandi. í upp- hafi aldarinnar studdu Hringskonur þá sem uninna máttu sín i þjóð- Télaginu. Þær færðu m.a. fátækum sængur- konum fatnað og mjólk og studdu börn og barnastarf í hvívetna. Hringurinn reisti síðan og rak Kópavogshælið, sem á þeim tíma var endurhæfingarheimili fyrir berkla- sjúka. Til að standa undir þeim rekstri ráku þær m.a. kúabú. Síðar Líknarmál A morgun, sunnudaginn 3. desember, segir Ás- geir Haraldsson, fer fram hið árlega Jólakaffí Hringsins á Hótel Islandi. gaf Hringurinn íslenska ríkinu Kópavogshælið. A undanförnum áratugum hefur stuðningur Kvenfélagsins Hringsins við Barnaspítala Hringsins verið iSr.etanlegur. Af óbilandi dugnaði og < þrautseigju hafa Hringskonur unnið að bættum aðbúnaði veikra bama. ‘ Þannig er umtalsverður hluti þeirra tækja, sem notuð eru á Barnaspítala ' Hringsins, gjafir frá kvenfélaginu. Það er líka í viðurkenningarskyni við þetta starf sem spítalinn heitir Barnaspítali Hringsins. Barnaspítali Hringsins Barnaspítali Hringsins tók til starfa sem sérstök barnadeild árið 1957. Árið 1965 fluttist spítalinn í núverandi byggingu. Ljóst varð þó snemma að byggingin væri of lítil, auk þess sem hún var ekki hönn- uð sérstaklega fyrir börn. Það var því draumur margra í langan tíma, að hér risi sérstakur barnaspítáli. Af mikilli framsýni og bjartsýni hafa Hrings- konur stutt við þetta verkefni í áraraðir. Nú er svo komið að bygg- ingarframkvæmdir við nýjan Bamaspítala Hringsins á Land- spítalalóð eru yfir- standandi. Fyrirhugað er að taka spítalann í notkun sumarið 2002. Það er ekki síst starfi og stuðningi Hrings- kvenna fyrir að þakka, að við horf- um fram á þennan mikilvæga áfanga. Það er Barnaspítala Hringsins ómetanlegt, að eiga slíkan bakhjarl sem Kvenfélagið Hringurinn er. Ár- angur starfsins tengist óneitanlega þessum trausta stuðningi. Starfsfólk Barnaspítalans er einnig stolt af því að tengjast Kvenfélaginu Hringnum og merkilegri sögu þess. Styrkur Hringsins er starfsfólkinu stöðug hvatning. Hringskaffi Næstkomandi sunnudag, 3. des- ember, kl. 13.30, fer fram hið árlega Jólakaffi Hringsins á Hótel íslandi. Við það tækifæri bera Hringskonur fram mikið lostæti og ágætis kaffi. Jafnframt verða seld jólakort og fram fer happdrætti með fjölmörg- um vinningum. Allur ágóði Hrings- kaffisins rennur til styrktar nýjum Bamaspítala Hringsins. Hringskon- ur hafa af óbilandi bjartsýni unnið ötullega að bættum hag barna á ís- landi. Þær eiga heiður skilinn fyrir það mikla og fórnfúsa starf. Það er von mín, að sem flestir sjái sér fært að sýna Kvenfélaginu Hringnum stuðning í verki í Hringskaffinu og njóta um leið ágætra veitinga. Höfundur er prófessor og forstöðu■ læknir Barnnspítala Hringsins. ÞAÐ er ánægjulegt til þess að vita að árs- fundur Trygginga- stofnunar ríkisins (TR) skuli enn vera til umfjöllunar í fjölmiðl- um. Tilgangur fundar sem þessa er m.a. að vekja umræðu. TR hefur haldið opinn árs- fund síðan árið 1997 til að vekja athygli á ýms- um málefnum sem snerta stofnunina og almenning í landinu. Stofnunin er í mjög sérstakri stöðu þar sem hún á að gæta hagsmuna skjólstæð- inga sinna um leið og hún verður að vinna innan fjárhags- og laga- ramma. Alþingi setur löggjöfina og ráðherra reglugerðirnar sem stofn- uninni er skylt að vinna eftir. Á ársfundi TR fjallaði undirrituð um lyfjakostnað í nokkuð víðu sam- hengi. Þar var meðal annars varpað fram þeirri spurningu, hvort sívax- andi lyfjakostnaður væri vandamál. Það er misskilningur hjá fram- kvæmdastjóra Samtaka verslunar- innar í grein hér í blaðinu sl. laugar- dag, að lyfjafyrirtækjunum hafi verið kennt um. Þvert á móti voru færð rök fyrir því að hér væri að mestu um eðlilega aukningu að ræða. Bent var á að lyfjakostnaður myndi halda áfram að aukast m.a. vegna nýrra lyfja og því væri full ástæða til að huga vel að því hvernig takmörkuðu fjármagni til lyfjamála er varið. Aukinn lyfjakostnaður stafar aðallega af nýjum lyfjum sem annaðhvort taka við af eldri og oft- ast ódýrari lyfjum eða sem eru við áður ómeðhöndluðum sjúkdómum. Ný lyf Ný lyf við áður ómeðhöndluðum sjúkdómum eru alltaf mjög kær- komin viðbót. Það er nú samt svo að sum af þeim nýju lyfjum sem komið hafa á markað á undanförnum árum hafa sýnt takmarkaða verkun nema í afmörkuðum og vel skilgreindum tilfellum. Því hefur verið brugðið á það ráð að búa til leið- beiningar um hvenær TR tekur þátt í greiðslu sumra lyfja. Leiðbeiningar sem þessar eru í fullu sam- ræmi við það sem gert er í löndunum í kring- um okkur. Ný lyf sem koma í stað eldri lyfja eru vissulega stundum betri, en þau eru nær undantekningarlaust dýrari. I mörgum til- fellum skiptir munur- inn á lyfjunum ekki sköpum fyrir sjúkling- inn og oft harla litlu, þó að sýnt hafi verið fram á einhvern mun í rannsóknum lyfjafyrirtækjanna. Aðalatriðið fyr- ir sjúklinginn er að honum gagnist lyfið, hvort sem það er gamalt eða nýtt. Það er hagur skattgreiðenda og um leið lyfjafyrirtækjanna að hámarka notagildi þeirra fjármuna sem varið er til lyfjakaupa og þá um leið að lyfin séu rétt notuð. Heilsuhagfræði Umræða um heilsuhagfræði eða lyfjahagfræði er mikil í flestum löndum sem við berum okkur sam- an við. Lyfjakostnaður eykst alls staðar og er ekki reiknað með að það breytist, því sífellt koma ný og dýrari lyf á markað. Þrátt fyrir reglulega umræðu um aukinn lyfja- kostnað er ekki víst að almenningur geri sér grein fyrir að á markaði eru lyf þar sem ársmeðferð kostar vel á aðra milljón og jafnvel meira. Þegar um er að ræða dýra meðferð er mik- ilvægt að rannsóknir hafi sýnt fram á ótvíræða verkun og eingöngu þeir sem sannanlega þurfa á lyfinu að halda fái þess notið. Hagkvæm lyfjanotkun TR hefur lagt mikið til verkefnis- ins Lyfjavals á síðustu árum. Lyfja- val er leiðbeiningar um hagkvæma lyfjanotkun fyrir lækna þar sem ekki er mælt með lyfjameðferð nema hún sé studd vísindalegum rökum. TR hefur með þessu viljað styðja lækna í því að velja meðferð á sem faglegastan hátt. Á undanförn- um árum hefur átt sér stað mikil til- færsla í notkun frá gömlum lyfjum til nýrra, án þess að nægileg fagleg rök liggi þar að baki í öllum tilfell- um. TR hefur viljað hægja á þeirri þróun að fjöldinn byrji að nota nýju lyfin um leið og þau koma á markað. Það er áhyggjuefni að mörg dæmi eru um það á síðustu árum að fyrir- tæki hafi þurft að taka nýleg lyf af markaði vegna alvarlegra auka- verkana sem upp hafa komið. Viðbrögð lyfjafyrirtækja I áðurnefndri grein í blaðinu sl. laugardag er látið að því liggja að á ársfundi TR hafi undirrituð mælt óvarlega gagnvart læknum þar sem hún telji þá ekki hæfa til að meta þær upplýsingar sem þeir fá. Flest- ar þær upplýsingar sem læknar fá um ný lyf eru mjög einsleitar og koma aðallega frá framleiðendum, sem eru að markaðssetja sitt lyf. Læknar hafa staðfest, að auðvitað leggja fyrirtækin mesta áherslu á það sem selst best. Merkilegt er að Lyf Það er hagur skatt- greiðenda og lyfjafyrir- tækja, segir Inga J. Arnardóttir, að há- marka notagildi fjár- muna til lyfjakaupa. enginn læknir hefur tekið ummæli undirritaðrar nærri sér, á meðan lyfjafyrirtækin eða fulltrúar þeirra verjast með hverri blaðagreininni á fætur annarri. Læknar þurfa að fræðast um ný lyf og ekkert er óeðlilegt við að fyrirtækin kynni sína vöru. Gagnrýni undirritaðrar laut aðallega að heilbrigðisyfirvöld- um sem þyrftu að leggja mun meiri fjármuni í óháðar upplýsingar um lyf til lækna, til þess að þeir geti metið allar hliðar hins nýja lyfs. Á ráðstefnu sem norræna lyfjanefnd- in hélt hér á landi í september kom fram að fyrir hverja krónu sem heil- brigðisyfirvöld á Norðurlöndum leggja í upplýsingar um lyf leggja lyfjafyrirtækin 300 krónur. Lyíjaverð Lyfjaverð er hærra á íslandi en í nágrannalöndum okkar og er skýr- ingin sögð lítill markaður og hár flutningskostnaður. Þó hefur lyfja- verð lækkað hér á landi á undan- förnum ánim. Á síðustu mánuðum hefur verð margra lyfja þar sem verðmunur var talinn vera óeðlilega mikill verið lækkað og mun sú lækk- un skila nokkrum sparnaði. Um þessar mundir ræða dönsk yfirvöld um óréttmæti þess að þeir greiða meira fyrir lyfin en sem svarar til evrópsks meðalverðs. Ekki er óeðli- legt að gerð verði svipuð krafa hér á landi í framtíðinni. Vill fólk ný Iyf? Markaðsstjóri Roche á íslandi hélt því fram hér í blaðinu sl. sunnu- dag að fólk vildi ný lyf! Þetta stang- ast á við nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir lyfjafyrirtækin hér á landi. Niðurstaðan kom á óvart, því þar kom m.a. fram að 96% svarenda vildu frekar nota óhefðbundnar að- ferðir í lækninga- eða meðferðar- skyni en að nota lyf. Varð niðurstað- an til þess að fyrirtækin fóru í mikið ímyndarátak í fjölmiðlum sem getur ekki hafa farið framhjá neinum. Lokaorð Innan TR hefur á undanförnum árum verið lögð mikil áhersla á að nýta verði sem best þá fjármuni sem ætlaðir eru til lyfjamála. Eins og áður sagði er mikilvægt að al- mannatryggingakerfi landsmanna greiði eingöngu fyrir meðferð þeirra sem sannanlega gagnast lyf- ið. Mikill þrýstingur hefur stundum verið, bæði frá læknum og lyfjafyr- irtækjum, um að TR greiði fyrir lyfjanotkun með nýjum lyfjum sem ekki hafa sannað sig á ótvíræðan hátt. Höfundur er deildarstjóri sjúkra- trygginga- oglyíjasviðs TR. Verslaðu jólagjafir langt undir kostnaðarverði! Gylfaflöt 5 Grafarvogi - yfir brúna og beint af augum Urerutollfrjáls! Hjá úrsmiönum Ásgeir Haraldsson Inga J. Amardóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.