Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 02.12.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 83 FÓLK í FRÉTTUM MYNPBOND Einfeldnings- leg valdaklíka Höfuðkúpurnar (TheSkuUs) Speniiumynd ★ Leikstjóri: Rob Cohen. Handrit: John Pouge. Aðalhlutverk: Joshua Jackson, Paul Walker, HUl Harper, Leslie Bibb. (106 mín) Bandaríkin, 2000. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. HÖFUÐKÚPURNAR er spenn- umynd sem er andlega skyld Tom Cruise-myndinni The Firm, þar sem hún lýsir ungum og efnilegum manni sem lætur glepjast af loforðum um auð og velgengni og gengur í vafasama valdaklíku en kemst síðan ekki út þegar skuggahliðar félagsskapsins koma í ljós. Hér er um að ræða duglegan laganema í Yale-háskóla, Luke, sem fær inn- göngu í leynifélag skólans sem hýst hefur marga af valdamestu karl- mönnum þjóðarinnar í áratugi. Þegar besti vinur Luke deyr á voveiflegan hátt, eftir að hafa reynt að afhjúpa leynifélagið, skilur Luke að Höfuð- kúpumar eru engin lömb að leika við enda svo valdamikið félag að meðlim- irnir eru hafnir yfir lög og reglu. Gall- inn er sá að þetta er í alla staði illa gerð mynd sem lýsir atburðarásinni á fyrirsjáanlegan og klaufalegan hátt. Undir lokin fer hún síðan endanlega út um þúfur þegar leyst er úr vand- ræðum Lukes á einkar einfeldnings- legan hátt sem er algerlega úr sam- ræmi við þá ímynd sem búin hafði verið tii af valdaklíkunni í myndinni. Eg mæli ekki með þessari. Þrjú hjól undir vagni Tangó fyrir þrjá (Three to Tango) llómantísk gamanmynd ★★ Leikstjóri: Damon Santostefano. Handrit: Rodney Patrick Vaccaro. Aðalhlutverk: Matthew Perry, Neve Campbell og Dylan McDer- mott. (98 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Öllum leyfð. Ráðist á David Spade GRINLEIKARINN David Spade varð fyr- ir líkamsáras á heimili sínu í Beverly Hills í vikunni. Spade gómaði óboðinn gest glóðvolg- an þar sem hann lét greipar sópa og skipti engum togum að rupl- arinn brást við með því að ráðast að hon- um vopnaður raf- magnskylfu. Lög- reglan hefur staðfest að árásamaðurinn sé aðstoðar- maður Spade til fjölda ára, hinn 29 ára gamli David Warren Malloy. Hefur hann verið kærður fyrir þjófnað og vopnaða likamsárás. „David var góður vinur minn,“ sagði Spade, sem kunnastur er fyrir samvinnu sína með grínaranum sál- uga Chris Farley. „Ég trúi því að hann sé góð manneskja sem á aug- ljóslega við geðræn vandamál að stríða og ég vona að hann fái þá aðstoð sem hann þarfnast til að ná fullum bata. Ég finn sárt til með honum.“ Spade slapp ómeiddur undan árásinni. HARMONIKUBALL Dansinn dunar dátt frá kl. 22.00 i kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi og Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Marserað verður um miðnætti undir stjórn Gunnars Þorlákssonar og Kolbrúnar Hauksdóttur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. GAMANLEIKARINN Matthew Perry er kunnur úr hinum sívinsælu Vinir og hefur líkt og aðrir leikarar þáttanna reynt nokkuð fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hann virkar stór- vel sem gamanleik- ari, en gallinn er hins vegar sá að Perry hefur valið sér heldur óvæn- legar myndir til að leika i. Þrjú hjól undir vagni ætti að hafa allt til að bera til að verða góð gamanmynd, enda búin ágætum leikurum á borð við Oliver Platt, Neve Campell og Perry, en það er engu að síður ljóst að allt púðm- vantar. Gengið er út frá kómískum misskilningi þess efnis að aðalpersóhan Oscar Novak (Pen-y), þykist vera samkynhneigður til að komast í meiri nálægð við konuna sem hann elskar (Neve Campbell). Þannig má segja að gamla „hómó- fóbían" hans Chandlers í Vinum elti Perry yfir í þessa mynd. Gamanflétt- an nær þó aldrei að verða fyndin, eða grípandi, hún bara spilar sig sam- kvæmt formúlunni og gefur áhorf- andanum tilefni til að hlæja stöku sinnum. Fimmtán manns voru klukkustundum saman í stórkostlegri lífshættu ofan á þaki rútu í beljandi Jökulsá á Fjöllum í sumar, eftir að straumurinn hafði borið rútuna rúman hálfan kílómetra. I bókinni lýsa íslendingar og Austurríkismenn aðstæðum þar sem líklegra þótti að þeir myndu deyja en komast af. Rútubílstjórinn segir í fyrsta sinn opinberlega frá því þegar hann lagðist til sunds til að ná í hjálp. 1 bókinni er einnig einstæð frásögn fjölskyldu og björgunarfólks af því þegar leitað var tveggja barna sem voru grafin á þriðju klukkustund undir snjófióði í Biskupstungum. I I I I æpitungulaust Seiður Grænlands eftir Reyni Traustason fjallar um sex Islendinga sem búa og starfa á Grænlandi. Meðal þeirra eru ísmaðurinn Sigurður Pétursson og hreindýrabóndinn Stefán Hrafn Magnússon, sem hafa lent í ótrúlegustu ævintýrum og tala tæpitungulaust eins og fyrri daginn. Einnig er sögð saga þeirra Helga Jónassonar ferðafrömuðar, Gunnars Braga Guðmundssonar forstjóra, Halldóru Grétarsdóttur hjúkrunarffæðings og Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt, eiginkonu Jonathans Motzfeldt landstjóra Grænlands. Bókin lýsir ótrúlegum hrakningum, ægifegun Grænlands og daglegu lífi í þessu næsta nágrannalan Islands sem þrátt fyrir nálægðina er svo fjarlægt. ÍSLENSKA BÓKAÚTGÁFAN Dalvegi 16b, sími 554 7700 áE Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.