Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 92

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 92
D0LL + Borðtölvur + Fartölvur + Netþjónar 63 3000 + www.ejs.is Cisco Systems P A R T N E R SILVER CERTIFIED Tæknival MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLJJNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RlTSTJlSMBL.IS, AKUREYSl: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Rfkisstjórnin fjallaði í gær um yfírvofandi bann á fískimjöli hjá ríkjum ESB Danir heita að berjast ffegn banni í ráðherraráði RÍ KISST JÓRNIN fjallaði á fundi í gærmorgun um yfirvofandi bann Evrópusambandsins á notkun alls dýramjöls í skepnufóður. Utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra fluttu skýrslur um málið en gærdagurinn var nýttur til hins ýtrasta við að koma sjónarmiðum íslands á framfæri innan ríkja ESB. Þannig átti Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra samtal við Ritt Bjerregaard, matvælaráðherra Danmerkur, sem lýsti því yfir að bann á fiskimjöli væri ekki rétt. Sagði hún Dani ætla að berjast fyrir málinu á fundi ráðherraráðs í Brussel á mánudag- inn. Halldór sagði við Morgunblaðið að stuðningur t'i**f)ana væri mikilvægur, þeir hefðu einnig mikilla hagsmuna að gæta sem stórir framleiðendur á fiski- mjöli. Batt Halldór vonir við að mikið mark yrði tekið á Dönum innan ESB. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði ráðherra í ríkisstjóminni og embættismenn innan stjómsýsl- unnar hafa reynt að ná til sem allra flestra sem kynnu að hafa áhrif á málið innan ESB. Aukinn skilningur hefði fengist á sjónarmiðum íslands og því yrði fylgt fast eftir. „Ég held að málið standi betur en það stóð áður en við fórum í þessar aðgerðir en þó er ekki alveg séð fyrir endann á þessu. Málið er rekið á tilfinn- ingalegum nótum í Evrópu, því miður, en ekki fag- legum. Þess utan era einhver öfl sem era að reyna að smeygja sér inn í vandræðaganginn með kjöt- mjölið með því að blanda fiskimjöli inn í hann, sem engar efnislegar eða vísindalegar ástæður era til,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að vel yrði fylgst með þróun mála yfir helgina og fram að fundi ráðherraráðs ESB á mánudag. Halldór sagðist hafa átt fjölmörg samtöl við emb- ættismenn innan ríkja Evrópusambandsins í gær. „Hvemig það endar getum við á engan hátt metið á þessari stundu. Mikið fár er í gangi í Evrópu og alúr viðurkenna að engin rök era fyrir því að fiski- mjöl sé með í þessu banni,“ sagði Halldór. Lög um bann við notkun dýramjöls í skepnufóður verða formlega afgreidd í þýska þinginu í dag. Sam- kvæmt þeim er heimilt að gefa út reglugerð sem takmarkar eða víkkar bannið. Ingimundur Sigfús- son, sendiherra í Berlín, telur líklegt að það ráðist að einhverju leyti af ákvörðunum ESB í málinu hvort þessi heimild verði nýtt. Fjölmiðlum í Evrópu send tilkynning Til marks um þungann í málinu sendi utanríkis- ráðuneytið út fréttatilkynningu í gær til allra helstu fjölmiðla í Evrópu þar sem minnt var á þá hagsmuni sem era í húfi fyrir ísland, gangi mjölbannið eftir. Bannið gæti t.d. stefnt tilvera sumra bæja á íslandi í hættu. Vitnað er til þess að engin vísindaleg rök séu fyrir því að bendla fiskimjöl við kúariðu. ■ Mæta víðast/6 Ising- og bruni valda rafmagns- leysi MIKLAR rafmagnstraflanir hafa verið á Patreksfirði, Bíldudal, Tálkna- firði og í sveitum á sunnanverðum Vestfjörðum síðustu tvo sólarhringa. Línan frá Mjólkárvirkjun slitnaði í fyrrinótt í Svínadal vegna ísingar. í gær kom svo upp eldur í spennistöð Orkubús Vestfjarða við Strandgötu á Patreksfirði. Eldurinn kviknaði í rofa og var slökkvilið kallað á vettvang. Rafmagn fór svo af allri byggðinni þegar eldur kom upp í spennistöðinni '‘—og var rafmagnslaust í nokkrar klukkustundir af þeim sökum. Orsök bilunarinnar er óljós, en mikill reykur gaus upp við óhappið. Viðgerðar- mönnum tókst í gærkvöldi að gera við bilunina til bráðabirgða. Ástandið í rafmagnsmálum í Vest- urbyggð versnaði mikið á síðasta ári þegar fjörutíu ára gamall sæstrengur milli Hrafnseyrar og Bíldudals brann yfir, en hann var iðulega notaður þeg- ar línur duttu út vegna veðurs. Eftir að hann fór er línan frá Mjólkárvirkj- un eina raflínan sem íbúar á sunnan- verðum Vestfjörðum verða að treysta á. Uppsetningu á nýrri díselvél var rétt ólokið þegar bilunin varð í fyrri- nótt. Mikil óþægindi hafa hlotist af þess- um truflunum vestra. Fyrirtæki á svæðinu hafa átt mjög erfitt með að halda uppi eðlilegri starfsemi og bændur hafa fengið rafmagn rétt til að þeir geti lokið mjöltum. Morgunblaðið/RAX Yegagerðin Verktökum bætt hátt olíuverð VEGAGERÐIN hefur ákveðið að bæta verktökum að nokkra leyti upp hækkanir sem orðið hafa á verði olíu og ekki var reiknað með í verksamn- ingum. Einnig mun Vegagerðin bæta verktökum upp breytingar á þungaskatti sem gerðar vora í júní. Frá því í júní í fyrra til október á þessu ári hefur verð á dísilolíu hækk- að um 77%. Margir verktakar hafa gert kröfur um að Vegagerðin taki tillit til þessa og bæti þeim upp þess- ar hækkanir. Jafnframt hafa þeir gert kröfur um að tekið verði tillit til breytinga á þungaskatti, bifreiða- tryggingum og hækkunai- á vara- hlutum og viðgerðarþjónustu. Vega- gerðin hefur nú ákveðið í sami-áði við samgönguráðuneytið og fjármála- ráðuneytið að koma til móts við óskir verktaka um bætur vegna breytinga á þungaskatti og mikillar hækkunar á olíuverði. Vegagerðin mun hins vegar ekki taka tillit til verðþróunar á öðram þáttum. Við útreikning bóta vegna hækk- unar olíuverðs verður við það miðað að bæta 80% hækkunarinnar. Við út- reikning á þungaskatti verður við það miðað að vörubílar aki að meðal- tali 60 þúsund kílómetra á ári. Veisla hjá mávunum á Hrútafirði MÁVARNIR í Hrútafirði hafa gert sér gott af búrhvalnum sem strand- aði framan við bæinn Valdasteina- staði 27. ágúst síðastliðinn. Veður og vindar hafa nú hrakið hvals- hræið inn undir fjarðarbotninn þar sem það liggur á grunnu vatni. Fljótlega eftir að hvalurinn strand- aði varð vart fitubrákar sem frá honum lagði. Að sögn Mána Laxdal, bónda á Valdasteinastöðum, virðist brákin ekki hafa orðið fuglalífi í firðinum að meini. Forstjóri Landsvirkjunar um umhverfísmat vegna Kárahnjúkavirkjunar Umhverfismatið óháð samningum við Reyðarál FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Lands- virkjun muni ljúka við gerð umhverf- MITSUBISHI demantar í umferö HEKLA — iforyttu á nífrrl öld I ismats vegna Kárahnjúkavirkjunar þótt sú ólíklega staða kæmi upp að slitnaði upp úr samningaviðræðum við Reyðarál um byggingu álvers í Reyðarfirði. Landsvirkjun telji einn- ig nauðsynlegt að Ijúka umhverfis- matsferlinu, m.a. vegna þess að Kárahnjúkavirkjun, ef af henni verði, sé svo stór hluti af heildar- vatnsorku landsins. Þetta kemur fram í viðtali við Friðrik á Kárahnjúkavirkjanasíðu Landsvirkjunar á Netinu þar sem hann segir einnig að viðræður Landsvirkjunar og Reyðaráls, um orkuviðskipti og fleira, til undirbún- ings stóriðjuframkvæmdum á Aust- urlandi, gangi eðlilega fyrir sig. Ekkert óvænt hafi komið þar upp sem gæti orðið hindran á leið að settu marki og undirbúningsvinna Landsvirkjunar vegna virkjunar eystra gangi líka samlcvæmt áætlun. Friðrik segir að þó háspennulína yfir hálendið sé ekki á dagskrá nú telji hann það ekki spurningu um hvort heldur hvenær slík hna verði lögð. Háspennulínan myndi m.a. nýt- ast til að flytja orku til stóriðju. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið að hún hnyti um ummæli Frið- riks um hálendislínuna. Það væri stefna stjórnvalda að nýta orkuna á landsvæði viðkomandi virlgunar. Henni hefði ekki verið breytt, en hún útilokaði ekki að slík lína yrði lögð til að auka öryggi raforkukerfisins. Hún lagði áherslu á að stjórnvöld yrðu að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Noral-verkefninu. ■ Opnað fyrir/12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.