Morgunblaðið - 02.12.2000, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 02.12.2000, Qupperneq 92
D0LL + Borðtölvur + Fartölvur + Netþjónar 63 3000 + www.ejs.is Cisco Systems P A R T N E R SILVER CERTIFIED Tæknival MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLJJNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RlTSTJlSMBL.IS, AKUREYSl: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Rfkisstjórnin fjallaði í gær um yfírvofandi bann á fískimjöli hjá ríkjum ESB Danir heita að berjast ffegn banni í ráðherraráði RÍ KISST JÓRNIN fjallaði á fundi í gærmorgun um yfirvofandi bann Evrópusambandsins á notkun alls dýramjöls í skepnufóður. Utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra fluttu skýrslur um málið en gærdagurinn var nýttur til hins ýtrasta við að koma sjónarmiðum íslands á framfæri innan ríkja ESB. Þannig átti Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra samtal við Ritt Bjerregaard, matvælaráðherra Danmerkur, sem lýsti því yfir að bann á fiskimjöli væri ekki rétt. Sagði hún Dani ætla að berjast fyrir málinu á fundi ráðherraráðs í Brussel á mánudag- inn. Halldór sagði við Morgunblaðið að stuðningur t'i**f)ana væri mikilvægur, þeir hefðu einnig mikilla hagsmuna að gæta sem stórir framleiðendur á fiski- mjöli. Batt Halldór vonir við að mikið mark yrði tekið á Dönum innan ESB. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði ráðherra í ríkisstjóminni og embættismenn innan stjómsýsl- unnar hafa reynt að ná til sem allra flestra sem kynnu að hafa áhrif á málið innan ESB. Aukinn skilningur hefði fengist á sjónarmiðum íslands og því yrði fylgt fast eftir. „Ég held að málið standi betur en það stóð áður en við fórum í þessar aðgerðir en þó er ekki alveg séð fyrir endann á þessu. Málið er rekið á tilfinn- ingalegum nótum í Evrópu, því miður, en ekki fag- legum. Þess utan era einhver öfl sem era að reyna að smeygja sér inn í vandræðaganginn með kjöt- mjölið með því að blanda fiskimjöli inn í hann, sem engar efnislegar eða vísindalegar ástæður era til,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að vel yrði fylgst með þróun mála yfir helgina og fram að fundi ráðherraráðs ESB á mánudag. Halldór sagðist hafa átt fjölmörg samtöl við emb- ættismenn innan ríkja Evrópusambandsins í gær. „Hvemig það endar getum við á engan hátt metið á þessari stundu. Mikið fár er í gangi í Evrópu og alúr viðurkenna að engin rök era fyrir því að fiski- mjöl sé með í þessu banni,“ sagði Halldór. Lög um bann við notkun dýramjöls í skepnufóður verða formlega afgreidd í þýska þinginu í dag. Sam- kvæmt þeim er heimilt að gefa út reglugerð sem takmarkar eða víkkar bannið. Ingimundur Sigfús- son, sendiherra í Berlín, telur líklegt að það ráðist að einhverju leyti af ákvörðunum ESB í málinu hvort þessi heimild verði nýtt. Fjölmiðlum í Evrópu send tilkynning Til marks um þungann í málinu sendi utanríkis- ráðuneytið út fréttatilkynningu í gær til allra helstu fjölmiðla í Evrópu þar sem minnt var á þá hagsmuni sem era í húfi fyrir ísland, gangi mjölbannið eftir. Bannið gæti t.d. stefnt tilvera sumra bæja á íslandi í hættu. Vitnað er til þess að engin vísindaleg rök séu fyrir því að bendla fiskimjöl við kúariðu. ■ Mæta víðast/6 Ising- og bruni valda rafmagns- leysi MIKLAR rafmagnstraflanir hafa verið á Patreksfirði, Bíldudal, Tálkna- firði og í sveitum á sunnanverðum Vestfjörðum síðustu tvo sólarhringa. Línan frá Mjólkárvirkjun slitnaði í fyrrinótt í Svínadal vegna ísingar. í gær kom svo upp eldur í spennistöð Orkubús Vestfjarða við Strandgötu á Patreksfirði. Eldurinn kviknaði í rofa og var slökkvilið kallað á vettvang. Rafmagn fór svo af allri byggðinni þegar eldur kom upp í spennistöðinni '‘—og var rafmagnslaust í nokkrar klukkustundir af þeim sökum. Orsök bilunarinnar er óljós, en mikill reykur gaus upp við óhappið. Viðgerðar- mönnum tókst í gærkvöldi að gera við bilunina til bráðabirgða. Ástandið í rafmagnsmálum í Vest- urbyggð versnaði mikið á síðasta ári þegar fjörutíu ára gamall sæstrengur milli Hrafnseyrar og Bíldudals brann yfir, en hann var iðulega notaður þeg- ar línur duttu út vegna veðurs. Eftir að hann fór er línan frá Mjólkárvirkj- un eina raflínan sem íbúar á sunnan- verðum Vestfjörðum verða að treysta á. Uppsetningu á nýrri díselvél var rétt ólokið þegar bilunin varð í fyrri- nótt. Mikil óþægindi hafa hlotist af þess- um truflunum vestra. Fyrirtæki á svæðinu hafa átt mjög erfitt með að halda uppi eðlilegri starfsemi og bændur hafa fengið rafmagn rétt til að þeir geti lokið mjöltum. Morgunblaðið/RAX Yegagerðin Verktökum bætt hátt olíuverð VEGAGERÐIN hefur ákveðið að bæta verktökum að nokkra leyti upp hækkanir sem orðið hafa á verði olíu og ekki var reiknað með í verksamn- ingum. Einnig mun Vegagerðin bæta verktökum upp breytingar á þungaskatti sem gerðar vora í júní. Frá því í júní í fyrra til október á þessu ári hefur verð á dísilolíu hækk- að um 77%. Margir verktakar hafa gert kröfur um að Vegagerðin taki tillit til þessa og bæti þeim upp þess- ar hækkanir. Jafnframt hafa þeir gert kröfur um að tekið verði tillit til breytinga á þungaskatti, bifreiða- tryggingum og hækkunai- á vara- hlutum og viðgerðarþjónustu. Vega- gerðin hefur nú ákveðið í sami-áði við samgönguráðuneytið og fjármála- ráðuneytið að koma til móts við óskir verktaka um bætur vegna breytinga á þungaskatti og mikillar hækkunar á olíuverði. Vegagerðin mun hins vegar ekki taka tillit til verðþróunar á öðram þáttum. Við útreikning bóta vegna hækk- unar olíuverðs verður við það miðað að bæta 80% hækkunarinnar. Við út- reikning á þungaskatti verður við það miðað að vörubílar aki að meðal- tali 60 þúsund kílómetra á ári. Veisla hjá mávunum á Hrútafirði MÁVARNIR í Hrútafirði hafa gert sér gott af búrhvalnum sem strand- aði framan við bæinn Valdasteina- staði 27. ágúst síðastliðinn. Veður og vindar hafa nú hrakið hvals- hræið inn undir fjarðarbotninn þar sem það liggur á grunnu vatni. Fljótlega eftir að hvalurinn strand- aði varð vart fitubrákar sem frá honum lagði. Að sögn Mána Laxdal, bónda á Valdasteinastöðum, virðist brákin ekki hafa orðið fuglalífi í firðinum að meini. Forstjóri Landsvirkjunar um umhverfísmat vegna Kárahnjúkavirkjunar Umhverfismatið óháð samningum við Reyðarál FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Lands- virkjun muni ljúka við gerð umhverf- MITSUBISHI demantar í umferö HEKLA — iforyttu á nífrrl öld I ismats vegna Kárahnjúkavirkjunar þótt sú ólíklega staða kæmi upp að slitnaði upp úr samningaviðræðum við Reyðarál um byggingu álvers í Reyðarfirði. Landsvirkjun telji einn- ig nauðsynlegt að Ijúka umhverfis- matsferlinu, m.a. vegna þess að Kárahnjúkavirkjun, ef af henni verði, sé svo stór hluti af heildar- vatnsorku landsins. Þetta kemur fram í viðtali við Friðrik á Kárahnjúkavirkjanasíðu Landsvirkjunar á Netinu þar sem hann segir einnig að viðræður Landsvirkjunar og Reyðaráls, um orkuviðskipti og fleira, til undirbún- ings stóriðjuframkvæmdum á Aust- urlandi, gangi eðlilega fyrir sig. Ekkert óvænt hafi komið þar upp sem gæti orðið hindran á leið að settu marki og undirbúningsvinna Landsvirkjunar vegna virkjunar eystra gangi líka samlcvæmt áætlun. Friðrik segir að þó háspennulína yfir hálendið sé ekki á dagskrá nú telji hann það ekki spurningu um hvort heldur hvenær slík hna verði lögð. Háspennulínan myndi m.a. nýt- ast til að flytja orku til stóriðju. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið að hún hnyti um ummæli Frið- riks um hálendislínuna. Það væri stefna stjórnvalda að nýta orkuna á landsvæði viðkomandi virlgunar. Henni hefði ekki verið breytt, en hún útilokaði ekki að slík lína yrði lögð til að auka öryggi raforkukerfisins. Hún lagði áherslu á að stjórnvöld yrðu að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Noral-verkefninu. ■ Opnað fyrir/12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.