Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Alþjóðleg viðbrögð við kjöri Bush sem 43. forseta Bandaríkjanna Nýjum forseta Jicralb eribitnc - ^ DECISIO.N: ÍFS BliSH ' ^ ?**.+f*wl* lltvmoxt ItíuH Trtm twrmu* Vn«* tU+ li+turt ‘ ".s1 fagnað en áhyggj- Bush 1 «1 KxJllr *l irnm -nrEíwklb*!' Æf. r—Aa mk nPi ur undir niðri tw E! Niðurstaða forsetakosninganna í Bandaríkjunum og kjör Bush var helsta umfjöllunarefni franskra dagblaða í gær. London, Berlín, Tókýd. AP, AFP, Reuters. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR um allan heim hafa óskað George W. Bush til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum og heita honum góðri samvinnu. Það leynir sér þó ekki, að margir hafa áhyggjur af þeirri stefnubreytingu, sem hugsan- lega verður með Bush, ekki síst í ut- anríkismálum, og nokkrar áhyggjur eru einnig af framvindunni í banda- rískum efnahagsmálum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands; Gerhard Schröder, kansl- ari Þýskalands; John Howard, for- sætisráðheixa Ástralíu, og Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, voru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga, sem óskuðu Bush velfamaðar í starfi er ljóst var orðið, að hann yrði 43. for- seti Bandaríkjanna. Blair kvaðst hlakka til að treysta hin „sérstöku bönd“, sem væru á milli ríkjanna, og fagnaði því, að hin erfiða bið eftir úrslitum í kosningunum væri nú á enda. Schröder minnti á, að vin- átta Bandaríkjamanna og Þjóðverja stæði traustum fótum og sagði, að George Bush, fyrrverandi forseti og faðir George W. Bush, hefði lagt mik- ið af mörkum til sameiningar þýsku ríkjanna. Mori, forsætisráðherra Japans, kvaðst viss um, að Bush yrði „merkur leiðtogi“ og sagðist vonast eftir jafn náinni samvinnu Japana og Bandaríkjamanna og verið hefði hingað til. Fagna hugsanlegu afskiptaleysi Bush Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sendi Bush heillaóskir sínar í gær en ekki var skýrt frá þeim efnislega. Dmítrí Rogozín, formaður utanríkis- nefndar rússneska þingsins, sagði hins vegar, að í Rússlandi væri kjöri Bush fagnað. „Bush verður fyrirsjáanlegri, hann mun einbeita sér að innanlandsmál- unum en ekki setja sig í þær Messías- arstellingar, sem demókrötum hætt- ir til,“ sagði Rogozín og Lílija Shevtsova, sem starfar hjá Carnegie- stofnuninni í Moskvu, sagði, að Rúss- ar vonuðu, að Bush og repúblikanar skiptu sér ekkert af framferði þeirra í Tsjetsjníu eða frammistöðu þeirra í mannréttindamálum. Uggur í sumum í Asíu Leiðtogar Asíuríkjanna urðu ekki seinni en aðrir til að óska Bush til hamingju en greinilegt er, að sumir þeirra óttast, að Bush verði ekki jafn vinsamlegur þeim og Bill Clinton hef- ur verið. Jiang Zemin, forseti Kína, sagði í heillaóskaskeyti sínu, að Kína og Bandaríkin ættu að vinna saman og „axla sameiginlega ábyrgð á mörgum sviðum" og hét hann Bush samvinnu Kinverja á nýrri öld. Ummæli af þessu tagi kunna þó að vera ávísun á aukna árekstra milli ríkjanna síðar því að Kínverjar gera nú tilkall til meiri áhrifa í Suðaustur-Asíu en þeir hafa haft. Clinton vildi líta á Kínverja sem hugsanlegan bandamann en margir repúblikanar líta á þá sem helsta óvin Bandaríkjanna. „Kínverjar eru keppinautur okkar, ekki bandamaður. Við skulum ekki koma fram við þá af neinni óvild en gerum okkur samt engar gyllivonir um þá,“ hefur Bush sagt. „Við vonumst til, að ríkisstjórn Ge- orge W. Bush muni vinna að friði og öryggi á Kóreuskaga og í öllum þess- um heimshluta,“ sagði í árnaðarósk- um suður-kóreska utanríkisráðu- neytisins til Bush en í Suður-Kóreu hafa menn áhyggjur af því, að hörð afstaða Bush til Norður-Kóreu muni hugsanlega hafa mjög slæm áhrif á það, sem áunnist hefur. Japanir telja sig þó hafa sérstaka ástæðu til að fagna Bush. Hann hefur lagt mikla áherslu á nána samvinnu við þá en þeim hefur fundist sem Clinton hafi vanrækt það nokkuð vegna áhugans á bættum samskipt- um við Kína. Þá búast Taívanar einn- ig við afdráttarlausum stuðningi Bush við eyríkið, jafnvel þótt það kunni að koma niður á samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Yfírvöld á Indlandi og Malasíu fegin Bush Indversk stjómvöld og ekki síst talsmenn iðnaðarins fögnuðu í gær Iqöri Bush og sögðu það mundu greiða fyrir auknum samskiptum ríkjanna í efnahagsmálum. Anwar Hoda, sem starfar við rannsóknir á alþjóðlegum, efnahagslegum sam- skiptum, sagði, að áhersla Als Gores, forsetaefnis demókrata, á umhverfis- og vinnuverndarmál hefði valdið miklum áhyggjum á Indlandi og ótta við, að hann reyndi að koma reglum um þau inn í Heimsviðskiptastofn- unina. Sagði hann Indverja binda vonir við, að Bush og repúblikanar gengju ekki of hart fram í þessum efnum. I Malasíu sá Mahathh- Mohamad, forsætisráðherra landsins, ekki að- eins ástæðu til að fagna Bush, heldur fagnaði hann því líka sérstaklega, að Gore hefði tapað. Reiddist hann Gore mjög er hann lýsti yfir stuðningi við Anwar Ibrahim, fyirverandi aðstoð- arforsætisráðhen-a Malasíu, en hann situr nú í fangelsi. Talsmenn Palestínumanna sögð- ust vona, að Bush myndi vinna að fríði í Miðausturlöndum og það sama sagði Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, í heillaóskum sínum. Hljóðið var þó annað í Shlomo Ben Ami, ut- anríkisráðherra Israels, í fyrradag en þá sagði hann, að Israelar jafnt sem Palestínumenn efuðust um, að Bush hefði mikinn áhuga á vanda- málunum í Miðausturlöndum. Sjónhverfíngunum lokið Erlendir fjölmiðlar slógu að sjálf- sögðu upp þessari síðbúnu frétt um sigur Bush en víða var áherslan á bandaríska kosningakerfíð, sem ekki fékk háa einkunn. Ástralska blaðið The Australian sagði til dæmis, að í bandarísku forsetakosningunum hefðu allir orðið undir, þar væri eng- inn sigurvegari. „Mesta ósigurinn beið þó banda- ríska kosningakerfið og hornsteinai’ þess - talningarvélarnar, óhlut- drægni dómsvaldsins og trúverðug- leiki stjórnmálamannanna," sagði blaðið. I forsíðuleiðara Sydney Morning Herald sagði meðal annars: „Það verður mikið um pomp og prakt og uppskrúfaðar ræður um mesta lýðræðisríki í heimi. Málið er bara, að sjónhverfingunum er lokið. Fólk um allan heim hefur séð upp- undir pólitíkina í Bandaríkjunum og veit nú betur.“ Forseti dómaranna? Viðbrögð margra fjölmiðla í Evr- ópu eru þau, að nú verði Bush að reyna að réttlæta það mikla vald, sem honum hefur verið fengið í hendur. „Sigur hans svokallaður mun hvíla eins og skuggi yfir forsetadómi hans,“ sagði breska blaðið The In- dependent og ítalska blaðið La Rep- ubblica tók enn dýpra í árinni: „Bandaríkjamenn sitja nú loksins uppi með forseta, sem þeir kusu ekki. George Bush vann Hvíta húsið en í raun ekki kosningarnar en þangað var hann þó leiddur, hönd í hönd, af dómurunum." Breska blaðið Guardian, sem er heldur vinstrisinnað, sagði, að hæsta- réttardómurinn, sem færði Bush for- setaembættið, væri einfaldlega ólög- legur og franska blaðið Le Figaro sagði, að Bush væri forseti dómar- anna, ekki Bandaríkjamanna. Breska síðdegisblaðið Mirror gerði mikið úr meintu þekkingarleysi Bush hvað varðai’ erlend ríki og sagði: „Bush, þessi maður, sem hefur hleypt heimdraganum tvisvar sinn- um á allri ævi sinni - fór til Mexíkó í bæði skiptin - er nú voldugasti mað- ur heims.“ George W. Bush er talinn eiga erfítt verk fyrir höndum sem næsti forseti Bandairkjanna Engra hveitibrauðs- daga að vænta George W. Bush ávarpar þjóðina í þinghúsinu í Texas. ÞÓTT George W. Bush geti nú andað léttar, eftir fimm vikna óvissu, er víst að hann á ekki létt verk fyrir höndum á næstu mánuðum. Það mun vafa- laust reynast þrautin þyngri að sann- færa þjóðina um að hann sé réttkjör- inn forseti, þar sem hann hlaut færri atkvæði en A1 Gore á landsvísu og hreppti forsetaembættið í krafti afar naums sigurs í Flórída. Auk þess hafa repúblikanar aðeins 5 þingsæti umfram demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og flokkarnir eiga jafnmörg sæti í öldungadeildinni, svo ljóst er að reyna mun á yfirlýsta hæfileika Bush til að „teygja sig yfir ílokkslínurnar". Ríkisstjórinn átti reyndar afar gott samstarf við demókratameiri- hlutann á löggjafarþinginu í Texas, eins og hann þreyttist ekki á að vísa til í kosningabaráttunni. Forseti þingsins, demókratinn Pete Laney, lýsti meira að segja yfir stuðningi við Bush fyrir kosningarnar og kynnti hinn verðandi forseta er hann hélt sigurávarp sitt í ríkisþinghúsinu í Texas á miðvikudagskvöld. Rauði þráðurinn í ávarpi Bush var vilji hans til að hafa samvinnu við demókrata í Washington, ekki síður en í Texas. Bush hefur með örfáum undan- tekningum fengið sínu framgengt á Texasþinginu, og ef hann nær sama árangri á Bandaríkjaþingi mun hon- um hafa vegnað betur en bæði Bill Clinton og föður hans. En það er deg- inum ljósara að það verður ekki auð- velt að miðla málum milli íhalds- íamra repúblikana, sem vilja nota ækifærið nú þegar flokkurinn hefur í fyrsta sinn í fimmtíu ár bæði for- setaembættið og meirihluta í full- trúadeildinni til að koma stefnu- breytingum í framkvæmd, og frjálslyndra demókrata, sem munu að öllum líkindum verða þessum „minnihlutaforseta" tregir í taumi. Hafa stjómmálaskýrendur haft á orði að næsti forseti eigi enga „hveiti- brauðsdaga" í vændum. „Loftið lævi blandið“ „Þetta verður ekki auðvelt,“ hafði The Washington Post í gær eftir Anne Wexler, sem hefur um árabil verið í innsta hring demókrata í höf- uðborginni. „Loftið er lævi blandið ... það er undirliggjandi tilfinning fyrir því meðal demókrata að A1 Gore hafi raunverulega sigrað og hún á ekki eftir að hverfa." Einnig má búast við að Bush muni eiga erfitt með að ávinna sér traust blökkumanna, einkum eftir að ásakanir komu upp um að blökkumönnum hefði verið mismunað með ýmsum hætti í kosn- ingunum í Flórída, þar sem Jeb, bróðir forsetaefnisins, er ríkisstjóri. The Washington Post hefur eftir fræðimanninum Eddie Williams að ef Bush „reyni ekki eftir fremsta megni að koma til móts við [blökku- menn], muni þeir bíða átekta í fjögur ár og grípa svo til vopna." En aðrir gera lítið úr þessum áhyggjum. Richard Neustadt, pró- fessor við Harvard-háskóla og höf- undur þekkts rits um vald forsetans, telur að þó fyrstu mánuðirnir muni væntanlega reynast Bush „mjög erf- iðir“, gæti t.d. neyðarástand í utan- ríkismálum gert honum kleift að sanna sig. „Ef hann kemur fram af virðuleik þangað til hann tekur við embætti, og ef upp koma tvö eða þrjú atvik sem gefa honum færi á að vera virkilega forsetalegur, mun honum hafa tekist að sannfæra þjóðina um lögmæti sitt sem forseti næsta sum- ar, og þá mun ekki skipta neinu máli hvemig hann hreppti embættið," sagði Neustadt. Dick Cheney, verðandi varafor- seti, tók í gær við lyklunum að skrif- stofuhúsnæði í Washington, þar sem aðstoðarmenn forsetaefnisins hafa aðstöðu til að undirbúa embættis- töku hans. Skammur tími til undirbúnings embættistöku Undir venjulegum kringumstæð- um hefur sigurvegari forsetakosn- inganna tvo mánuði til að undirbúa sig fyrir embættistökuna, en Bush hefur aðeins 37 daga til að leggja fram ráðherralista, tilnefna ráðgjafa og skipa í stjómunarstörf í Hvíta húsinu, auk þess sem drög að fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 2002 verða að vera tilbúin. Bush liefur lýst því yfir að hann tU- kynni fljótlega hverjir hljóti helstu embætti. Ljóst er að Andrew Card verður skrifstofustjóri Hvíta hússins og fastlega er búist við að Condole- ezza Rice, sem sat í þjóðaröryggis- ráðinu í forsetatíð Bush eldri, verði skipuð þjóðaröryggisráðgjafi. Lík- legt er talið að Colin Powell, fyrrver- andi yfirmaður bandaríska herráðs- ins, verði utanríkisráðherra, en hann yrði fyrsti blökkumaðurinn til að gegna því embætti. Þá hefur Paul Wolfwitz verið orðaður við embætti vamarmálai’áðherra, en hann var að- stoðarráðhema varnarmála árin 1989 til 1993. Larry Lindsey, helsti ráð- gjafi Bush í efnahagsmálum, þykir líklegastur til að hreppa embætti fjármálaráðherra, og Don Evans, gamall vinur Bush frá Texas, er orð- aður við embætti viðskiptaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.