Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 37 Fansað í grjótið Barokk-jól MYNDLIST L j ós a k I i I, Hafnarfirði HÖGGMYNDIR SUSANNE CHRISTENSEN & EINAR MÁRGUÐVARÐARSON Til 20. desember. Opið daglega, nema þriðjudaga, frákl. 14-18. HJÓNIN Susanne Christensen og Einar Már Guðvarðarson hafa skap- að sér litla einkaveröld í Ljósaklifi þar sem þau reka gallerí jafnframt eigin vinnustofu. Bæði eru mynd- höggvarar í orðsins fyllstu merkingu því þau höggva með meitli og hamri. Þótt ef til vill megi líta á slíka iðju sem dufl við ákveðna aðferð sem ekki geti beinlínis kallast nútímaleg, þar eð hún eigi sér glæstari sögu í fortíðinni, er ekki heldur hægt að af- skrifa steinhögg sem liðna list. Til þess eru of margir til að stunda hana. Reyndar skortir myndlistina sómasamlega flokkun hvað varðar undirdeildir. Hún býr ein lista enn við þá dyggð að vera talin óskipt þótt raunin sé önnur þegar öll kurl koma til grafar. í þessari ruglandi væri nær að taka upp tegundarstimpilinn - genre - eins og hann var og hét á Niðurlöndum á öldunum áður. Sann- leikurinn er nefnilega sá að þau Sus- anne og Einar Már standa á mörk- um tveggja ólíkra faggreina, höggmyndalistar og steinhöggs. Susanne sýnir mikla tilfinningu fyrh' fígúratífum, frumstæðum og trúarlegum mótífum, svo sem þegar hún heggur dýrlingamyndir í hið fagurrauða sandsteinsberg Hóla- byrðu. Hún nær ákveðnum mið- aldablæ út úr einfaldri formmótun sinni. Hins vegar virðist sem Einar Már standi mun nær nytjalistinni, að minnsta kosti í hinum ýmsu ílátum sem hann heggur úr grásteini og svertir með bývaxi hertu í eldi. Þau Susanne og Einar Már eru ekki að opinbera neinn stóra sann- leik með höggmyndum sínum en þau virðast fást við fönsun hinna ólíku steintegunda af mikilli natni og alúð. Bíltúr út í hraunið vestan við Hafn- arfjörð er þess virði þó svo að hjóna- kornin í Ljósaklifi eigi langan og strangan veg fyrir höndum til að fullkomna það sem þau eru að fást við. Halldór Björn Runólfsson Hljómeyki í Kristskirkju SÖNGHÓPURINN Hljómeyki heldur jólatónleika í Kristskirkju annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 21% Á efnisskránni eru hefðbundin jólalög og jólasálmar ásamt jóla- tónlist sem ekki heyrist hér alla- jafna, t.d. eftir tónskáld eins og Richard Rodney Bennett, Crist- hopher Brown, Boris Ord og Ed- mund Rubbra. A tónleikunum verður frumflutt nýtt jólalag eftir Hildigunni Rún- arsdóttur við ljóð Einars Sigurðs- sonar í Eydölum. Af öðrum erlendum höfundum á efnisskrá má nefna Charles Ives, John Rutter og William Walton. Stjórnandi Hljómeykis er Bern- harður Wilkinson. Það er Hljómeyki tilhlökkunar- efni að halda tónleika í Krists- kirkju en það er langt síðan söng- hópurinn hefur haldið jólatónleika með jólalögum. Hljómeyki hefur um árabil verið þátttakandi í Sum- artónleikum í Skálholti og frum- flutt þar mörg íslensk tónverk. Síð- astliðið sumar var Hljómeyki boðið sem fulltrúa íslands á kóramót Norðurlanda og Eystrasaltsþjóða sem haldið var í Skien í Noregi. Á næsta ári er áformað að gefa út geisladisk með flutningi Hljóm- eykis á verkum Báru Grímsdóttur. Hljómeyki hefur ásamt fleiri kór- um fest kaup á nýju tónverki eftir tónskáldið Richard Rodney Benn- ett og verður það frumflutt sam- tímis í mörgum löndum í mars 2001. Miðaverð er 1.000 krónur. TONLIST S a I u r i n n JÓLA-BAROKK TÓN- LEIKAR Flutt voru verk eftir Galuppi, Vivaldi og Albinoni Miðvikudagurinn 13. desember, 2000. Á TÍBRÁR tónleikunum í Salnum s.I. miðvikudagskvöld voru flutt verk eftir síðbarokk meistarana Galuppi (1706-85), Vivaldi (1678-1741) og Álbinoni (1671-1751). Margt í tónlist þeirra er í raun bergmál frá snemmbarokk tímanum, bæði hvað varðar tónmál ( tóntegundabundið lagferli, einfold hljómskipan og tón- tegundaskipti) og síðast en ekki síst formskipanin, sem var mun smálegri en t.d. hjá síðbarokk meisturunum J.S.Bach og jafnvel Handel. Þetta mátti heyra í lyrsta verki tónleikanna, konsert í e-moll, eftir Galuppi, fyrir tvær flautur, strengi og basso continuo, lítilfjörlegt verk, sem var einnig dauflega flutt, þó margt væri fallega gert hjá flautu- leikurunum Martial Nardeau og Guðrúnu S. Birgisdóttur. Tríó fyrir fiðlu, lútu og basso continuo RV. 82 (R fyrir Peter Ryom), eftir Vivaldi, er sama merki brennt og konsertinn eftir Galuppi, lítilfjörlegt að gerð og leið fyrir það hversu lútan (Snorri Örn Snorrason) var hljómlítil, jafn- vel einn af hægu köflunum, sem rit- aður er fyrir lútueinleik, var sérlega daufur og ekki síst fyrir það hversu samleikaramir þurftu að hemja styrk hljóðfæra sinna til hins ýtrasta, til að yfirgnæfa ekki lútuna. Næst á efnisskránni var konsertinn, sem ber heitið „La notte“ (RV 439). Þessi konsert er eitt af þeim verkum Vivaldis, sem hann lét eftir sig í tveimur gerðum (RV104, en ekki PV 401, eins og stendur í efnisskrá, en það verk, RV401, er fyrir selló). Þetta er hermiverk og á fyrsti kafl- inn (Largo) að tákna persónu, sem reynir að sofna og annar kaflinn á svo að túlka ógnvænlegar draumsýn- ir. Þessi konsert, er skemmtilega unninn og voru hröðu kaflarnir sér- lega vel leiknir. Eftir hlé var fluttur konserti í D- dúr RV, 124 með útgáfumerkið op. 12, nr. 3, ekta þriggja þátta konsert, sem endar á tilþrifamiklum „fúgató“ lokakafla., er var glæsilega fluttur. Næsta verk, konsert í d-moll, op 9, nr. 2, eftir Albinóni, fyrir óbó strengi og basso continuo, er að mörgu leyti skemmtilegt verk og var aldeilis vel flutt af Peter Tompkins og samflytj- endum. Lokaviðfangsefnið var Konsert í C-dúr (RV.533) fyrir tvær einleiksflautur, strengi og basso contiuo, eftir Vivaldi, er var besta verk tónleikanna og einnig þar sem flutningurinn var bestur og á köflum mjög vel mótaður, sérstaklega var flautuleikurinn glæsilega útfærður. í heild voru tónleikarnir vel fram- færðir, ekki án hnökra, sem þó á ekki við um flautuleikarana Martial Nardeau og Guðrúnu S. Birgisdótt- ur, blokkflautleikarann Camillu Söd- erberg og óbóleikarann Peter Tompkins, sem stóðu sig afburða vel. Continuo leikaramir, Elín Guð- mundsdóttir (eembal), Ólöf Sesselja Óskarsdóttir (selló) og Páll Hannes- son (bassa) voru aldeilis frábærlega vel samstilltir, sérstaklega er varðar tónstöðu og styrkleikabreytingar. Snorri Öm Snorrason lék fallega á erkilútuna sína en hefði mátt vera frekari í tóntaki, því á köflum náði lútan ekki samhljóman við samleiks- hljóðfærin. Strengirnir vora í hönd- um Hildigunnar Halldórsdóttur, Lilju Hjaltadóttur og á lágfiðlu lék Sarah Buckley og þrátt fyrir smá- hnökra hjá 1. fiðlu, vai- heildarsvipur í leik þeirra vel samstilltur og góður. Jón Ásgeirsson Jólatónleikar Tónlistar- skóla Arbæjar JÓLATÓNLEIKAR Tónlistar- skóla Árbæjar verða í Árbæj- arkirlgu á morgun, laugardag. Tónleikarnir eru tvískiptir og hefjast þeir fyrri kl. 11 og þeir seinni kl. 13. Fram koma nemendur skól- ans á hin ýmsu hljóðfæri. Að- gangur ókeypis og allir vel- komnir. JÓIdbækur 10-30% afsláttur HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • Skútuvogi 16 Fylgir ekki með barnabókum Handskornu „2001" kristalsglösin komin! Útsölustaðir: Akranes Verslunin Módel Akureyri Blómabúðin Akur, Kristalsbúðin Bfldudalur Vegamót Blönduós Bæjarblómið Bolungarvík Laufið Borgames Blómabúð Dóm Búðardalur Verslun Einars Stefánss. Egilsstaðir Raftækjav. Sveins Guðm. Eskifjörður Verslunin Sjómann Fáskrúðsfj. Hin búðin Grindavík Blómabúðin Sóldögg Gmndarfj Verslunin María Hella Vömfell Húsavík Verslunin Tamara Hólmavík Kf. Steingrímsfjarðar Hveragerði Blómaborg Höfn K.Á., bókabúð ísafjörður Skrínið Keflavík Stapafell Kópavogur Kristall & postulín Ólafsfjörður Verslunin Valbúð Ólafsvík Verslunin Vík Óspakseyri Kf. Bitmfjarðar Patreksfj Geirseyjarbúð Raufarhöfn Verslunin Urð Reykjavík Sauðárkrókur Selfoss Siglufjörður Stykkishólmur Tálknafjörður Vestmannaeyjar Vík Þorlákshöfn Þórshöfn Antikb. Laugavegi 101, Gull & silfursm. Mjv Villeroy&Boch,Kringl. Blóma & gjafavörub. Úrav. Karl R. Guðm. Bólsturgerðin Heimahomið Pokahomið Gullsm. Steingr. Ben. Klakkur Hjá Jóhönnu Verslunin Lónið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.