Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 51
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 51 LAUFEY AÐALHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR + Laufey Aðalheið- ur Stefánsdóttir fæddist á Högna- staðastekk á Eski- firði 13. júlí 1910. Hún lést 3. desember siðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- rún Jensdóttir, f. á Norðfirði 14. júlí 1883, og Stefán Jó- hann Jóhannsson, f. á Seyðisfirði 28. mars 1884. Systkini Lauf- eyjar voru Óskar, f. 17. desember 1911; Kristinn Þorbergur, f. 14. ágúst 1916, og Þórsteinunn, f. 5. júlí 1919. Þau eru öll látin. Laufey ólst fyrst upp á Eskifirði og síðar á Reyðarfirði, þar til hún fluttist suður til Reykjavíkur sem ung stúlka. Arið 1950 giftist Laufey Garðari Bjarnasyni, f. 16. nóvem- ber 1913, d. 7. apríl 1973. Dóttir þeirra er Guðný Kristín Garðars- dóttir, f. 3. janúar 1953. Hún er gift Konstantfn Hinriki Hauks- syni. Þau eiga eina dóttur. Fyrri í dag kveð ég ömmu mína, Lauf- eyju Stefánsdóttur. Amma, sem var ótrúlega dugleg og sjálfstæð kona, hefur verið svo stór partur af lifi mínu frá því ég man eftir mér, að tilhugsunin um að nú sé okkar lífi saman lokið veldur mér sorg og söknuði. En þó eiga allar mínar góðu minn- ingar eftir að ylja mér um hjartaræt- ur um ókomin ár. En elsku amma. Ég veit að þú varst tiibúin I þína hinstu fór. Það hentaði þér illa að vera lasin og upp á aðra komin. Hvíldin var þér því kærkomin. Ég veit að góður Guð hefur tekið vel á móti þér og að nú er þróttur þinn og þrek endumýjað. Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (M. Joch.) Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftamjóð og rgjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gottersjúkumaðsofna meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað semenginnívökusér. (Davíð Stef.) Hvíl í friði elsku amma. Þín Amheiður Edda Rafnsdóttir. Þegar hringt var til mín að kvöldi 3. desember og mér tilkynnt að Laufey væri látin leið mér eins og ég hefði misst bestu vinkonu mína. Ég var 19 ára árið 1954 þegar ég flutti inn á heimili Laufeyjar og eighimanns hennar, Garðars Bjamasonar, með Baldur, fyrsta bamið mitt og fyrsta bamabam Laufeyjar. Ég þekkti hana ekki mikið, þótt ég hefði oft komið inn á heimili þeirra hjóna með syni henn- ar. Laufey og Garðar vom mér eins og bestu foreldrar. Við bjuggum hjá þeim í eitt ár. Baldur minn varð auga- steinn ömmu sinnar þótt hún léti sér mjög annt um öll sín bamaböm. Þeg- ar Baldur flutti austur á Vattames hitti hann ömmu sína sjaldnar, en þau töluðu oft saman í síma. Laufey fór margar ferðir á Vattames og á níræð- isafmæli hennar sl. sumar fór hún í síðustu ferð sína þangað þótt hún væri orðin mikið lasburða. A afmæl- isdegi sínum fór hún í siglingu á Orm- inum langa á Lagarfljóti. Laufey var alla tíð mjög heilsu- hraust og bjó ein á Vífilsgötu 18 í Reykjavík eftir að hún varð ekkja, þar til fyrir ári er hún flutti á Elli- og hjúkmnarheimilið Gmnd. Laufey hafði góðan stuðning af barnabömum maður Laufeyjar var Benedikt Hjartar- son, f. 4. febrúar 1909, d. 7. febrúar 1990. Þau skildu. Synir Laufeyjar og Benedikts eru 1) Ás- geir Benediktsson, f. 4. febrúar 1933, d. 24. mars 1988. Hann var kvæntur Guð- rúnu Siguijónsdótt- ur. Þau eignuðust tvær dætur. 2) Rafn Benediktsson, f. 14. maí 1935. Rafn er kvæntur Huldu Hjaltadóttur og eiga þau tvö börn. Rafn var áður kvæntur Helenu Hálfdanardóttur. Þau skildu. Rafn og Helena eignuðust fjögur börn. Bamabörn Laufeyjar urðu níu og langömmubörnin tuttugu. Laufey átti eitt langalangömmu- bam. títfor Laufeyjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. sínum og dóttir hennar, Guðný Krist- ín, og hennar fjölskylda annaðist hana af mjög mikilli natni. Ég kom tíl Laufeyjar á Elli- og hjúkmnarheimilið Gmnd viku fyrir andlát hennar. Ég sat hjá henni í um klukkustund. Hún talaði við mig um margt, mest um fyrstu ár sín í Reykjavík þegar hún kom suður sem ung stúlka og réð sig í vist hjá sæmd- arhjónum í Reykjavík, eins og svo al- gengt var með stúlkur utan af landi í þá daga. Þegar ég kvaddi Laufeyju sagðist ég ekki óska henni gleðilegra jóla, því ég ætlaði að koma aftur til hennar fyrir jólin. Ég verð ekki hér um jólin, svaraði hún þá um hæl. Ég fer heim. Heim til Guðnýjar. Nú er Laufey farin heim, þangað sem hún í raun var farin að þrá að komast. Megi góður Guð blessa minn- ingu hennar. Heiena Hálfdanardóttir. Það var að morgni 4. desember síð- astliðins að mér var tilkynnt andlát föðursystur minnar, Laufeyjar Stef- ánsdóttur. Laufey fæddist á Högnastaðastekk við Reyðarfjörð 13. júlí 1910. Hún var dóttir ömmu minnar og afa, Guðrúnar Jensdóttur og Stefáns Jóhannssonar. Laufey var elst fjögurra systídna en öll eru þau nú látin. Hún amma mín varð ung ekkja og börnin fjögur föð- urlaus. Bemska Laufeyjar og systk- ina hennar mótaðist af kröppum kjör- um í uppvextinum. Laufey fór ung að vinna fyrir sér fyrst eystra en innan við tvítugt fluttist hún suður í at- vinnuleit. Allt var það fyrir mitt minni en ég efast ekki um að hún hefur látið gott af sér leiða þá eins og síðar. Hún Laufey er bundin við mínar fyrstu bemskuminningar og í þá hálfu öld sem ég man eftir frænku minni hefur mér verið Ijóst að hún hafði að geyma meira en meðalmann- eskju. Það sýndi hún þegar mest á reyndi að hún var góð vinkona móður minnar og heimilisvinur. Þegar ég man fyrst eftir henni bjó hún með síð- ari manni sínum Garðari í húsi sem Bjamastaðir var kallað og stóð þá við Tunguveg og stendur enn þótt það hafi fengið nýtt götuheiti og númer. Þar gistí ég oft í tveimur djúpum stól- um sem vom færðir saman. Hún hafði þessa sérstöku umhygg- julund í ríkum mæli og studdi óhikað þann sem minna mátti sín. Fyrir utan þá umhyggju sem hún sýndi sínum bömum, tengda- og bamabömum bar hún hag okkar bróðurbama sinna fyrir bijósti og sýndi okkur velvild og áhuga og fyrir það vil ég nú þakka. Laufey var frænkan sem fylgdi okkur systkinunum í Skeifunni í gegnum okkar stæstu stundir. Hún kom í öll afmæli þegar við vomm böm, hún var sjálfsögð í öllum ferm- ingum, síðar í útskriftum og gifting- um. Hún var alls staðar sjálfsögð og velkomin. Hún fylgdist með því hvemig okkur vegnaði í lífsbarátt- unni á fullorðinsáunum. I hvert skiptí sem ég hitti hana spurði hún eftir bömum okkar systkinanna og bama- bömum. Það var gott að finna hlýhug hennar og áhuga fyrir okkur. Éyrir hver jól kom pakki, kort eða kveðja frá henni. Eina gjöf á ég sem lýst hef- ur á aðventunni á mínu heimili í mörg ár og minnir alltaf á þessa einstöku frænku. Það var alltaf gott að koma til Lauf- eyjar því hún var ræðin og lífleg, skemmtileg og hláturmild. Sem bam að Bjamastöðum, sem fullorðin á Víf- ilsgötunni og nú síðast þegar ég heim- sótti hana á hjúkrunarheimilið Grund, alla þessa tíð hélt hún sínum góðu eiginleikum og lundemi. Hún vildi vera sjálfstæð og sagði við mig: „Mér líður vel hér en ég ætla að eiga íbúðina mína áfram. Þá ég get þá tal- ist maður með mönnum.“ En hún Laufey var alltaf maður með mönnum og meiri en margir aðrir. Frændsystkinum mínum Rafni og Guðnýju ásamt mökum þeirra, böm- um og bamabömum votta ég samúð mína og bið þau að muna þótt dimmt sé yfir nú, þegar við fylgjum henni síðasta spölinn, er birta og hækkandi sól framundan. Þórunn Kristinsdóttir. Laufey Stefánsdóttir hefur frá því er við systkinm munum eftir okkur verið tengd fjölskyldunni. Hún giftist Garðari Bjamasyni sem var fóstur- bróðir Hólmfríðar Einarsdóttur móð- ur okkar. Einkar kært var með móður okkar og Garðari og urðu þær Laufey strax góðar vinkonur. Laufey og Garðar komu öðm hverju í heimsókn- ir vestur og mikii samskiptí vom ætíð á milli fjölskyldnanna. Laufey var nokkur sumur ásamt Guðnýju dóttur þeirra Garðars heima á Dalbæ í Súða- vík og em margar bemskuminningar tengdar þeim tíma. Hún var konan með hattinn sem reyktí og drakk kaffi með hvorki mjólk né sykri sem ungu bami fannst mjög undarlegt að nokkur gætí látíð inn fyrir sínar varir. Hún var líka kon- an á bak við hinar spennandi send- ingar af jólapökkum frá Reykjavík fyrir hver jól. Hún var konan sem sagði ýmsar sögur og gerði góðlátlegt grín að sér og öðmm og hló á svo sér- stakan hátt. Hún var konan sem sett- ist við saumavélina og fram spmttu á ógnarhraða finir spariflauelskjólar og ýmislegt annað. Var okkur EUu syst- ur minni og Guðnýju eitt sinn talin trú um að ekki mætti óhreinka kjólana þar sem ekki væri unnt að þvo þá. Hefur Laufeyju líklega þótt nóg um göslaganginn í okkur systmnum og talið þetta hemja okkur og minnka þvottinn hjá móður okkar og auðvitað endingu hinna fínu kjóla. Laufey hafði afar gott og létt skap. Hún hafði gaman af því að segja frá og var hún sjálf í ýmsum skondnum uppákomum oft aðalpersónan í gam- ansögunum. Laufey ferðaðist nokkuð um landið og einnig út fyrir landstein- ana. Var gaman að hlýða á ferðasögur hennar frá þeim stöðum sem hún kom tíl. Hún var mikil félagsvera og vildi hafa líf og fjör í kringum sig. Laufey var höfðingi heim að sækja og höfum við systkinin flest gist ein- hvem tímann hjá henni og oft notið velgjörða hennar í mat og drykk. Þeg- ar sú er þetta ritar var í Menntaskól- anum við Hamrahlíð bjuggu Laufey og Garðar í Skaftahlíð. Þau buðu mér þá að koma alltaf við hjá þeim er ég átti leið úr skólanum og þiggja heitan mat. Þau máttu ekki heyra það ef ég maldaði í móinn og taldi þetta allt of mikla fyrirhöfn. Ekki taldi Laufey eftir sér að bíða með matinn eða hita hann upp fyrir mig. Þannig var hún alla tíð alltaf afar gestrisin og al- mennileg. Það var hún sem miklu oft- ar var veitandinn og við systkinin í hlutverld þiggjandans. Samband þeirra Garðars virtist á miklum jafnréttísgrundvelli og þau í góðu hjónabandi. Það urðu mikil við- brigði þegar Garðar lést snögglega árið 1973. Hagir Laufeyjar breyttust heilmikið þá. Hún flutti í annað hverfi, keypti sér litla íbúð á Vífilsgötunni þar sem hún bjó allt þar til á síðasta ári er hún fluttist á elliheimilið Grund. Síðast þegar ég hitti Laufeyju minnt- ist hún á að starfsfólkið þar væri allt afar ástúðlegt. Greinilegt var þó að henni fundust þó mikil viðbrigði að vera ekki lengur í hlutverki húsmóð- urinnar, veitandans, sem galdraði ætíð fram ótal sortir af sætu jafnt sem ósætu brauði með kaffinu. Það átti einhvem veginn ekki við þessa góðu konu að vera í hlutverki þiggjandans. Ég þakka Laufeyju aila þá tiyggð og vináttu sem hún sýndi ætíð fjöl- skyldu okkar. Megi hún eiga góða heimkomu á nýjum slóðum. Guð blessi minningu mætrar konu. Bjamveig Bjamadóttir (Badda). Þegar Laufey Aðalheiður Stefáns- dóttir kveður þennan heim, orðin ní- ræð, veldur það söknuði og mikilli eft- irsjá, þótt skiljanlega hafi margur búist við því að kallið kæmi hvað úr hverju. Síðustu vikumar háði hún harða baráttu við sjúkdóm er settist að í öndunarfærum og mátti að ein- hveiju leytí rekja til reykinga í nokkra áratugi. Sjálfsagt var hún hvfldinni fegin, orðin máttfarin, þrótt- lítil og þjáð á köflum. Þegar ég kynntist Laufeyju var hún komin á efri ár, eða um sjötugt. Hún hafði þá verið ekkja um hríð og bjó ein í íbúð sinni í Norðurmýrinni í Reykjavík. Það var náið samband á milli hennar og bamabamanna. Eitt þeirra varð á mínum vegi og úr tókust kynni og hjónaband og Laufey varð langamma bamanna minna. Mér fannst Laufey strax taka mér vel og reyndar var það svo að mér leið alltaf vel í návist hennar. Hún hafði þann kost til að bera að láta mann halda að maður væri einhvers megnugur. Hún bar alltaf virðingu fyrir því sem mað- ur var að gera og var alltaf jákvæð. Þótt Laufey byggi ein síðustu ára- tugi ævi sinnar var hún síður en svo sest í helgan stein. Það kom mér á óvart hversu lífsglöð og þróttmikil hún var. Það var ekki óaigengt að heyra af henni í ferðum í óbyggðum með einhverju ferðafélagi eða þá að hún skryppi til útlanda. Hún lét sig ekki muna um það að heimsækja bamabömin sem bjuggu á erlendri grand; hún var um áttrætt er hún heimsótti okkur hjónin til Svíþjóðar. Og hér heima tók hún þátt í félags- starfi aldraðra og lét fjölskylduboð sjaldan fram hjá sér fara. Mér fannst hið jákvæða og þrótt- mikla lífsviðhorf Laufeyjar til fyrir- myndar, ekki aðeins fyrir þá sem era famir að reskjast, heldur einnig fyrir þá sem yngri era. Það var þó ekki umflúið að Elli kerling herti tökin með áranum og þótt Laufey streittist á móti, og stæði teinrétt og kjarkmikil í þeiiri baráttu, varð hún að hopa skref fyrir skref. Hún bjó þó sjálf í sinni íbúð þar til fyr- ir skömmu. Hún vildi halda sjálfstæði sínu og reisn og ekki vera upp á aðra komin. Þegar á þurfti að halda áttí hún þó trygga að. Lungun og sjónin gerðu henni erfitt fyrir og þar kom að hún sá að það var skynsamlegast að þiggja þá aðstoð sem öldraðum er veitt, seldi íbúðina og fluttist á Elli- og hjúkranarheimilið Grand. En þá tók við sjúkrasaga sem ekki er ástæða til að rekja frekar hér. í því sambandi kemur þó í hugann að biðröð eftir hjúkranarrýmum fyrir aldraða mætti vera styttri. Laufey fylgdist grannt með barna- bömum og öðram afkomendum. Hún » lét sér ekki síður annt um þá er tengdust afkomendum hennar. Þótt Laufey væri ekkert sérstaklega póli- tísk fór það varla á milli mála að hún fylgdi íhaldinu oftast að málum. Hún var í raun það sem kalla mætti hæg- fara íhaldsmaður. Hún var þó mjög umburðarlynd gagnvart þeim sem vora annarrar skoðunar, og það mikla trú hafði hún á ýmsum þeim sem voru henni nákomnir og tengdust öðram stjómmálasamtökum að hún var tilbúin að ganga til liðs við þá þegar mikiðlávið. En nú hefur hún gengið sinn síð- asta spöl. Fyrri hluta ævi hennar þekki ég aðeins af afspum. Hún missti ung föður sinn og ólst um tíma - upp utan föðurhúsa austur á Fjörð- um. Leiðin lá svo suður; hún kynntist Benedikt Hjartarsyni, sem ættaður var úr Dölunum, og áttí með honum tvo syni. Atvikin höguðu því þó þann- ig að þeirra sambandi lauk um það leytí er synirnir vora að nálgast ftill- orðinsár. Stuttu síðar kynntist hún svo Garðari sínum og þau eignuðust dótturina Guðnýju. Mér sýnist í raun að lífið hafi á marga lund leikið við Laufeyju, þótt fáein áföll hafi vafalítið sett sitt mark. Nú er komið að kveðjustund. Mér ' er efst í huga minningin um virðulega konu sem viðhafði helst ekki styggð- aryrði um nokkum samferðamann sinn heldur lét alla njóta sannmæks - og ríflega það. Skarð Laufeyjar verð- ur ekki fyllt. En minningin um hana mun lifa í huga okkar sem kynntumst henni. Stefán Jóhann Stefánsson. öa^Sskom . v/ Fossvogskirkjugarð , V Sími. 554 0500 Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins *'****% með þjónustu allan ^ V sólarhringinn. %. ÚTFARARSTOFA KIRKIljr.ARDAN Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja KIRKJUGARÐANNA EHF. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, , sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur \\Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.