Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 53 velkomin þar eins og ég væri ein af þeim. Ég kallaði hann alltaf pabba og leit alltaf á hann sem föður minn þó að ég hafi fundið minn rétta föður fyrir nokkrum áimm. Þegar ég vakti yfir honum síðustu dagana komu upp mai-gar ljúfar minningar. Hann lét sig miklu varða hvernig fjölskyldu minni gengi og spurði gjaman þegar ég kom í heim- sókn í Búðargerði: „Hvernig gengur strákunum í boltanum?" en hann var mikill áhugamaður um fótbolta. Einn- ig spurði hann: „Hvernig gengur hon- um Villa mínum á sjónum?“ þegar hann var á sjó. Hann var mjög þakklátur ef honum var færður nýr fiskur í soðið, það var eins og það væri verið að færa honum gull, honum þótti svo vænt um það. Þessi orð mín eru smáþakklætis- vottur frá mér og fjölskyldu minni til pabba míns. Fyrir að ganga mér í föð- urstað og veita mér alla þá hlýju og gott uppeldi með góðri fjölskyldu. Ég kveð elsku pabba minn og þakka fyrir allt. Jóna, Vilhjálmur (Villi) og börn. Mig langar að minnast tengdaföður míns og ekki síður vinar, Guðbrands Gunnars Guðbrandssonar, eða Gunn- ars eins og ég kaus að kalla hann, en hann gekk ávallt undir því nafni hjá okkur í fjölskyldunni. Hugurinn reik- ar aftur til þess tíma er ég ungur og feiminn maður kynnist elstu dóttur hans Ástu, og fer að venja komur mínar á heimili þeirra hjóna Gunnars og Gauju í Skólagerðið í Kópavogi. Það voru ekkeit þægileg fyrstu spor- in til þeirra eins og gengur. En skemmst er frá að segja, að upp frá fyrstu kynnum mínum af honum hef- ur verið ævarandi vinátta og tryggð og höfum við kallarnir ýmislegt brall- að í gegnum tíðina með fjölskyldum okkar og vinum. Nú er komið að leiðarlokum, Gunni minn, aljt of fljótt eins og svo oft vill verða. Ég vil þakka þér fyrir allar skemmtilegu veiðiferðimar sem við nutum svo vél saman. Enn fremur heimsóknfi ykkar hjóna í sumai-hús okkar Ástu í Skorradalinn, þar sem við erum búin að eiga svo margar yndislegar stundir, svo eitthvað sé tínttil. Að lokum bið ég góðan guð, sem leyst hefur þig undan þeim þjáning- um sem þú ert búinn að líða í þínum erfiðu veikindum, að varðveita þig um alla eilífð. Gauja mín, þér og allri fjölskyld- unni sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og megi hann styðja ykkur og styrkja í sorginni. Garðar Ágústsson. í dag kveðjum við afa okkar þegar örfáir dagar eru til jóla. Það verður skrítið að koma í Búðargerði og afi ekki heima til að taka á móti okkur með sínu hlýja faðmlagi og að minnsta kosti tíu kossum. Okkur finnst erfitt að kveðja, en við vitum og huggum okkur við það að núna er hann kominn á stað þar sem honum líður vel. Hann var yndislegur afi og eigum við margar góðar minningar um hann sem við geymum í hjarta okkar alla tíð. Aidrei gerði hann upp á milli okkar bamabamanna og vomm við öll hetjumar hans og hann lét ávallt í ljós hversu stoltur hann var af okkur. Afi var mikfil fótboltaáhuga- maður og horfði rnikið á enska bolt- ann. Ef maður ætlaði að koma við á þeim dögum sem vora leikir heyrði hann varla í bjöllunni, ef liðið hans tapaði þá vora það ekki leikmennimir sem spiluðu illa heldur voru það dóm- aramir sem stóðu sig ekki nógu vel. Afi keyrði strætó í mörg ár og voram við svo heppin að geta fengið „far“ hjá honum marga morgna í skólann og var þá mildð spjallað á leiðinni úr skólanum eða í skólann. Við þökkum guði fyrir þann tíma sem við höfum átt með afa. Hann var frábær og okk- ur leið alltaf vel í návist hans. Hann á alltaf eftir að lifa í hjarta okkar. Elsku amma, við biðjum góðan guð að blessa þig og styrkja þig við þenn- an mikla missi. Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininnsinnlátna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterhér aðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hþota skalt (V. Briem.) Elsku afi, hvfldu í friði. Elín, Guðbjörn Gunnar og Guðmundur. Endar nú dagur, en nótt er nær, náðþinnilofégsegi, að þú hefúr mér, Herra kær, þjálp veitt á þessum degL Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hann afi okkar er nú loksins laus við öll vefidndin því núna sefur hann vært og rótt hjá Guði. Afi var maðurinn sem hélt okkur öllum fjörugum og sprækum. Elsku afi, þú varst alltaf svo góður við okkur afabömin þín. Það var gott að koma til þín og ömmu þegar okkur leið illa. Svo munum við líka eftir öll- um bfltúranum þar sem þú bauðst okkur oftast Tópas. Nú ert þú, elsku afi, kominn í annan heim þar sem veikindi era ekki tfl og þar sem heldur ekki era stríð. Við vit- um að nú átt þú flott hús með stórum ávaxtagarði þar sem vaxa eplatré og líka falleg blóm. Við vitum líka að þú ert ekki einn, því nú hefur þú hitt alla sem áður hafa farið sömu leið, til dæmis Óla og Kjartan. Guð blessi hann afa okkar og engl- ar veri honum allt í kring. Þú munt lifa í brjósti okkai' alla æfi. Kveðja til besta afa í heimi frá Söndru Sif og Kjartani. Svo er víst og allir vita að einhvem tíma mun hver dagur að kveldi koma og þannig er einnig með lífið. Afi var einn af þeim mönnum sem skilja dag sinn eftir sem þúsund ár í hjarta mínu. Svo margar minningar á ég um tímann sem ég var svo heppin að fá að eyða með honum. Afi var alltaf svo já- kvæður og einn af þeim vinum sem aldrei svíkja mann eða yfirgefa. í hvert sinn sem við afi hittumst tók hann utan um mig og sagði: „þú ert besta vinkona mín, ekki satt?“ eða „þú ert litli engillinn hans afa“. Svo hlýtt hugsaði hann alltaf til afira og alltaf gerði hann allt sem í hans valdi stóð til að láta manni líða vel. Ég man ófá skiptin sem afi skutlaði mér á æf- ingu, í eða úr vinnu, maðurþurfti bai'a að hringja og hann var mættur. Það var ekkert sem stóð í vegi fyrir afa að gera góðverk, ekki einu sinni fótbolt- inn sem hann hafði svo mikla unun af að horfa á. Já, alltaf íram á síðustu stundu var afi mikill „sportisti", hann hafði mikinn áhuga á fótboltanum og svo heillaði boxið hann líka og ég man ófá skiptin sem pabbi minn, tengda- sonur afa, for kl. 2 að nóttu til að fylgj- ast með einhverjum frægum boxur- um í sjónvarpinu. En nú er dagurinn hans afa að kveldi kominn og er ég viss um að hann er hvfldinni feginn því barátta hans var mjög hörð. En ég mun ávallt sakna besta vinar og afa sem hægt er að eiga. Elsku afi, hvfl þú í friði, minningin um þig mun lifa í brjósti mér um aldur ogævi. Þín dótturdóttir, Sdldis Lilja Benjamínsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Guð- brand Gunnar Guðbrandsson bíða birtingar og nninu birtast íblaðinu næstu daga. LARA HALLDÓRSDÓTTIR + Lára Halldórs- dóttir fæddist í Neskaupstað 13. nóv- ember 1914. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað 4. desember síðastlið- inn og fór útför henn- ar fram frá Norð- fjarðarkirkju 13. desember. Elsku Lára lang- amma. Við tvíburasyst- urnar höfum sagt hvor annarri minningar af þér frá því við vorum í Neskaupstað. Við völdum bestu og fallegustu minningarnai' til að skrifa í minning- argreinina. Það var alltaf svo gaman að koma til þín. Við munum að ilmurinn var ofboðslega góður af pönnukökun- um. Við munum líka þegar við sváf- um hjá þér, Bryndís svaf á bekk sem Dunna kom með og Brynja í sófanum. Það var líka eitt sumarið þegar við vorum tveggja ára og komum til þín. Við fórum í stuttan göngu- túr, leiddum þig og sáum fugla í grasinu: „Fugga, fugga“ öskr- uðum við og hlupum á eftir þeim og tog- uðum í þig og þú hlóst og hlóst. Vonandi líður þér vel á himnum með Bjarna afa og öllum vinum og ættingjum sem hafa látist. íbljúgri bænogþökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Við söknum þín, elsku langamma. Brynja og Bryndís Bjarnadætur. Ég kveð nú kæra frænku og vin- konu, Láru Halldórsdóttur, en til hennar hef ég allt frá því að ég var lítfl, sótt vináttu og frændsemi, sem á fáa sér líka. Alltaf var Lára frænka kát og glöð og tilbúin að veita manni alla þá hlýju og góðsemi sem oft þurfti með, og áttum við margar góðar stundir saman, sér- staklega þegar fjölskyldurnar áttu samverastundir á hátíðum, og einn- ig á „Láru morgnunum" en í yfir tuttugu ár höfum við nánast á hverj- um sunnudagsmorgni átt saman glaðar stundir ásamt fleirum úr fjöl- skyldunni, borðað pönnukökur og fleira góðgæti sem hún af sinni al- kunnu snilld hafði bakað handa okk- ur þegar við komum. Alltaf var hún kát og glöð og stutt í hláturinn og gerði alltaf gott úr öllu og sá svo auðveldlega spaugilegu hliðarnar á hverju máli. Ekki grunaði mig að hún héldi ekki jólin með okkur, þegar við hitt- umst síðast og það verður mikill söknuður hjá okkur á Marbakkan- um þegar hún verður ekki með okk- ur á nýársdag eins og hún hefur ver- ið undanfarin ár. Elsku Sibba, Bidda, Gummi og fjöldskyldur. Við Guðjón, Stefán Karl, Sigga Magga og Iðunn Pála sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fai' þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín frænka, Jóhanna Stefánsdóttir. EYJOLFURINGI- BERG GEIRSSON + Eyjólfur Ingi- berg Geirsson fæddist í Miðhúsum í Grindavík 31. októ- ber 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Geir Þórarinsson, organisti í Keflavík, f. 3.2. 1906, d. 17.12. 1893, og Margrét Eyjólfsdóttir, hús- móðir, f. 14.12. 1905, d. 8.9. 1968. Systkini hans eru: 1) Ingiþór Geirsson, f. 1930, d. 1995, kvænt- ur Laufeyju Jóhannsdóttur. 2) Sigurlaug Geirsdóttir, f. 1934, gift Jóni Steinbergssyni. 3) Karl H. Geirsson, f. 1934, kvæntur Guð- rúnu Júlíusdóttur. 4) Siguróli Geirsson, f. 1950, kvæntur Vil- borgu Siguijónsdóttur. Eyjólfur kvæntist 1954 eftirlif- andi konu sinni, Elfnu Þorleifs- dóttur, f. 20.6. 1934. Þeirra böm eru: 1) Ólafur, f. 27.9. 1953, kvæntur Bergþóru Jóhannsdótt- ur, börn þeirra eru Elfn, fris Ósk og Ólafur Bergur. 2) Geir, f. 9.6. 1955, d. 17.10. 1956. 3) Geir, f. 27.12. 1958, kvæntur Sigríði Ing- ólfsdóttur, börn þeirra em Eyjólf- ur Ingiberg, Ingólfur og Anna Margrét, fyrir átti Geir soninn Kristin Vilhjálm með Ástu Búadóttur og á hann soninn Samúel Má. 4) Margrét, f. 21.4. 1959, er í sambúð með Sveini Pálssyni, börn þeirra eru Þór og Elín. Fyrir á Sveinn soninn Davíð með Björk Helga- dóttur og á hann dótturina Ylfu Örk. 5) Danfel, f. 27.2. 1961, kvæntur Hug- rúnu Eyjólfsdóttur, börn þeirra eru Eybjörg Helga og Björgvin Logi. 6) Gunnar, f. 7.10. 1962, kvæntur Helgu Hildi Snorradóttur, börn þeirra eru Snorri Már og Gunnhildur, fyrir á Gunnar soninn Hauk Inga með Guðrúnu Helgu Ingólfsdóttur. Eyjólfur lauk prófí frá Vél- stjóraskóla Islands. Hann stund- aði sjómennsku um árabil. Sfðan vélsljóri í Baldri hf. frá árinu 1969. Hann vann um skeið í Véi- smiðju Sverris Steingrímssen. Sfðustu starfsár sfn starfaði hann hjá Keflavíkurbæ eða á meðan heilsan leyfði. títför Eyjólfs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Okkur langar að minnast í örfáum orðum tengdaföðurs og afa, Eyjólfs Geirssonar. Frá okkar fyrstu kynn- um hefur farið vel á með okkur og ávallt hafa verið ánægjulegar heim- sóknir okkar á heimili þeirra hjóna Eybergs og Ellu. Hestamennska var nlcur þáttur í lífi Eybergs og minn- ast börnin okkar margra reiðtúra sem afi þeirra fór með þau í. Það vora ekki liðnar margar mínútur frá því að við komum í bæinn þar til þau vora komin út í hesthús með afa sín- um að líta eftir hrossunum. Eyberg var einn af þessum mönnum sem vildu hafa sem mest að sýsla við og kom hann mér fyrir sjónir sem hag- leiksmaður í allri jámavinnu og véla- viðgerðum. Það voru honum því mik- il vonbrigði að veikjast fyrir nokkram árum og verða að minnka við sig vinnu og síðan að verða óvinnufær og kraftlítill að endingu. Fjarlægðin á milli heimila okkar gerði það að verkum að kynni okkar hafa verið minni en ég hefði kosið, en engu að síður góð og ánægjuleg. Að leiðarlokum er vissulega margra góðra stunda að minnast og við vitum að Eyberg er kominn þangað sem öll mein og veikindi læknast og hvfld og ró tekur við. Við biðjum þess að góður Guð styrki og huggi Ellu ömmu í hennar sorg. Sveinn Pálsson, Þór og Elín. Elsku Eyberg, þá er komið að kveðjustund. Ég minnist þess þegar við Haukur Ingi, afastrákurinn þinn, bjuggum í Keflavík. Þú komst ekki sjaldan til að fá strákinn lánaðan, eins og þú kallaðir það, til að fara að snúast eitt- hvað á Melaberginu eða atast í hrossum. Alltaf var eftirvæntingin jafn mikil hjá stráknum og nutuð þið samvistanna í jafn ríkum mæli. í dag er Haukur Ingi á tólfta ári og síðustu fimm árin höfum við búið í Noregi. Á hverju ári hefur tilhlökkunin verið mikil hjá stráknum og hann uppfull- ur af öllu því sem hann ætlaði að gera með ömmu og afa það sumarið. Ég á ávallt eftir að minnast góð- mennsku þinnar, skilnings og þeirr- ar djúpu vináttu sem hefur verið á milli ykkar Hauks Inga. Það er eitt- hvað sem ég hef ávallt borið virðingu fyrir og verð ég þér ævinlega þakk- lát fyrir allt. Elsku Ella og fjölskylda. Guð styrki ykkur í þessari djúpu sorg. Guðrún Helga Ingólfsdóttir. Ég vaknaði um fjögurleytið fimmtudaginn 7. desember við það að síminn var að hringja, ég vissi strax að það var vegna þín. Mér leið illa en vissi samt að eftir öll veikindin þín var þettaþað besta sem gat kom- ið fyrir þig. Eg fór að hugsa um allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég fór að hugsa um litla torfbæinn sem þú smíðaðir handa Óla Berg litla og fannst leiðinlegt að hann myndi aldr- ei fá að kynnast þér eins og ég. Hann fengi ekki að kynnast því hversu frá- bær þú varst. En ég veit það, og ég mun segja honum frá þér þegar hann verður stærri. Ég mun segja honum frá öllu því sem við gerðum, hestaferðinni til Grindavíkur og öllum jólaboðunum. Ég mun kenna honum að blanda jólaölið einsog þú kenndir mér að gera. Það verða tómleg jól núna, en ég veit að þú munt verða með okkur og vaka yfir okkur. Takk, elsku afi, fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an og megi Guð geyma þig. Ég sakna þín. íris Ósk. Fragangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öi-yggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl,- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- gi'ein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.