Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 78
,< 78 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand > ví Ég bauðst til að skrifa jólaleikritið í byijunaratriðinu Það var ekki Er það virkilega? Krakkinn fyrir bekkinn okkar.. talarGerónímóvið Gerónímó.. sem leikur Gerónímó verður Maríu.. Það var Gabríel... mjög vonsvikinn.. > BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Göngubrú yfír Miklubraut við Framheimilið Frá foreldrafélögum í ÁJftamýr- arskóla og Hvassaleitisskóla: FYRIR tveimur árum lenti ungur drengur fyrir bíl á Miklubraut á móts við bensínstöð Shell og slas- aðist mjög alvarlega. Hálfu ári síðar voru borgarstjóra afhentir undir- skriftarlistar u.þ.b. 2000 íbúa Hvassaleitis- og Háaleitishverfa þar sem farið var fram á að eitthvað yrði gert til að tryggja öryggi gangandi vegfaranda. Þar sem ekkert hefur ennþá verið gert til úrbóta fyrir gangandi vegfarendur frá Safa- mýrinni yfir í Kringluna, en Miklu- brautin var breikkuð í millitíðinni, þá sendum við undirrituð hinn 7. nóvember sl. eftirfarandi bréf til samgönguráðherra, borgarstjóra Reykjavíkur, borgarstjórnar Reykjavíkur, borgarverkfræðings, vegamálastjóra, borgarskipulags Reykjavíkur og til allra þingmanna Reykjavíkur. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð þessara aðila við bréfi okkar ákváðum við að vekja athygli almennings á þessu máli með því að birta bréfið í Morg- unblaðinu. „Þann 20. október á síðasta ári sendi foreldraráð Álftamýrarskóla bréf til borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem bent var á nauðsyn þess að göngubrú verði sett yfir Miklubraut á móts við Framheimilið. I svari frá Stefáni Hermannssyni borgar- verkfræðingi þann 23. nóvember sama ár kemur fram að ekki hafi verið gert ráð fyrir brú á þessu svæði en að hann muni beita sér fyr- ir því að þær athuganir sem þar lágu að baki verði yfírfarnar og jafnframt myndi hann óska eftir meiri fjár- veitingum til göngubrúa yfir þjóð- vegi. Nú hefur þörf fyrir göngubrú á þessu svæði aukist enn frekar vegna breikkunar götunnar, með tilkomu Félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar í hverfinu og vegna samstarfs barna í Alftamýrarskóla við eldri borgara í VR-húsinu við Kringluna. Eins og kom fram í bréfi okkar í fyrra þarf mikill fjöldi barna okkar að fara yfir Miklubrautina allan ársins hring, til að komast í kirkjuna og sækja íþróttaæfingar hjá íþróttafélagi Fram, auk þess sem áður er talið. Einnig bentum við á að við Kringl- una er starfrækt leikhús og kvik- myndahús og nú stendur til að opna útibú frá Borgarbókasafninu. í ljósi alls þessa langar okkur að minna ennfrekar á mikilvægi þess að göngubrú verði sett yfir Miklubraut- ina á móts við Framheimilið. Með von um jákvæð og skjót viðbrögð.“ Þurfa fleiri alvarleg slys að verða þarna áður en göngubrú verður reist frá Framheimilinu yftr í Kringlu- hverfið? Svar óskast! F.H. FORELDRARÁÐS ÁLFTAMÝRARSKÓLA, Ág. Rósa Finnlaugsdóttir Jóna Rún Gunnarsdóttir Margrét Yngvadóttir Ásta Guðmundsdóttir G. Berglind Friðþjófsdóttir F.H. FORELDRAFÉLAGS HVASSALEITISSKÓLA, Þuríður Jónsdóttir Vigfús Erlendsson Steinunn Inga Óttarsdóttir Helga Leifsdóttir Ingveldur Fjeldsted Sigurbjörg Norðfjörð Reyki avíkurflugvöllur Frá Gesti Gunnarssyni: ÉG ÞAKKA blessuðum borgar- stjóranum hlý orð í garð Geirs Hallgrímssonar því trúlega hefir enginn íslendingur legið undir eins miklu óverðskulduðu ámæli og hann. Bjarni Kjartansson fjallaði um flugvallarmálið nú nýlega í blaðinu. Bjarni er hugaður maður, þorir að segja það sem aðrir hugsa bara um. Jóhann Ólafsson segir frá merkilegum hugmyndum um veg- tengingar við Álftanes og Kópavog. Nú er það svo að nútímaflugvélar eru mun hentugri til nota hér inn- anlands en Fokkerar Flugfélagsins og þurfa ekki langar flugbrautir. Samkvæmt gildandi alþjóðlegum reglum, sem Islendingar hafa aldr- ei haft ráð á að fara eftir, eru 800 metra langar brautir fullnægjandi. Nýlega hélt bandarískur prófessor fyrirlestur við Háskóla íslands um flugrekstur á upplýsingaöld. Pró- fessorinn sagði m.a. að innan skamms yrðu til GPS-tæki fyrir flugvélar sem hefðu 10 sentimetra nákvæmni, í lengd, breidd og hæð, gerð til notkunar við flugvelli. Flugvélahönnuðir eru byrjaðir að nota sérstök forrit við vinnu sína og verða því flugvélar æ meðfæri- legri á allan hátt. Framangreindir 800 m gætu því átt eftir að styttast í 400-600 metra í fyrirsjáanlegri framtíð. Borgarstjórnin í New York stóð frammi fyrir þessum vanda á þriðja áratugnum og fengu þeir Norman Bel Geddes til þess að koma með hugmynd að lausn, hann lagði til að gerður yi’ði fljótandi flugvöllur við Manhattan, þannig útbúinn að flug- tak og lendingar væru alltaf á móti vindi. Hafandi framangreint í huga sýnist mér lausn hinnar hagsýnu húsmóður gæti falist í því, að stytta a-v-flugbrautina í 800 metra. Sam- tímis yrði Suðurgatan framlengd út í sjó um 1.000 metra (60 m breið) og notuð sem flugbraut meðan mál þessi eru að skýrast. Ég áskil mér svo allan rétt varðandi þetta síðast- talda ef borgarstjórnin hefir ein- hvern áhuga á því. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lút- andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.