Morgunblaðið - 23.12.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 23.12.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Þung fjárhagsstaða íþrdttafélaganna Þrjú stærstu félög- in standa verst Pottasleikir spilar fyrir börnin NÚN A þegar skammt er til jóla er mikið líf í Jólabænum og í gær tók Pottasleikir sig til og spilaði og söng jólalög fyrir börnin sem kunna vel að meta það uppátæki hans. Níu nýjar íbúðir að Drekagili Félags- stofnun ijárfestir í íbúðum FÉLAGSSTOFNUN stúdenta á Akureyri og SJS verktakar und- irrituðu í gær samning um kaup á níu nýjum íbúðum við Drekagil og hefur þá Félagsstofnunin eignast allt húsið. Dan Brynjarsson, for- maður stjórnar FÉSTA, segir að samkvæmt áætlun hafi ekki átt að fjárfesta í þessum íbúðum fyrr en á næsta ári. „Það var stefnt á það í upphafi að eignast allt húsið en þeg- ar lagt var af stað höfðum við ekki fé nema til kaupa á tíu íbúðum á ári. Því var reiknað með því að þessar íbúðir, sem nú var verið að fjárfesta í, yrðu ekki keyptar fyrr en á næsta ári en þar sem við gát- um keypt þær nú var ákveðið að ráðst í það.“ 87 íbúðir alls Kaupverð íbúðanna m'u var 64 milijónir og segir Dan að þær hafi verið fjármagnaðar með 90% láni úr íbúðalánasjóði til félagslegra leigu- íbúða og eigin fjármögnun. FÉSTA á nú orðið 87 íbúðir á Akureyri, allt frá þriggja herbergja íbúðum til einstaklingsherbergja og samtals búa í þeim um 150 manns. Dan segir að nú þegar þessum áfanga sé lokið verði næstu skref skoðuð en ekki liggi alveg ljóst fyrir nú hver þau verða. „Fyrst íbúðirnar voru keyptar nú á ég ekki von á því að fleiri íbúðir verði keyptar á næsta ári heldur fari það í und- irbúningsvinnu. Þetta veltur einnig á því hvaða stefnu fjármögnun á félagslegum leiguíbúðum tekur. Vextir hafa verið að hækka og hækka jafnvel enn og ef þeir gera það þá verður erfitt að láta leiguna standa undir fjármagnskostnaði." EINS og tíðrætt hefur verið undan- farið eiga stærstu íþróttafélögin á Akureyri í umtalverðum rekstrar- erfiðleikum. Slæm fjárhagsstaða íþróttafélaganna var tekin til um- ræðu á fundi Iþróttabandalags Ak- ureyrar í vikunni og segir Þröstur Guðjónsson, formaður íþrótta- bandalags Akureyrar, að stærstu félögin standi illa. „Þrjú félög standa hvað verst, en það eru KA, Þór og Golfklúbbur Akureyrar. Önnur félög standa hins vegar flest hver nokkuð vel. Það sem spilar helst inn í erfiða stöðu þessara þriggja félaga er að þau eru með þungan rekstur á mann- virkjum og það hefur sitt að segja. Jafnframt er það nú svo að góðir hlutir sem menn ætla sér fara oft úr böndunum og verða of fjárfrekir.“ Nauðsynlegt að taka á málunum Eins og fram kom í Morgun- blaðinu nýverið nema skuldir Þórs um 40 milljónum króna og skuldir GA eru um 30 milljónir. Ljóst er að staða KA er síst betri og segir Þröst- ur að þar spili þungar rekstrarein- ingar inn í. „Staðan hjá KA er mjög erfið. Það er ekkert launungarmál að það er íþróttahúsið sem er KA hvað erfiðast, en á því liggja þung lán.“ Þröstur segir að nauðsynlegt sé að taka á þessum málum og finna rekstrargrundvöll fyrir íþróttafélög- in. „Við ætlum okkur að taka af full- um þunga á þessum málum og nú er búið að stilla upp nefnd hjá Akureyr- arbæ til viðræðu við okkur um lausn þessara mála. Það er mjög ánægju- legt að Akureyrarbær sé tilbúinn til að koma til móts við okkur og við vonumst til að það skili sér.“ Vonast eftir auknum styrkveitingum „Við bindum m.a. vonir við að sam- starfssamningur verði gerður á milli ÍBA og Akureyrarbæjar sem tekur á rekstri íþróttafélaganna þar sem ÍBA verður ábyrgðaraðili gagnvart bænum fyrir hönd allra íþróttafélag- anna sem aðild eiga að bandalaginu.“ Þröstur segir að ÍBA sé einnig að þreifa fyrir sér með auknar styrk- veitingar og þá sérstaklega vegna ferðakostnaðar og bama- og ung- lingastarfs félaganna. „Kostnaður við þessa tvo liði er gríðarlega mikill eða um 60 milljónir hjá öllum félög- unum. Þegar verið er að ræða fjár- málin vilja hlutir eins og bama- og unglingastarfið gleymast, en í félög- unum er unnig mjög ötullega að þeim málum og vildum við gjarnan sjá bæjaryfirvöld koma að þeim mál- um.“ Tollaf- greiðsla flyst aftur til Akureyrar TOLLAFGREIÐSLA íslandspósts til landsins sem flutt var frá Akureyri nú í haust til Tollstjórans í Reykjavík verður flutt aftur til bæjarins frá og með næstu áramótum. Að sögn Skúla Ámasonar fulltrúa hjá íslandspósti á Akureyri, er þessi breyting sam- hangandi við breytingu sem verður hjá Tollstjóra nú um áramót, þar sem fanð verður út í pappírslaus viðskipti. íslandspóstur tilkynnti með bréfi til viðskiptavina sinna í haust um áð- umefndar breytingar á þjónustu á tollafgreiðslu til landsins. Kaupmenn á Akureyri vom ekki alls kostar sátt- ir við breytingarnar. Þeir töldu að með því að þurfa að skila toll- skýrslum til Reykjavíkur en ekki á næsta pósthús, myndi vöruafgreiðslu seinka um 2-3 daga frá því sem verið hafði. Því væri verið að stíga stórt skref í þá átt að draga úr þjónustu við landsbyggðina. Skúli sagði að breytingin frá í haust hefði farið frekar stirðlega af stað en væri farin að ganga ágætlega en það að flytja tollafgreiðsluna aftur til Akureyrar um áramót ætti eftir að verða enn betra fyrir bæjarbúa og aðra Norðlendinga. Nú um áramót verða yfirmanns- skipti hjá íslandspósti á Akureyri en þá tekur Skúli við starfi stöðvarstjóra af Guðlaugi Baldurssyni. Bráðabirgðatölur um mannQölda á fslandi 1. desember sl. Akureyringum fjölgaði um rúm- lega 250 manns AKUREYRINGAR vom 15.396 hinn 1. desember sl. og hafði fjölgað um 253 eða 1,7% frá síðasta ári, sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Hag- stofu íslands um mannfjölda á Is- landi. Um síðustu áramót var íbúafjöldi á Akureyri 15.143. Á þéttbýlisstöðum í Eyjafirði varð aðeins fólksfjölgun á tveimur stöðum utan Akureyrar, á Grenivík um 5,2% og Svalbarðseyri um 3,1%. Á Greni- W' w vík/Grýtubakkahreppi fjölgaði it um úr 269 í 283 og á Svalbarðsej Svalbarðsstrandarhreppi úr 196 í 202. íbúafjöldinn stóð hins vegar í stað milli ára í Dalvíkurbyggð en þar búa 1.479 manns. íbúum í Hrísey fækkaði um 30 manns, eða 13,8%, þeir vom 188 hinn 1. desember sl. en 218 á síðasta ári. í Grímsey fækkaði um 5 manns, úr 98 í 93, eða um 5,1%. í Ólafsfirði fækkaði um 36 manns eða 3,4% en þar bjuggu 1.036 manns um síðustu mánaðamót. Á þéttbýlis- stöðunum tveimur í Dalvíkurbyggð fækkaði íbúum nokkuð, um 5,5% á Litla-Árskógssandi, úr 128 í 121 og 5% á Hauganesi, úr 160 í 152. Þá fækkaði íbúum á Hjalteyri um 9 manns, úr 63 í 54, eða 14,3%. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Arekstur á Hlíðarbraut MAÐUR slasaðist í árekstri tvcggja bíla á Hlfðarbraut, á móts við Hlíðarfjallsveg á Akureyri um miðjan dag f gær. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður jeppabifreiðar sveigði yfir á rangan vegarhelming til þess að forðast að aka aftan á bíl sem hægði á sér og hafnaði jepp- inn á fólksbfl sem kom á móti. Nota þurfti tækjabíl Slökkviliðs Akureyrar við að ná ökumanni fólksbflsins út úr bfl sfnum og var hann fluttur á slysadeild FSA. Að sögn lögreglu var maðurinn ekki talinn alvarlega slasaður. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Aftansöng- ur í Akureyrarkirkju kl. 18. Sr. Svavar A. Jónsson. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkj- unnar frá 17.30. Kór Akureyrar- kirkju og Björg Þórhallsdóttir sópran syngja. Miðnæturmessa verður kl 23.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Kammerkór Akureyr- arkirkju og Rósa Kristín Baldurs- dóttir sópran syngja. Á jóladag verður hátíðarmessa í Akureyrar- kirkju kl. 14. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Kór Akureyrarkirkju og Sigrún Arngrímsdóttir mezzo- sópran syngja. Guðsþjónusta verð- ur á Seli kl. 14.30 á jóladag. Guðs- þjónusta verður á Hlíð kl. 16 en þar mun Barnakór Brekkuskóla syngja. Á öðrum degi jóla verður fjöl- skyldu- og skímarguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju syngur. Þá verður hátíðarmessa í Miðgarðskirkju í Grímsey kl. 14. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Óskar Pétursson tenór syngur. Hátíðarguðsþjónusta verð- ur einnig á öðrum jóladegi í Minja- safnskirkjunni kl. 17. Sr. Svavar A. Jónsson. Miðvikudaginn 27. desem- ber verður guðsþjónusta í Kjarna- lundi kl. 16. Sr. Gylfi Jónsson. GLERÁRKIRKJA: Aftansöngur verður á aðfangadag jóla kl. 18. Nicole Vala Cariglia leikur á selló og Lúðrasveit Akureyrar leikur í anddyri kirkjunnar frá 17.30. Há- tíðarmessa verður á jólanótt kl. 23.30. Séra Guðmundur Guðmunds- son predikar og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Barbara Vigfús- son sópran syngur einsöng. Hátíð- arguðsþjónusta verður á jóladag kl. 14. Sr. Birgir Snæbjörnsson pre- dikar. Á öðrum degi jóla verður fjölskylduguðsþjónusta. Barnakór Glerárkirkju syngur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hátíðar- samkoma verður á jóladag kl. 20. Ragnhildur Jóna Níelsdóttir talar. Allir velkomnir. HRISEYJARPRESTAKALL: Aft- ansöngur verður í Hríseyjarkirkju á aðfangadag kl. 18 og í Stærri- Árskógskirkju kl. 22.30 á aðfanga- dag. HVITASUNNUKIRKJAN: Jólin verða sungin inn á aðfangadag kl. 16.30-17.30 með almennum söng, kvartett og jólahugleiðingu. Hátíð- arsamkoma verður annan í jólum kl. 14. Stella Sverrisdóttir leik- skólakennari mun predika og verð- ur kaffihlaðborð eftir samkomu. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 á Þorláksmessu. Á aðfangadag verður messa kl. 11 og miðnæt- urmessa kl. 24. Á jóladag verður messa kl. 11 og á annan jóladag verður messa kl. 11. KFUM OG KFUK: Hátíðarsam- koma verður á öðrum degi jóla í Sunnuhlíð kl. 20.30. Ræðumaður verður Lilja Sigurðardóttir. Allir velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Aftan- söngur verður í Svalbarðskirkju á aðfangadag kl. 16. Guðsþjónusta verður á jólanótt í Grenivíkurkirkju og hefst hún kl. 22. Þá verður há- tíðarguðsþjónusta í Laufáskirkju annan jóladag kl. 14. LAUGALANDSPRESTAKALL: Aftansöngur verður á aðfangadag í Munkaþverárkirkju kl. 22. Á jóla- dag verður hátíðarmessa í Hóla- kirkju kl. 13.30 og messa sama dag á Kristnesspítala kl. 15. Á öðrum degi jóla verður hátíðarmessa á Grund kl. 11. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL: Fjölskylduguðs- þjónusta verður fyrir allt presta- kallið í Möðruvallakirkju aðfanga- dagskvöld kl. 23. Syngjum saman jólasálmana, hlýðum á jólaguð- spjallið og njótum friðar í kirkju á helgustu nótt ársins. Hátíðaguð- sþjónusta fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju á jóladag kl. 14. Hátíðaguðsþjónusta í Glæsibæjar- kirkju á jóladag kl. 16.Á annan í jólum verður hátíðaguðsþjónusta í Bakkakirkju kl. 14. Hátíða- guðsþjónusta í Bægisárkirkju á annan í jólum kl. 16. Mætum öll og njótum jólafriðar í kirkjunum okk- ar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.