Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 24
 iMQROUNBMÐiP ERLENT AP Konur biðja fyrir friði í búddamusteri í Colombo á Sri Lanka. Hersveitir ráðast á tamflsku tfgrana Tamílar lýsa yfir vopnahléi Colombo. AFP, Reuters. HERSVEITIR Sri Lanka, með lið- styrk flughers og flotans, gerðu árás á skæruliðasveitir tamílsku tígranna í gærmorgun. Að sögn vamarmálaráð- herra Sri Lanka, Sanath Karunar- atne, náðu sveitimar 35 ferkílómetra landsvæði af Tamílum á Jaffna-skag- anum. Að minnsta kosti 76 létust í árásinni, þar af 26 hermenn. Skæruliðasveitirnar sendu frá sér tilkynningu á fimmtudag þar sem þær lýstu yfir vopnahléi frá og með miðnætti annað kvöld, aðfangadags- kvöld. Þær vilja hefja friðarviðræður á ný, með milligöngu Norðmanna. Ríkisstjóm Sri Lanka sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að yf- irlýsing Tamílanna gæti verið skref í átt að lausn deilunnar. Tamílar höfðu sagt í tilkynning- unni, sem send var frá London, að þeir lýstu vopnahléi yfir í þeirri von að rfidsstjómin myndi hefja friðar- umleitanir en Norðmenn hafa boðist til að vera mfiligöngumenn í þeim. Erindreki þeirra, Erik Solheim, sagði í samtali við BBC, breska ríkisút- varpið, að mál hefðu þróast í jákvæða átt en enn væri mildð bil óbrúað. Taka yfírlýsingu með varúð í tilkynningu rfldsstjómarinnar segir að þrátt íyrir að hún taki yf- irlýsingu tamflsku tígranna með var- úð þá sé rfldsstjómin ekki andsnúin einlægum skrefum í átt að lausn deil- unnar. Bretar fögnuðu yfirlýsingunni og sagði í yfirlýsingu aðstoðarutan- ríkisráðherra Breta, Peter Hain, að hann vonaðist tU þess að hún væri fyrsta skrefið í átt að friði. Hann hvatti rfldsstjóm Sri Lanka til að grípa tækifærið og hefja viðræður. Stærsti stjómarandstöðuflokkur- inn, Sameinaði þjóðarflokkurinn, hvatti rfldsstjómina til að nýta yfir- lýsinguna til að reyna að binda enda á blóðbaðið. Skæruliðasveitir tamflsku tígr- anna hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Tamfla á Norður- og Austur-Sri Lanka síðan 1983. Yfir 61.000 manns hafa látist í bardögum síðan þá. Shimon Peres lýtur enn í lægra haldi Jerúsalem. AFP, AP. ÞÓTT Shimon Peres, fyrrverandi forsætis- ráðherra Israels, njóti virðingar á alþjóða- vettvangi og hafi með- al annars hlotið frið- arverðlaun Nóbels, virðast lok feriis hans ætla að markast af ítrekuðum ósigrum. Nú síðast mistókst honum á fimmtudag að tryggja sér stuðn- ing Meretz-flokksins til að bjóða sig fram í forsætisráðherrakosn- ingunum, sem haldnar verða í byrjun febrú- ar, en fyrr á þessu ári hafði hann lotið í lægra haldi fyrir lítt þekktum manni í baráttunni um embætti forseta landsins. Shimon Peres er 77 ára gamall og hefur verið viðriðinn pólitík síð- an á þrítugsaldri en virðist þó ekki enn hafa fengið sig fullsaddan af ísraelskum stjórnmálum sem óhætt er að segja að séu býsna harðvítug og hvikul. Hann hefur raunar lýst því yfir að „endalok stjórnmálaþátttöku þýði endalok lífsins." Peres er eindreginn talsmaður friðarumleitana við Palestínumenn og hafði ætlað að bjóða sig fram undir merkjum baráttunnar fyrir friði. Skoðanakannanir bentu til að hann ætti möguleika á sigri. En þar sem Ehud Barak, sem sagði af sér forsætisráðherraembætti fyrr í þessum mánuði, hafði þegar verið útnefndur frambjóðandi Verka- mannaflokksins, hefði Peres þurft að gefa kost á sér fyrir hönd ann- ars flokks. Fram á síðustu stundu voru taldar líkur á að hann næði samningum um það við Meretz- flokkinn, sem er á vinstri vængn- um og er hlynntur friðarferlinu, en skömmu áður en frestur til að skila inn framboðum rann út á fimmtu- dagskvöld felldi mið- stjórnin tillögu um að Peres yrði forsætis- ráðherraefni flokks- ins. Margir höfðu óttast að færi Peres fram, myndu atkvæði stuðningsmanna frið- arferlisins skiptast á milli hans og Baraks, og að það yrði til þess að harðlínumaðurinn Ariel Sharon, leiðtogi Likud-flokksins, kæmist til valda. Nú er ljóst að kjósendur eiga skýrt val, milli Baraks og Sharons. Byggði upp hernaðarmátt og barðist fyrir friði Shimon Peres flutti með foreldr- um sínum frá Póllandi til Palestínu þegar hann var ellefu ára gamall og tók þátt í baráttunni fyrir stofnun Israelsríkis á fimmta ára- tugnum. Hann gekk í herinn og tók við stjórn varnarmálaráðu- neytisins 29 ára gamall en f starfi sínu þar lagði hann grunninn að kjarnorkuáætlun ísraela. Peres hefur meðal annars gegnt embættum utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjármála- ráðherra fyrir hönd Verkamanna- flokksins. Hann hefur aldrei unnið sigur í beinum forsætisráð- herrakosningum en hefur þó gegnt embættinu í tvígang: I fyrra skipt- ið leiddi hann þjóðstjórn með Lik- ud-flokknum á árunum 1984 til 1986 og eftir að Yitzhak Rabin var ráðinn bani árið 1995 tók hann við forsætisráðherraembættinu og gegndi því í sjö mánuði. I kosning- unum árið 1996 beið hann svo ósig- ur fyrir Benjamin Netanyahu, þá- verandi leiðtoga Likud-flokksins, sem einnig gaf framboð upp á bát- inn fyrir kosningarnar í febrúar. A yngri árum var Peres ákafur talsmaður landnáms gyðinga á svæðum Palestínumanna og hafn- aði alfarið málamiðlunum við arabaríki. Hann segir hins vegar að sér hafi snúist hugur árið 1977 þegar Anwar Sadat Egyptalands- forseti kom í sögulega heimsókn til Jerúsalem en það leiddi til fyrsta friðarsamkomulags Israels við arabaríki. Æ síðan hefur hann ver- ið í fararbroddi í baráttunni fyrir friði og árið 1993 uppskar hann ár- angur erfiðis síns, þegar Óslóar- samkomulagið var undirritað, en þá var hann utanríkisráðherra. Fyrir framlag sitt til Óslóarsam- komulagsins fékk Peres friðar- verðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Vinsælli erlendis en meðal landa sinna Peres varð að vonum fyrir von- brigðum með niðurstöðu mið- stjórnar Meretz-flokksins á fimmtudagenda er vandséð að hann eigi vísa endurkomu í fram- línu ísraelskra stjórnmála eftir þetta. Þrátt fyrir að Peres geti eignað sér stóran hlut í tveimur mikil- vægum þáttum ísraelskrar sögu; kjarnorkuáætluninni og uppbygg- ingu hersins, sem léði þessu litla ríki styrk og áhrif, og þróun frið- arferlisins við Palestínumenn, hef- ur hann ávallt notið meiri vinsælda og virðingar erlendis en meðal landa sinna. Eftir ósigurinn fyrir Netanyahu árið 1996 sagði hann að svo virtist sem „bölvun frá himnum“ hvíldi á ísraelskum kjós- endum sem tækju sífellt ranga af- stöðu. „Saga gyðinga er mörkuð slíkum harmleikjum," var þá haft eftir honum. Shimon Peres Bush bíða erfið verkefni Washington. AP, The Daily Telegraph. AP George W. Bush og eiginkona hans, Laura. GEORGE W. Bush á ýmis erfið verkefni fyrir höndum sem verðandi forseti Bandaríkjanna, bæði heima íyrir og á alþjóðavettvangi, meðal annars vegna vísbendinga um að efnahagssamdráttur sé yfirvofandi og óvissu í málefnum Mið-Austur- landa og landa eins og Norður-Kór- eu og íraks. Nokkrir af forystumönnum demó- krata hafa varað Bush við því að hann eigi enga „hveitibrauðsdaga“ í vændum eftir að hann sver embætt- iseið forseta 20. janúar. Náinn bandamaður Bills Clintons, Terry McAuIiffe, sem er talinn líklegur til að verða formaður landsnefndar demókrata, sagði að flokkurinn myndi gera harða hríð að Bush um leið og kjörtímabil hans hæfist. „Við viljum ekki spilla innsetningarathöfn hans en við þurfum að sjá til þess að repúblikanar fái sömu hveitibrauðs- daga og við - enga.“ Deilt um efnahags- horfurnar Bush hefur varað við því að ýmsar blikur séu á lofti í efnahagsmálunum eftir lengsta hagvaxtarskeið í sögu Bandaríkjanna. Nokkrir embættis- menn í Hvíta húsinu hafa sakað Bush um að gera of mikið úr hætt- unni á efnahagssamdrætti í því skyni að auka líkumar á því að þingið sam- þykki tillögur hans um miklar skattalækkanir. Lawrence Summers fjármálaráð- herra sagði að efnahagur Bandaríkj- anna væri enn góður og í flestum hagspám væri gert ráð fyrir 3% hag- vexti næsta árið. Gene Sperling, aðalefnahagsráð- gjafi Clintons, sakaði Bush um að ýkja vandamálin og stuðla þannig að samdrætti í pólitískum tilgangi. Bush sagði að ekkert væri hæft í þessum ásökunum. „Ég tel að fólk sjái eftir að ég hef tekið við embætti að ég er raunsæismaður. Og ef ein- hveijar blikur eru á lofti þurfum við að veita þeim athygli,“ sagði hann. „Mér ber meðal annars skylda til að sjá vandamál fyrir og vera undir það búinn að gera ráðstafanir komi þau upp.“ Bush tengdi tillögur sínar í skatta- málum við hugsanlegan efnahags- samdrátt. „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að skattaeftirgjöf sé eitt af úrræðunum við efnahagsvandamál- um sem kunna að koma upp.“ Bandaríski hagfræðingurinn Wayne Ayers sagði að Bush vildi tryggja að honum yrði ekki kennt um ef efnahagurinn drægist saman eftir að hann tekur við embættinu. Tekist á um skattalækkanir Eitt af fyrstu verkefnum Bush verður að undirbúa frumvarp til fjár- laga fjárhagsársins sem hefst 1. október og hann þarf að leggja það fyrir þingið 5. febrúar, rúmum hálf- um mánuði eftir að hann tekur við embætti. A meðal helstu deilumála þingsins er hvað gera eigi við væntanlegan fjárlagaafgang Bandaríkjanna. Fjárlagaskrifstofa þingsins spáir því að hann verði 4,6 billjónir dala á ár- unum 2001-10. Bush hefur lagt til að skattar verði lækkaðir um 1,3 billjónir dala næstu tíu árin. Margir forystumenn repú- blikana hafa hins vegar ráðið Bush frá því að reyna að knýja allar skattatillögur sínar fram strax á þinginu. Þeir segja að erfitt verði að knýja fram breytingar á skattalög- gjöfinni í öldungadeildinni þar sem repúblikanar og demókratar eru með jafnmörg þingsæti, 50 hvor flokkur. Efnahag Bandaríkjanna er talin stafa hætta af umróti sem hefur ver- ið á hlutabréfamörkuðunum í Banda- ríkjunum að undanförnu og háu olíu- verði sem kann að hækka frekar verði veturinn kaldur. Hugsanlegt er því að Bush standi frammi fyrir orkukreppu eftir að hann tekur við embætti og því erfiða verkefni að telja OPEC, samtök olíuútflutnings- ríkja, á að auka framleiðsluna. Saddam sagður eflast Líklegt er einnig að Bush þurfi að takast á við nokkur erfið úrlausnar- efni á alþjóðavettvangi, meðal ann- ars vegna átaka ísraela og Palest- ínumanna, takist Clinton ekki að tryggja friðarsamning áður en hann lætur af embætti. Geoffrey Kemp, sem var ráðgjafi Ronalds Reagans í málefnum Mið- austurlanda, spáir því einnig að Saddam Hussein íraksforseti verði honum erfiður viðureignar. „Sad- dam eflist með hverjum deginum sem líður,“ sagði hann. Rockerfeller Center selt ✓ Ur eigu fjölskyld- unnar DAVID Rockefeller og Gold- man Sachs hafa selt Rocke- feller Center- bygginguna í New York. Kaupendur eru Tishman Speyer Properties, sem er í eigu Jerry Speyer, og auðug fjölskylda í Chic- ago en kaupverðið er liðlega 158 milljarðar íslenskra krðna. Rocefeller Center-bygg- ingin var reist fyrir rúmum sjö áratugum á kreppuár- unum. Með sölunni er end- anlega skorið á tengsl Rockefeller-fjölskyldunnar við þessa sögufrægu bygg- ingu sem í hugum manna er nátengd viðskiptum og kap- ítalisma. 88 milljarða hagnaður eigenda meirihluta Goldman Sachs keypti meirihluta bréfa í bygging- unni fyrir fjörum árum og greiddi þá tæpa 77 milljarða króna fyrir hana og hefur því hagnast um 88 milljarða. Eigendur byggingarinnar höfðu engu að síður vonast til þess að fá mun hærra verð fyrir hana eða allt að 213 milljörðum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.