Morgunblaðið - 23.12.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 23.12.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ||||j|| LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 33 i’IM T\Ti WiT Ekki alltaf nóg að stunda heilbrigt líferni sælar meðal evrópskra hermanna, líkt og bandarískra, og Jane eftir Norman Pett naut einna mestrar hylli. Hún birtist í Daily Telegraph, fyrst árið 1932. í Frakklandi birtist fyrsta dag- lega myndasagan árið 1934. A seinni hluta aldarinnar hafa mynda- sögur skrifaðar á frönsku blómstrað og er nánast óþarft að kynna þær fyrir íslendingum en margar hafa verið þýddar og útgefnar. Tinni (Tintin) eftir Belgann Hergé og Ástríkur (Astérix) eftir Goscinny og Uderzo hafa notið hylli bama og unglinga hérlendis til margra ára, en þeir voru fyrstir franskra teikni- myndapersóna til að skáka banda- rískum myndasögum í frönskum málheimi. Og Franquin er íslend- ingum sömuleiðis að góðu kunnur fyrir sögur sínar um Sval og Val og Viggó Viðutan. Sögur neðanjarðar Hér að ofan hefur verið stiklað á stóru um sögu vinsælla mynda- sagna. En myndasögugerð er mikil í heiminum og fara margar kynngi- magnaðar sögur um meðal smærri hópa auk þeirra sem nefndar hafa verið. Erfiðara er að nálgast heil- steypta sögu þeirra og myndun hefða, eins og gefur að skilja. A Is- landi hafa verið gefin út mynda- sögublöðin Blek og Gisp!. Kjartan Arnórsson heitir íslenskur höfundur sem hefur gefið út efni erlendis. En fátt er af íslenskum myndasögum á Netinu. A heimasíðu Bríetar má þó finna ræmu eftir Kristínu Eiríks- dóttur en myndasögur hennar fjalla um vonleysi í mannlegu samfélagi, einkum frá sjónarhóli stúlkna og kvenna. Vísanir í heimildir og vefslóðir er að finna í svarinu á vefnum. Haukur Már Helgason starfsmaður Vísindavefjarins Hvernig er stærðfræðileg skýring á Quicksort-algórit- manum? SVAR: Til eru ýmsar útgáfur af Quick- sort-röðunaraðferðinni, en grunn- aðferðinni má lýsa þannig að byrjað er á að velja svokallað vendistak (á ensku ,,pivot“). Þetta gæti til dæmis verið stakið sem er í fyrsta sæti listans sem á að raða. Listanum er síðan skipt upp í tvo hluta, þannig að í annan hlutann fara þau stök sem eru minni en vendistakið en í hinn þau sem eni stærri. Þessum hlutlistum, sem hvor um sig er minni en upphaflegi listinn, er síðan raðað með Quicksort-aðferðinni. Þegar þeim hefur verið raðað er einfaldlega hægt að skeyta þá sam- an til að fá raðaða útgáfu af upp- haflega listanum. Þessi lýsing er ekki alveg augljós, enda er Quicksort ekki aðferð sem við myndum sjálf nota til að raða hlutum í höndunum. Til þess eru of mörg smáatriði sem þarf að halda utanum. Fólk á ekki gott með það, en tölvum hentar það mun betur. Skoðum dæmi um hvernig Quick- sort myndi raða 7 staka listanum: 75, 40, 8, 91, 46, 50, 87. Við byrjum á að velja vendistak. Það er alltaf valið á sama hátt, t.d. stakið í fyrsta sæti. Hér er það talan 75. Við skipt- um listanum upp í tvennt, þar sem annar hlutinn hefur allar tölur sem eru minni en 75, en hinn allar sem eru stærri en 75. Fyrri listinn verð- ur 40, 8, 46, 50 og sá seinni verður 91, 87. Athugið að við rennum í gegnum upphaflega listann og setj- um stök annaðhvort í fyrri eða seinni hlutlistann. Nú höldum við áfram og röðum þessum tveimur listum sjálfstætt með Quicksort. Fyrri listinn er 40, 8, 46, 50. Við veljum aftur sem vendistak stakið sem er í fyrsta sætinu, en það er 40. Skiptum list- anum upp í tvennt: 8 annars vegar og 46, 50 hins vegar. Nú eigum við að raða þessum tveimur listum með Quicksort. Eins staks listi er rað- aður, svo að listinn 8 er raðaður. Það vill líka þannig til að hinn list- inn er raðaður, en ef við vinnum blint samkvæmt Quicksort aðferð- inni þá er 46 valið sem vendistak, annar listinn (sá með minni stök- unum) er tómur, en hinn hefur að- eins eitt stak. Þegar báðum hlutlistunum hefur verið raðað þá eru þeir skeyttir saman ásamt vendistakinu. Við fáum því listann 8, vendistakið 40 og listann 46, 50. Það gefur listann 8, 40, 46, 50. Þá er sá listi orðinn raðaður og við eigutn aðeins eftir að raða seinni listanum í efsta laginu, sem var 91, 87. Þar er 91 valið sem vendistak, annar listinn verður bara 87, en hinn tómur. Við samskeyt- inguna fæst 87, 91. Því er hægt að skeyta saman á efsta laginu: annar listinn er 8,40, 46, 50, vendistakið er 75, hinn listinn er 87, 91. Nið- urstaðan verður því 8, 40, 46, 50, 75, 87, 91. A myndinni sést þetta ferli betur. Einnig sést nokkuð vel af þessu dæmi hvers vegna ekki er fýsilegt að nota Quicksort til að raða hlutum í höndunum. Halda þarf utan um marga hlutlista sem eru mislangt komnir í röðunarferlinu. Erfitt er fyrir fólk að muna eftir öllum þess- um hlutlistum og stöðu þeirra. Fyr- ir tölvur er þetta hins vegar ekkert mál. Af dæminu að ráða virðist þessi aðferð ekki sérlega hraðvirk þar sem hún virðist krefjast mikillar vinnu kringum lista með mjög fáum stökum. Reyndar er Quicksort ekki besta röðunaraðferðin fyrir fá stök. Aðrar aðferðir eru oftast betri ef aðeins á að raða 2-5 stökum. Það sem gerir Quicksort hraðvirka er skipting stakanna um vendistakið. Jafnvel þótt vendistakið sé valið á mjög einfaldan hátt (til dæmis alltaf stakið í fyrsta sætinu) skiptir það oftast listanum i nokkurn veginn jafnstóra hluta. Athugið að þetta á ekki við þegar listinn er þegar rað- aður, því að þá verður annar listinn alltaf tómur. En ef hlutlistamir eru jafnstórir minnka þeir mjög hratt. Ef fjöldi staka í listanum er 1000 eru listarnir tveir með um það bil 500 stök hvor eftir fyrstu skiptingu. Þeim er síðan skipt upp í lista sem hver um sig er um 250 stök, og svo framvegis þar til aðeins standa eftir listar með einu eða engu staki. Á hverju lagi aðferðarinnar er aðeins verið að vinna með í mesta lagi 1000 stök. Fyrst er 1000 stökum skipt upp í tvo 500 staka lista, síðan þeim skipt upp í fjóra 250 staka lista, og svo framvegis. Því er mikilvægt að ekki þurfi að gera þetta mjög oft. Ef listarnir skiptast alltaf í jafn- stóra hluta er fjöldi skiptinga lág- markaður. Miðað við 1000 stök í upphaflega listanum erum við kom- in með eins staks lista eftir um það bil 10 skiptingar. Þar sem heild- arfjöldi aðgerða á hverju lagi Quicksort er um 1000 þá þýðir þetta að heildarfjöldi aðgerða við að raða 1000 staka lista er um 10.000. Quicksort-röðunaraðferðin er yf- irleitt talin hraðvirkasta röðunar- aðferðin og hún er það í lang- flestum tilfellum. Þó eru til kringumstæður þar sem aðrar röð- unaraðferðir eru betri. Áður var minnst á að Quicksort er ekki best fyrir fá stök, en einnig má nefna til- fellið þegar inntakið er nálægt því að vera raðað (það er aðeins nokkur stök á röngum stöðum). Þá eru að- ferðir eins og innsetningarröðun (á ensku „Insertion sort“) hraðvirkari. Hið sama gildir ef inntakið er mjög stórt og kemst ekki fyrir í minni tölvunnar. Þá þarf að ná í einstök gildi af disk tölvunnar þar sem að- gangshraðinn er mun minni og því ekki hentugt að vera að hoppa mik- ið til og frá í gögnunum. Þar henta sérstakar útgáfur af samrunaröðun (á ensku „Merge sort“), sem ná í blokkir gagna af diskinum, raða þeim og sameina þær síðan öðrum röðuðum blokkum. HJálmtýr Hafsteinsson dósent í tölvunarfræði við HÍ ÞEIR sem stunda heilbrigt líferni og gæta að sér í mat og drykk, hreyfa sig reglulega og fara reglulega í læknisskoðun geta í langflestum til- vikum haft ágæta stjórn á því hversu hátt kólesterólið í blóðinu er. Svo er þó ekki alltaf og samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var við lækna- skóla í Dallas í Texas er hið allra samviskusamasta lífsmynstur ekki ávísun á æskilegt kólesterólmagn margra þeirra sem glíma við of háa blóðfitu. Rannsóknin beindist að 46 fjöl- skyldum og fengu rannsakendur bakara til að baka brauð og kökur, ýmist úr smjöri, sem inniheldur harða fitu, og smjörlíki, sem innihélt mýkri fitu. Hörð fita hækkar svokall- að vont kólesteról, eða LDL-kólest- eról, en sú mjúka aftur á móti ekki. LDL-kólesterólgildi flestra þeirra, sem voru settir á smjörlíkis-bakkels- ið, lækkaði um að meðaltali 10% á meðan á rannsókninni stóð en breyttist ekkert hjá nokkrum. Rann- sakendum þótti sláandi að 40% bamanna í rannsókninni brugðust við matarkúrnum á sama hátt og for- eldrar þeirra. Þykir þeim sýnt að nú fari heilbrigðisstarfsfólk og yfirvöld að öðlast betri skilning en hingað til á því að þeir eru til sem ekki nægir að stunda öfluga líkamsrækt og neyta fitulítillar fæðu heldur verði þeir að taka inn fitulækkandi lyf til að halda blóðfitu innan æskilegra marka. Fita ekki nauðsynleg svo matur verði góður Hátt kólesteról er einn af megin- áhættuþáttunum fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma. Þeir sem hafa of hátt kólesteról geta ekki hreinsað blóðfituna úr blóðinu þannig að hún safnast fyrir innan á æðunum. Ymsir þættir auka líkur á of hárri blóðfitu og má þar nefna hreyfingarleysi, reykingar, og fituríkan mat. Auk þess er ljóst að erfðir hafa mikið að segja í þessu sambandi. Nú fer í hönd sá tími ársins þegar menn gleðjast yfir góðum mat, en gjarnan vel ríkum af fitu. Reuters Fita er þó ekki nauðsynleg til að gera mat bragðgóðan og til eru fjöl- mörg ráð til að gera góðan mat holl- an. Mjólk getur t.d. komið í stað rjóma í matargerð og betra er að nota matarolíu en smjör. Grænmeti og ávextir minnka líka líkur á hárri blóðfitu. Þá er gott að hafa í huga að einn af lyklunum að góðu mataræði er fjölbreytni. TENGLAR Heimasíða Hjartaverndar: www.hjarta.is Heimasíða Manneldisráðs: www.manneldi.is/ Upplýsingasíða um hjartasjúkdóma o.fl.: www.heartinfo.org/ ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. FERSKT • FRAMAND! • FRUMLEBT La Espanola Olívuolía SINCE 1M0 m,....m, éspimo’.ci 1.0 tsjiöóolo Suðurlandsbraut 6 • s. 568 3333 Traðarkot * Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu. 271 stæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.