Morgunblaðið - 23.12.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 39
----------------------------e
UMRÆÐAN
Efnahagur
I
Spárnar hafa reynst
hvikular, segir Ásgeir
Jónsson, ósamkvæmar
og oft og tíðum rangar.
!
framhaldið. Þetta er fyrsta hagsveifl-
an eftir að fjármagnsflutningar urðu
frjálsir árið 1995 og ennfremur fyrsta
uppsveiflan frá stríðslokum sem ekki
er leidd af sjávarútvegi. Hér er því á
lítilli reynslu að byggja, en framvind-
an ræðst af neyslu og lántökum
næstu misserin. Það er svo sem ekki
ný saga, en ástandið er eldfimara en
oft áður. Fjármagnsstraumar til og
frá landinu eru stríðir og viðkvæmir
fyrir breytingum á væntingum fólks
um gengi krónunnar. Stöðugt gengi
krónunnar er jafnframt háð því að
jafnvægi sé milli framboðs og eftir-
spurnar á gjaldeyrismörkuðum. All-
ar snöggar breytingar á gjaldeyris-
flæði koma sér því illa og geta knúið
fram gengishækkanir eða -lækkanm
sem eru ekki sérlega heppilegar fyrii'
landshag. Þeir sem birta djarfa og
ákveðna spádóma við þessar aðstæð;
ur taka því tvenns konar áhættu. í
fyrsta lagi að spámar sannist rangar
í fyllingu tímans. En í öðru lagi er sú
hætta fyrir hendi að spárnar hafi
áhrif á væntingar þess fólks sem trú-
ir þeim og grípi þannig inn í fram-
vindu efnahagsmála. Til að mynda
gætu spár um gengislækkun ræst af
sjálfu sér ef fólk tekur þær alvarlega
og flýr með peninga sína úr landi.
Hver er ábyrgðin?
Það er kannski vegna þessa
tveggja ofangreindra ástæðna að
þær peningastofnanir sem eiga
greiningardeildirnar vilja firra sig
ábyrgð á þeim. En það er gert með
fyrirvörum sem birtast með smáu
letri neðanmáls. Þar segir einfaldlega
að nefnd peningamálastofnun og
starfsfólk hennar „taka ekki ábyrgð á
þeim upplýsingum og skoðunum sem
hér koma fram“. Þetta er eilítið
ankannalegt vegna þess að nefndar
spár eru unnar af starfsmönnum við-
komandi peningastofnunar, kynntar
undh- merkjum hennar og síðan
höndlaðar af fréttamönnum undir því
yfirskini að þær komi frá stofnuninni
en ekki einhverjum aðilum úti í bæ.
Sú spurning hlýtur að vera áleitin af
hverju ákveðnar peningastofnannir
eru fúsar til þess að ljá nafn sitt til
þess að dreifa efni sem þeir telja sig
ekki geta borið ábyrgð á, en það er
önnur saga. Hins vegar verður að
meta gildi spánna með hliðsjón af
þessari staðreynd. í fréttaflutningi af
spánum hlýtur að verða að geta þess-
ara neðanmálsíyrirvara svo að al-
menningui- velkist ekki í vafa um það
hver ber raunverulega ábyrgð á þeim
upplýsingum sem settar eru fram.
Að trúa eður ei
Þeir sem taka sér umboð til þess að
segja öðrum til og njóta til þess
styrks frá viðurkenndum stofnunum
verða að sýna ábyrgð og vönduð
vinnubrögð. Fólki er vorkunn að trúa
spám sem það telur að það komi frá
viðskiptabanka sínum eða öðrum
virtum peningastofnunum. Sumar
stofnanir eru jafnvel svo umsvifa-
miklai- á innlendum markaði að þær
hefðu bolmagn til þess að láta alls
konar spár rætast með eigin afU. En
svo virðist sem margar greiningar-
deildir séu ekki meðvitaðar um þetta.
Spái' þeirra einkennast af stórum
staðhæfingum sem ganga fram og til
baka og falskri nákvæmni sem er
ekki á færi dauðlegra manna. Ef til
vill hefur almenningur þegar séð í
gegnum þennan talnaleik, en ef ekki
er vart seinna vænna.
Höfun dur er hagfræðingvr og
vinnur á Hagfræðistofnun.
TÖLUVERT hefur
verið rætt og ritað um
fátækt á íslandi og sýn-
ist sitt hverjum. Ekki
þarf um það að deUa að
við búum í góðu landi og
flestir þegnamir njóta
velgengni og farsældar.
Hinu er hins vegar ekki
hægt að neita að mitt í
velferðinni finnast allt
of margir sem verða að
framfleyta sér á svo
lágum lífeyri að endar
ná ekki saman. Þegar
jólahátíðin nálgast og
flest okkar gera sér
glaðan dag eykst neyð-
in og vonleysi þeirra
sem ekki eiga einu sinni fyrir dag-
legum nauðþurftum, hvað þá fyrir því
að veita sér ofurlitla tilbreytni og
gera sér glaðan dag.
Nú fyrir jólin hafa 630 umsóknir
verið afgreiddar úr matarbúri Hjálp-
arstarfs kfrkjunnar í samvinnu við
ReykjavíkurdeUd Rauða kross ís-
lands. Búist er við að þær verði allt að
200 í viðbót fyrir Þorláksmessu og er
þá ótalið það sem afgreitt er frá Ak-
ureyri og afgreitt verður milli jóla og
nýárs. Aðstoðin er í formi matar-
gjafa. Þótt þær leysi ekki vanda
þeirra sem verst eru settir geta þær
létt undir um stundar sakir.
Eins og oft hefur komið fram í um-
ræðunni um fátækt á Islandi er staða
þeirra sem enga aðra framfærslu
hafa en þær bætur sem þeim eru
skammtaðar af hinu opinbera lang-
verst. Af þeim 862 er fengu aðstoð hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir jólin
1999 voru 544 öryrkjar.
Atvinnulausir voru 72,
láglaunafólk 104 og þeir
sem töldust tU annarra
hópa, s.s. aldraðra eða
sjúkra, voru 142.
Hjálparstarf hér
heima hefur undanfarin
ár orðið æ ríkari þáttur
í starfi Hjálparstarfs
kirkjunnar. Stofnunin
hefur stutt ýmis líknar-
félög og minnihluta-
hópa um leið og aðstoð
við einstaklinga hefur
aukist mikið. A starfs-
árinu 1999-2000 (okt-
sept.) bárust 1.576 um-
sóknir um aðstoð og má
ætla að yfir þrjú þúsund einstakling-
Jólasöfnun
Verst er staða þeirra
sem enga aðra fram-
færslu hafa, segir Jónas
Þórir Þórisson, en þær
bætur sem þeim eru
skammtaðar af hinu
opinbera.
ar, fullorðnir og böm, standi þar að
baki. Innanlandsaðstoðin er fyrst og
fremst neyðaraðstoð. Úrræði stofn-
unarinnar eru takmörkuð og því er
stundum reynt að vinna með öðrum
stofnunum og félagasamtökum að því
að finna heildstæða lausn, sé þess
nokkur kostur.
Að geta ekki séð fyrir sér og sínum
er erfið og sár reynsla sem oftast set-
ur djúp ör á sál og sinni. Við sem
vinnum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
og mætum nær hvem dag þeim er í
neyð era staddir vitum að spor þeirra
era þung er leita þurfa sér hjálpar og
sjálfsvirðingin oft særð. Allt bendir
til þess að margir einstaklingar og
fjölskyldur þurfi að leita eftir aðstoð
fyrir þessi jól.
Vonandi ert þú sem lest þessar lín-
ur ekki í sporam þeirra er þurfa á
neyðaraðstoð að halda fyrir þessi jól
og vonandi verður svo aldrei. Þú ert
jafnvel aflögufær og getur rétt þeim
hjálparhönd er hjálpai’ era þurfi._
bæði hér heima og erlendis. Þitt
framlag er mikils virði, mundu því
eftir gíróseðlinum og bauknum frá
Hjálpai’starfi kirkjunnar.
Öll höfum við einhvern tímann ver-
ið í þeirri aðstöðu að þurfa á hjálp að
halda. Hversu gott var þá ekki að
eiga vini er vora tilbúnir að rétta
hjálparhönd eða af tilviljun mæta
hjálpsömum einstaklingi er gaf sér
tíma til að liðsinna. Kannski bilaði
bíllinn á óheppilegum stað eða við
voram að burðast með innkaupapoka.
Kannski eitthvað annað. Hjálpsöm
hönd létti undir og hjarta okkar fyllt-
ist þakklæti.
Hvemig væri sá heimur þar sem
hjálpsemi og náungakærleikur fynd--
ist ekki? Þar sem enginn rétti öðram
hjálparhönd, hver hugsaði bara um
sig og gengi framhjá meðbróður í
vanda. Vildum við eiga heima í veröld
þar sem ekld væri að vænta hjálpar
ef í nauðir ræki? Viljum við að börnin
okkar alist upp í kærleiksleysi og eig-
ingirni, aðeins hugsandi um sig og
sitt? Þegar á reynir held ég að við öll
viljum réttlátan og betri heim.
Höfundur er framkvæmdastjóri
málparstarfs kirkjunnar.
Þitt framlag
er mikils virði
Jónas Þórir
Þórisson
i
Rafræn skráning hlutabréfa
Þormóðs ramma - Sæbergs hf.
Þriðjudaginn 27. mars 2001 verða hlutabréf Þormóðs ramma - Sæbergs hf. tekin til rafrænnar skrán-
ingar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Frá þeim tíma ógildast öll hin áþreifanlegu hlutabréf í félag-
inu í samræmi við heimild í ákvæði II, í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignaskráningu verðbréfa,
sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar skráningar á verð-
bréfum, og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignaskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eign-
arhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Þormóðs ramma - Sæbergs hf. að staðreyna skráninguna með
íyrirspum til skrifstofu Þormóðs ramma - Sæbergs hf. á Aðalgötu 10, Siglufirði, fyrir nefndan dag.
Ennfremur er skorað á alla þá, sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s veðréttindi,
að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfa-
skráningu íslands hf., fyrir nefndan dag.
Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun, sem gert hefur aðildarsamning við
Verðbréfaskráningu íslands hf., umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöfum félagsins verður
nánar kynnt þetta bréfleiðis.
Stjórn Þormóðs ramma - Sæbergs hf.