Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 47
+ MORGUNBLAÐIÐ (MK1 tVMWA'JM Æ SUÖÁÖMÖUAJ o LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 47« MINNINGAR 1 ■ I ANTON BIRGIR JAKOBSSON + Anton Birgir Jakobsson fædd- ist 16. september 2000. Hann lést 18. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Jakob Guðlaugs- son, f. 7.2. 1981, og Ragna Engilberts- dóttir, f. 11. júlí 1981. Útför Antons Birgis fer fram frá Ilafnarkirkju í Hornafirði í dag og hefst athöfnin klukk- an 11. m ■ ifH + Elsku afadrengurinn minn, nú ertu farinn svo fljótt frá okkur. Þú komst eins og sólargeisli inn í líf okk- ar, svo hjálpai’þurfi og smár. Allir sem sáu þig hrifust af þér. Við þráð- um að fá að sjá þig vaxa og dafna, fá að sjá þig taka á sprett, en fætur þín- ir fengu aldrei að snerta þessa jörð. Þó hefur þú verið mikill gleðigjafi og maður mikilla sátta. Þín lífsbarátta var hörð, og við höfum fengið að sjá mörg kraftaverk, en þar kom að litli líkaminn þoldi ekki meira. Nú ert kominn í faðm Guðs og þarft ekki að þjást meira, það þarf ekki meiri slöngur og nálar og allar þessar læknamaskínur. Þú áttir þó góða foreldra sem elskuðu þig og sýndu þér hlýju og eftir bestu getu. Þeirra er söknuðurinn mikill núna. Lífið er stundum harður skóli og sum sár getur Guð einn læknað. Við treystum honum. Elsku Jakob og Ragna, því miður gátum við ekki verið með ykkur núna. Þið hafið sýnt mikið þolgæði og þrautseigju. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og hugga. Heiðar afi og Diane amma, Nýja Sjálandi. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Þetta máltæki á vel við þig, elsku litli strákurinn minn. Við fengum að njóta þín í þrjá mánuði og alltaf skal ég vera þakk- látur fyrir það. Við fengum að kynn- ast þínum skapgerðareinkennum. Við fengum að snerta þig, og við fengum að elska þig. Þó svo ævi þín hafi ekki orðið löng hér. Meðgangan var öll ævintýri líkust sem hefði getað orðið efni í heila bók um þig. Sú bók verður aldrei skrifuð en minningin er vel meitluð í huga okkar. Svo kom stóra stundin, fæðing þín, það var nú kapítuli út af fyrir sig, ekki síður merkilegur, þvílíkt sam- einingartákn gagnvart fjölskyldu þinni hefði ég aldrei trúað að til væri. Já, það er öruggt að þín stutta dvöl hér hafði mikinn og góðan tilgang. Þrisvar átti að gefast upp við þig, fyrst eftir að þú komst í heiminn en röð af tilviljunum kom í veg fyrir það. Kraftaverk og aftur kraftaverk, því nú fórst þú öllum að óvörum að hjarna við, já sérstaklega komst þú öllum færustu læknum á óvart. Þú fórst að dafna, opna augun og lifna við fyrh’ alvöru. Þá sást þú í fyrsta skiptið þína ungu duglegu foreldra. Mikið mátt þú nú vera hreykinn elsku kallinn minn að hafa átt svona foreldra. Þau stóðu sem klettar allan tímann þér við hlið, þvílík ást og því- lík umhyggja. Þau urðu líka þeirrar gleði aðnjótandi að fá að sjá þig opna augun, sjá þig brosa og hjala, sjá þig leika þér að dótinu í kringum þig, tóku þig upp og hugguðu er þú grést og sáu þig sýna tilfinningar til sín. Þessar stundir þínar og tjáning þín til þeirra verða geymdar í hjört- um foreldra þinna alla ævi. Elsku Jakob og Ragna, þið eruð hetjurnar mínar, þvílíkum dugnaði og þvílíku ástríki gagnvart Antoni Birgi verður eigi með orðum lýst. Við elskum ykkur öllsömul og við erum mjög stolt af ykkur. Guð launar ykkur þetta þúsundfalt, það veit ég. Munið það, þó svo að litli líkami hans Antons hafi ekki þolað aðgerð- ina, að það er einhver tilgangur með þessu öllu. Gleymið því ekki að þið eigið marga góða að sem styðja ykkur og elska af heilum hug. Anton Birgir minn, Guð geymi þig, við geymum minninguna. Þinn afi Kristjón (Jonni). Elsku hjartans litli frændi. Af hverju þú? Þú varst augasteinn mömmu þinnar og pabba þíns. Af hverju fengu þau ekki að hafa þig lengur? Lífið getur verið svo óskiljanlegt og óréttlátt, segir mamma mín. Fleiri svör fáum við kannski þegar við komum til þín, elsku litli Anton Birgir. Ég hlakkaði svo til að hitta þig og leika við þig, við hefðum getað vaxið og þroskast sam- an í faðmi foreldra okkar og ástvina hér heima á Höfn. En það verður ekki héma megin sem við leikum okkur. Þér var víst ætlað að leika þér og þroskast annars staðar. Mamma segir að þér líði betur og þá er ég ánægð fyrir þína hönd. Ég og mamma biðjum góðan Guð að vemda þig og blessa, elsku litli frændi minn. Guð blessi og styrki Jakob, Rögnu og aðra ástvini. Ó, Faðir, gjör mig lítið ljós, um lífs míns stutta skeið, tíl hjálpar hveijum halogdrós, sem hefur villst af leið. (M. Joch.) Legg ég nú bæði líf og önd, (júfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét) Sofðu rótt, elsku litli Anton Birgir. Þín frænka, Ásrún Fanný. Dauðinnerlækur lífiðerstrá Skjálfandi starir það straumfalliðá. (M. Joch.) Þegar von er á nýjum fjölskyldu- meðlimi er mikil gleði og eftirvænt- ing hjá verðandi foreldrum. Allir í fjölskyldunni taka þátt í gleðinni og vona af heilum hug að allt fari vel, en svo er ekki alltaf. Stundum fer eitt- hvað úrskeiðis strax í móðurkviði, eins og hér átti sér stað. Ung hjón eignast sitt fyrsta barn. Strax eftir fæðingu kemur í ljós að litli drengurinn er mikið veikur. Reynt er af fremsta mætti að bjarga litlu bami, en árangurslaust og litli drengurinn er allur, þriggja mánaða gamall. Sorg ungu foreldranna er sár, ung upplifa þau þessa sám sorg sem fylgir bamsmissi. Nú era jólin fram- undan, hátíð barnanna og við öll, sem tengd eram ungu hjónunum, syrgj- um með þeim. Við þökkum hjúkranarfólki og læknum fyrir alla þeirra aðstoð og umhyggjusemi. Kæra Jakob og Ragna, guð einn getur mildað sorg ykkar, ég votta ykkur innilega samúð mína. Guðveig Bjamadóttir, Skaftafelli. Hér sit ég og reyni að skrifa nokk- ur minningarorð um þig litli engill, sem fæddist í þennan heim hinn 16. september, heilum sex vikum áður en þinn fæðingardagur var áætlaður. Þín stutta ævi var braut þymum stráð, oft vora sigrar en líka stríð sem ekki tókst að vinna. En þegar góðu tímamir vora, var mikil gleði hjá foreldrum þínum, þeim Rögnu og Jakobi því þá var hægt að halda á þér, knúsa þig og kyssa. Svo komu líka þeir dagai’ sem einungis var hægt bara að halda í litlu höndina þína, strjúka iitla kollinn og reyna að gefa þér uppáhalds snudduna þína sem einn hjúkranarfræðingur eyddi heilli nótt í að sverfa til svo hægt væri að koma henni meðfram slöng- unni sem var tengd í nebbann. Þú kenndir okkur heilmargt, okk- ur héma sem eftir sitjum og söknum þín, að ekkert er sjálfgefið í þessum heimi og við skyldum ekki gleyma því að allt hefur sinn tilgang hversu erfitt sem er að trúa því. Ég sé ljós í myrkrinu. Jólahátíðin er um það bil að ganga í garð, hátíð ljóss og friðar og ég bið þess að hún færi foreldram þínum, þeim Rögnu og Jakobi, ömmu og afa í Miðtúni, Birnu Sólveigu frænku, Gústa og eins honum Elvari Braga sem var svo spenntur að bíða þess að þú kæmir heim svo hann gæti kennt þér fótbolta, birtu og frið á þessum erfiðu tímum. Ég kýs að trúa því að þú komir fljótt til okkar aftur, þú fallega sál, og þá í hraustum og heilbrigðum lík- ama. Ég bið guð að geyma þig. Þín frænka Ástríður (Systa). t Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, TRYGGVI STEINSSON, lést mánudaginn 11 kyrrþey. desember og hefur jarðarför hans farið fram í Steinn Valdimar Tryggvason, Guðjón Þór Steinsson, Valgerður Albertsdóttir, Þorgerður Steinsdóttir, Ingimar Þór Gunnarsson, Hrefna Steinsdóttir, Sigurður Hauksson, Einar Steinsson, < Lena Hallgrímsdóttir, Bryndís Steinsdóttir, Ingvi Ingvason og fjölskyldur. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALBJÖRN Þ. BJÖRNSSON, Hátúni 8, Reykjavfk, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 22. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Lilja Hauksdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Kristinn L. Aðalbjörnsson, Ingólfur B. Aðalbjörnsson, Rósa Aðalbjörnsdóttir, Linda S. Aðalbjörnsdóttir, Örnóifur Lárusson, Sólveig M. Aðalbjörnsdóttir, Árni Reynisson, Björn V. Aðalbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG STEINUNN EYJÓLFSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Suðurgötu 8, Sandgerði, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða og elskulega umönnun. Hjördís Kristinsdóttir, Þórður H. Hilmarsson, Sigrún Kristinsdóttir, Leifur Helgason, Magnús E. Kristinsson, Sigurlaug Eiríksdóttir, Sólveig Kristinsdóttir, Sigurður Indriðason, Halldór Aspar, Randver Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Búrfelli, Furugrund 68, Kópavogi. Tryggvi Eiríksson, Milla H. Kay, Guðmundur Eiríksson, Anna Sigurðardóttir, Flosi Eirfksson, Jón Eiríksson, Þórunn Eiríksdóttir, Guðjón Eiríksson, Helga Eiríksdóttir, Guðjón Bjarnason og ömmubörn. Sigurbjörg Geirsdóttir, Þorgeir Gunnlaugsson, Harpa Jónsdóttir, Jósef Pálsson, + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför okkar kæra sonar, bróður, mágs og frænda, HANNESAR ÞÓRS TRAUSTASONAR, Vesturbergi 94. Einnig viljum við færa starfsfólki gjörgæslu- deildar Landspítalans í Fossvogi alúðarþakkir fyrir alla umönnun og hlýhug og þá sérstaklega _______________ þeim Ólöfu Sigurðardóttur hjúkmnarfræðingi og séra Sigfinni Þorleifssyni. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir, Sóldís Björk Traustadóttir, Hörður Pálmarsson, Ríkharður Traustason, Hulda Karen Auðunsdóttir, Fjóla Kristín Traustadóttir,Guðmundur Ás Birgisson, Trausti Traustason og systkinabörn. V + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN FR. BJÖRNSSON fv. sýslumaður og alþingismaður, Hávallagötu 31, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 21. desember. Ragnheiður Jónsdóttir, Birna Björnsdóttir, Grétar Björnsson, Guðrún Bjömsdóttir, Gunnar Björnsson, Bjöm Friðgeir Björnsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, BJÖRNFRÍÐUR SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Hjarðarholti 7, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 22. desember. Oddur Gíslason, börn, tengdabörn og fjölskyldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.