Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er laugardagur 23. desem- ber, 258. dagur ársins 2000. Þorláksmessa Orð dagsins: Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum. (Gal. 6,10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Blackbird kemur og fer í dag. Ako fer í dag. Faxi, Freri, Skafti og Örfirisey koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: ■* Ymir og Rán koma í dag. Ako fer í dag. Bókatiðindi 2000. Núm- er laugardagsins 23. desember er 40756. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. er í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Frímerki. Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum alls konar not- uð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, kiippt af með spássíu í -■>- kring eða umslagið í heilulagi. Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM og K, Holtavegi 28. Reykjavik, og hjá Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Áheit. Kaldrananes- kirkja á Ströndum á 150 ára afmæh á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir ' sem vildu styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Félag eldri borgara í Félagi eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Ath. Skrif- stofa FEB verður lokuð á milli jóla og nýárs. Opnum aftur þriðjudag- inn 2. janúar kl. 10. Línudanskennsla Sig- valda verður miðviku- daginn 27. desember kl. 19.15. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Miðvikudag fimmtudag og fóstudag milli jóla og nýárs er opið kl. 9- 16.30, frá hádegi spila- salur opinn Veitingar í fallega skreyttu kaffi- húsi Gerðubergs. Gullsmári Gullsmára 13. Starfsemi Gull- smára, verður sem hér segir um jólin. Lokað verður dagana 23., 24., 25., 26., 27 og 28. des- ember. Föstudaginn 29. desember verður mat- arþjónustan opin eins , og venjulega, það þarf að panta mat fyrir kl. 10. Fótaaðgerðastofan verður opin 27., 28 og 29. desember. Hár- greiðslustofan verður opin 28., 29. og 30. des- ember. Starfsemi Gull- smára hefst aftur að nýju þriðjudaginn 2. janúar 2001. Leikfimi byrjar miðvikudaginn 3. janúar á venjulegum tíma. Kynningardagur verður miðvikudaginn 3. janúar kl. 14-16. Skrán- ing á námskeið fer fram á sama tíma. Fólk er hvatt til að mæta og koma með tillögu um hvað hægt er að gera í félagsheimilinu. Heitt á könnunni og heimabak- að meðlæti. Vesturgata 7. Tré- skurðarnámskeið hefst í janúar, leiðbeinandi Sigurður Karlsson. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Jóla- gleðin verður 28. des. í Hjallakirkju kl. 14. Söngur, gleði og jóla- happdrætti. Breiðfirðingafélagið. Jólatrésskemmtun fyrir böm á öllum aldri verð- ur í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. þriðjudag- inn 26. des. kl. 14.30. Skaftfellingafélagið. Jólatrésskemmtunin verður í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178, miðvikudaginn 27. des- ember kl. 17. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja: Nánari uppl. á skrifstofu GI, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: A skrifstofu Flugfreyjufélags ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið i Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Olafssyni, Skeið- flöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551-1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1,110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Hvfta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9-17. S. 553-9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minning- arkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555-0104 og hjá Ernu s. 565-0152. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnamess hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697, minning- arkortin fást Iíka í Kirkjuhúsinu Lauga- vegi 31. Minningarkort Kvenfélags Langholts- sóknar fást í Langholts- kirkju s. 520-1300 og í blómabúðinni Holta- blóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520 1300 og í blómabúðinni Holta- blómið, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Emu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC- hjálparstarfs em af- greidd á skrifstofu ABC-hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík, í síma 561-6117. Minning- argjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslu- korti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum bömum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum bama fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði em afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 669 1166, sérblöð 5691222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 668 1811, gjaldkeri 6691115. NETFANG: RIT- V STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. \i:iA\k\\m Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudeg’i til föstudags Okkur er spurn ÞAÐ var ömurlegt að lesa í Morgunblaðinu 21. des- ember sl., þremur dögum fyrir jól, viðtal blaðamanns við Mæðrastyrksnefnd. Fólk stendur í löngum röð- um úti í kuldanum í leit að mat og nauðþurftum. Þarna vom meðal annars öryrkjar, aldrað fólk, ein- stæðir foreldrar og fleiri. Hvers vegna er þessi fá- tækt í landi allsnægtanna? Félagsþjónustan vísar fólki stanslaust á hjálparstofn- anir. Fólk kemur svangt og grátandi og sumir hafa ekki borðað almennilegan mat í marga daga. Hvers vegna er veikburða og öldruðu fólki boðið upp á að standa úti í kuldanum? Við krefj- umst þess að hluti af þvi skattfé, sem við emm búin að greiða, sé notað til þess að hjálpa þessu fólki. Okk- ur ofbýður ástandið. Tólf skattborgarar. Jólin 2000 í GEGNUM árin hafa margir íslendingar komið við hjá okkur. Fyrstu kynni okkar af Bændaferðum var árið 1982, þegar hús Stef- áns G. Stefánssonar var opnað við hátíðlega athöfn sem byggðasafn. Það kom mjög stór hópur frá Islandi og ferðaðist alla leið til Vancouver. Vorum við hjónin þá svo lánsöm að geta tekið á móti öllu þessu fólki og átt smástund með þeim á heimili okkar. Þannig atvikaðist það, að við kynntumst Agnari hjá Bændaferðum. Það hafa komið nokkrir ferðahópar við hjá okkur yfir árin, en í sumar feng- um við tækifæri til að ferðast með þremur ferða- hópum frá Vancouver til Calgary og var það einstak- lega gaman. Kynntumst við hjónin mörgu skemmtilegu fólki og ekki nóg með það, heldur hefur íslenskan h'ka liðkast og trúlega hefur hún málfræðilega lagast. Til félaga Karlakórs Reykjavikur og Diddúar, það var alveg ógleymanlegt að hlusta á ykkur í Winni- peg og Gimli og að fá að vera með ykkur þessa daga. Þetta hefur verið ákaflega minnisstætt sum- ar. Okkur langar að senda öllum þeim, sem við höfum hitt frá íslandi í gegnum árin og landsmönnum öll- um óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Bestu jólakveðjur, Auður og Sumarliði Ingvarsson, Kelowna, B.C. Kanada. Góða nótt - nægur svefn ÓLAFUR hafði samband við Velvakanda vegna aug- lýsingar frá Landlæknis- embættinu sem birtist i Morgunblaðinu 19. des- ember sl. Auglýsingin „Góða nótt“ er varðandi nægan svefn. I auglýsingunni er fólki bent á að leita sér frekari upp- lýsinga á Netinu en ekki gefnir upp aðrir mögu- leikar á að leita sér nánari upplýsinga. Sagði Ólafur að ekki væru allir með Netið og þyrfti að gefa upp aðra leið til að afla sér upplýs- inga. Sagðist Ólafur hafa fengið bréf frá Reykjavík- urborg vegna fasteigna- gjalda. í bréfinu er einnig vísað á Netið til að fá nánari upplýsingar en í því bréfi var fólki einnig bent á aðra leið til að fá upplýsingar og fannst honum það mjög gott. Tapad/fundid Svart pils tapaðist SVART hnésítt pils tapað- ist einhvers staðar á leið al- menningsvagna Kópavogs nr. 140 og 63, þriðjudaginn 19. desember sl. Vinsam- legast hafið samband í síma 554-3646. Mirra er týnd TÍKIN Mirra hvarf frá Lækjarbotnum við Suður- landsveg fyrir hálfum mán- uði. Mirra er skosk-íslensk, brún, hvít og svört. Hún er ekki mannfælin. Ef einhver hefur orðið hennar var á þeim tima, vinsamlegast hafið samband við Birgittu í síma 692-0267 eða 554- 3253. Krossgáta LÁRÉTT: 1 orsaka, 4 streyma, 7 ásynja, 8 Ijósgjafinn, 9 blóm, 11 brún, 13 konur, 14afkvæmi, 15 vitlaus, 17 iþyngd, 20 liðamót, 22 mergð, 23 áma, 24 kasta, 25 tijágróðurs. LÓÐRÉTT: 1 braut, 2 um garð geng- in, 3 flanar, 4 vatnsfall, 5 lætur af hendi, 6 fugls, 10 uppnámið, 12 atorku, 13 burt, 15 þjalar, 16 nógu mikinn, 18 mjúkan, 19 jarða, 20 ósoðna, 21 snæðir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 glysgjarn, 8 útveg, 9 lofar, 10 ill, 11 tosar, 13 Arnar, 15 hlass, 18 fauti, 21 Týr, 22 lokki, 23 öndin, 24 grannkona. Lóðrétt: 2 lævís, 3 segir, 4 julla, 5 rófan, 6 búnt, 7 hrár, 12 ats, 14 róa, 15 hóU, 16 askur, 17 stinn, 18 frökk, 19 undin, 20 inna. Víkverji skrifar... HEITU pottarnir eru oft upp- spretta merkilegrar umræðu og kæmi það Víkverja ekki á óvart að margar af veigameiri ákvörðunum í þjóðfélaginu væru teknar þar. Vík- verji lagði við hlustir einn morgun- inn þegar verið var að ræða fram- göngu lögreglunnar í ýmsum málum. Einn pottavinurinn sagði frá því að kona hans hefði auglýst gamla inn- réttingu til sölu í smáauglýsinga- dálki DV fyrir skömmu. Auglýsingin bar engan árangur og að frekar en að henda henni ákvað hún að gefa hana. Skömmu eftir að hún var búin að afhenda innréttinguna fékk hún ann- að símtal í GSM-símann sem vakti tortryggni hennar. Það var eitthvað á þessa leið: „Góðan dag,“ sagði karlmanns- rödd sem kynnti sig ekki, „er það rétt að þú hafir verið að auglýsa eld- húsinnréttingu fyrir nokkru?“ „Það er rétt,“ sagði frúin, „en hún er því miður farin.“ „Jæja, já,“ sagði röddin, „svo hún er farin?“ „Já,“ sagði frúin, „þú er of seinn.“ „Það er nefnilega það,“ sagði röddin, „ég verð nú samt að spyrja þig um þessa eldhúsinnréttingu." „Þú verður það ekki neitt, þetta var gömul innrétting og það er ekk- ert um hana að segja,“ sagði konan og kvaddi. Tónninn í þessu samtali var þó þannig að konan varð ergileg og vildi komast að því hver þetta hafi verið. XXX GSM-síminn geymdi upplýsingar um símtalið og í Ijós kom að hringt hafði verið úr aðalnúmeri lög- reglunnar í Reykjavík. Frúin hugs- aði með sér að líklega væru löggum- ar búnar að horfa á of margar spæjaramyndir og kæmust ekki úr hlutverkinu, því samtalið hjómaði eins og þriðju gráðu yfirheyrsla. Við kvöldverðarborðið sagði hún fjöl- skyldunni hálfhlæjandi frá þessu. Pottverjinn upplýsti eiginkonu sína þá um að hann hefði séð í fréttunum að lögreglan væri að rannsaka inn- réttingastuld úr nýbyggingahverf- um, og hefði líklega verið að kanna alla hugsanlega möguleika á því hvernig þjófarnir losuðu sig við góss- ið. Þetta vakti mikla kátínu hjá fjöl- skyldunni. XXX POTTVERJAR brostu líka að sögunni og veltu fyrir sér hvort ekki væri þörf á að lögreglan sendi rannsóknarmenn sína á leiklistar- námskeið, svo þeir gætu leikið hlut- verkið skammlaust, en vektu ekki grun hjá saklausum konum um að einhver væri að villa á sér heimildir. Annar Pottverji sagði að lögreglan mætti endurskoða ýmislegt fleira í vinnubrögðum sínum. Hann hefði orðið fyrir því að finna reiðhjól úti í móa fyrir nokkrum árum. Hann hringdi til óskilamunadeildar lög- reglunnar og spurði hvort þeir gætu slegið lýsinguna inn í tölvu og athug- að hvort þeir fyndu einhverja sam- svörun. Þeir sögðu ekki vera með þessa muni tölvuskráða, en hvöttu Pottverjann til að koma með hljólið. Hann var tregur til þess og spurði hvað þeir gerðu til að koma hjólinu á framfæri. Ekki neitt, var svarið, en fólk getur alltaf hringt og spurst fyr- ir eða litið á munina. Pottverjinn spurði hvemig starfsmenn lögregl- unnar gætu lagt á minnið og lýst öll- um hlutum, þ.m.t. hjólum, sem lög- reglunni bærust, ef þeir hefðu ekki tölvuskráðan lista yfir þá. Þá kvað við föðurlegan tón og lögreglumað- urinn tjáði Pottverjanum að sem borgara bæri honum að koma því sem hann fyndi til lögreglunnar. Og þá gerðist það sama og hjá konunni með innréttinguna, Pottverjinn fyrt- ist og sagðist ekki ætla að henda hjólinu inn í einhvem haug hjá þeim, sem síðar yrði seldur á uppboði. Hann auglýsti síðan hjólið í Velvak- anda, eigandann gaf sig fram og allir urðu ánægðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.