Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 64
J4 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ .M r • 'i HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi HASKOLABIO bar sem allir salir erw stórir simi 530 1919 Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum .V4A<.ai.0,a samxx,ilfei NÝnOG BETRA'Wl ^ F SACA-r Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum llk /*% W Kaupið miða í gegnum VITÍð. Nánari upplýsingar á vit.is yft KVIKMYNDIN Autumn in New York segir sögu vel stæðs og kvensams veit- ingahúsaeiganda í New York á miðjum aldri. Will verður ást- fanginn í fyrsta sinn þegar hann kynnist ungri konu, hinni 22 ára >.Charlottu. Leikararnir Richard Gere og Winona Ryder fara með að- alhlutverk í myndinni og leikstjóri er leikkonan Joan Chen. Með önnur hlutverk í myndinni fara m.a. Anth- ony Lapaglia og Sherry Stringfield sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Bréiðavaktinni hér áður fyrr. Þetta er önnur kvikmyndin sem Joan Chen leikstýrir og frumraun hennar í Hollywood. Fyrri mynd hennar frá árinu 1999 var saga kínversku stelp- unnar Xiu-Xiu og menningar- ' ’ byltingarinnar í Kína í Xiu-Xiu: The Sent Down Girl. Myndin hlaut mörg verðlaun og tilnefn- ingar á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum; vann m.a. til 7 verðlauna á kvikmyndahátíð í Taipei í Kína, verðlaun dómnefnd- ar á kvikmyndahátíðinni í París og var tilnefnd til Gullbjörnsins á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Chen er þekktust fyrir hlutverk sín í ósk- arsverðlaunamynd Bernando Bertoluccis, Síðasta Keisaranum, og í sjónvarpsþáttaröð David Lynch, Tvídröngum eða Twin Peaks. Hún er 39 ára gömul og fædd í Shanghai í Kína. Hún var vel þekkt leikkona í heimalandi sínu þegar hún fluttist til Bandaríkjanna og hóf kvikmyndagerðamám í New York árið 1981 og síðar í Kaliformu. Eins konar dæmisaga um ástina Astin er aldrei auðveld viðureign- ar og eru mönnum misjöfn örlög bú- in. Sjaldan er ástin þó eins raunasöm og sú sem Will og Charlotta standa frammi fyrir en tími þeirra, þá er þau ná saman, er naumt skammt- aður. Það sem í fyrstu átti aðeins að vera stundargaman piparsveinsins reynist kveikja nýja neista hjá Will en einmitt þá lýsir Charlotta því fyr- ir honum að mikið meira en það sem þau hafi nú geti hún víst ekki boðið .honum þar sem hún sé haldin ban- vænum sjúkdómi. Myndin er gerð í anda klassískra ástarmynda Holly- wood fyrri tíma, kvikmynda á borð við An affair to remember og Love Stoiy. New York-borg umbreytist í tíma- lausa ævintýraborg og leikstjórinn Joan Chen lýsir því hvemig hún hafi fengið það á tilfinninguna að sagan væri eins konar dæmisaga um ástína og það hvernig kynni af ástinni væru alltaf til góðs þó að óvíst sé að hún endist í mörg ár. Þannig er næstum eins og Charlotta sé ekki af þessum Þtieimi heldur eins og nokkurs konar ástarálfur sem sendur er til að kenna kaldlyndum piparsveini að elska. „Ég reyndi að vera eins einlæg og gat í frásögninni og það hjálpaði mér að ímynda mér að ég væri að segja ungri dóttur minni þessa sögu,“segir Chen. „Ég vildi segja þessa sögu án allrar kaldhæðni." *• Ein jólamyndanna í ár er Haust í New York sem segir frá ástarsambandi miðaldra piparsveins og rúmlega tvítugrar stúlku í stórborginni. Hulda Stefánsdóttir hitti leikstjórann, hina kínversku Joan Chen, að máli í New York og ræddi við hana um heimþrá, ástina og lífíð. Joan Chen: „Það ereniu^ H - Heldurðu að bakgrunnur þinn hafi haft áhrif á frásagnarmáta sög- unnar? „Já, ég held að ég hafi ólíka tilfinningu fyrir sjónrænum smáat- riðum og táknræn túlkun mín er líka að einhveiju leyti önnur en sú sem er að finna hjá bandarískum leik- stjórum,“segir Chen. „Ég er fædd og alin upp í Kína til 20 ára aldurs og það hlýtur að hafa eitthvað að segja. Það kann að hljóma undarlega en ég fékk svo sterka heimþrá eftir Shanghai þegar ég las handritið í fyrsta sinn. New York og Shanghai eiga sam- eiginlega þessar sterku andstæður milli gamalla og skuggalegra bygg- inga og svo hinna nýju glerháhýsa. Mannþvagan hvar sem maður fer, svipað viðmót fólks á báðum stöðum. Þannig tengdist ég sögunni sjón- rænt í fyrstu og ég leitast eftir að ná fram þessari tilfinningu í myndinni. Spegilgluggarnir á stórhýsum borg- arinnar eru eitthvað sem hreyfir við mér. Það að líta upp og hugsa með sér að á bak við hvern einasta glugga eru manneskjur með ólíkan bak- grunnunn og ólíkar sögur að segja.“ Rómantíska hliðin á New York - í stað þess að draga upp vel þekkta mynd af stórborg hraða, til- finningakulda og firringar langaði Chen að segja sögu af rómantískri og hlýlegri New York-borg. Ljósmynd/Andrew Schwartz, SMPSP. Haustlitirnir í Central Park gefa tóninn fyrir rómanti'skar gönguferðir. „Útkrotaðir veggir öngstræta voru ekki það sem hentaði þessari sögu. Veruleiki hennar er annar. Og veruleikin í sjálfu sér er aldrei list heldur það hvernig þú kýst að tjá hann,“segir Chen. „Þú skapar heim sem þú þarft síðan að sann- færa áhorfendur um að sé sann- ur.“ - Lífið í New York hefur lengi verið viðfangsefni í myndum leikstjórans Woodys Allens. Varstu undir einhverjum áhrif- um mynda hans við gerð Aut- umn in New York? „Nei, það get ég ekki sagt,“ segir Chen. „Við erum svo ger- ólík að öllu leiti. Og það hverfi sem ég kaus mér, fjármála- hverfi Wall Street, hefur afar sjaldan verið myndað. Ég hreifst hins vegar mjög af þessu hverfi og held ég gæti gert aðra mynd frá sama stað. Þetta er elsti borgarhlutinn þar sem götur eru þröngar og gamlar lægri byggingar blandast nýrri háhýsum." Áhorfendur tilbúnir fyrir annars konar endi - Kvikmyndin lýsir ástarsam- bandi ungrar konu og miðaldra manns. Kom aldrei til greina að ráða yngri leikkonu en Winonu Ryder í hlutverkið til að gera aldursmuninn enn skýrari? „Ef að þetta væri óháð kvikmynd þá hefði ég vissulega kosið að gera það,“ segir Chen. „Það er þessi mynd hins vegar ekki. Þessari mynd er ætlað að höfða til breiðs hóps fólks og slíkt hefði verið of áhættusamt.“ - Engu að síður þá er endir mynd- arinnar talsvert ólíkur því sem við eigum að venjast frá Hollywood. „Já, er það ekki athygisvert? Ég held að fólk sé tilbúið fyrir eitthvað annað og öðruvísi en hinn dæmi- gerða „allt er gott sem endar vel...“- endi sem svo lengi hefur verið gerð krafa um. Og þegar kemur að mál- efnum ástarinnar þá held ég að harmleikur hennar sé aldrei dauði eða aðskilnaður heldur það þegar til- finningar eru virtar að vettugi. Eins og í Gone with the Wind, þegar Clark Gable segir við Vivien Leigh: „Frankly, my dear, I don’t give a damn,“ eða „ég kæri mig kollóttan." Það er harmleikur." - Nú er annar aðalleikari myndai’ þinnar, Richard Gere, yfirlýstur andstæðingur kínverskra stjórn- valda og baráttumaður fyrir sjálf- stæði Tíbet. Heldurðu að það eigi eftir að skapa þér vandræði í heima- landinu? „Það vill nú einu sinni þannig til að búið var að ráða Richard Gere í hlut- verkið áður en ég kom að myndinni, svo ég get skýlt mér með því að hafa ekki komið þar að ráðum. Hins vegar hentar þetta hlutverk honum mjög vel og ég er fegin að hafa haft hann í myndinni. Hann er bæði tilfinngaríkur og örlátur mað- ur. Það kom mér svolítið á óvart hvað hann lagði hart að sér og ég held reyndar að hann gæti orðið góð- ur leikstjóri," segir Chen. „Hvað varðar Winonu Ryder þá er hún fædd stjarna, svo hæfileikarík er hún og næm.“ - Hvort starfið kýstu frekar, fyrir framan eða aftan myndavélina? „Ég er að bíða eftir að þeir fari að bjóða mér hlutverk í myndum á borð við Driving Miss Daisy," segir Chen hlæjandi. „Það er erfitt að vera 39 ára leik- kona í Hollywood, að ég tala ekki um af asísku bergi brotinn. Aldurinn krefst þess að ég hafi heilu fjölskyld- una á bak við mig og þá verður allt þungt í vöfum. Vissulega sakna ég þess að leika ekki en á meðan leik- tækifærin láta á sér standa þá ætla ég að spreyta mig á leikstjórn." Astfangin í New York
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.