Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 2
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 1965 IÞROTTAHOLUN I LAUGARDAL MUN KOSTA 35 MILLJÓNIR KR. FYRSTA SÝNINGIN HAUSTIÐ 1966 Sýningasamtök atvinnuveganna hf. héldu aðalfund sinn nú fyrir skömmu og var þá stjórn þeirra heimilað að auka hlutfé félagsins um tvær og hálfa milljón króna. í upphafi var hlutaféð ein milljón en var síðan tvöfladað sex árum eftir stofnun samtakanna. Sýn- ingasamtökin eiga samkvæmt samningi 41% í hinu nýja sýn- inga- og íþróttahúsi, sem er í smíðum í Laugardalnumm og hef- ur loforð verið gefið um að þar yrði haldin almenn iðnsýning haustið 1966, en engin ákvörðun hefur verið tekin um aðrar sýn- ingar, enda íþróttahöllin enn ekki fullsmíðuS. Sýningasamtökin voru tofnuð 1. júní 1957, og eru hluthafar landssamtök aðalatvinnu- vega þjóðarinnar og einstök fyrir- Sovézkur fræði- maður um al- þjóðamál held- ur fyrirlesra. Annan nóvember kemur hingað til lands þekktur so vézkur fræðimaður á sviði alþjóðamála, German Mak- hailovitch Sverdlof. G. M. Sverdlof fæddist ár ið 1905 í borginni Nizni Novgorod (sem nú heítir Gorki) og var faðir hans iðnaðarmaður. Frá sextán ára aldri starfaði hann við blaðamennsku, en stundaði siðan nám við háskólann í Moskvu og lagði þá stund á alþjóðarétt. Hann hefur fengizt við kennslu og rann sóknarstörf í ýmsum stofn unum. Sverdlof starfar nú við þá stofnun vísindaakademíu Sovétríkjanna, sem fæst við rannsóknir á svio*i efna hagsmála og alþjóðlegra samskipta, og hefur þar dós entsnafnbót. G. M. Sverdlof er bróðir Jakovs Sverdlofs, sem var einn af nánustu samstarfs- mönnum Leníns og gegndi fyrstur manna embætti for seta Sovétríkjanna. G. M. Sverdlof hefur skrifað fjöimargar greinar um alþjóðamál í sovézk vísindarit. í fyrra kom út bók eftir hann, er nefnist „London og Bonn'<. Hann er og mjög vinsæl] fyrirles ari og hefur farið í fyrir. lestraferðir um mörg lönd þ.á.m. Bandaríkin, Austur- ríki, Sviss, Júgóslavíu og Norðuriönd. Sverdlof kemur hingað frá Danmörku og fer eftír skamma dvöl. Hann mun halda fyrirlestra, bæði á vegum Háskólans — 3. nóv- ember kl. 17.30 í Háskól anum — og félagsins Menn ingartengsl íslands og Ráð stjórnarríkjanna 3. nóvem ber M. 20.30 í Lindarbæ Fyrirlestra sína flytur hann á ensku. tæki. Tilgangur félagsins er að koma upp alhliða sýningaaðstöðu í höfuðborg landsins fyrir með- limi sína og aðra, sem þess kynnu að óska. Þegar félagið hafði verið stofnað, var gengið til samstarfs við borgaryfirvöld Reykjavíkur, íþróttabandalag Reykjavíkur og Bandalag æskulýðsfélaganna um sameiginlegt átak til að koma upp sýninga- og íþróttahúsi í Laugardal. íþróttahúsið í Laugardal verður væntanlega tekið í notkun snemma á næsta ári, enda mun þörfin fyrir þessa byggingu vera mikil, og nær ógerlegt eins og er að halda uppi almennu íþrótta- starfi, fjöldafundum, vöru- og iðnsýningum og kynningarstarf- semi almennt, eins og nú er. Hafa Sýningasamtökin fengið loforð fyrir allt að 11 hektara landrými til starfsemi sinnar umhverfis í- þróttahöllina. Eins og fyrr segir var á aðal- fundi félagsins 27. okt. sl. heim- ilað að auka hlutféð um tvær og hálfa milljón króna, og hafa þegar safnazt 2050.000 krónur. Geta eldri hluthafar enn aukið við sig hlutafé, en nýir hluthafar verða teknir inn verði þess þörf. Stjórn samtakanna skipar nú Sveinn Guðmundsson, formaður, Harry Fredriksen, varaformaður, Björgvin Sigurðson, gjaldkeri, og aðrir í stjórn eru Jón H. Bergs og Tómas Vigfússon. Hefur stjórnin verið óbreytt frá stofnun félagsins nema hvað Guðmundur Halldórsson, forseti Landssam- Rafvirkjar taka upp ákvæðisvinnu HZ-Reykjavík, mánudag. íslenzkir rafvirkjar eru nú a'o' taka upp ákvæðisvinnutaxta og eru þeir síðasta iðnaðarmanna- stéttin, sem tekur upp það fyrir- komulag. íslenzkir rafvirkjar eru fyrsta stéttin, sem byggir útreikning ákvæðisvinnu á tímakaupi, enn- fremur hafa þeir hlutalausan odda mann í þriggja manna nefnd, sem dæmir um viðkomandi verk. Skrifstofa nefndarinnar er ný- flutt að Skipholti 37, og þangað VETRAR VERÐ A FB-Reykjavík, þriðjudag. Véladeild SÍS hefur tekið upp þá nýbreytni að semja um vetr- arverð á landbúnaðarvélum við framleiðendur þeirra erlendis. Hefur þar aðallega verið um að ræða vetrarverð á hinum svoköll- uðu heyþyrlum, sem notaðar eju til þess aþ snúa og dreif aheyinu. Heyþyrlurnar eru framleiddar í Frakklandi, og voru fyrst fluttar hingað til lands á síðastliðnu sumri, og voru 60 þeirra í notkun hér þá. Hafa þær reynzt mjög vel, ef dæma má af ummælum þeirra bænda, sem hafa notað vélarnar. Véladeildin hefur samið um vetrarverð á heyþyrlunum, og er því um að gera, að sem allra flestar pantanir berist nú sem fyrst, en Véladeildin getur boðið heyþyrlurnar á rúmlega 19.200 krónur með söluskatti á vetrar- verðinu, en í sumar sem leið voru þær seldar á 20.800 krónur, svo hér er um kostakjör að ræða. Gert er ráð fyrir, að kaupendur lluTV. uyoTfiiíFIri greiði 3000 krónur >við pöntun, 6000 krónur við móttöku og af- ganginn í marz, eða þremur mán- uðum eftir, að þeir taka við vél- inni, en ráðgert er að vélarnar verði tilbúnar til afgreiðslu í janú- ar. Áætlað er, að árið 1966 verði seldar það margar vélar hér, að erfitt kunni að verða að anna eftirspurninni, og er því sjálfsagt fyrir þá, sem hugsa sér að fá þessar vélar að athuga um kaup á þeim nú þegar. Nægar vara- hlutabirgðir eru fyrirliggjandi í vélarnar, og allar upplýsingar um þær má fá hjá Véladeild SÍS að i Ármúla 3. í bréfi, sem véladeildinni barst fyrir skömmu frá bónda, sem not- aði heyþyrluna í sumar segir m. a.: „Þetta er bezta og fullkomn- asta vél sinnar tegundar, sem ég hef unnið með og tel hana ómiss- andi þar sem um verulegan hey- skap er að ræða. Það er sálubót að horfa á þessa undravél vinna." er skotið ölluin ákvæðisvinnuút reikningum til endurskoðunar. Ef verk fer fram úr 50% álagi á tímakaupið, lækkar nefndin grundvöllinn, eíns hækkar hún hann ef ekki næst tímavinnukaup út úr verkinu. Mörg undanfarin ár hafa raf- virkjar haft hug á að byggður yrði upp ákvæðisgrundvöllur fyr- ir rafvirkjum. Þetta hefur þó dreg ist á langinn m. a. vegna þess hve margbreytilegt starfið er. Talið er, að ákvæðisvinna sé sanngjarnasta greiðslufyrirkomu lagið jafnt fyrir rafvirkja og við- skiptaviiý, enda sé þá Jiagmuna allra aðila gætt við samningu og endurskoðun ákvæðisvinnugrund- valla. Iðnaðarmálastofnun íslands réði Sigurð Halldórsson verkfræð- ing í ársbyrjun 1963 til þess að taka að sér uppbyggingu á grund- velli að ákvæðisvinnugrundvelli i samráði við Félag löggiltra raf- virkjameistara í Reykjavík og Fé- lag islenzkra rafvirkja. f starfi sínu studdist Sigurður Halldórsson við hliðstæðar tíma- skrár af norskum, sænskum, dönsk um og amerískum uppruna. Til þess að ganga úr skugga um réttmæti einstakra verktíma, var Sigurður Sigurjónsson rafvirki fenginn til þess að gera tímamæl- ingar og athuganir á vinnustöð- um til samanburðar. Hinn 29. apííl í vor var svo undirritað samkomulag milli F.L. R.R. og F.Í.R. um tilhögun á ákyæðisvinnu fyrir rafvirkjun. í ákvæðisvinnugrundvellinum er að finna verktíma fyrir, röralagn- ir, dósir, taugar, rafbúnað, spjöld og mæla, hreyfla og ræsa, hita- stýritæki og lágspennulagnir- og tæki. r Jónas Bjarna- son frá Litladal látinn Hinn 28. okt. s.l. lézt hér í Reykjavík hinn kunni bændahöldur Jónas Bjarnason frá Litladal Húnaþingi. orðinn 99 ára gamall Hann verður jarð- sunginn frá Blönduóskirkju laugardaginr o nóv n.k. Jónas ' var sýsluBkrifari á Blönduósi langa tíð sam hliða búskap og gegndi mörgum trúnaðarstörfum ' ?veit og héraði bands Iðnaðarmanna lézt og sæti hans tók Tómas Vigfússon, bygg- ingameistari. Sýningasamtökin hafa notkun- arrétt á Sýningahöllinni að 5/12 hlutum.sem féllu á tímabilið maí til september ár hvert. Hafa margar fyrirspurnir borizt um að fá húsnæðið til margs konar sýn- inga og verða teknar ákvarðanir um framkomnar beiðnir nú á næstunni. Loforð hefur aðeins Framhald á fols. 14. STUTTAR FRÉTTIR VV-Klaustri, föstudag. Veðrið hefur verið mjög gott undanfarið, þó hefur dálítið grán- að í fjöll og í morgun voru poll- ar hélaðir. Slátrað hefur verið um 17 þús. sauðfjár, en nú hefur ver- ið gert hlé á og eru menn að smala fyrir síðari umferð. Gert er ráð fyrir að slátrað verði hér í allt um 20 þús. fjár. Meðalþungi á dilkum er 12.73 kg. og er það tæplega í meðallagi. Stórgripa- slátrun stendur nú yfir og hefur gengið nokkuð vel, það sem af er. Segja má, að bændur séu frem- ur vel heyjaðir fyrir veturinn. ÁE-Grímsnesi, föstudag. Sumarið var gróskuríkt og gott, og má segja, að bændur séu mjög ánægðir með heyafla sinn. Slátrun er að mestu leyti lokið, og er meðalvog í kring um meðallag. Ær ein í eigu Gunnars Águstson- ar á Stærra-Bæ vó i haust í lif- anda lífi 83 kg. Hún var tvílembd í vor, átti tvö hrútlömb og var öðru þeirra lógað, vó það 28,5 kg., hitt lambið var sett á og vó það í lifanda lífi 62 kg. Má kalla þetta mjög afurðagóða á. NEW YORK Framhald af bls. 1 itjórakosnig í New York iíöustu tuttugu árin, og iiKini aðeins fáein atkvæði skera úr úm, hvor verður borgarstjóri stærstu borgar Bandaríkjanna næstu árin, John Lindsay, sem er repúblíkani, eða Abraham Beame, sem er tlemókrati. Úrslitatölur munu endan lega liggja fyrir á morgun. ÍSRAEL Framhaid al Dls. 1. Á f áeinum s*ö®um kom *il átaka. Einu alvarlegu átökiu áttu sér stað við Beduina- tjaldbúðir einar, þar sem 11 menn ruku saman vegna þess, að þeir urðu ekki sam mála um, hvar þeir ættu a«S vera í biðröðinni fyrir utan kjörstaðinn. Sjö menn meiddust í átökunum. Svona lítur heyþyrlan út. VEGASKATTURINN Framhald af bls. 1 ugt um hve mikið kom inn hina tólf tíma sólarhringsins, en það er miklu minna því lítil umferð er um veginn á nóttunni, og hæpið að hún borgi kaup vaktmannsins. Hinsvegar er töluverð umferð á morgnana og mun láta nærri að hækka megi framangreindar upp- hæðir um einn þriðja tíl þess að fá út vegaskattinn eftir hvern sól arhring. Það er því von að Suðurnesja menn séu súrir yfir því að fá ekki að ávaxta vegaskattinn og nota hann til útlána í peningastofnun um sínum til uppbyggingar þar syðra, fyrst Þeír verða að greiða skattinn á annað borð. Matthías alþingsmaður og sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði fær hinsvegar ráðstöf unarrétt yfir vegaskattinum og veitir kannski ekki af til að full- gera nýju sparisjóðsbygginguna sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.