Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 3
• ' i ' i r - i ! v ; i:i' 1 (J 'i ■' ’1 í ■ i MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 1965 TIMINN f SPEGLITÍMANS Þessi maður, sem gengur við hækjur heitir Philippe Del dick og er 42 ára. Hann á kaffi hús í Calais í Norður- Frakklandi. Nú fyrir stuttu fór hann fram á það, að henn ar hátign Bretadrottning Elísa bet II greiddi honum 1000 doll ara í skaðabætur. Ástæðan til þess er sú að 8 ungir Lund únabúar komu og rændu kaffi hús hans og lenti hann í átök um við þá með þeim afleiðing um, að hann fótbrotnaði. Hann lá lengi á spítala og heldur því fram, að drottningin beri ábyrgð á þegnum sínum erlend is og því sé hún skaðabóta skyld. Breti nokkur var í heimsókn austan járntjalds, og dag nokk urn tók hann einn af lands- mönnum tali. Englendingurinn sagði: — Þið hafið það nú heldur betra en ég hélt, en al veg frjálsir eruð þið nú ekki. Heima hjá okkur getur hver sem er fundið að ríkisstjórn- inni án þess að eiga nokkuð á hættu. — En góði minn sagði austantjaldsmaðurihn. V'ð get um líka sagt hið versta um brezku stjórnina án þess að vera refsað. ★ Þó de Gaulle forseti Frakk- lands hafi ekki ennþá lýst því opihberlega yfir að hann hygg ist gefa kost á sér til endur- kjörs við næstu kosningar, benda allar líkur til þess, með- al annars bílapöntun hans. Fyr ir skemmstu var komið með nýjan Citroenbíl til forseto- bústaðarins, og hafði hann ver ið sérstaklega pantaður fyrir forsetann. Bíllinn, sem verk- smiðjan kallar Gaullefinger, vegur 3 tonn og vél hans er 225 hestöfl, eða næstum því helmingi sterkarj en í venju- legum Citroen. * Það gerist margt á knatt- spyrnukappleikjum, og nú fyr ir skömmu átti það sér stað í landsleik milli Dana og Grikk lands, ag fótboltanum var hreinlega stolið. Atvikin voru þau, að þegar 3 mínútur voru eftir til leiksloka. og hinir 30.000 áorfendur voru orðnir leiðir á leiknum, sem ekkert gerðist í, að bakvörður gríska liðsins spyrnti boltanum skyndilega út af vellinum. Dani gerði sig þá líklegan til þess að taka hornspyrnu, en þegar til kom fannst engmr. boltinn. Leið svo nokkur tími, Þessi stúlka hér á fyndinni er hin fyrrverandi prinsessa Elísabet af Júgóslavíu nú gift Howard Oxenberg. Myndin er tekin í New York þar sem hún er að bíða eftir að hitta Har- ald Noregsprins. * þar til dómarinn gerðj ser ljóst, að áorfendur voru á- kveðnir í að geyma boltaun, þar til leiknum væri lokið, og setti hann þá nýjan bolta í umferð. •k Sjö mánaða snáði í Lancas- hire er álitinn stærsta barn á Bretlandi. Hann k j vega 15.9 kíló. og aðalfæðutegund- irnar, sem hann borðar, eru steik og kartöflur. Victor Ray er er einn af átta systkinum, og það virðast engin takmörk fyrir matarlyst hans. Móðir hans segir, að hann borði á- líka mikið og faðir hans og hún spáir því að hann verði boxari Læknarnir hafa hins vegar sagt, að Victor borðj á líka mikið og þriggja ára oarn Samkvæmt upplýsingum móð ur hans er matseðillinn þessi Morgunverður, tvö egg, graut ur og mjólk. Milli mála borð ar hann kex, brauð með sultu taui, í hádegisverð borðar hann .steik, búðing, steiktar kartöfl- ur, te, köku. og mjólk, og loks í kvöldmat borðar hann fisk og hrísgrjón ásamt bolla af súkkulaði Auk alls þessa drekkui hann tv0 og hálfan lítra af mjólk * Karen Halver tók nýlega þátt í tízkusýningu í Holly- wood og sýndi þá sundföt Það olli henni talsverðum erfið- leikum. þegar hún var að skipta um föt eins og sést hér á myndinni. 3 Á VÍÐAVANGl „Forseti handhafa- valdsins" Sérkennileg ritvilla hjá Morg unblaðsmanni hitti rækilega í mark á dögunum, eins og títt er um mismæli þau, sem eiga sér dýpri rætur í hugskoti og skýtur upp samkvæmt tengsla lögmáli sálfræðinnar. í frétt £ Um heimkomu forscta íslands var getið um „forseta hand- hafavaldsins“, en eins og menn vita, er Bjarni Benedikts son, forsætisráðerra, á þeim oddi. IVarla er hægt að gefa sann- ari lýsingu á stjórnarathöfnum og stjórnarviðhorfi þess manns með skýrari hætti. Hann er hinn dæmigerði „forseti hand hafavaldsins", maður, sem lítt skirrist við að beita þvi valdi, sem hann hefur I hendi, hversu *'< sem það kemur heim við fé. lagslega hefð og lýðræðislega skyldu. Glöggt dæmi um þetta — en þó aðeins eitt af mörg um — en birting pólitískra eld- húsræðna nýlega í bókafélags riti undir nafninu Land og lýðveldi. Almenna bókafélagið telur sig ópólitískt og hlutlaust út- gáfu félag og hefur í þeim efnum talið sig t. d. algera andstæðu hins kommúnistíska Máls og menningar. Formaður Almenna bókafélagsins er Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, sem hefur þarna tvö földum eða margföldum lýð- ræðisskyldum að gegna. Samt neytir hann aðstöðu sinnar til þess að Iáta hið almenna bóka félag gefa út eftir sig svæsnar ádeiluræður um pólitíska and stæðinga, eldhúsræður og Varðarræður, um mjög djúp stætt ágreiningsmál dagsins. Þarna er kastað að andstæðing um hnútum og jafnvel lítt þvegnum orðum. Hér er „forseti handhafavaldsins“ að verki, og hefur vart í annan tíma verið lengra gengið í purkunarlausri !! beitingu þess valds, og mun þetta eina dæmið, sem kunn ugt er um það, að formaður hlutlauss bókafélags láti það gefa út pólitískar þingræður sínar sem félagsbók. Fingraför „handhafa- » valdsins" víðar En fingraför „forseta hand- hafavaldsins“ í stjórnarráðinu hafa sézt víðar hin síðustu ár. Þau hófust með útgáfu áróð urspésa fyrir stjórnarstefnunni á kostnað þjóðarinnar. Þau sjást gerla á hinum mörgu bráðabirgðalögum, þar sem stigið hefur verið stórt skref í þá átt að stjórna með tilskipun um. Þau leyna sér ekki á til- skipuninni, sem stöðvaði sfld arflotann í sumar, og ekki held ur á tilskipunini um frestun skólabygginga, þar sem fjárveit ingavald Alþingis var að nokkru leyti afnumið og ómerkt. Og beiting „handhafavaldsins" mun halda áfram meðan „for- seti“ þess situr á ráðherrastóli. Hjálparskatturinn Það er í frásögu fært, að voldugur íhaldsráðherra hafði á höndum greið svör, er kaup sýslumenn komu á hans fund til þess að mótmæla stórhækk un söluskatts á fyrstu árum „viðreisnarinnar“. Hann sagði Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.