Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 7
MHWIKUDAGUR 3. nóvember 1965 ÞiNGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR OFFRAMLEIDSLA MJÓLKUR OG HÆKKUN FRAMLEIÐSLUKOSTNADAR LANDBUNADARINS SOK RIKISSTJOR Umræður um verð landbúnaðarvara halda enn áfram INNAR ÞORARINN ÞÓRARINSSON taldi að útflutn- ingsuppbætur landbúnaðarvara væru vissulega orðnar miklar og Isköpuðu vanda- mál. Viðskiptamálaráðherra hefði einkum gefið tvær ástæður fyrir þessari þróun. Hin fyrri væri vax- andi framleiðslukostnaður og aukið bil milli hans og erlends ?erðlags. Sú síðari væri of mikil framleiðsla mjólkur. Þessar ástæð ur væru vissulega réttar, en hver bæri ábyrgð á þróuninni annar en ríkisstjórnin. Verðbólgan yxi gífurlega og leiddi til aukins kostnaðar. Á tímabilinu 1955 til 1965 hefði vísitala byggingarkostn aðar hækkað um 10 stig að meðal- tali á ári, en síðustu tvö ár um 30 stig að meðaltali á ári. Stefnu- leysi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum og taumlaus verðbólga væri orsök kostnaðaraukans. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um langt bil að halda kjötverði niðri, þrátt fyrir gagnstæðar óskir hefði svo leitt til meiri mjólkurframleiðslu heldur en kjötframleiðslu. Það í og fremst á valdi ríkis hvoxt tækist að > vaxandi framleiðslukostnað landbúnaðarins. Bændur ættu eng- an þátt í núverandi öngþveiti, rík- isstjórnin bæri alla sök. BJÖRN PÁLS- SON taldi ekki mikla ástæðu til að gera mikinn hávaða út af bráðabirgðalög- unum. Þau giltu í eitt ár og bændur væru sæmilega ánægðir með verðlag afurðanna. Bændur hefðu átt í nokkrum erfiðleikum 1961 til 1963 en verðlag afurða hefði verið hag stæðara 1964 og 1965. Verðbólg- an hefði aldrei verið meiri en nú og ætti drýgstan þátt í verð- hækkunum á landbúnaðarvörum ásamt hækkandi sköttum 7,5% söluskattur væri til dæmis lagð- ur á kjöt og mjólk, og 2% til stofnlánadeildar Búnaðarbank- ans, Bændahallar og fleira. Bændur hefðu aukið framleiðni sína siðustu áratugina og hagnýtt sér tækniþróunina. Vera mætti að nægilegrar hagsýni hefði verið gætt við vélarkaup og í búrekstri. En þar væri bændastéttina eina um að saka, því að slíkt hefði átt sér stað bæði í sjávarútvegi og iðnaði. Allir viðurkenndu að; mjólkurframléiðslan þyrfti að ÞINGPALLI t deildar mætti Þorvaldur G. Kris+jánsson fyrir nefndar- lántöku vegna vega- og flugvallagerða. Helgi Bergs kvaðst standa að nefndarálitmu, en áréttaðl, að hann teldi óæskilegt, að fjár- öffun fil þetrra framkvæmda, sem áður hefði verið venja að hafa í f járlögum, flyttist yfir í sérlán. Einnig talaði Magnús Jónsson. Biörn Jónsson mælti fyrir frumvarpi sínu um ráðstafanir vegna sjávarútvegs ins og tók sjávarútvegsmálaráðherra vel í mál hans, kvaðst vera búinn að ákveða að skipa nefnd í málið. Páll Þorsteinsson mælti fyrir frumvarpi um breytingar á íþrótta- lögunum, þess efnis, að skipaðir verði íþróttanámsstjórar. Taldi Páll að með íþróttalögunum frá 1940 hefði verið stigið stórt skref á sviði uppeldismála. Tilgangur íþróttalaganna væri að auka heilbrigði manna og hreysti, líkamsfegurð, vinnuþrek og táp. íþróttir auka vissu- lega heilbrigði og táp hinnar ungu kynslóðar. AtvinnuhæUir þjóðar- innar taka breytingum, þannig að þeim mönnum fjölgar sífellt, er vinna innanhúss, annaðhvort þjónustustörf eða við iðnað, en þeir verða æ færri í hlutfalli við fólksf jölda, er hafa við störf sín útivist og hreyfingu. Af því leiðir, að fþróttir hafa nú og framvegis mikilvægu og auknu hlutverki að gegna á sviði uppeldis og menntunar þjóðar- innar og að þær þar að efla. NÝ MÁL: Ríkisstjórnin hefúr lagt fram frumvarp til laga um aukatekjur rfkissjóðs. Jónas Rafnar dómsmálaráðherrá, hvað líði endurskoðun lasa um hlutafélög. Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins leggja fram frumvarp til laga um verkfall opinberra starfsmanna. Meg- inefni frumvarpsins er svohljóðandi: Ríkisstjórnin skal í samráði við stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og stjórnir þeirra sér- félaga þess, er málið sérstaklega varðar, undirbúa frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmannafélaga, er gegna þess háttar störf- um, að framkvæmd þeirra varði líf og heilsu almennings. Skal frum- varpið miða að því að tryggja rétt þessa starfsfólks til hagsmunabar- áttu ,eins og frekast samræmist öryggi um líf og heilsu almennings. Þegar samkomulag hefur náðst um slíkt frumvarp milli samtaka þess- ara og ríkisstjórnar, skal leggja það fyrir Alþingi. Rannsóknarskip Jón Skaftason hefur lagt fram eftirfarandi fyrirspurnir til ríkís- stjórnarinnar: 1. Hafa verið gerðir samningar um smíði rannsóknarskips í þágu sjávarútvegsins? 2. Hve mikið fé er fyrir hendi til smíði skipsins? 3. Hvað er talið að vel búið rannsóknarskip kosti nú? miðast við innanlands neyzlu. Ein stakir bændur gætu ekki leyst það vandamái, heldur yrði ríkisstjórn- in að leysa það í samráði við bændasamtökin og mjólkurvinnslu stöðvarnar. Það þarf hvorki að rífa fjós eða fækka kúm, aðeins að draga úr fóðurbætiskaupum. Þrjár leiðir væru til. Sú fyrsta væri að hafa tiltölulega hærra verð á sauð- fjárafurðum en mjólkurafurðum. Gallinn við það væri að þá myndu mjólkurframleiðendur búa viðlak ari kjðr. Það væri ranglátt. Önn- ur leiðin væri að takmarka inn- flutning á fóðurvörum, en ýmsir örðugleikar væru á því. Þriðja leiðin væri að gera áætlun um, hve þjóðin hefði þðrf fyrir miklar mjólkurafurðir, skipta því sem réttlátast milli þeirra héraða, sem hagkvæmt væri að stunda mjólk- urframleiðslu í. Einstökum bænd- um væri svo tilkynnt, hve mikla mjólk mjólkurvinnslustöðvarnar tækju af þeim. Eðlilega yrði þá að taka tillit til fjölskyldustærð- ar og hvort hagkvæmara væri að framleiða mjólk eða sauðfjáraf- urðir á, viðkomandi býlum. Bænd- ur gætu svo gert það upp við sig, hvort þeir vildu framleiða hið ákveðna mjólkurmagn með mik- illi fóðurbætisgjöf eða að mestu leyti á heyi. Þessi aðferð mun vera notuð í sumum löndum og áleit Björn hana fyrir sitt leyti hagkvæmasta. Fyrir bændur væri bezt að leysa þetta mál sem fyrst, en það yrði tæpast gert nema með vissum lagaákvæðum og fyr- ir því yrði ríkisstjórnin að beita sér. Ráðherrar Alþýðuflokksins töl uðu mikið um að landbúnaðurinn væri ekki rekinn á hagkvæman hátt, en hefðu lítið gert til að bæta úr því. Ýmsir álíta að ræður þeirra miðist meira við það að afla atkvæða með slíkum málflutn ingi, sem sennilega yrði þá eink- um á kostnað Sjálfstæðisfl. Væri það ómaklegt, því kratar væru allvel aldir á því búi. En það væri nú þannig bæði með menn og kálfa, að þeir launuðu sjaldan ofbeldið. Björn sagði að höfuðvandamál- ið væri síaukin verðbólga. Fram- leiðslukostnaðurinn hækkaði ár eftir ár. Sjávarútvegurinn væri þegar kominn í vandræði, ef verðlagið hefði ekki farið hækk- andi. Niðurgreiðslur á kjöt og út- flutningsuppbætur hækkuðu eðli- lega í krónutölu eftir því sem verðlag hækkaði innanlands. Of mikil gengislækkun 1960 og vaxta hækkun hefði átt drjúgan þátt að auka verðbólguna. Með þeim ráð- stöfunum hefði þeim steini verið velt af stað, sem ríkisstjórninni hefði ekki tekizt að stöðva, þótt vafalaust væri ekki ríkisstjórn- inni einni um að kenna. Endur- teknar verðhækkanir hljóta að leiða til þess, að útflutningsat vinnuvegirnir hætta að bera sig og þá kemur ný gengislækkun. Björn sagði að lokum að hann teldi það ekki réttan hugsunar- hátt hjá forseta ASÍ að Mjólkur- bú Flóamanna og Mjólkursamsal- an hefði gengið í fjandmanna- flokk launþega með því að ganga í Vinnuveitendasambandið, þótt persónulega hefði hann álitið það ástæðulaust. Vinnuveitendur væru ekki og mættu ekki vera óvinir. Persónulega væri sér bezt við þá, sem hjá sér hefðu unnið. Skilyrði raunhæfra samninga væri að vinnu veitendur ogylaunþegar litu raun- hæft á hlutina og væru ekki óvin- ir. *:<«.:, SIGURVIN EIN- & ARSSON taldi, m að viðskiptamála 11 ráðherra vildi, 1 y að bændur hefðu ekki sömu kjör ^- og aðrar stéttir. Annað yrði ekki $m^'Ææ&Œ&l® skilið af dæmum ráðherrans, þegar hann taldi bænd ur ekki eiga rétt á kauphækkun, þegar sjómenn öfluðu meira j vegna aukinnar tækni, eða iðnað- armenn tækju upp ákvæðisvinnu. ! Ekki væri hægt að skilja tekju- i auka þessa atriða frá hinum al- '¦ mennu tekjum þessara stétta. Ef miða ætti kaup bænda á annað 1 borð við kjör þeirra, yrðu þetta | auðvitað að fylgja með í reikn- ingnum. Allir landsmenn ættu a taka þátt í tekjuaukningu sjávar- útvegsins. Væri Ingólfur Jónsson sammála Gylfa í þessu máli? Einn- ig væri fróðlegt að vita, hvers Kramnajd a ois 14 SUMARHEIMILI KAUPSTAÐARBARNA Einar Ágústsson, Sigurvin Ein- arsson og Ingvar Gíslason flytja t'llögu til þingsályktunar um sum arheimili kaupstaðabarna í sveit: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa fimm manna milliþinganefnd til þess að gera tillögur um stofnun sumarheimila í sveitum fyrir börn úr kaupstöð- um og kauptúnum. Skal að því stefnt, að á slíkum sumarheimilum hafi börnin við- fangsefni, er geti orðið þeim að sem mestum andlegum og líkam- legum þroska, þ. á. m. ræktunar- störf, gæzla húsdýra og umgengni við þau. Nefndin skal hafa samráð við borgarstjórn Reykjavíkur, bæjar- stjórnir kaupstaða, sveitarstjórn- ir kauptúnahreppa og barnavernd arráð íslands. Ráðherra skipar fjóra nefndar- menn eftir tilnefningu þingflokk- anna, einn frá hverjum, en |fimmta nefndarmanninn án til- jnefningar, og skal hann vera for- maður nefndarinnar. j Nefndin skili áliti fyrir næsta j reglulegt Alþingi. Það var lengi háttur kaupstaða- búa að koma börnum sínum í sumardvöl á sveitaheimili. Var það eftirsóknarvert og þótti hollt og þroskavænlegt fyrir börnin. Nú er Öldin önnur hvað snert- ir möguleika á slíkri sumardvöl fyrir börn í sveit. Því veldur hin mikla fólksfækkun, sem orðið hef- ur á sv0 að segja verju einasta sveitaheimili. Þar er ekki lengur sá vinnukraftur innanhúss, sem með þarf, til að sinna þörfum að- komubarna. Þörfin fyrir sumar- dvöl kaupstaðabarna í sveit er þó ekki minni en áður, þvert á móti vex hún óðfluga með fólksflutn- ingum til þéttbýlisins. Ýmis fé- lagssamtök í landinu hafa á við- Pramh. á bls w BÓKASÖFN Þórarinn Þórarinsson spyrlfrá 29. maí 1957 um sameiningu menntamálaráðherra: Landsbókasafns og Háskólabóka- Hvað hefur ríkisstjórnin gert til j safns o.fl.? að framkvæma ályktun Alþingis'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.