Tíminn - 03.11.1965, Page 8

Tíminn - 03.11.1965, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 1365 Jón R. Hjálmarsson skólastjóri fyrir framan aðalskólabygginguna. (Tímamyndír K. J.) „Auðvitað þarf aga 11 r r Að Skógum undir Austur- Eyjafjöllum er yngsti héraSs- skóli þessa lands. Þar hefur fjöldi ungmenna víðs vegar að af landinu, og þó einkum úr Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu, notíð fræðslu og ánægjulegra æskustunda um 16 ára skeið. Það er sam- róma álit þeirra, sem kynnzt hafa „heimilisbragnum“ á Skógaskóla, að hann sé mjög góður, hvort heldur þeir hafa kynnzt honum af námsdvöl á staðnum, eða í heimsóknum þangað. Fréttamenn Tímans bar þar að garði fyrir nokkru og þótt dvölin væri stutt var hún nógu löng til þess að ekki var annað unnt en verða hrif inn á snyrtimennsku í um- gengni ungmennanna, sem Þá voru nýkomin þangað til dvalar og þeim góða félagsanda «em rikti meðal þeirra. Skólastjóri á Skógum er nú, eins og flestir vita, Jón R- Hjálmarsson, ungur maður og fjölmenntaður. Hann hefur hlotið mikíð og verðskuldað hrós fyrir skólastjórn sína og lagni við að laða hið bezta fram í nemendum sínum, enda fer það ekki framhjá neinum sem í heimsókn kemur, að hann er þar ekki sem „harð- stjórl“, heldur félagi og leið- beinandi nemenda sinna, og að nemendurnir kunna vel að meta starf hans og stjórn. Við notuðum tækifærið, þeg ar hlé gafst, og röbbuðum nokkra stund við Jón um Skógaskóla og viðhorf skóla- stjórans til unglinga og mennta mála. Þegar við komum að Skóg um var aðeins þriðji bekkur skólans mættur til starfa, en von var á tveímur yngri bekkj unum eftir tvo daga og allt var undirbúið til þess að taka á móti Þeim. — Hve margir nemendur verða í skólanum í vetur, Jón? — Þeir verða alls 104. Af þeim verða 38 í þriðja bekk, þar af 17 í landsprófsdeild, og 66 verða svo í 1 og öðrum bekk. — Er skólinn ekki fullskip aður, fyrir löngu? — Jú, hann er yfirfullur, og ég verð því miður að neita mörgum um skólavist á hverju ári, þvi miklu færri en vilja komast í héraðsskólana. Ann- ars er nú nokkuð að rætast úr. húsnæðisvandræðum skólans, því nú er verið að byggja nýtt íbúðarhús hér vestan við aðal- skólabygginguna. í því verða tvær kennaraíbúðir og svo heimavist fyrir 40 nemendur. — Bætirðu þá 40 nemendum við? — Nei, við bætum talsvert mörgum nemendum við, en við munum einnig rýma til í herbergjunum, svo ekki verði eins þröngt um nemendur. Ætli nemendur verði ekki um 130, þegar nýbyggingin er'kóih' in í gagnið. — Búa nemendur þá full- þröngt núna? — Óneitanlega er æskilegast að þeir búi sem rýmilegast. Og því er ekki að neita að kröfur tímans hafa aukizt, svo að það, sem að allra dómi hent- aði fyrir 15 árum, gerir það ekki lengur. Fóík er orðið betra vant heima hjá sér og sættir sig ekki við sömu þrengsli nú og fyrr. Svo er það líka staðreynd, sem í bessu sambandi skiptir mjög mikiu máli, að eftir því, sem nem- endur búa rýmra, ganga þeir betur um vistarverur sínar. Helzt þyrfti aðbúnaðurinn að vera svo góður, að þeir byggiu betur en heima hjá sér Þá yrði vi'ssulega gaman að ganga um og sjá umgengni þeirra! — Hve margir kennarar eru hér við skólann? — Auk mín kenna hér 6 fastir kennarar og svo þrír stundakennarar. Við höfum verið svo heþpnir hér, að kenn arar hafa yfirleitt ílengzt hér. svo að það bendir til þess, að þeir kunni vel við si'g, enda þarf hér hvorki að kvarta yfir landslagi né veðurfari, hér er einstök veðursæld og náttúru- fegurð. — Hvaðan koma nemendur aðallega? — Þeir koma að langmestu leyti úr Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, um og yfir 90% nemenda eru úr þess um sýslum. — Hvernig er starfsdegi nemenda varið hér? — Kennsla hefst um átta-leyt ið að morgni og stendur yfir- leitt yfir fram að kaffi. Síðan er útivist alltaf, þegar veður leyfir frá hálf-fjögur til hálf- fimm, og þá er farið í göngu- ferðir, og íþróttir iðkaðar. Stundum er útivistin raunar lengri, þegar farið er í langar gönguferðir í fylgd með kenn urum. Frá klukkan hálf fimm til sjö eiga nemendur svo að lesa. Það gera þeir ýmist á herbergjum eða í skólastofum, þeir skiptast á um að vera í stofunum, svo rýmra sé á her bergjunum. Eftir kvöldmat, frá klukkan 8—9 er svo „kyrr stund“ á herbergjum fjóra daga vikunnar, mánudaga til fimmtudaga, og þá lesa nem- endur þar. Síðan drekka þeir kvöldkaffið, óg svo fer hver til síns herbergis og les eða fer að sofa. — Þarf ekki .strangau aga á heimavistarskólum? — Auðvitað þarf aga. Það verður að vera viss agi cg trúðu mér: unglingar vilja hafa reglu á hlutunum. Það verða að vera fastar og ákveðnar reglur um hlutina. Það er betra, að reglurnar séu færri og þeim fylgt eftir en að þær séu margar og erfitt að fram fylgja þeim. Hið síðarnefnda er eitur. — En eiga unglingar á þess um aldri ekki stundum erfitt með að sætta sig við strangar reglur? — Yfirleitt alls ekki. En auðvitað eru undantekningar frá því. Sumir unglingar geta verið baldnir og erfitt að hafa taumhald á þeim, en það er ókkar skylda að reyna að temja þá og rétta þeim hjálp- arhönd. Kvöldhressing f matsal skólans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.