Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 1965 TÍMINN — HefurSu þurft að reka nemendur úr skólanum? — Það hefur komið fyriv að ég hef ekki átt annars úrk'>st,2 en það eru aðeins örfá undan- tekningartilfelli. En auðvitað verður að gera það, ef aðrar leiðir reynast ekkj fæiar. Nero endur verða að sjá og skilja, að reglum er framfylgt ann- að myndi hafa mjög slæm á- hrif á heildma. — Hvernig er með samgang kynjanna í skólanum? — Auðvitað umgangas* þau í kennslutímum, matsai og frí stundum sínum, en hér eru alJ ar heimsóknir milli kynja á svefnherbergi stranglega bann aðar allan .sólarhringinn. í sumum skólum munu slikar heimsóknir leyfðar hluta dags unum vestan Mýrdalssands í V- Skaft. Þá leggjum við einnig áherzlu á að fá gesti hingað til þess að tala við nemendur, ræðumenn og listamenn. Ei'nn ig fáum við á hverju ári hing- að danskennara til þess að kenna unglingunum nýjustu dansana. Allt er þetta vel mer ið, enda þurfa unglingar i heimavistarskóla að hafa nóg að gera. — Hafa nemendur ekki gott af því að vera á heimavistar- skóla? — Jú, ég tel, að þeir hafi bað. Þeir kynnast bar ýmsu, sem þeir ekki myndu gera á sama átt heima hjá sér, þótt góð heimili séu náttúrulega meira virSi en allt annað. Á heimavistarskólum læra þau I kennslustund hiá 3. bekk. ins, en ég sé ekki, að slíkar heimsóknir þjóni neinum æskilegum tilgangi. — En hvað með heimsóknir utanaðkomandi? — Vitanlega fá nemendur að taka á móti foreldrum rín um og systkinum, ef þau koma í heimsókn, og sýna þeim hcr bergi sín, en aðrar heimsóknir utanaðkomandi er mér ekkert um. — Það er látið mikið af félagslífi nemenda í Skóga- skóla. — Félagslíf er hér mikið og við reynum að láta nemend ur að sem mestu leyti sjálfa um að bera það uppi. Þeir sjá til dæmis sjálfir að öllu leyti um vikulegar kvikmyndasýn- ingar og bekkirnir sjá.til ikipt is um skemmtikvöld öðru hverju. Á föstudagskvöldum laugardagskvöldum og sunnu- dagskvöldum er oftast eitthvað til skemmtunar fyrir nemend ur og álít ég það nauðsyulegt þvi að þeir þurfa vissule°<< a? geta dreift huganum frá bók- lestrinum. Svo er haldin sKóla hátíð, eða árshátíð, og hún er alltaf síðasta daginn týrii páskafríið. Þá höldum við einnig árlega bindindisnáuð og bjóðum til hennar öllum börn um á aldrinum 12 og 13 áxa úr Rangárvallasýslu og sveit í ríkara mæli að standa á eig in fótum, taka tillit til ann- arra og venjast agá. — Telurðu, að byggja eigi fleiri heimavistarskóla? — Já, alveg tvímælalaust,, enda sýnir aðsóknin í þá, að fleiri er þörf. Það þarf að byggja heimavistarskóla fyrir þá landshluta sem enn hafa enga, og það þarf að efla þá, sem fyrir eru. Nú er að verða sú breyting á fræðslukerfinu að unglingafræðslan færist inn í barnaskólana. og þá liggur fyrir, að héraðsskólarnir verða tveggja ára skólar og þetta hefur vitanlega ýmsar breytingar í för með sév — Viltu láta 'engis n ;; tímann? — Já, ég teJ það æskilegi en ég held að meira aðkallanrli sé að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru Sannleikuiinn er sá, að þessi mál eru mjög S reiki. Tökum til dæmis aðsfcou mun barna í Reykjavik og ót' á landi Úti á landi hefja börn in víð& ári síðai skólagöngu þau byrja mánuði síðar i árin. og víða koma þau aðeins ínrai hvern dag í <;kó]ann Sam- ætlazt til að >a. kom ein,- 't undirbúin i skóla gagnfræða stigsins og börnin úr þérrb"'I inu — og þau gera bað líkt- ' flestum tllfellum Sjötugur í dag: Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn Einn hinn merkasti afreksmað- ur og íþróttafrömuður þjóðarínn ar, Erlingur Pálsson yfirlögreglu þjónn í Reykjavík, er sjötugur í dag. Auk þess að vera í fararbroddi á sviði íþróttamálanna um ára- tuga skeið, á Erlingur að baki farsælan starfsferil í lögregluliði höfuðborgarinnar í full 45 ár og forystumaður í stéttarsamtökum lögreglumanna um langt skeið. En þjóðkunnur er hann fyrst og og fremst fyrir íþróttaafrek sín og önnur afskípti af íÞróttamálum, enda mjög að verðleikum. Erlingur Pálsson er vaxinn úr jarðvegi sunnlenzkrar sveitamenn ingar, þróttmikill sproti á sterk um ættarmeiði með skýrum ein- kennum og kynfestu- Fæddur er hann að Árhrauni á Skeiðum í Árnessýslu 3. nóv. 1895, sonur hjónanna Ólafar Steíngrímsdóttur og Páls Erlingssonar, sem þar bjuggu og síðar að Efra-Apavatni, þar sem Erlingur sleit barnsskón um. í móðurætt er Erlingur 4. mað ur frá Sveini lækni í Vík Pálssyni, því að lang-amma hans var Sig- ríður Sveinsdóttir frá Vík. Einnig er hann 5. maður frá Bjarna land lækní Pálssyni og 6. maður frá Skúla fógeta. í föðurætt er Erling Tir m.-a: 5. maður frá Nikulási sýslumanni í Rangárþingi Magnús syni og 9. liður frá Guðbrandi Hólabiskupi, og auðrakin er föð- urætt hans til Randíðar í Hvassa felli. Föðurbróðir Erlings var, sem alkunna er, Þorsteinn skáld Erlingsson. Tíu ára að aldri fluttist Erling ur með foreldrum sínum og bræðr um til Reykjavíkur. Faðir hans hafði þá um 15—20 ára skeið stundað sundkennslu með búskap og sjómennsku, en brá nú búi til þess að helga sig sundkennslu ein- vörðungu. Var sundkennslan Pálí meira en brauðstrit. Hún var hug- sjónastarf. Má segja, að hann hafi flestum öðrum fremur lagt varan legan grundvöll undir sundmennt þjóðarinnar á Þessari öld og orðið áhrifamestur sundkennari henn- ar. Barn að aldri tók Erlingur að kenna sund með föður sínum og vann að sundkennslu fram undir 1920, er hann hóf lögreglustörf. Jafnframt stundaði hann á ungl íngsárum sínum kaupavinnu í Ár- nessýlu og sjóróðra á Suðurnesj um og ýmsa aðra atvinnu, enda bráðþroska og tápmikill að hverju sem hann gekk. Hann fór utan árið 1914 og nam nýjustu sundað ferðir á ágætum íþróttaskóla í Lundúnum. Hlaut hann lof fyrir t'rammistöðu sína þar og viður kenningu sem úrvals sundmaður. Var hann þá þegar orðinn frækn asti kappsundsmaður íslendinga og eí'tir dvölína í Lundúnum ótvírætt þeirra kunnáttumestur Lærði hann m a íkrið=nnrl os flutti þá q?ífp"?í h ,r>-»Q* t;' '-,.-.-! A Þessun i u .u .engi síðan 'ók Erlingui þati i oteJjánái sund mótum og sundþrautum oc bar >l um þo1 os> 'eikni Hann var og tiinn líðtækasti i glímu og fleiri íþróttum, en lét sundþjálfunina sitja í fyrirrúmi. Hann vandist því nngur að synda í sjó vetur og sum ar. tók m a- átta sinnum þátt i svonefndu „nýárssundi" og hafði alltaf sigur. Löngu eftir að nýárs sundið var af lagt sem keppnis greín hélt Erlingur þeim sið að synda í sjó a nýjársdag, hvernig sem veður var. Hefur hann gert Þetta fram undir þennan dag? og er það til marks um þrek hans og viljastyrk. Þá þreytti hann ung- ur „Engeyjarsund" óg „Viðeyjar- sund", og árið 1927 vann hann mesta sundafrek íslenzks manns á síðari öldum, er hahn synti úr Drangey hina sömu leið og Grett ir Ásmundarson forðum. Drang- eyjarsundið skípaði Erlingi á heið ursbekk meðal íslenzkra afreks- manna, enda mun þess lengi minnzt í íþróttasögu okkar, svo einstætt má það teljast, þó að aðr ir hafi síðar leikið það eftir hon um. Oftar en einu sinni sigraði hann í hinu svonefnda íslendinga sundi (500 m sjósundi), sem nú er niður lagt fyrir löngu. En Erlingur var ekki aðeins Þolsunds- og kappsundsmaður í fremstu röð, heldur hefur hann einnig um áratuga skeið verið að- alforustumaður í félagslífi sund- manna, m. a. sem formaður Sund sambands íslands frá stofnun þess 1951 og fulltrúi á sundþingum ierlendis og fararstjóri sundmanna ^oftar en flestir aðrir. Hann var varaforseti Í.S.Í. 1933—1951 og formaður Sundráðs Reykjavíkur 1932—1950. Oft heur hann sótt Olympíuleika sem fararstjóri, var m. a. aðalfararstjóri á Leikunum i Lundúnum 1948. Á æskuárum sínum var hann áhugasamur ung imennafélagi og starfaði mikið í i Ungmennafélagi Reykjavíkur, 'bæði að íþróttamálum og öðrum i menningar- og framfaramálum. — Erlingur átti sæti í nefnd þeirri, ei undirbjó íþróttalögin frá 1940, sem sett voni að frumkvæði Her- manns Jónassonar forsætisráð- herra. Þau ollu byltingu í íþrótta málum þjóðarinnar. M. a. var þá tekin upp sundskylda hér á landi, jog átti Erlingur mikinn Þátt í að móta ákvæði laganna um það efni. Verðui forysta hans á því sviði seint fullmetin. Einníg hefur hann jfrá fyrstu tíð setið i Laugardals 'nefnd. sem forgöitgu hefur um að koma upp fullkomnutn íþrótta- mannvirkjum í höfuðbo.'ginni, og einnig var hann meðal helztu hvatamanna að byggingu SandhaH ar Reykjavíkur, og var m-a- for- stjóri hennar um skeið, en lét fljót lega af því starfi vegna eindreg inna tilmæla um að halda afram yfirmannsstöðu sinni hjá lögregl unni. Þó að Erligur ynni löngum mik ið í þágu íþróttamála og ætti jafn an langan og erfiðan starfsdag hjá lögrgelunni með næturvöktum og einatt næsta óreglubundinni vinnu, þá var eins og starfsþoli hans væri aldrei ofboðið. Um langt skeið rak hann talsverðan búskap á Bjargi við Sundlauga- veg, meðan Þess var kostur, hafði framan af aðallega kúabú, síðar svínabú, og jafnan nokkra garð rækt. Fylgdi búrekstrinum að sjálfsögðu mikil vinna og umsvif. Gekk hann sjálfur að verkí eftir því sem tími vannst til, reis árla úr rekkju morgun hvern og sinnti skepnuhirðingu og öðrum bústörf um áður en hann hélt til vinnu sinnar á lögreglustö'ðinni. Flesta morgna mun hann hafa tekið sundsprett í sundlaugunum eða í sjónum. Er af öllu sýnt. að Erling ur er hinn mesti þrekmaður, enda sparaði hann sig lítt á þeim ár- um, sem umsvif hans voru mest. Þrátt fyrir dugnað og kappgirni er Erlingur einstakur að jafnaðar- geði ogfer sér aldrei óðslega. Ef til vill er skaplyndið hans megin styrkur. Erlingur naut lítillar skóla- menntunar, eins og fleiri af hans kynslóð, en hefur bætt sér hana upp með sjálfsnámi í ýmsum grein um. Er hann um margt vel að sér, einkum þaullesinn í íslands sögu og fornum og nýjum bók- menntum þjóðarinnar. Hefur hann á hraðbergi tilvitnanir í ljóð og sögur, enda óvenjulega minnugur. Er varla ofmælt, að hann kunni utan að heilar Ijóðabækur og forn- sögur, sem hann las og lærði í æsku. Sjálfur er hann vel skáld mæltur og bragfróður, iðkar m. a. þá íþrótt sér og öðrum til gamans að yrkja vísur undir dróttkvæðum hætti með hinum flóknustu kenn ingum og orðaröð. Hann kvæntist 30. júní 1921 Sig- ríði Sigurðardóttur bónda og pósts á Hörgslandi á Síðu, síðar í Árnanesí í Hornafirði, Pétursson ar. Er Sigríður dugmikil kona, sem staðið hefur fyrir hinu fjöl menna heimili og miklu umsvif um þeirra hjóna með frábærri atorku, en hin síðarí ár hefur hún oft átt við vanheilsu að stríða. Af börnum Þeirra eru á lífi sjö dæt ur. Á þessum tímamótum í ævi Erlings minnumst við gamlir sam- herjar hans og vinir úr Ungmenna félagi Reykjavíkur og íþróttahreyf ingunní hins frækna íþróttakappa og brautryðjanda, en fyrst og fremst hins ágæta félaga. Erling ur er sérkennilegur persónuleiki og enginn hversdagsmaður, en okk ur gömlum vinum hans er efst í huga, að hann er drengur góður, eins og þær fornhetjur, sem við lærðum að dá í æsku okkar, og Erlingur hefur sjálfur svo mikl ar mætur á. Flyt ég honum og fjölskyldu hans mínar innilegustu árnaðar óskír. Guðm. Kr. Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.