Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 11
MBDVIKUDAGUR 3. nóvember 1965 TfMINN n . MO RÐl 1 ¦ •• GEORGES SIMENON 61 f hverri einustu lögreglustöð í París voru menn á varðbergi. Lög reglubílar í tugatali rannsökuðu hvern krók og kima, borgaraklædd ir lögreglumenn f óru á veitingahús og krár. Þeir höfðu gát á öllum vegum út úr borginni — en allt kom fyrir ekki. Hver einasta bif- reið sem út úr borginni fór var stöðvuð og rannsökuð hátt og lágt. Maigret fann til vanmátt- ar. Hann hafði gert það sem stóð í hans valdi að gera. Það sem á eftir færi mundu aðrir annast. En það var stórkostleg tilvilj- un ef maðurinn fyndist. Það sem um var að ræða var að finna einn mann af mörgum milljónum, og hann var maður, sem var ákveð- inn í að láta ekki finna sig. Maigret hafði gert skyssu. Hann hafði orðið of seinn. Þegar hann gekk í áttina til dyranna, spurði Louise Bourget: — Verðum við að vera hér kyrr? — í nokkurn tíma. Ég býst við að það þurfi að ganga frá ýms- um formsatriðum og kannski verðið þið yfirheyrð aftur. Úti í garðinum glápti Felix illi lega á eftir honum og fór upp til þess að hitta stúlkuna. Kannski fengi hann reiðikast vegna þess að lögregluforinginn hafði verið nokkra stund í einrúmi með vin- konu hans? Lögregluforinginn gekk frá hús inu og inn á næstu veitingakrá við Boulevard des Batignolles. — Bjórkrús? spurði barþjónn inn, sem hafði ágætt minni. Hann hristi höfuðið. — f dag langaði hann ekki í bjór, heldur eitthvað miklu sterkara. Seinna fékk hann sér annan sjúss og eftir nokkra umhugsun þann þriðja. Það var einkennilegt, að þessi sorgarleikur skyldi í rauninni eiga upptök sín í Saint-Fiacre, litla þorpinu þar sem þeir báðir Ferd- inand Fumal og hann voru fæddir. Maigret hafði fæðzt í þennan heim í einu úthýsanna frá höll- inni, þar sem faðir hans var ráðs- maður. Fumal hafði fæðzt í slátr- arakytru og móðir hans hafði á sér mjög vafasamt orð. Hvað Viktor snerti hafði hann f æðzt í niðurníddum timburkof a og foreldrar hans urðu að hafa úti allar klær ti'l að draga fram lífið. Var það einmitt þetta sem hafði látið lögreglufulltrúann halda, að hann skildi þá? Hugsanir lögregluforingjans flugu vítt og breitt, meðan hann sat á háum barstólnum og sötr- aði sterkan drykkinn. Fumal hafði verið ákveðinn í framkomu víð hann vegna þess að í gamla daga þegar þeir gengu saman í skóla hafði hann litið á Maigret sem son ráðsmannsins í höllinni. Viktor aftur á móti hlaut að hafa litið á alla þá sem óvini, sem bjuggu í sómasamlegum hýbýlum og var fullur af beizkju út í alla þá sem komust áfram í lífinu. Fumal hafði gert þá stóru skyssu að sækja Viktor og fara með hann til Parísar og gera hahn að eins konar lífverði sínum. Hafði Victor ekki verið innan- brjósts eins og fanga í Boulevard de Courcelles. í litla klefanum sín um þar sem hann bjó aleinn eins og dýr í búri hafði hann þá ekki dreymt um gamla frjálsa daga, þegar hann læddist um í skógun- um heima í leit að veiðibráð? — Einn enn, herra? En Maigret hristi höfuðið. — Nei þökk fyrir. Hann langaði ekki að drekka meira. Hann- þurfti þess ekki. Hann varð að Ijúka því verki sem hann hafði byrjað, jafnvel þótt hann hefði enga.trú á að árangur fengist, hann hlaut að fara á stöð- ina og skipuleggja leitina. Kafli 9. Fyrirsagnir blaðanna voru á þessa lund: Tvöfaldur ósigur innanríkis- lögreglunnar. En það þýddi: "Tvöf aldur ósigur Maigrets." Um hábjartan dag hafði maður horfið, maður, sem hafði myrt konung kjötmarkaðsins og skóg- arvörð að auki, horfið úr einka- höll við Boulevard de Courcelles, í augsýn lögreglunnar og rann- DEILD 7 VALERIY TARSIS 26 "Úhú," tautaði Adrianov, feitur og móður, gamall og þreytulegur. Það er heilmikið spjallað um hann á sjúkra- húsinu . . . vel þekktur rithöfundur . . . það er ekkert að honum . . . engin rannnsókn eða lækningatilburðir .... Mér er ekki um þetta. Hvað finnst yður, Kizyak lækni, álítið þér hann brjálaðan?" Þarna kom sú spurning, sem hún hafði óttazt. Hún ótt- aðist ekkert frekar en að verða að taka ákveðna afstöðu sjálf, þetta er einkenni allra potara. Hún átti ekki til með- aumkun með neinum, sízt af öllu með Almazov, en hún var hrædd við hann og forðaðist deildina, sem hann dvaldi á. Það var ekkert að athuga við geðheilsu hans, hún var undrandi á því, að dvölin á sjúkrahúsinu skyldi ekki hafa haft nein áhrif á hann. En það var annað að álíta þetta en að láta þetta álit í ljós við yfirlækninn. Málið hafði margar hliðar. Það hafði verið minnzt á Almazov í erlendum blöðum. Og hún var ábyrg, ef eitthvað óvænt og óæskilegt gerðist. Það vissu allir að leynilögreglan átti sök á handtöku Almazov, en um þetta var ekkert skráð, þeir voru lausir allra mála. Hann hafði verið fluttur þangað samkvæmt fyrirmælum lög- regluyfirvaldanna, en hún var læknirinn og bar ábyrgðina. Hún átti að sjá um sjúklinginn. Hvað átti hún að gera? Það var varhugavert að sjúkdómsgreina án ástæðu. Ef þetta yrði rannsakað síðar? Hvað þá? Alþjóðleg rannsóknarnefnd gat átt hér hlut að máli . . . Allt gat gerzt . . . Og allir gátu þvegið hendur sínar, nema hún, hún gat að lokum lent í fangelsi út af þessu. Adrianov beið svars. "Ég get ekki svarað þessu. Árangur rannsóknanna er ekki ótvíræður. Það er erfitt að eiga við sjúklinginn. Hann vill enga samvinnu. Hann neitar, að gerð sé á honum mænu- stunga, hann segir, að við ætlum að drepa sig eða gera sig að aumingja. Ef beita ætti valdi, hótar hann að drepa hvern þann, sem leggur hendur á hann. Ég hef ætlað að leita ráða hjá yður um þetta. Stjórnarráðið verður að úrskurða þetta, óg það er leiðinlegt að þurfa að beita valdi ..." „Jæja, ég býst við, að það liggi ekkert á, ég myndi ekki beita valdi." "Það held ég einnig." "Hafið þér ráðfært yður við aðra lækna?" "Ekki enn þá, ég ætlaði að ráðfæra mig við Nezhevsky prófessor, en hann er erlendis." "Talið þér við Stein." Dagarnir voru langir, en vikur og mánuðir liðu eins og örskot. Það vakti furðu Almazovs, að í fyrstu virtust allir mjög órólegir, en þegar á leið voru allir orðnir rólegir og ?vvittust 'éhgan áhuga hafa á því að komast út. "Ég skil ekki, hvers vegna sumir vilja endilega komast héðan," sagði Samdelov eitt kvöldið, þar sem þeir sátu eins og vanalega þrír eða fjórir saman á einu rúmanna. "Ég er hamingjusamur. Ég fæ mat, föt og það bezta er, að maður losnar alveg við bjánalegar pólitískar kommaprédikanir. Skiljið þið það? Enginn áróður, og maður má segja, það sem maður vill. Hvar leyfist þetta annars staðar? Ég bað um "Svarta obelískan" eftir Remarque, og fékk aðeins áminn- ingu, hugsið ykkur. Hvers er hægt að krefjast frekar? Og félagsskapurinn gæti ekki verið ánægjulegri, ég hefði ekk- ert á móti því að eyða ævi minni á meðal ykkar. Ég held ég fari að leika siúkling. Ekkert er auðveldara. Þið þekkið Melnikov á deild 11? Hann hefur leikið á læknana í mörg ár. Hann sagði mér það sjálfur." "Þetta er engin lausn, eins og þið vitið," sagði Almazov. "Við getum ekki gefizt upp. Við getum ekki horfið frá raun- veruleikanum og inn í gróðurhúsið. Til hvers væri þá lifað. Fangelsið er ekki líf." „Rússland er fangelsi", sagði Tolya lágt. „Og það er ekki hægt að strjúka ... nema ..." "Ég hef sagt þér það áður, Tolya, að það er engin lausn að skera sig á háls", andmælti Morenny ákveðinn, „það, sem þarf að gera, er að skera þá á háls." „Það er auðveldara sagt en gert", sagði Zagogulin. Hvern- ig ferðu að því að sigrast á deyfð og ótta heillar þjóðar þú getur ekkert gert. Það er nóg af lítilsilgdu dóti, eins og konan mín er, og það eru stoðir skipulagsins. Og allir embættismennirnir og lögregluliðið og læknarnir eins og Ilse til dæmis." (Lydia Kizyak var nefnd eftir fangabúðaböðlinum og sadistakvensunni Ilse Koch). "Þetta eru hundruð þúsunda og við erum nokkrir tugir." "Og það eru fleiri," greip Volodya fram í, "hafið þið ekki tekið eftir því, að okkur fer sífjölgandi, við erum þúsund í dag og verðum milljónir á morgun. Við látum ekkert á okkur kræla, en við erum þar. Við munum sameinast og tendra slíkt_bál, að allt lögreglulið heimsins mun ekki geta slökkt það." "Uss, talið þið ekki svona hátt," hvíslaði Diamant, "þú verð- ur til þess, að við verðum allir skotnir". „Þú ert góður, Volodya var orðinn reiður, „skilurðu ekki, að þeir geta ekkert gert okkur, við erum brjálaðir, veiztu það ekki, þeir geta ekki einu sinni dæmt okkur, en við höf- um á réttu að standa og okkar verður sigurinn að lokum" "Þetta er sá rétti andi," sagði Almazov. "Mesti veikleiki okkar er, að við ýkjum vangetu okkar svo mjög, að það lamar vilja okkar. Allt sem við vinnum með því er að þrengja snöruna að hálsinum." (c) Colllns ano Harvlli »res» i»6S sóknardómarans. Ef til vill var hann vopnaður. Hann hlaut að hafa í vösum sínum um 15 millj- ónir franka. Hann átti enga vini svo vitað væri í París og þekkti engan. Þó fannst hann hvergi þrátt fyr- ir ákafa leit. Þúsundir lögreglumanna um allt land leituðu án árangurs í marga daga. Brátt dofnaði áhugi al- mennings, en nafn hins horfna morðingja var áfram á skrá hjá þeim, sem ábyrgðina báru. f fimm ár spurðist ekki til hans. Morgun einn í nóvember lagðist flutningaskip við bryggju í Cherbourg. Það kom frá Panama og innan borðs voru nokkrir far- þegar. Hafnarlögreglan tók eftir farþega á þriðja farrými, sem virtist þjáður af sjúkdómi og vega- bréfið hans var klaufalega fals- að. — Viljið þér koma þessa leið? sagði einn lögreRirrriaFurinn kurt- ÚTVARPIÖ Miðvikudagur 3. nóv 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis I útvarp. 13.00 Við vinnuna: I Tónlekiar. Við sem heima sitjum. Finnborg Örnólfsdóttir les söguna ..Högni og Ingibjörg" eftir Torfhildi Hólm (5) 15.00 Miðdegisútvarp. M. a.: Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson syngja lög eftir Áske) Jónsson og Jónas Tómasson. 16.00 Síðdegisútvarp 17.20 Framburðarkennsla t esp eranto og spænsku. 17.40 Þing fréttir. 18.00 Útvarpssaga barn- anna: ,Úlfhundurinn" eftir Ken Anderson. Benedikt Árnason les. 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tón- leikar Tilkynningar 19.30 Frétt ir 20.00 Daglegt mál. Árni Böðvarsson cand. mag. flytur þáttinn 20 05 Efst á baugi. 20.35 Lausn efnahagsvandamála og hinn almenni neytandi. Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur flyt- ur erindi 21.00 Lög unga fólks ins. Bergur Guðnason kynnir. 21. 50 Kapp með forsjá Sigurður Sig urðsson talar um íþróttir 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Kvöldsagan: „Örlög manns" eftir Mikhail Sjólókoff. 22.30 Kammer tónlist. 23.35 Dagskrárlok. Fimmtudagur 4. nóvember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp., 13.00 Á frívaktinni. Ey- dís Eyþórsdóttir stj. óskalaga- þætti fyrir Isjómenn. 114.40 Við, sem heima sitjum, Margrét Biarnason segir frá konum í Pakistan. 15. 00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegis útvarp. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Segðu mér sögu, Sigriður Gunn laugsdóttir stjórnar þætti fyrir yngstu hlustendurna. í tímanum les Sefán Sigurðsson framhal'ds söguna „Litli bróðir og Stúfur." 18.20 Veðurfregnir. 18.30 TónleLk ar. Tilkynningar. 19.30 Fréttir 20.00 Daglegt mál. Árni Böðvars son cand, mag. flytur þáttinn. 20.05 „Á ég að gæta bróður míns?" Dagskrá á veguin sam takanna Herferð gegn hungri. 20.45 Gestur í útvarpssal: Otto Stöterau frá Hamborg leikur á Ptanó. 21.15 Bókaspjall. Nýr þátt ur undir stjórn Njarðar P. Njarð vík cand. mag. 21.45 Tónleikar 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 10 „Læstar dyr" smásaga efti Þóunni Elfu Magnúsdóttur Höf- undur les. 22.30 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23. 00 Bridgeþáttur Stefán Guðjohn sen og Hjalti Elíasson flytja 23. 25. Dagskrárlok. wxsmii*.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.