Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.11.1965, Blaðsíða 13
MHTOVIKUDAGUR 3. nóvember 1965 ÍÞtéfTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 - eöa íivaö? Alf—Reykjavík, þriðjudag. Mó+anefnd KSÍ auglýsti úrslita leikhm í Bikarkeppninní milli Vals og Akraness sem síðasta leik inn á keppnistímabilinu. En er keppnistímabilinu raunvemlega lokið? Hvað líður „Litlu Bikar- keppninni", sem Akranes, Kefla- vik og Hafnarfjörður standa að, er henni lokið? Blaðið reyndi að afla sér upp- lýsinga um keppnina og eftir þeim, er langt frá því, að keppn inni sé loMð, — og eru ekki líkur til þess, að takast megi að ljúka henni á þessu ári. Engin móta nefnd mun annast niðurröðun leikja í „Litlu Bíkarkeppninni", sem Albert Guðmundsson og Axel Kristjánsson stofnuðu til á sínum tíma — og þess vegna hefur rikt megnasta ósMpulag um fram- kvæmd hennar. f upphafi var ætl unin að þessi keppni yrði eins konar æfingamót vegna íslands mótsins fyrir utanbæjarliðin líkt og Eeykjavíkurmótið fyrir Rvfltur félögin — vog var meiningin, að Síðasti vallargesturinn gengur út — og fáninn droginn niSur í siðasta sinn á keppnistímabilinu. Myndina tók Róbert á Melavellinum á sunnu daginn eftir úrslitaleikinn. úrslit fengjust áð vorlagi. Það væri synd, ef utanbæjarliðin létu ,,Litlu Bíkarkeppnina" grotna nið ur, Því tilgangurinn með henni er góður. '"WBWWWWJSfiSI Æfingin skapar meisfarann Borgakeppni milli Rvíkur og Hamborg- aúvi rnut ALF—Reykjavík, þriðjudag. Svo getur farið, að borgarkeppni milli Reykjavíkur og Hamborgar í knatlspyrnu fari fram hér næsta vor. Knattspymuráð Reykjavíkur hefur að undanförnu breifað fyrir sér um slíka keppni milli borganna og hcfur verið tekið vel í slíka hugmynd af hálfu Þjóðverja, en hins vegar ekkert afráðið enn þá. Knattspyrnuráð Reykjavíkur á heimsóknarrétt næsta vor og ef úr heimsókn Hamborgar-úrvalsins verður, mun liðið leika fleiri en einn Ieik. Þjóðverjar eiga sterk knattspyrnulið og í Hamb. eru margir úr- valsleikmenn, sem gaman væri að sjá leika hér á Laugardalsvellinum. Þess má geta, að Fram á rétt á miðsumars-heimsókn, en hefur ekki enn þá þreifað fyrir sér með lið. Það er gömul saga og ný, að æfingin skapar meistarann. Táknrænt dæmi um það, er sigur Vals í nýafstaðinni Bikar keppni. Eftir íslandsmótið hafa víst fáir rennt grun í það að Valsmenn ætfru eftir að verða Bikarmeistarar, því svo illa kom liðið út úr siðari um- ferð íslandsmótsins, tapaði öll- um sínum leikjum og gat að mörgu leyti hrósað happi að hafa haldið sæti sinu í deild- inni. En núna, rúmum mánuði síðar, standa Valsmenn með pálmann í höndunum sem sig urvegarar í Bikarkeppninni — og það er skoðun margra, að Þeir geti þakkað glerhálum Melavelli fyrir þann sigur. En er það allur sannleikurinn? Nei, og það er langt frá því, að hinn háli keppnisvöllur standi á bak við sigur Vals, þó svo, að hann hafi hjálpað til. Það er fyrst og fremst knatt- spyrnugeta Valsmanna sjálfra sem færði þeim sigur, og þrot lausar æfingar. Strax eftir ís- landsmótið héldu Valsmenn fund, þar sem þeir ræddu um hina slöku frammistöðu liðs ins í mótinu. Og á þeim fundi strengdu þeir þess heit að standa sig með sóma í Bikar keppninni og leggja hart að sér við æfingar. Þetta stóðu þeir við. Það var sama hvernig viðraði, þegar æfingar voru, myrkur, kuldi eða grenjandi rigning, alltaf var mætt á æfingar undir stjórn Geirs Guðmundssonar. Og Valsmenn hikuðu ekki við að leita að- stoðar sérfróðasta knattspyrnu þjálfara okkar, Karls Guð- mundssonar, sem vann að því :¦;:-, ' ' . ¦/ ' ;¦:...¦ ; -.¦' .?: :,,:¦'¦.¦¦ • '¦ Annað mark Vals. Ingvar skoraði það úr aukaspyrnu. Helgi Dan. stóð kyrr á línunni meðan knötturinn fór ínn fyrir — og reyndi of seint að verja, enda óhæot u.m vik. (Tímam. Róbert) ásamt Geir að undirbúa liðið fyrir átökin. Allír piltarnir voru samtaka og Þeir höfðu trú á því, að þeim myndi takast að sigra í keppninni. Fyrsti mót- herjinn var Fram. sem Valur átti í nokfcrum erfiðleikum með, en næsta mótherja, Akur eyri, vann Valur örugglega' — og þá var síðasta raunín eftir, sjálfur úrslitaleikurinn. Þrjá síðustu dagana fyrir leikinn héldu piltarnir hópinn, ræddu um leikinn sín á milli og fóru á töflufund, þar sem ,,taktikin" var rædd. Kvöldið fyrir leikinn fór svo allur hóp urinn saman í bíó og hvíldi sig vel fyrir átökin. Þeir gátu varla verið betur undirbúnir — margra vikna þrotlausar æfing ar að baki og hópurinn ein- huga. Með þetta fóru Valsmenn inn á völlinn á sunnudaginn — uppskera erfiðisins var sætur sigur. , Eftir leikinn hitti ég Árna Njálsson, fyrirliða Vals, og spurði hann hvort sigurinn hefði komið honum á óvart — þessi gamalreyndi fyrirliðí, sem stjórnað hefur liði sínu í blíðu og stríðu, svaraði: „Nei, hann kom mér ekki á óvart, þótt ég segi sjálfur frá. Bak við sig- urinn liggur vinna og aftur vinna sem margir aðilar hafa lagt á sig, strákarnir, þjálfarar og stjórn knattspyrnudeildar innar, þetta hlaut að enda með sigri." Megi fordæmi Valsmanna verða öðrum til eftírbreytni. — alf. B5*ÍW?WWIBB Keppa um þátttökurétt í Noröurlandamóti í bridge Norrænt bridgemót verður hald ið í Reykjavík í maímánuði næsta ár. Bridgesamband íslands er að hefja keppni 16 para um réttind KEPPA A SUNNUDAG Það er á sunnudaginn kemur, sem KR og sænsku meistararnir Alvik leika fyrri leik =inn í - Evrópubikarkeppninni i körfu- knattleik. Fer leikurinn fram í íþróttahúsinu á velli. Keflavíkurflug- KR-ingar hafa æft af kappi að undanförnu fyrir keppnina — bæði í Reykjavík og suður á Kefla víkurvelli — og í kvöW mun in til að spila í sveitum islands í I réttindi til að komast f þær tvær opna flokknum á norræna bridge- sveitir, sem koma til með að spila mótinu, en 6 efstu pörin öðlast' fyrir íslands hönd. Þessi 16 pör keppa: Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson Benedikt Jóhannsson — Jóhann Jónsson Eggert Benónýsson — Vilhjálmur Sigurðsson Einar Þorfinnsson — Gunnar Guðmundsson Guðjón Jóhannsson — Eiður Gunnarsson Gunnar Vagnsson — Jón Magnússon Hilmar Guðmundsson — Jakob Bjarnason Ingólfur Isebarn — Sigurhjörtur Pétursson Jóhann Jóhannsson — Lárus Karlsson J6n Arason — Sigurður Helgason Júlíus Guðmundsson — Tryggvi Þorfinnsson Ólafur Þorsteinsson — Sveinn Helgason Ragnar Þorsteinsson — Þórður Eliasson Símon Símonarson — Þorgeir Sigurðsson Stefán Guðjohnsen — Þórir Sigurðsson Steinþór Ásgeirsson — Þorsteinn Þorsteinsson. Spilað verður að Hótel Sögu og hefst keppnin í dag (miðvikudag) kl. 20. Keppnisstjóri verður Guð- mundur Kr Sigurðsson • verða sjónvarpað viðtali við Einar Bollason, fyrirliða KR. og hinn bandarsíka þjálfara liðsins. í Keflavíkur-sjónvarpinu, þar sem þeir munu segja frá undirbúningi vegna keppninnar. Myndin. sem birtist hér að ofan, er af mótherjum KR, sænsku meisturunum Alvik, sem i fyrra komust i 2. umferð Evrópubíkar- keppninnar. Viku seinna mun hefjast keppni 14 kvennapara um réttin til að spila í kvennasveit fslands á nor ræna bridgemótinu og verður spil að á sama stað og sama tíma. Aðalfundur Aðalfundur Handknattleiksdeild ar Fram verður haldinn þriðjudag inn 9. nóvember n. k. f félagsheim ilinn. Hefst fundurinn klukkan 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.