Tíminn - 03.11.1965, Side 13

Tíminn - 03.11.1965, Side 13
SIÍÐVTKUDAGUR 3. nóvember 1965 TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 ■ r r Aíf—Reykjavík, þriðjudag. Mótanefnd KSÍ auglýsti úrslita leikinn í Bikarkeppninni milli Vals eg Akraness sem siðasta leik inn á keppnistímabilinu. En er feeppnistímabilinu raunverulega lokið? Hvað Líður „Litlu Bikar- keppninni“, sem Akranes, Kefla- vík og Hafnarfjörður standa að, er henni lokið? Blaðið reyndi að afla sér upp- lýsínga um keppnina og eftir þeim, er langt frá því, að keppn inni sé lokið, — og eru ekki líkur til þess, að takast megi að ljúka henni á þessu ári. Engin móta nefnd mun annast niðurröðun leikja í „Litlu Bikarkeppninni“, sem Albert Guðmundsson og Axel Kxistjánsson stofnuðu til á sínum tíma — og þess vegna hefur ríkt megnasta óskipulag um fram- kvæmd hennar. f upphafi var ætl unin að þessi keppni yrði eins konar æfingamót vegna íslands mófcsins fyrír utanbæjarliðin líkt og Eeykjavíkurmótið fyrir Rvíkur félögin — ,og var meiningin, að Síðasti vallargesturinn gengur út — og fáninn dreginn niður í síðasta sinn á keppnistímabilinu. Myndina tók Róbert á Melavellinum á sunnu daginn eftir úrslitaleiklnn. úrslit fengjust að vorlagi. Það væri synd, ef utanbæjarliðin létu „Litlu Bikarkeppnina“ grotna nið ur, Því tilgangurinn með henni er góður. Rorgakeppni milli Rvíkur og Hamhorg- ALF—Reykjavík, þriðjudag. Svo getur farið, að borgarkeppni milli Reykjavíkur og Hamborgar í knattspymu fari fram hér næsta vor. Knattspyrnuráð Reykjavíkur i hefur að undanförnu Þreifað fyrir sér um slíka keppni milli borganna I og hefur verið tekið vel í slíka hugmynd af hálfu Þjóðverja, en hins j vegar ekkert afráðið enn þá. Knattspymuráð Reykjavíkur á heimsóknarrétt næsta vor og ef úr I heimsókn Hamborgar-úrvalsins verður, mun liðið leika fleiri en einn j leik. Þjóðverjar eiga sterk knattspyrnulið og í Hamb. eru margir úr- valsleikmenn, sem gaman væri að sjá leika hér á Laugardalsvellinum. Þess má geta, að Fram á rétt á miðsumars-heimsókn, en hefur ekki enn þá þreifað fyrir sér með lið. Æfingin skapar meistarann Það er gömul saga og ný, að aefingin skapar meistarann. Táknrænt dæmi um það, er sigur Vals í nýafstaðinni Bikar keppni. Eftir íslandsmótið hafa víst fáir rennt grun í það að Valsmenn ætfcu eftir að verða Bikarmeistarar, því svo illa kom liðið út úr síðari um- 'erð íslandsmótsins, tapaði öll- um sínum leikjum og gat að mörgu leyti hrósað happi að hafa haldið sæti sínu í deild- inni. En núna, rúmum mánuði síðar, standa Valsmenn með pálmann í höndunum sem sig urvegarar I Bikarkeppninni — og það er skoðun margra, að Þeir geti þakkað glerhálum Melavelli fyrir þann sigur. En er það allur sannleikurinn? Nei, og það er langt frá því, að hinn háli keppnisvöllur standi á bak við sigur Vals, þó svo, að hann hafi hjálpað til. Það er fyrst og fremst knatt- spyrnugeta Valsmanna sjálfra sem færði þeim sigur, og þrot lausar æfingar. Strax eftir ís- landsmótið héldu Valsmenn fund, þar sem Þeir ræddu um hina slöku frammistöðu liðs ins í mótinu. Og á þeim fundi strengdu þeir þess heit að standa sig með sóma í Bíkar keppninni og leggja hart að sér við æfingar. Þetta stóðu þeir við. Það var sama hvernig viðraði, þegar æfingar voru- myrkur, kuldi eða grenjandi rigning, alltaf var mætt á æfingar undir stjórn Geirs Guðmundssonar. Og Valsmenn hikuðu ekki við að leita að- stoðar sérfróðasta knattspyrnu þjálfara okkar, Karls Guð- mundssonar, sem vann að því Annað mark Vals. Ingvar skoraði það úr aukaspymu. Helgi Dan. stóð kyrr á línunni meðan knötturinn fór inn fyrir — ®g reyndi of seint að verja, enda óhæot u.m vik. (Tímam. Róbert) ásamt Geir að undirbúa liðið fyrir átökin. Allír piltarnir voru samtaka og Þeir höfðu trú á því, að þeim myndi takast að sigra í keppninni. Fyrsti mót- herjinn var Fram. sem Valur átti í nokkrum erfiðleikum með, en næsta mótherja, Akur eyri, vann Valur örugglega — og þá var síðasta raunin eftir, sjálfur úrslitaleikurinn. Þrjá síðustu dagana fyrir leikinn héldu piltarnir hópinn, ræddu um leikinn sín á milli og fóru á töflufund, þar sem „taktikin" var rædd. Kvöldið fyrir leikinn fór svo allur hóp urinn saman í bíó og hvíldi sig vel fyrir átökin. Þeir gátu varla verið betur undirbúnir — margra vikna þrotlausar æfíng ar að baki og hópurinn ein- huga. Með þetta fóru Valsmenn inn á völlinn á sunnudaginn — uppskera erfiðisins var saetur sigur. , Eftir leikinn hitti ég Áma Njálsson, fyrirliða Vals, og spurði hann hvort sigurinn hefði komið honum á óvart — þessi gamalreyndi fyrirliðí, sem stjórnað hefur liði sínu í blíðu og stríðu, svaraði: „Nei, hann kom mér ekki á óvart, þótt ég segi sjálfur frá. Bak við sig- urinn liggur vinna og aftur rinna sem margir aðilar hafa lagt á sig, strákarnir, Þjálfarar og stjórn knattspymudeildar innar, þetta hlaut að enda með sigri “ Megi fordæmi Valsmanna verða öðrum til eftírbreytnL — alf. Keppa um þátttökurétt í Norðurlandamóti í bridge Norrænt bridgcmót verður hald ið í Rcykjavík í maímánuði næsta ár. Bridgesamband íslands er að hefja keppni 16 para um réttind in til að spila í sveitum íslands í I réttindi til að komast í þær tvær opna flokknum á norræna bridge- sveitir, sem koma til með að spila mótinu, en 6 efstu pörin öðlast' fyrir íslands hönd. Þessi 16 pör keppa: Ásmundur Pálsson — Hjalti ELíasson Benedikt Jóhannsson — Jóhann Jónsson Eggert Benónýsson — Vilhjálmur Sigurðsson Einar Þorfinnsson — Gunnar Guðmundsson Guðjón Jóhannsson — Eiður Gunnarsson Gunnar Vagnsson — Jón Magnússon Hilmar Guðmundsson — Jakob Bjarnason Ingólfur Isebarn — Sigurhjörtur Pétursson Jóhann Jóhannsson — Lárus Karlsson Jón Arason — Sigurður Helgason Júlíus Guðmundsson — Tryggvi Þorfinnsson Ólafur Þorsteinsson — Sveinn Helgason Ragnar Þorsteinsson — Þórður Elíasson Símon Símonarson — Þorgeir Sigurðsson Stefán Guðjohnsen — Þórir Sigurðsson Steinþór Ásgeirsson — Þorsteinn Þorsteinsson. Spilað verður að Hótel Sögu og hefst keppnin í dag (miðrikudag) kl. 20. Keppnisstjóri verður Guð-. mundur Kr Sigurðsson Viku seinna mun hefjast keppni 14 kvennapara um réttin til að spila í kvennasveit íslands á nor ræna bridgemótinu og verður spil að á sama stað og sama tíma. KEPPA A SUNNUDAG Það er á sunnudaginn kemur, sem KR og sænsku meistararnir Alvik leika fyrri leik sinn í ■ Evrópubikarkeppninni i körfu- knattleik. Fer leikurinn fram í íþróttahúsinu á velli. Keflavíkurflug- KR-ingar hafa æft af kappi að u.ndanförnu fyrir keppnina — bæði i Reykjavík og suður á Kefla víkurvelli — og í kvöld mun verða sjónvarpað viðtali við Einar Bollason, fyrirliða KR. og hinn bandarsíka þjálfara liðsins. í Keflavíkur-sjónvarpinu, þar sem þeir munu segja frá undirbúningi vegna keppninnar. Myndin, sem birtist hér að ofan, er af mótherjum KR, sænsku meisturunum Alvik, sem í fyrra komust í 2. umferð Evrópubikar- keppninnar. Aðalfundur Aðalfundur Handknattleiksdeild ar Fram verður haldinn þriðjudag inn 9. nóvember n. k. í félagsheim ilinu. Hefst fundurinn klukkan 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.