Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 3
1 e I í ÞJÓÐVILJANUM á sunnudaginn er skýrsla LúSviks Jósepssonar um baráttu hans og Alþýðu- bandalagsins gegn „her- námsliðinu“. Alþýðublað- inu finnst rétt að gefa les- endum sínum útdrátt úr þessu merkilega plaggi. TÓKUM ÞANN KOST AÐFBESTA... I nóvember 1956 fóru fram viðtöl í Reykjavík milli fulltrúa stjórnarinn- ar og Bandaríkjamanna um að koma fram ályktun al- þingis frá 28. marz. Þátt- töku Alþýðubandalagsins í afgreiðslu málsins þá lýs- ir Lúðvík svo: „Þá tókum við Alþýðu- bandalagsmenn þann kost- inn, sem við -töldum skárst an, að fresta um nokkra mánuði þeirri endurskoð- un, sem alþingi hafði á- kveðið“. VIÐ SRRIFUÐUM BRÉF. „Nokkrir mánuðir“ voru ekki liðnir fyrr en ári síð- ar, og þá segir x skýrsl- unni: „Alþýðubandalagið tók málið upp að nýju strax og tiltækilegt var. Þann 1. nóvember 1957 staðfesti Alþýðubandalagið þessa kröfu sína með bréfi til samstarfsflokkanna“. Og til þess að menn trúi þessu tgkur Lúðvík fram, að bréfið hafi „verið þirt“. VIÐ SKRIFUÐUM AFTUR BRÉF. Enn segir: „Þann 27. nóvember 1957 sendi Al- þýðubandalagið samstarfs- flokkum sínum annað bréf um málið, þar sem ekkert svar hafði borizt við fyrra bréfinu“. VORSÓKNIN 1958. Vorið 1958 hélt þarátt- an áfram. Þá ,jkaus þing- flokkur Alþýðubandalags- ins mig og Finnboga Rút Valdemarsson til þess að ræða sérstaklega við for- sætisráðherra uin fram- kvæmdir í þessu máli“. ENN VAR SKRIFAÐ BRÉF. Hver aíburðurinn rak annan í hinni geysiþörðu baráttu Alþýðubandalags- ins gegn herstöðvunixm, því að „8, nóvember (1958) skrifuðum við ráðherrar Alþýðubandalagsins sam- ráðherrum okkar 'hréf um málið ... Við þessu bréfi okkgr barst aldrei neitt svar. Þannig hefur þá gang ur málsins verið í stuttu máli rakinn“. í NÓV. 1956: Alþýðubandalagið frestar baráttu í hcr- síöðvamáíinu í nokkra mánuði. 1. nóv. 1957: Alþýðubandalagið skrifar bréf til sam- starfsflokka sinna í ríkisstjórn um herstijðvamálið. 27. nóv. 1957: Alþýðubandalagið skrifar enp .bréf til sömu aðilja og tilkynnir þehn að það muni birta bréfið frá 1. nóv. Júní 1959: Lúðvík og Finnbogi Rútur ræða við for- sætisráðherra um herstöðvamálið. 8. nóv. 1958: Ráðherrar Alþýðubandalagsins skrifa bréf um herstöðvamálið til samráðherra sinna. Þar með var hinni miklu baráttu lokið. Þetta finnst Alþýðublaðinu syo einstaklega skelegg og hetjuleg bar- átta, að það leggur til við Sósíalistaflokkinn, að þeir Lúð- vík og Hannibal verði verðlaunaðir með nokkurrá mán- aða lúxusferðalagi til Rússlands og Kína. LONDON, Moskva, 2. marz. (REUTER.) Sovétstjórnin féllst í dag á tillögu vesturveldanna um að kallaður verði saman fundur ntanríkisráðherra stór- veldanna til að ræða Berlínar- málið og friðarsamninga við Þýzkaland. í orðsendingu sovétstjórnar- innar, er afhent var fulltrúum vesturveldanna í Mbskvu í dag, segir að ef vesturveldin vilji ekki faMast á fund æðstu manna, sem fjalla skal um frið- arsamninga við Þýzkaland, þá falilist sovétstjórnin fyrir sitt leyti á fund utanríkisráðlherra til iað undirbúa fund æðstu mann-a. Leggja Rússar til að fundur utanríkisráðiherra verði haldinn í Vínarborg eða Genf iim miðjan næsta mánuð. Tekið er fram að fundurinn megi ekki standa lengur en tvo til þrjá mánuði. Sovétstjórnin telur að au'k beggja ríkisstjórna Þýzka- er undraefni til allra þvotta lands eigi Tékkar og Pólverjar að eiga fulltrúa á fundi ráð- her-ranna. Rússar halda enn fast við þá skoðun, að ríkisstjórnir beggja hluta Þýztkalands skuli ganga frá vandamálinu irn samein- ingu Þýzkalands. Vesturveldin eru vöruð við að grípa til hern- aðaraðgerða í Berlínardeilunm þegiar stjórn Austur-Þýzka-. lands verða afhent yfirráð henn ar. MACMILLAN og Krústjov ræddust við £ tvær klukku- stiindir í dag. Voru viðræðurn- ar mjög vinsamlegar að því er starfsm. brezka sendiráðsins í Moskvu sagði. Þetta var síð- asti opinberi fundur ráð'herr- anna áður en Macmillan snýr heim til Englands á miðviku- dag.'Fundurinn hófst skömmu eftir að orðsending sovétstjórn arinnar um Þýzkalandsmálið var afhent. Á morgun verður gengið frá sameiginlegri yfir- lýsingu Krústjovs og Macmill- ans um viðræður þeirra. GÓÐUR ÁRANGUR í (kvöld hélt sovétstjórnin veizlu fyrir hina ensku gesti sína í Kreml. Krústjov hélt að- aílræðuna og sagði mieðal ann- ars að viðræður .hans og Mac- millans hefðu yerið stórlega gagnlegar og leitt til þess að sjónarmið beggja aðila væm nú skýrari en áður. Hann kvað viðræðurn.ar vera góðan undir- Krústjov, MacmiIIan og Selwyn Lloyd á samniningafundi í Moskva. búning undir frekari samn- inga. Krústjov minntist einnig á hið bi-eytilega andrúmsloft meðan á viðræðunum stóð og sagðist vona að væntanlegar viðræður Maemillans og ann- arra foringja vesturveldanna mundu leiða til lausnar á al- þjóðavandamlálum'.Haniikvaðst ekki ha£a stungið up<p á griða- sáttmála milli Sovétríkjaona ogi Bretlands. í svarræðu sinni sagði Mae- millan, að öll deilumál Rússa: og Breta ætti að leysa á vett- vangi, Sameinuðu þjóðanna', VEKUR UNDRUN Á VESTURLÖNDUM Orðsending sovétstjórnarinn ar hefur vakið mikla furðu á Vesturlöndum, þar e ðekki er nema vika síðan Krústjov lét svo uiii mælt, að ekki kæmi til mála að fallast á fund utanrík- isráðherra stórveldanna. SHkt múndi aðeins toryehla sam- komulag í alþjóðamálum. í Washington hefur íalsmað- ur bantlaríska utanríkisráðu- neytisins sagt, að svar sovét- stjórnarinnar yrði athugað mjög vandlega. Mann kvað Bandaríkjastjórn fagna orð- sendingunni og hinni breyttu afstöðu Krústjovs. Talið er víst að Macmillan muni fara til Wasbington skömmu eftir heimkomuna frá Moskvu og gera ráðamönnum þar grein fyrír viðræðumtm við1 Krústjov. MOSKVA, 2. marz, (NTB— REUTER). Macmillan forsætisJ ráðherra Breta hélt í dag ræön, sem útvarpað var og sjónvarp- að xim útvarpsstöðina í MoskvuJ Macmillan flutti ræðuna á ensku en túlkur úr brezka sendi ráðinu þýddi hana jafnóðum á rússnesku. j Macmillan hóf mál sítt með því að þakka fyrir þá gestrisni, sem hann hefði orðið aðnjót- andi í för sinni um Sovétríkin, Hann sagði að enginn aðili.gæti unnið sigur í kjarnorkustyrj- öld, hún mundi þýða endalok siðmenningar og algert hrun,. en framhald kalda stríðsins væri einnig stórhættilegt. ,,Til- raun sérhvers aðila til aö bera sigur úr býtum í stríði leiðir til hruns. Við skulum því reyna að vinna saman í friði og þolin- ,mæði.“ MIKLAR FRAMFARIR. Macmillan kvaðst vera hrif- inn af hinum miklu framförum í Sovétríkjunum. „Þið eruð að uppskera laun erfiðis ykkar og •þrautseigju“, sagði hann. Englendingur framleiðir •'nqéþn ingi meira en Rússi.“ „Þjóð mín lifir a verzluní*. sagði Macmillan. „Við óskiwu eftir samkeppni á sviði unar pg framleiðslu. En ritn- -ingin -segir, að maðurinn ekki af þrauði einu sam?.n, sér-' hver einstaklingur verðxír .,iö hafa frelsi til að þroska per- sónuleika sinn. Á því byg'gir stjórnmálakerfi okkar“. ÞRJÁR LEIÐIR TIL KFLINGAR FRIÐI. Að lokum benti Maemuir.p á, ■ þrjár leiðir til þess að aitím vináttu Englands og Sovétrikj anna. 1) Forðast að skipta sér af málefnum hvors annara hvaí* sem er £ heiminum. 2) OrS ,<jg yfirlýsingar eru nægjanlegar til að tryggja vinsamíega sftpv* buð ríkja. Hana verður aÖ treysta í verki. 3) Þegar ,£ sta'ð skal hefja tilraunir til að eyffa tortryggni milii ríkja. Fyrsta skrefið er mikilvægast. &ptn fun Grivas Jaetur rl NIKÓSÍA, 2. marz. (NTB— REUTER). Makarios erkibisk- up á Kýpur var í allan dag á fundum með sir Hugh Foot, landsstjóra Breta á eynni. Erki biskupinn er nú aftur tekiim1 til starfa eftir að hafa verið í útlegð naéstUm þrjú ár. ” í dag var almennur frídagur hjá grískumælandi Kýpurbú- um og mikil hátíðahöld fóru víða fram til að fagna Makari- osi. Engar fregnir hafa borizt af viðræðum erkibiskupsins og Foot, en talið er, að þeir hafi rætt EOKA leynifélagsskapinn og foringja hans, Grivas of- ursta, sem enn fer huldu höfði. í viðtali við blaðamenn á mánu dagskvöld sagði Makarios að- eins að viðræður hans við lands stjórann hefðn verið gagnlegar og árangursríkar. ii sín heyra, lOrðrómur er um það, að :Ma-- karips og Grivas muni hiftask innan skamms, en engin sta-©• festing hefur fengizt á þyí.,-B&f» izt hafði verið við, að EOKA, mundi á einhvern hátt gefa"tíí ' kynna afstöðu sína til Kýpuí- samkomulagsins, en syo hpfirv ekki orðið, nema hvað í.inqrg* un hafði verið ritaður boðskap-* ur frá EOKA á ihúsviegg skammt frá bústað Makariosar þar sem segir aðeins: Lifi hiO frjálsa Kýpurlýðveldi. Hefur þetta verið mlkaiJ 6 þann veg, að EOKA saet.ti sif) við samkomulagið. Næstu daga verður Makaríoa önnum kafimi á fundum Foot og foringja iyrkneskri» manna á Kýpur, Fadil Katcbntf og munu þeir í sameiningu ujífiV irbúa lýðveldisstofnunina \ ,i\ eynni, sem fram fer á næéta árí. i Alþýðublaðið —- 3. marz 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.