Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 4
/ drtgtfmndí: Alþýeufiokkurinn. Bitat^órar: Benedikt Gröndai GWB 3. Ást- þórsxon og Helgi BsstnuadíKon (áb). FuUtrái ritotjómar: gsgvaSdi Kjáluara- «m. Frétteatjóri: Bjórgvln GuSnundaaoa. AudtýrinBastjóri Fétur Fébcs- aon. Bttatjómaiiíanxr: 14801 ofi 14808. Atudýatngasbni: 14804. AfgrattStíu- aiml: 14800. ASsetur: AJþýSuhúaia. PrutmUSje AlþýfSobl KrerCSeg. 8—14. Nú brosa Bretar Bretar eru þessa dagana að færa sig upp á skaftið í landhelgisbrotum á mjög hættulegan hátt, þar sem þeir hafa opnað ný ,verndarsvæði’ á höf- í :#ð veiðisvæði íslenzka bátaflotans á vertíðinni. ‘ IÞeir sýna hnefann á nýjan leik og velja stað og stund þannig, að íslendingum sé sem mest ögrun. Og hvernig bregðast íslendingar við? Þjóðviljinn, blað þeirra manna, sem vilja eigna sjálfum sér allt landhelgismálið, birtir sví- virðilega ritstjórnargreín og segir, að ráðamenn i Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflbkksins hafi kall- áð yfir okkur hernaðarárás Breta og þær stór- . felldu hættur, sem henni hafa fylgt! Slík skrif sýna syo furðulegt ábyrgðarleysi, að þau vekja fyrir- I litningu þj óðarinnar. ' Morgunblaðið er litlu betra. Það eyðir einum fjjórða hluta af ritstjórnargreih í Breta, en þrem .ijjórðu í svívirðingar um fyrrverandi ríkisstjórn. 'Er þar sagt, að hún hafi neitað að verða við tillög- um Sjálfstæðisflokksms, sem skilja má, að hefðu hindrað herhlaup Breta. Hér er sama hugarfar og hjá kommúnistum. Hugsað er fyrst og fremst úm þröngsýna flokkshagsmuni og metnaðargirnd einstakra forustumanna. Hagsmunir þjóðarinnar í hættulegu stórmáli eru látnir lönd og leið. Alþýðublaðið vill biðja lesendur sína að setja sig andartak í spor hinna brezku ráða- manna suður í London. Þeir eru búnir að fyrir- skipa hin nýju vemdarsvæði, sem ögra Islend- ingum. Þeir bíða þess að sjá, hvernig íslending- ar bregðist við. Svo koma símskeytin frá sendi- * ráðinu í Reykjavík. Þar eru þýdd ummæli Þjóð- viljans og Morgunblaðsins, sem að ofan getur. Bretar em vanir að deila og drottna. Og hvað skyldi þeim koma til hugar, þegar þeir heyra, hvernig blöð tveggja stærstu stjómmála- flokkanna í landinu skrifa um málið? Þeir brosa að sjálfsögðu og segja: íslendingar eru byrjaðir að berjast innbyrðis. Eftir það geta þeir ekki sigrað í málinu. Það er óhugsandi, að Bretar túlki skrif Morgunblaðsins og Þjóðviljans á nokkurn annan hátt. / " Alþýðublaðið harmar það, að þessi blöð skuli á þessa Ieið spilla fyrir málstað íslands. En blaðið vill leyfa sér að fullyrða, að íslenzka þjóðin for- dæmi þessi skrif og hún standi eftir sem áður sameinuð í landhelgismálinu. Hún vísar á bug þeim flokkum og flokksforingjum, sem setja það ofar þjóðarhagsmunum að bítast innbyrðis um í- myndaðar vegtyllur. Krossviður - Nýkomið: ÞAKPAPPI (þýzkur) BIRKIKROSSVIÐUR 4—5—6—10—12 mm. VEGGSPÓNN 2 tegundir EIKARKROSSVIÐUR 5 mm. WISA-VEGGPLÖTUR plasthúðaðar. BRENNIKROSSVIÐUR 4 og 5 mm. vætnanlegur. § 8. marz 1959 — Alþýðublalið ■i ' ALKUNNA er sú baráttu- aðferð kommúnista að láta stjórnir eða fámenna fundi ó- pólitískra fagfélaga, er þeir hafa náð tangarhaldi á, gera ýmsar pólitískar ályktanir eftir pöntun frá flokksforyst- unni. Lýsandi dæmi um þessa bar- áttuaðferð gerðist t.d. hér á Akureyri í vetur, er óálykt- unarfær fundur í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna, þar sem kommúnistar mættu nær ein- ir; samþjlcfeti mótmæli gegn. frUmvárpL Lríkisstjórnarinnar um niðuilærslu verðlags- og kaupgjalds daginn eftir að það kom fran* p þingi OG ÁÐUR. EN NÖKKUR FUNDAR- MANNA :HAFÐI SÉÐ ÞAÐ, IIVAÐ ÞÁ LESIÐ. Síðan var ,;ályktuninni“ slegið upp sem „frétt“ í Þjóð- viljanum. Þá eru og fræg orðatiltæki Einars Olgeirssonar „Öll þjóð in veit“, „öll þjóðin andmæl- ir“, „öll þjóðin vill“ o.s.frv,, þegar hann þykist vita, and- mælir einhverju eða vill eitt- hvað, þá er það „öll þjóðin“. Hingað til hafa flestir lands manna brosað tómlátlega að þessum heimskuháttum. Blekk ingin er svo augljós, að nær állir sjá í gegnum hana, og misnotkuninni á hinum ópóli- tísku félögum hefur verið tek ið eins og hverju öðru óaðskílj anlegu við kommúnista. En þess vegna hrökkva menn líka enn meira við, þeg ar ópólitískar hreppsnefndir, búnaðarfélög og búnaðarsam- bönd til sveita taka allt í einu upp aðferðir kommúnista. Það hefur semsé fram að þessu ríkt sú skoðun meðal almenn ings, að bændur íhuguðu mál og ályktanir öllu betur, ef nokkuð væri, en aðrir aðilar þjóðfélagsins flestir, og þeir muiídu manna lengst standa vörð geg'n pólitískri misnot- kun félaga og félagssamtaka,- sem mynduð eru í ópólitísk- um tilgangi, en svo verður að líta á um búnaðarfélög. Sama verður og að álykta um hrepps nefndir, sem kosnar eru ópóli- tískt af hreppsbúum til þess eins að stjórna venjulegum hreppsmálum. Nú hefur sVo borið við hér í Eyjafirði — og á ugglaust eftir að gerast víðar, því að ekki mun Framsóknarflokkur inn panta ályktanir eingöngu héðan -— að Framsóknarmenn í Búnaðarsambandi Eyjafjarð ar, Búnaðarfélagi Saurbæjar- hrepps og loks hreppsnefnd Öngulsstaðahrepps hafa borið fram og fengið samþykktar álýktanir gegn breytingum á kjördæmaskipun landsins. Er þeim lagt í munn sú fullyrð- ing, að auðvitað sé þetta að- eins „ópólitísk skoðanayfir- lýsing almennings í dreifbýl- inu“, en vinnubrögð eða öllu heldur vinnukennsla kom- múnista .á ..athöfninni er svo augljós, að manni heyrist næstum röjid Einars Oígeirs- : sónar hrópa að baki: „Öllþjóð in veit“, „öll þjóðin vill“, „öll þjóðin andmælir11. ; í augúm manna, sem litið hefur á bændur sem sérstak- lega athugula og íhugunar- sama stétt, er þétta raunaleg misnotkun Framsóknarflokks- ins á kjörfylgi sínu meðal stéttarinnar, því að fæstum blandast hugur um, að ancl- staða Framsóknarflokksins gegn kjördæmabreytingunni STAFAR EINVÖRÐUNGU AF FLOKKSHAGSMUNUM EKKIHAGSMUNUM LANDS BYGGÐARINNAR, þótt sig- urstranglegra þyki að túlka svo. Hann es h o r n i n u ★ Verður höfðað mál gegn Hitaveitu Reykjavíkur? ★ Er hægt að krefjast greiðslu fyrir þjón- ustu, sem ekki er látin í té? ★ Óvenjulegar og ó- gleymanlegar kvik- myndir. JÓHANN JÓHANNSSON skrifar mér á þessa leið: „Eru engin takmörk fyrir því livað er hægt að leyfa sér í viðskipt- úm viff almenning? Er hægt aff krefjast fullrar greiffslu fyrir þjónustu, sem á aff láta í té, en ekki er látin í té? Nú skal ég skýra frá því hvers vegna ég ber fram þessar spurningar. Eins óg kunnugt er hefur lang- varandi kuldakafli verið undan fariff, þó aff nú sé fariff aff draga úr kuldanum. ALLÁN ÞANN TÍMA, sem kuldinn var, fengum við hér £ hverfmu ekki heitt vatn frá hitaveitunni, og á hún þó að vera í hverju húsi. Þetta var alls ekkl einsdæmi um þetta hverfi, heldur var þetta svona mjög víffa annars staðar í bæn- um. Þessi tilfinnanlegi skortur á heita vatninu einmitt þegar mest reið á þvf að fá það, varð til þess aff við urffum að kaupa kol í stórum stíl, enda var svo mikiff aff gera hjá kolavérzlun- unum, aff maffur fékk ekki kol nema að panta þau með tveggja daga fyrirvara. VIÐ SKULUM SEGJA, að þessi skortur á heita vatninu sé óviðráffanlegur og að beinlínis sé ekki hægt að ásaka stjórn hitaveitunnar fyrir þaff og held- ur ekki bæjaryfirvöldin. En — og hú kem ég eð aðalatriðinu: Hitaveitaa «eLur okkur heitt vatn. Við borgum það þegar hún lætur það í té. En nær það nokk urri átt, að okkur sé gerður reikningur fyrir því, sem við ekki fáum? HITAVEITAN HEFUR SENT okkur reikning sinn. Hann er stórhækkaður sem kunnugt er, en sleppum þvi. Ég vil mótmæla því að við eigum að borga fyrix það, sem við ekki fáum. Víð borgum ekki fyrir það, sem við ekki fáum í venjulegum við- skiptum. Þess vegna finnst mér ekki ná nokkurri átt, að við eig- um að borga hitaveitunni fyrir það, sem hún á að selja okfeur, en selur okkur ekki. ÉG VEIT EKKI TIL þess.að nokkurn tíma hafi verið skorið úr svona deiiumáli með dómi, en vitanlega þarf að gera það. Það ætti að vera keppikefli neyt endanna að láta skera úr um þetta, og hitaveitan er opiríbert fyrirtækí og ætti því ekki. að hafa á móti því að láta dómstöl- ana skera úr. Ég vil hér með skora á neytendasamtökin að ganga í þetta mál nú þegar. Ef þau gera það ekki, þá verður ein hver neytandi að taka til sinna ráða. Ef til vill gætu neytend- urnir haldið fund og tekið á- kvarðanir um þetta mál.“ I DJÚPI ÞAGNAR nefnist kvikmyndin, sem nú er sýnd í Tripoli-bíói. Þetta er einhver fróðlegasta, furðulegasta og bezta kvikmyndin, sem hér hef- ur verið sýnd. Hún opnar manni sýn inn í heim, sem við höfum aldrei fyrr séð inn í. Myndin er næstum því öll tekin neðansjáv- ar og það eru franskir frosk- menn, sem hafa tekið hana. Þarna getur að líta heilan ævin- týraheim, undurfagran og stór- ., furðulegan. Á UNDAN ÞESSARI MYND er sýnd kvikmynd af kónga- mörgæsunum, sem lifa á ísauðn um Pólarlandanna. Lifnaðar- hættir þeirra eru furðulegir og margt kátlegt og skemmtilegt í fari þeirra. Ég vil eindregið hvetja fólk til þess að sjá þess- ar myndir. Þær eru skemmti- legri en flestar þær kvikmnyd- ir, sem ég hef séð á síðustu ár- um og engum blöðum um það að fletta, að þær eru einstakar með al kvikmynda. Iiannes á hornimi. Alþfðublaðið Vaatar usgliag til a3 bera blaðiff tii áskrifenáu Ásvallagötu. Talið viff afgreiðsluna. — Sími 14-900. Höfum fil sölu Maskínu- og borðbolta af ýmsiun gerðum. Verð br, 10,15 pr. kg. e£ tekin era 50 kg. eða meira. Ennfremur KRANA Á ÞRÍFÆTI, meff rafmagns- spili. Lyftir 2500 kg. Verff kr. 20 þús. j Söliipiefnd Varnarliðseigna. ‘

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.