Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 5
s ....................................................................................uiiiiiiiHiiiiiiiiuiiiiiiiniiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiuiiuHiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiir. Opið bréf til Péturs Sigfússönar. r fenaiu sömu í „TÍMANUM“ 7. þ.m. kom grein eftir Pétur Sigfússon frá Halldórsstöðum í Suður- Þingeyjarsýslu, sem marga imun furða á að sjá. í því tilefni .get ég ekki stillt mig um að senda honum og hans líkum nokkrar línur. . Pétur, sem nú er „land- flótta í Klettafjöllum í Ame- ríku, á nú engin orð yfir þau ósköp, sem yfir ísland hefur dunið hina síðustu mánuði, en í greininni lætúr hann mik ið yfir sér og telur sig hafa útsýn hið mesta ofan úr Kletta 'fjöllum þeirra Ameríku- manna. En er maðurinn ekki of hátt uppi? Vissulega, og þar af leiðandi með ofsalegan svima. I étur hefur grein sína þannig: „Uggvænlegar fréttir að heiman hafa knúið fram hjá mér meðfylgjandi ákall. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiir<* Nýr ufanríkis- | ráðherra! CHRISTIAN Archibald | Herter, aðstoðarutanríkis-1 ráðherra Bandaríkjanna, | sem nú gegnir störfum | Dullesar utanríkisráð- I herra, hefur um árabil ver-1 ið númer tvö í ráðuneyti, | sem stjórnað hefur verið | af einum manni. | Herter hefur aldrei tek- | izt að gera nokkurn Skap- | aðan hlut í þau fáu skipti, | sem hann verður starfandi | utanríkisráðherra í forföll 1 um Dullesar. Hann hefur | verið talinn til hinna frjáls | lyndari Repúblikana og | lengi vonuðust ýmsir eftir | að hann gæti blásið nýju | lífi í utanríkisstefnu | Bandaríkjanna, sem ekki i var vanþörf á. Þær vonir 1 brugðust. Dulles gat með 1 réttu sagt: Utanríkisráðu-1 neytið, það er ég. Og jafn- | vel nú, þegar allt útlit er | fyrir að Dulles komi ekki | framar til með að stýra ut- I anríkisstefnu Bandaríkj-1 anna, er Herter raunveru- 1 lega aðeins staðgengill, 1 sem engin völd eða áhrif | hefur. | Herter er fæddur í París | 2. marz 1895, en þar voru | foreldrar hans við listnám. | Þar dvaldist hann til tíu | ára aldurs. Hann gekk ung-1 ur í utanríkisþjónustuna I og 22 ára að aldri var hann | um skeið sendiherra í | Belgíu í forföllum yfir-§ manns síns. Síðar nam | hann húsagerðarlist, én 1 fékk ekki inngöngu í her- | inn þar eð hann var um | tveir metrar á hæð en 30 | pundum of léttur. Herter vann sér skjótan 1 frama á ýmsum sviðum, | var útgefandi, einkaritari | Hoovers forseta og fylkis- | stjóri í Massachusetts. | •iiiiHiniiuiiiiiiiiiiiiiHiiiiiuiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiii í Eftir I 1 r | | Jón Armann I ! Héðinsson 5 = iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Það er mitt framlag — meira get ég ekki“. Hverjar eru nú þessar uggvænlegu fréttir? Jú, þær eru fall ráðuneytis Hermanns og myndun nýrrar ríkisstjómar. En eins og allir vissu nema „landflóttamaður- inn“, var stöðvun atvinnuveg- anna framundan með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fyrir hið unga sjálfstæða lýðveldi. En hvaða áhyggjur skyidi maður vestur í Klettafjöllum gera sér út af slíku? Hann er búinn að gleyma því, að sjó- og verkamaðurinn í Húsavík gat ekki greitt úttekt sína í Kaupfélagi Þingeyinga nema að fara á sjóinn og fá greitt fyrir innlagðan fisk. Pétur er ekki þáttakandi í útgerð og skítt veri með tap þeirra, sem alltaf þykjast vera á hausnum. Og verkamennirnir við sjáv- arútveginn, því í ósköpunum voru þeir ekki heldur sendir á Völlinn og látnlr mala þar skít fyrir dollara? Kaninn borgar. Áfram segir f greininni: „Ættjörðin hrópar til mín og hún hrópar til þín“. Á hvað hrópar ættjörðin? Hrópar hún ekki á það, að menn leggi sig fram og gefist ekki upp? Jú, vissulega og hún gerir meira, hún krefst þess, að fólkið fórni sér nokkru, ef þess er þörf, til þess að komast yfir stundar- el’fiðleika. E, -n hvað gerir þú, Pétur? Það vita nú allir. Þú lyppast undan erfiðleikunum og yfir- gefur ættjörðina, þrátt fyrir það, að hún hrópar á þig. En hví ertu að álasa okkur, sem heima sitjum við kröpp kjör og treystum á dugandi sjó- og verkamenn og þrautseiga bændur við þrotlausa baráttu, jafnvel norður við Dumbshaf. Og enn segir þú: „Líf hinn- ar nýmynduðu ríkisstjórnar íslands helgast af göfugu verkefni, að því er virðist — því verkefni sem sagt að koma fram enn einu sinni breytingu á stjórnarskránni, kosningar- lögum landsins og kjördæma- skipan“. Þetta er rétt Hlut- verk hverrar ríkisstjórnar á að vera göfugt hverju sinni, annars er illa farið. Eitt af því nauðsynlegasta í þjóðarbúskap okkar, einmitt í dag, er breyting á kjördæma skipuninni. Ég leyfi mér að nefna þér kærkomið dæmi, ef þú vilt unna jafnrótti og að þitt gamla kjördæmi sé ekki útundan með fjármagn og framkvæmdir. Dæmið er sam anburður á kjördæmunum Suður-Þingeyjarsýsla og Seyð isfjörður. íbúatala 1956: S.- Þing. með 4137 (Húsavík með talin), Seyðisfjörður með 708 íbúa. í báðum þessum kjördæm- um eru velvirtir framsóknar- þingmenn, en fyrir Seyðis- fjörð er ungur maður, kosinn með naumum meirihluta og ótryggum, en í Suður-Þing- eyjarsýslu er gamall maður, kosinn af rótgrónum, miklum meirihluta og hvergi nærri hræddur um hugsanlegt fall í kosningum. Hvað hefur nú skeð í þessum tveimur kjör- dæmum á síðast liðnum árum? Suður-Þingeyjarsýsla. Fjár festing þar hefur verið lítil með aðstoð hins opinbera. Jú, byggð var brú fyrir eina 3 bæi fremst í Bárðardal og var kostnaður liðlega 3 milljónir við brúna. En fljótið, góðkunn ingi okkar, kunni bara ekki við þennan nýja boga yfir sér og beygði framhjá, svona til að skaffa meiri atvinnu, hugsa ég. Vegir hafa verið lagðir og svo hafa auðvitað risið upp skólar og félagsheimili, jafn- hliða þeirri þróun, sem alls staðar á sér stað í landinu og Elzta tréskurðar- myndr sem fundizf hefur. NýLEGA bárust margir og merkir gripið til The Museum of Modern Art í New York. Eru það ævaforn ar tréskurðarmyndir frá frönsku Súdan, sem nýlega hafa fundist. Þær eru taldar elztu tréskurðarmýndir, sem fundizt hafa í Afríku. Flest- ar eru myndirnar af mönn- um og sumar hverjar þaktar þykkri húð blóðs og víns, sem hellt hefur verið yfir myndirnar í sambandi við trúarathafnir. Einnig eru þarna andlits- grímur ýmiss konar og um eina þeirra var sagt, að hún væri svo kröftug að hver maður utan ættbálksins, sem liti hana augum, hlyti að deyja þegar f stað. vonandi er til heilla fyrir sveitir landsins og þjóðina sem heild. I Húsavík hefur sáralítið gerzt, annað en barnaskóli er í smíðum og sundlaug, sem þó gengur afar hægt með. En reynt hefur verið ár eftir ár að fá lán innan við eina mill- jón fyrir hraðfrystihúsið og ekki tekizt fyrr en á s.l. ári, að smá lán fékkst. Fram- kvæmdir við höfnina hafa legið niðri í fjölda ára, en gátu hafizt aftur á s.l. ári. Það eina, sem ríkið lét okkur í té, og þá bara aðeins spena, sem sé einn þriðja, var part- ur í tpgaranum Norðlendingi. En speni þessi hafði bara þá náttúru, að hann saug frá okk ur, en við ekki frá honum. Það er saga, sem því miður er ekki hægt að rekja hér í stuttri blaðagrein. í Húsavík er blómleg bátaútgerð, en fyr- ir hana má svo sáralítið gera og það athafnalíf, sem henni fylgir. Samt er það svo, að væri þessi útgerð ekki til, þá væri Húsavík ekki sá staður, sem hún er í dag og Kaupfé- lag Þingeyinga og öll sam- vinnustarfsemi f sýslunni væri til muna verr sett. Þetta er hollt að hafa í huga, þegar sjómenn f Húsavík eru að Framhald á 12. síðu. MILLJÓNIR manna búa við sult og seyru. „Þetta er mesta vandamál mannkynsins á þessari öld“T sagði Indverjinn B.R. Sen, forstjóri FAO — Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, í ræðu, sem hann flutti á dögunum í Al- þjóðlega félaginu ítalska í Róm. „Öll önnur vandamál, sem að steðja, eru lítilfjörleg í samanburði við þetta eina“, sagði Sen ennfremur. Sen forstjóri hefur borið fram tillögu þess efnis, að árið 1963 verði gert að bar- áttuári gegn hungursneyðinni í heiminum, í ræðu þeirri er fyrr greinir gerði hann nánar grein fyrir þessari hugmynd sinni. □ Fær góðar undirtektir. Tillaga Sens um, að helga heilt ár baráttunni gegn sulti VIÐUREIGNIN VIÐ HUNGURVOFUNA og seyru, hefur fengið góðar undirtektir, t.d. hjá fulltrúum aðildarþjóða FAO, Efnahags- og félagsráði Sameinuðu þjóð- anna og hjá ráðamönnum ann- ara sérstofnana Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur Sens með tillögu sinni er, að hans eigin sögn, að vekja athygli alheimsins á þessu mikla vandamáli og að vekja menn til umtals og um- hugsunar á hvern hátt það verði bezt leyst. Margir telja það hina mestu hneisu, að milljónir manna skuli kveld hvert ganga soltnir til sæng- ur, eða hreint og beint hor- falla, á meðan matvæli liggja undir skemmdum annars stað- ar í heiminum, eða skemmur eru fullar af smjöri 0g korni, sem ekki selst. Það er sem sagt ekki nóg, að auka fram- leiðslu matvæla í heiminum heldur verður líka að ráða fram úr því vandamáli, hvern ig flytja megi matvæli frá allsnægtasvæðunum til þeirra sem búa við allsleysið. □ Alþjóðamat- væla- ráðstefna. Það er hugmynd Sens, að „baráttuárinu gegn hungurs- neyðinni“ ljúki með alþjóða- matvælaráðstefnu, þar sem menn frá öllum löndum heims beri saman ráð sín um það, á hvern hátt verði ráðið fram úr vandamálinu og að með alþjóðlegu átaki verði gerðar ráðstafanir til þess að fá hungruðum mönnum mat, hvar sem þeir búa í heimin- um. Forstjóri FAO fer ekki í launkofa með þá staðreynd, að því lengur sem það di’egst að ráða fram úr þessu máli, og á hvern hátt verði hægt að brauðfæða allt mannkyn, því verra verður ástandið, því hagfræðingar hafa nú reikn- að út, að með sömu viðkomxi muni jarðai’búum fjölga úr þeim 2 7000 milljónum, sem þeir eru í dag, í 6 000 mill- jónir í lok þessarar aldar, eða á næstu 40 árum. Alþýðublaðið — 3. marz 1959 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.