Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 8
 Enskur „soldán" í LONDON hefur nýlega verið komið upp um furðu- legan svindlara og fjölkvæn ismann. Hér var um að ræða 43 ára gamlan brezkan rík- isborgara af indversku móð- erni. John Willie Morley, en svo heitir svikahrappurinn, hefur verið kallaður soldán- inn í blöðunum, vegna þess kvennafans, sem hann hef- ur fært upp að altarinu. — Hann hefur gifzt sex kon- um, en aðeins tvær þeirra giftinga hafa verið löglegar. Hann giftist fyrst árið 1935 í Bombay, en skildi 1952. Á þessu tímabili hafði hann þó gengið að eiga tvær konur . annað skiptið var það í Eg- yptalandi árið 1943 og síðar í Londón árið 1946. Fjórðu konu sinni giftist hann lög- lega í London árið 1952. — Þegar kona hans varð barns hafandi, fór hann burt og giftist 19 ára danskri stúlku, sem var stofustúlka hjá hjónum í Englandi. Þau voru gefin saman við hátíð- lega athöfn í ráðhúsinu í Lambeth í júní 1954. Þeim varð eins sveinbarns auðið. Árið 1955 gifti herra Morley sig aftur í Bombay. Árið 1954 stofnsetti Mor- ley fyrirtæki, sem hann nefndi Kevas Builders Ltd. Kona hans var þó opinber- lega skriíuð sem forstjóri fyrirtækisins, þar eð Morley sjálfur var ákærður fyrir gjaldþrot. Morley tók við miklum fjárhæðum af fólki — sem réði hann til þess að byggja hús, en ekki svo mik ið sem einn múrsteinn var nokkurn tíma lagður. Mor- ley stakk peningunum í vas- ann og fór til Indlands. — Kristen hin danska „frú“ hans fór í fyrstu heim til föðurhúsanna í Kaupmanna höfn, en nokkru síðar lagði hún þó af stað að leita hans. Hún fann hann í Bómbay. Þar hafði hann þá stofnsett sjúkrasamlag, sem hann sjálfur var bæði forstjóri og gjaldkeri fyrir. Og öllum þeim peningum, sem greidd ir voru í sjúlkrasamlagið, — stakk hann hið snarasta í eigin vasa. í október s. I. sneri hann aftur heim til Englands, þar sem hann var tekinn fastur. — Fyrir skömmu játaði hann síðan allt sitt svindl, þar eð hann sagðist véra orðinn leiður á þessu og vildi gera hreint fyrir sínum dyrum, Hann var dæmdur í árs fangelsi. í réttinum var lesið upp bréf frá dönsku ,,konunni“ hans, þar sem hún sagðist vera að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að verða við bón hans að taka hann í sátt, þegar hann yrði látinn laus. ★ IJtburður ÞEGAR sigti í skolp- ræsi í Kaupmannahöfn var hreinsað nú fyrir skömmu fannst næstum fullburða sveinbarn í ræsinu. Þar eð þetta var í einni stærstu sorpræsisæðinni og þar að liggja margar aðrar skolp- æðár, er ekki unnt að vita, hvaðan barnið hefur kom- ið, hvort því hefur bein- línis verið skolað niður um salernisskálina eða því varpað í sorpræsið. Það virðist aðeins óyggjandi staðreynd, að þarna hafi kona losað sig við óvelkom ið barn sitt. Rannsóknir munu leiða í Ijós, hvort líf hafi verið með barninu, þegar það fæddist, og allt bendir raunar til að svo hafi verið. Amerískt eldhús í Moskvu RÚSSNESKUM húsmæðr um gefst í surnar tækifæri til að sjá við hvað fcynsystur þeirra í Ameríku búa. — Á amerískri sýningu í Moskv,u næstkomandi sumar verður sýnt nýtizku eldhús, þar sem hú-smóðirin þarf lítið annað að gera en styðja á hnapp og síðan vinna tæk- in verkin. Þar má t. d. sjá „tæknivihnukonuna", sem skýzt út úr veggnum, þeg ar stutt er á hnapp, leitar að öllum óhreinindum á gólf- inu, hreinsar og þufrkar gólfið og að því loknu fer aftur á sinn stað í veggnum, Þar fyllíst hún aftur vatni og geymarnir hlaðast. Ann- að merkt áhald er ofn, þar sém elda rná matinn á örfá- um mínútum, með stutt- bylgjum, en ofninn sjálfur hitnar ekki neitt. Ameríku- frúin, sem er svo hamingju söm að eiga sMkt eldhús, þarf ekki að sleppa verki úr hendi, þótt hún ætli að fá sér hresisngu. Létt vín og heita drykki má fá úr kæli barnum og sjálfvirkur krani sprautar í glasið uþp 'að börmum. í eldhúsinu er takkaborðið, miðstöð hús- hjálparinnar. Ameríska sýn ingin á næstkomandi sumri er sú fyrsta, sem amerísk ’ yfirvöld halda í Sovétríkjun um. Ævintýri í gegnum síma FYRIR skömmu sögðum við frá -góðri símaþjónustu í Jerúsalem hér á opnunni. Þar geta menn fengið drauma sína ráðna aðeins með því að hringja í ákveð- ið númer. Nú hefur okkur borizt í hendur grein um símaþjón- ustu í Vínarborg og stend- ur hún síður en svo þeirri í Jerúsalem að baki. Ef einhver hefur misst af kvöldfréttunuim, hefur hann 30 númer að velja til þess að fá fréttir í gegnum síma. í einu númerinu eru t. d. í- þróttafréttir, öðru bæjar- fréttir, þriðja stjórnméla- fréttir og svo framvegis. Ef húsfreyjan vill laga sérstaklega góðan mat fyrir karlinn sinn, þarf hún ekki annað en að hringja í núm er 1564. Þar er matseðill dagsins til reiðu. Ef einhvern Iangar til þess að hlusta á tónlist, hringir hann í númer 1562 og þar fær hann að heyra frá háklassiskri: tónlist nið* ur í Elvis Presley. Það sem mesta athygli og ánægju vekur í símþjón- ustu Vínarborgar er þó enn ótálið. Ef móðirin er of önnum kafin til þess að segja barni sínu sögur áð- ur en það sofnar, hringir hún í númer .1560. Þar er lesið hvert ævintýrið á fæt ur öðru og barnið getur hlustað þangað til það dett- ur út af með símtólið í hönd unum. Forstöðumenn símþjón- ustunnar í Vín ha.fa látið svo ummælt, að þessi ný- breytni hafi hlotið mjög góðar undirtektir, enda er ekki ag- efa, að hér er öðr- um þjóðum gefið gott for- dæmi. IGUR SKOZKI afinn var að segja öng-unum hans sonar síns sögu áður en þeir færu að sofa, og ævintýrið end- aði þannig ,.. Svo dó vonda drottningin, prinsinn giftist ungu, fallegu hjarðmeyj- unni, þau voru alla tíð ham ignjusöm og spöruðu mikið af peningum. ★ MIKOJAN hefur eftir heimkomu sína sagt eftir- farandi skrítlu eftir Eisen- hower. Hann v-ar að skýra frá því, hve erfitt væri að skerpa skilning almúgans. Hann hafði gefið gamalli konu, sem hann þekkti kort, sem gerði henni k-leift að ganga að vild sinni um bygg ingu Sameinuðu þjóðanna og fylgjast með því, sem þar er að gerast. Næst þegar hann hitti gömiu konuna, spurði hann, hvernig henni litist á bygginguna. „Mjög KROSSGÁTA NR. 47: Lárétt: 2 -garga, 6 fæði, 8 getur lesið, 9 vag-gar, 12 dýrið, 15 skáld, 16 úldin, 17 tveir ósamstæð ir, 18 naumast. Lóðrétt: 1 mannsnafn, (þf.), 3 -odd, 4 varfærni, 5 fangamar-k, 7 felling, 10 drífur, 11 mannsnafn, 13 spaði, 14 svar, 16 öðl- a-st. Lausn á krossgátu nr. 46: Lóðrétt: 1 labba, 3 RB, Lárétt: 2 kráka, 6 ás, 8 4 arkir, 5 KA, 7 sér, 10' saf- brá, 9 bás, 12 Bragina, 15 ír, 11 maðkar, 13 gafl, 14 far-ið, 16 lif, 17 ðk, 18 harla. níð, 16 Ca. ft 3. marz 1959 — Alþýðublaðið vel á bygginguna, en mér leiddist bara, hvað voru margir útlendingar að þvæl ast þarna.“ ★ ZSA ZSA GAEOR er ekki af baki dottin. Hún hefur tekið að sér að vera hjónabandsr-áðúnautur hjá stóru sjónvarpsfyrirtæki, og í minnsta la-gi einu sinni í vi-ku kemur hún fram í sjónvarpinu með svör við spurningum, sem henni hafa barizt. Síðast hafði kona spur-t hana: Hvað á ég að gera? Mað-urinn minn get- ur ekki þolað ilmvatnið mitt. Á ég að Skipta um ilm vatn?“ — „Nei skiptu um mann“, sagði Zsa Zsa. Fráskiidum bægt trá forsefahöll- inni DE GAULLE hershöfð- ingi hefur nú sett nýjar reglur um gestakomur í Élyséehöllina. Sérreglur ‘skulu gilda um komur frá- skildra. De Gaulle virðist í þessu ætla að setja viðlíka réglur og þær sem í heiðri eru hafðar í Bucking- ham Pal-ace. Hinar nýju reglur ná þó ekki yfir er- lenda stjórnmála-menn, sem er-u í heimsókn né heldur mun fráskildum Frökkum algjörlega -settur stóllinn fyr ir dyrnar með að fá inn- göngu inn í þetta göfuga hús. Það er nefnilega um að ræða tvenns konar heim- sóknir: opinberar morgun- og miðdegisveizl-ur annars vegar og móttökur og hóf forsetans hins vegar. Það er aðeins frá því síðartalda, sem fráskildu fólki er bægt •— Sögurnar segja, að það sé frú Yvonne de Gaulle, sem sé potturinn og pannan í þessu og hafi mest lagt á ráðin, þar eð henni vaxi í augum hve aukning hjóna- ski-lnaða er gífurleg í Frakk landi. Áætlað er, að um 140 stuðningsmann-a forsetans verði að missa af móttöku- veizlunum. Aðeins b FORMLEGAR veiz-Iur blóðsins, sem punt-uðu á nítjándu öldina eru ! ar undir lok. Þær hafa ið leystar af hólmi af { samko-mum kvikmynda' ara og kókteilveizlum kýfinga. Fyrir skömmu an safnaðist þó heldra álfunnar saman í Rón þess að taka þátt í v« sem mót-aðist af skraul reglum liðins tí-ma. Ti hátíðah-aldanna var, að I ia Camilla Pallavicini, getur rakið ætt sína til ós, hins fræga rómve keisara, sem uppi var 900, var leidd út í í kvæmisl-ífið. Veizlan haldin í hinni stórglæsi höll fjölskyldunnar, byggð var fyrir 350 áru Borgíuættinni, og höll ] er nú eitt af þjóðmin ftala. Bæði höl-lin og 1 safnið, sem í höllinni e: dýr-mæta-st sinnar tegm í einkaei-gn á Ítalíu. H' stendur næst Palazzo Q Elvina Pallavicini, mc FRANZ LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST . ÚTI Á SVEITASETRI Percys, sem var fyrsti á- fangastaður, var tekið hjart anlega á móti þeim. Plant- ekrueigandinn hefur margt þar heima, sem að ga-gni má koma í leiðangri. Frans ætl- ar að nota þessa hluti, og hann fer í ferðastak sem þarna er til þess af hvort hann passar hc ekki. Honum verðu brátt ískyggilega heitt: beltishitanum. Næsta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.