Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.03.1959, Blaðsíða 11
Skíðaskálinn kostaði 7 l)ús. krónur fyrir 25 árum. ( ÍÞróttir ) áfmæliiléf Skíðafélacssins EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, átti Skíðafé- lag Eeykjavíkur 45 ára afmæli s 1. fimmtudag. í því tilefni efndi félagið til afmælishófs í Skíðaskálanum og var boðið til þess ýmsum helztu forvstu- mönnum íþróttahreyfingarinn- ar, einnig var þár mættur borg arstjóri Gunnar Thoroddsen og frú og fy-rrverandi fjármálaráð herra, Eysteinn Jónsson, sem er mikill velunnari skíðaíþrótt arinnar. ÝMSAR KVEÐJUR OG ÁRNAÐARÓSKIR. Stefán G. Björnsson, formað ur Skíðafélágs Reykjavíkur, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu, en síðan voru bornar fram hinar ljúffengustu veitingar. Margir tóku til máls og fluttu félaginu hamingju- og árnaðaróskir. Jón Eyþórsson taiaði fyrir minni Skíðaféiags Reykjavíkur. Minntist hann sér staklega forystuhlutverk? stofnandans, L. H. Múller kaur manns, sem kalla mætti föðu^ Skíðafélagsins oe einn heizta brautryðjanda skíðaíþróttarinr ar hér á ’Jandi. — Hann var að- aldriffjöðrin um bvggingu .þessa skála, sem við dveljum nú í, sagði Jón og ennþá er þetta stærsti skíðaskáli hér- lendis. Á sínum tíma kostaði hann 7 þúsund krónur, en skál inn var reistur á árunum 1934 ti] 1935. Að lokum flutti Jón félaginu kveðjur Ferðafélags íslands, en hann er formaður þess nú. Gunnar Thoroddsen, börgar-: stjóri, flutti kveðju fi’á bæjar- stjórn Reykjavíkur. Hann þakk aði féíaginu hið þýðingarmikla brautryðjendastarf þess á sviði skíðaíþróttarinnar oe um bvgg- ingu skíðaskála. Skíðaíþróttin er ómetanleg og ein merkasta og nytsamasta íþrótt íslend- inga, sagði borearstjóri. Á tím um hinnar miklu innisetu og hrevfingarleysis, er skíðaí- þróttin bæði gagnleg og naiið- svnleg fyrir bæjarbúa. Áð lok- um bað borgarstjóri alla við- stadda ' að hylla skíðaíþróttina Afturefding slgraði Akranes í II. deild Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ léku Afturelding- og Akranes í II. deild og lauk leiknum með sigi’i þeirra fyrrnefndu sem skoruðu 28 mörk gegn 24. — Síðari meistaraflokksleikurinn var milli Ármanns og ÍR í I. deild og lauk honum með sigri ÍR 39 mörk gegn 27. með ferföldu ísl. húrrahrópi og var það gert kröftuglega. Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ talaði næstur og flutti Skíðafélaginu kveðjur fram- kvæmdastjórnar sambandsins. Benedikt sagði m. a. að það væri athyglisvert, að Skíðafé- Jagið hefði ekki verið stofnað til þess að skapa keppnisfólk, heldur eingöngu til þess að kenna fólki á skíðum, beina at- hygli þess að þessari nytsömu og hollu íþrótt. Hann minntist einnig L. H. Múller, sem hann sagði að hefði verið hugsjóna- maður og þrautseigur braut- ryðjandi. Um tíma var svo dauft yfir félaginu að til stóð að leggja það niður, svo lítið var um snjó þá. En L. H. Múll- er sagði: Nei, það hlýtur að John Thomas Á MEISTARAMÖTI Banda- ríkjanna í frjálsíþróttum inn- anhúss, sem er nýlokið, stökk John Thomas 2,16,5 m. í há- stökki, sem er nýtt heimsmet innanhúss og betra en staðfesta metið utan'húss, sem Rússinn Jurij Stepanov á, 2,16 m. Af öðrum árangri mþtsins má nefna, að O’Brien varpaði kúlu 18,94 m., Delany sigraði í míluhlaupi á 4:02,5 mín. (heims met innanhúss), annar varð Roszavölgyi, 10 m. á eftir, BíH Ðellinger sigraði í 3ja mílna hlaupi á 13:57,0 mín. Lawx’ence, Ástralíu varð annar 5yds á eft- ir. Úrslit í 1000 yds hlaupi urðu þau, að Oryval, Póllandi sigi’aði annar varð ‘Schmidt, V. Þýzka- landi, þriðji Arnie Sowell og fjórði Dan Waern. koma snjór á íslandi, og sem betur fer lifir Skíðafélagið enn. FÉLAGIÐ HEIÐRAÐI ÞRJÁ ÚR FYRSTU STJÓRNINNI. Nú ávarpaði formaðurinn þá Steindór Björnsson frá Gröf og Herluf Clausen, en las nafn Péturs Hoffmann, sem var fjar verandi vegna veikinda. Hann tjáði þeim, að stjórnin hefði kjörið þá heiðursfélaga á fundi sínum daginn áður. Afhenti Stefán G. Björnsson þeim heið ursskjölin. Steindór og Herluf fluttu báðir þakkarræður og' þökkuðu veittan heiður. Eysteinn Jónsson, fyrrver- andi ráðherra, flutti stutt á- varp og sagðist eiga Skíðafé- laginu og L. H. Múller mikið að þakka, sem hefði hvatt sig til skíðaiðkana, þá þrítugan að aldri. Nú er svo komið, sagði Eysteinn, að „skíðadella“ mín er landsfræg. Ég álít að skíða- ferðir séu bæði hollar og nauð- synlegar og sannarlega þyrfti að vinna að því, að fleiri legðu stund á þessa nytsömu iþrótt. Ýmsir aðrir fluttu kveðjur, svo sem Gísli Halldórsson, for- maður ÍBR, Ellen Sighvatsson, form. Skíðaráðs Reykjavíkur, Sigurður Sigurðsson, sem flútti kveðju Samtaka íþróttafrétta- ritara, Jakob Hafstein, formað- ur ÍR, sem ávarpaði afmælis- barnið fyrir hönd 8 íþróttafé- laga í bænum og færði því af- mælisgiöf. Félögin eru: Ár- mann, ÍR, Fram, KR, Víkingur, íþróttafélag kvenna, Valur og Skíðasveit skáta. Gísli Krist- jánsson flutti kveðjur Skíða- sambands íslands og afhenti félaginu gjöf, skíðastökkmann skorinn í tré. Ennfremur færði „Litla skíðafélagið“ Sltðafé- laginu gjöf. Að lokum bakkaði Stefán G. Björnsson allar kveðjur, gjafir og heiður. sem félaginu hefði verið svndur. Hóf þetta var í alla staði hið myndarlegasta og félaginu til sóma. Byggingarmál D.A.S. ÞAÐ er upplýst samkvæmt grein sjómanns um mál DAS’, í einu blaði bæjarins, að stjórn Sjómannadagsráðs hefur sam- þykkt að halda ekki áfram byggingu dvalarheimilisins, um árabil, fyrir þær milljónir, sem renna inn til þessa fyrir- tækis frá almenningi, heldur á að nota féð til þess að Ijúka bíóbyggingu, sem kostað get- ur 10 milljónir með innrétt- ingum og tækjum (samkv. upplýsingum annars staðar frá). Húsið mun rúma aðeins um 500 manns, og ef svipuð reynd verður á rekstri þess og fyr- verandi bíói DAS, mun seint ganga að afla fyrir stofn- og reksturskostnaði. Margt gamalmenna bíður eftir vist á heimili DAS, en hætt er við að biðin verði löng, ef hið opinbera lætur afskiptalaust hvernig happ- drættisfénu er varið. Borgari ★ DANSKUR listamaður, Ole. Haman að nafni, sem er fast- ur starfsmaður í teiknistofu Sameinuðu þjóðanna í New York, hefur teiknað nýtt frí- merki fyrir S.Þ., sem gefið verður út þann 18. maí n.k. Verðgildi þess verða tvö, 4 cent og 8 cent. Framhald a£ 10. síðu. var á allri þessari óvenjulegu söngskemmtun. Kynnir var Gestur Þorgrímsson og var því verki vel borgið í smekkvísri meðfer.ð hans. Hin nýstárlega sviðsetning, sem boðuð hafði verið, var snar lega nýstárleg og tókst sérlega vel, einkum var hún glæsileg í söng Evu litlu í laginu „Litla stúlkan við 'Hliðið“. Hrifning og gleði áheyrend- anna var ótviræð og látin í ljós méð miklu tófataki, eftir hvert lag, en alls varð að endurtaka 10 af þvi 21 lagi, sem þarna var flutt. í lokin var svo höf- undurinn, Freymóður Jóhanns- son, kallaður fram og hylltur af miklumi innileik. Söngskemmtun þessi mun verða endurteki.n í kvöld, — þriðjudag, kl. 7 e. h. í Austur- bæjarbíói. Ættu þeir, sem á annað borð unna léttri, fallegri og fágaðri tónmennt, ekki að láta undir höfuð leggjast að koma í Austur.bæj arbíó í kvöld, þeir munu ekki verða fyrir von- brigðum. Ö. Framhald af 7. síðu. rekur ævi og skáldskap vinar síns, Stefáns frá Hvítadal, af ríkri nærfærni og glöggum skilningi. Grein Orglands um dvöl og áhrif Stefáns í Noregi virðist einnig ágætur bókar- auki, þó að ég sé raunar illa að mér í þeim fræðum. Samt skipt ir val og þýðing kvæðanna mestu máli, og þar er skemmst af að segja, að Orgland hefur stórvel tekizt. Bókin er prýði- legt úrval af beztu ljóðum skáldsins, og flutningur þeirra í ríki norska landsmálsins. er svo vandvirknislega fram- kvæmdur, að þau komast til skila án þess að láta á sjá. Þetta er að nokkru leyti mál- inu að þakka og skyldleika þess við íslenzkuna, en einnig og ekki síður vinnubrögðum Org- lands. Nákvæmnin er slík og þvílík, að hann þýðir iðulega íslenzka rimið til að túlka svip- mó.t og ætterni kvæðanna. Og skáldskapur þeirra hefur hvergi misfarizt. Ljóðin gætu naumast verið betur þýdd — svo er Ivar Orgland verki far- inn. Hann þýddi vél kvæði Da- víðs Stefánssonar í „Eg sigler í haust“, en þó hefur honum tekizt sýnu betur Noregsflutn- ingurinn á þessu úrvali Ste- fáns frá Hvítadal. Sannast hér einu sinni enn, að æfingin ger- ir meistarann. Þessu ti] sönnunar skal bent á, hversu Orgland .þýðir kvæð- in Þér konur og Frá liðnum dögum. Síðara ljóðið sýnist jafnvel betra á norska lands- málinu en íslenzkunni eftir rheðferð og staðsetningu þýð- andans. Ég hef ekki hingað til álitið Frá Jiðnum dögum með- al beztu kvæða Stefáns frá Hvítadal, en i þessu úrvali skipar bað heiðurssess af því hvað túlkunin er sönn og rétt og ljóðið á vel heima í um- hverfi sínu. Maður tekur ofan fyrir öðrum eins vinnubrögð- um. Stefán frá Hvítadal var merkilegt skáld og tímamóta- maður i islenzkum bókmennt- um. Sumum fmnst, að honum hafi daprazt flugið í fátækt og heilsulevsi, og víst er um það, að „Söngvar förumannsins" voru stórsigur Stefáns frá Hvítadal á íslenzku skálda-' þingi. Eigi að síður orti hann mörg sín persónulegustu og listrænustu kvæði í örlaga- glímu síðustu æviáranna og óx af þeirri viðureign meira og betur en flest önnur íslenzk skáld þessarar aldar. Stefán frá Hvítadal lét ekki baslið smækka sig eða vanheilsuna draga úr sér kjarkinn. Hann hefndi sín karlmannlega áður en yfir lauk. Þetta hefur Ivar Orgland skilið. Nær helming- ur ljóðanna í „Frá lidne dagar“ er frá tímabilinu eftir að „Söngvar förumannsins" höfðu ráðið úrslitum um erindi Ste- fáns frá Hvítadal á íslenzkt skáldaþing. Og þar kennist eft- irminnilega, hver maður hann var í list sinni og ævistríði. Fylgiskjal þakklætisins verð- ur svo sú heimtufrekja, að Ivar Orgland haldi áfram að kynna frændum okkar á Norð- urlöndum íslenzk nútímaljóð, þó að hann hverfi heim til Noregs. Það gera ekki aðrir betur, og þess vegna ætti til- ætlunarsemin að vera afsakan- leg. Helgi Sæmundsson. ALÞJÓÐAKJARNORKU- MÁLASTOFNUNIN mun veita á næsta hausti margs konar styrki til kjarnfræðináms og rannsókna í 22 löndum. Er hér um að ræða styrki til lengri eða skemmri tíma fyrir há- skólastúdenta og kandídata. Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir löndum, en ætlazt er til, að þeir nægi styrk þegum fyrir námskositnaði, lífs viðurværf og ferðakostnaði. Utanríkisráðuneytið veitir allar nánari upplýsingar um styrki þessa og lætur umsókn- areyðublöð í té, en umsóknir skulu hafa borizt því fyrir 25. marz 1959. (Frá utanríkisráðuneytinu). Mófmælir frum- varpi um hljóðdtun hugverka Á FUNDI Tónskáldafélags ís lands var nýlega samþykkt svohlj óðandi ályktun: „Tónskáldalfélag íslands mót- mælir eindregið frumvarpi því, sem komið er fram á Alþingi, um *að leyfa hljóðritun hug- verka á segulband án heimildar Höifundar eða greiðslu til hans. Telur fundurinn óhjáfevæmi- legft, ef áfcvæði fr.umvarpsins komast í framikvæmd, að ís- lenzk tónskáld' stöðvi alla út- gíáfu tónverka sinna og leyfi flutning þeirra úr handriti að- eins gegn tryggingu fyrir mis- notkun. Jafnframt skorar fund- urinn á STEF að .mæta fram- kvæmd frumvarpsins, ef þörf gerist, með algeru banni við flutningi verndaðra tónverka, innlendra og erlendra, í útvai’pi og annars staðar, þar sem ó- leyfileg hljóðritun gæti orsak- ast. Fundurinn lýsir f-urðu sinni á því, að Alþingi skuli gerast vettvangur ofsókna gegn Hsta- mönnu-m', sem vinna endur- gjaldsiaust að sinni list, en vilja síðan ráða sjélffir hinum list- rænu eignum sínum.“ Alþýðublaðið — 3. marz 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.