Alþýðublaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórár: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Gú'ðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSsiu- sími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. S—10. Svik kommúnista FLESTAR grannþjóðir okkar kjósa í þjóðþing- um sínum utanríkismálanefndir. Þegar vandasöm utanríkismál ber að höndum, hafa ríkisstjómir samráð við þessar nefndir og halda með þeim Jok- aða fundi, þar sem rætt ee í trúnaði um þær ráð- stafanir, sem viðkomandi þjóð er hagkvæmast að gera málum sínum til framdráttar! Það gefur að skilja, að slíkar ráðagerðir verða að fara fram í fyllsta trúnai og það eru talin hin alvarlegustu mál, ef sá trúnaður er brotinn. Hér á landi ber samkvæmt þingsköpum al- þingis að kjósa slíka nefnd, en það hefur um langt árabil gengið illa að hafa trúnaðarsamráð við nefnd ina. Þetta hefur stafað eingöngu af einni ástæðu. Það hefur lengi setið einn kommúnisti í utanríkis- 'málanefnd, og kommúnistum er ekki hægt að Areysta til samráðs um utanríkismál, þar sem þeir vinna fyrir hagsmuni erlends ríkis og virða engan trúnað, sem þeim er sýndur. - Nú hefur enn komið fyrir sorglegt dæmi um þetta. Eins og frá hefur verið skýrt í blöðum, hafa fulltrúar Framsóknarmanna hafið máls á því í ut- anríkismálanefnd/hvort ekki væri rétt fyrir alþingi að gera ályktun um landhelgismálið. Nefndarmenn aðrir tóku hugmyndinni vel, marglýstu yfir, að þeir vildu gera allt, sem gæti bætt aðstöðu íslands í land helgismálinu, en vildu íhuga, hvort þingsályktun nú mundi gera gagn eða valda misskilningi erlend is, sem væri til tjóns. Hættan á þeim misskilningi er augljóslega sú, að slík ályktun nú kynni að verða túlkuð þannig, að flokkar þingsins væru að breiða yfir sundurlyndi. Þannig stendur málið og er alls ekki útrætt í utanríkismálanefnd. En kommúnistar gátu ekki haldið þennan trúnað, þar sem rætt var í innsta hring um aðgerðir til að styðja málstað íslands í þessu máli. Finnbogi Rútur Valdimarsson er þeirra fulltrúi í nefndinni. Hann hefur daglegt samband við Lúðvík Jósefsson. Og nú hefur Lúðvík sagt op- inberlega, að kommúnistar hafi lagt fram tillögu ; um slíka ályktun og „stjómarflokkarnir“ neitað, Hér er á stórvítaverðan hátt brotinn trúnaður í þeirri nefnd, sem ætti að vera með í ráðum um leiki Íslands á taflborði utanríkismála. Þar að auki rangsnýr Lúðvík sannleikanum, lýgur í þokkabót og auglýsir allt saman á fundi og í blaði sínu í þeim augljúsa tilgangi að rangfæra verk og skoðanir ein- stakra manna og flokka. Þessi atvik sýna glögglega, að íslenzka þjóðin _ getur á engan hátt treyst kommúnistum. í við- kvæmasta og mikilvægasta máli þjóðarinnar svíkja þeir trúnað, rangfæra og ljúga í þeim til- gángi einum að nota landhelgismálið til að rægja pólitíska andstæðinga sína. Þjóðin hlýtur að fordæma þessa menn og flokk þeirra. Aðalsteinn Halldorsson: Til sölu LÆKNISHÚSH) í GRINDAVÍK. Semja ber við eigandann, Hlöðvi Einarsson, kaup- mann, símar 5 og 60, Grindavík, eða Málflutn- ingasbrifstofu Eggerts Claessen, Gústaf A. Sveins- son hæsaréttarlögmenn, Þórshamri í Reykjavík, sími 1-11-71. sýmn er miklu hættuleari EKKERT óttast afturhalds og sérhagsmunamennirnir á íslandi í dag, eins og væntan- legar kosningar. Tíminn, sem þykist vera blað frjálslyndra manna, hótar að beita aðferð- um Hitiers og Stalins til þess að koma .veg fyrir það, að lýðræðið 1 fslandi verði meira en það hdfúr verið undanfar- in ár. Engu- má breyta í jafn- réttis átt.íÁllt skal vera eins og það er í dag, hversu úrelt sem það er: Þetta hefur alltaf verið kenning afturhaldsins, og Tíminn segir: „með illu eða góðu“, verðum við að halda í það gamla. Samkvæmt kenningu Tím- ans, er það fjörráð við hinar dreifðu byggðir landsins, ef kjördæmin eru stækkuð. Það yrði mjög hættulegt dreifbýl- inu ef Pétur Ottesen, Hall- dór Sigurðsson, Sigurður Ágústsson og Ásgeir Bjarna- son væru til dæmis kosnir þingmenn fyrir eitt kjördæmi, sem næði yfir það svæði, sem þessir menn voru kosnir til alþingis á við síðustu kosn- ingar. En séu þeir kosnir á alþingi samkvæmt þeirri kjör dæmaskipan, sem nú er, þá vinna þeir dreifbýlinu ómet- anlegt gagn. Hvernig stendur á því að mennirnir breytast svona mikið við það að vera allir kosnir saman fyrir allt svæðið, í stað þess að hafa hver sinn hluta af áðurgreind um landshluta? Myndu þing- menn Reykjavíkur vinna bet- ur fyrir Reykjavíkurbæ og þjóðarheildina, ef Reykjavík væri skipt í mörg kjördæmi, og þingmennirnir gætu verið að metast um það, hver hefði unnið meira fyrir sinn borg- arhluta? Nei, það er allt annað, sem veldur þessari hræðslu þeirra, sem þykjast vera að vinna fyr ir dreifbýlið. Það eru annar- leg sjónarmið þeirra sjálfra, en ekki umhyggja fyrir landi og þjóð. Tíminn heldur því fram, að Hannes á h o r n i n u ★ Fyrirspurn til Alþýðu flokksstjórnarinnar. ★ Hvað líður fjárlögun- um? ★ Hvað líður breyting- unum á kjördæmasktp- uninni? ★ Hvað líður sparnaðin- um? „LESANDI skrifar: — „Ég vil þakka Alþýðuflokksstjórninni fyrir það, sem hún er þegar bú- in að gera. Hún myndaði stjórn á örlagaríkum tímum, leysti að- kallandi vandamál þegar allt var að fara á kúpuna og ekk- ert var framundan annað en gifurlega hækkuð vísitala, aukn ar uppbætur til atvinnuveganna og þar af leiðandi mjög hækk- andi útsvör og skattar, sem mundu hafa numið 300 til 400 milljónum króna. ALLIR HAFA ORÐIÐ varir við þessar ráðstafanir. Sumir launþegar kvarta undan lækk- uðu t^aupd, en nauðsynjavör- ur hafa laekkað mjög mikið í verði og aðrar nokkuð; en hækk anir Reykjavíkurbæjar draga úr áhrifunum af ráðstöfunum rík- isstjórnarinnar, og engan mann hef ég hitt, nema staurblinda kommúnista, sem ekki hafa tal- ið að ráðstafanirnar míði að réttu marki. EN AÐALTILEFNI þess að ég skrifa þér þesasr línur, Hannes minn, eru ummæli forsætisráð- herra í útvarpinu þegar hann boðaði fyrstu verðlækkanirnar. Hann sagði, að „margt væri hægt að spara og það mun verða gert.“ — Ég efast ekki um,‘að Emil Jónsson hafi mælt af hel- um hug, enda er hann þekktur •fyrir hreinskilni. En við bíðum eftir sparnaðinum, að minnsta kosti langar okkur, sem ræðum þessi mál í kaffitímum á vinnu- stöðum og annars staðar, að fá meira að heyra. HVAÐ LÍÐUR fjárframlögun- um? Ég geri ráð fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar, að leggja fram tillögur í sambandi við þau til sparnaðar. En nú hef- ur alþingi setið um langa hríð, án þess að maður verði var við, að það hafi mikið fyrir stafni, meðan bíða tvö stórmál lausnar: fjárlögin og kjördæmamálið. Á hverju stendur? Hvenær verð- ur alþingi sent heim?“ AF TILEFNI þessa bréfs vil ég segja þetta: Um leið og Al- þýðuflokkurinn myndaði stjórn sparaði hann allmikil útgjöld. í stað sex ráðherra eru þeir að- eins fjórir. Að líkindum hefði enginn flokkur annar en Al- þýðuflokkurinn látið sig muna um það, að hafa ráðherrana sex. En vitanlega er þetta ekki aðal- ef kjördæmin eru lítil, þá eigi þingmennirnir auðveld- ara með að kynnast sínu kjör dæmi. En aðstæður eru nú breyttar og auðveldara að komast um landið en áður var, svo þau rök eru nú léttvæg. Eða mundi ekki Halldór Sig- urðsson jafnkunnugúr því sem gera þarf fyrir Dalasýslu og Mýrasýslu? Og ekki ætti það að mínu áliti að vera neitt hættulegt dreifbýlinu, þótt alþingismenn væru örlítið víðsýnni en þeir eru nú. Hvers vegna ætti það að verá hættulegt dreifbýlinu, að þeir Framsóknarmenn, sem kosningarétt eiga í Borgar- fjarðarsýslu, gætu talað við Halldór Sigurðsson sem sinn þingmann, sem yrði að veru- leika ef kjÖrdæmaskipan ýrði breytt, eða fyrir Sjálfstæðis- menn í Mýrasýslu að tala við Pétur Ottesen sem þingmann sinn? Mér virðist þetta vera til hagsþóta fyrir alla aðila, en ekkert hættulegt sveitum landsins, bændum né verka- mönnum í hinum smærri bæj- um. Hin fyrirhugaða kjördæma- breyting er ekki hættuleg fyr- ir neina nema þá nokkra bitl- ingamenn. En skrif og málæði þeirra manna, sem ekki sjá út fyrir sín eigin sýslumörk, og engu vilja breyta nema þeir hagnist á því sjálfir per- sónulega, er dreifbýlinu miklu hættulegra. Aðalst. Halldórsso.n atriðið þó að nokkuð sé. Almenn ingur væntir þess, að flokkurinn sýni í fleiru viðleitni til sparn- aðar. HINS VEGAR er rétt að vekja athygli á því, að í þessu efni ræður hann ekki einn. Allur spamaður á útgjöldum fjárlag- anna er á valdi alþingis að á- kveða., og þess eins. Ætli ekki standi í samningaþófi um það atriði? Vel má takast samkomu- lag, en hætta er á að afbrýði- semi, togstreyta og keppni um hylli kjósenda í smákjördæm- um spili þar í, EFTIR ÞVÍ, sem mér er sagt, er nú von á að þau tvö stórmál, sem bréfritarinn minnist á, komi fyrir alþingi innan fárra daga. Vonandi gerist það fyrr en seinna og að alþingi liggi ekki yfir þeim í langan tíma, en af- greiði þau bæði svo að hægt sé að hef ja það starf, sem framund- an er: áframhaldandi viðleitni til þess að koma atvinnu- og fj árhagslífi okkar á réttaií kjöl, aukinn sparnað og breytingar á kjördæmaskipuninni. i OG ÉG SPYR eins og bréfrit- ari minn: Hvað líður sparnaðin- um? Hver er afstaða flokkanna til breyttrar kjördæmaskipun- ar? Hvenær lýkur alþingi störf- um að þessu sinni? Hannes á horninu. i Kjörskrá Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis er gildir fyrir tímabilið’ frá 5. marz 1959 til jafnlengdar næsta ár, liggur frammi í skrifstofu félagsins Skólavörðu- stíg 12, félagsmönnum til athugunar, dagana 5,—14. marz að báðum dögum meðtöklum. Kærufrestur er ákveðinn til laugafdagsins 14. niái'Z kl. 12 á hádegi. « KJÖRST.TÓRNIN. (|.,5. marz 1959 — Alþýðublaðið ? ’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.