Alþýðublaðið - 06.03.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.03.1959, Blaðsíða 4
9 nmmi) m Söngurinn um TOM DOOLEY Á HINUM villtu sléttum Anaeríku var eitt sin kyrj- aður söngur, sem fjallaði um ástarsorgir eins ves- æís kúreka. Söngurinn fékk þegar í stað hljóm- grunn hjá fólkinu og breidd ist eins og eldur í sinu uni alla Ameríku. I dag, hundrað árum síð- ar, er aftur farið að syngja þernnan gamla söng um Tom Dooley, og hafa plötur með honum selzt í milljónum eintaka víða um heirn. Það væri því ekki úr vegi að rifja upp þessa aldargömlu ástarsögu, en hún var i sfcuttu máli þessi: Tom Dooley var ungur og vaskur kúreki, sem auk dirfsku sinnar í söðlmum var víðkunnur kvennamað- ur, eins og oft fer saman. Fegursta stúlkan á öllum sléttunum var Laura Fost- er. Auðvitað var hún um leið draumur Tom Dooleys og ekki leið á löngu, unz þau hittust. Féll Laura þeg- ar í stað í stafi yfir karl- mennsku og þokka Tom Dooleys. Dag nokkurn bar það við, að Tom Dooley uppgötvaði, að Laura hafði átt örlítið vfngott við mann að nafni Grayson. Þegar hann hitti sína heittelskuðu í næsta sinn á stefnumótastaðnum þeirra, náði reiðin yfirhönd- inni hjá Tom. Hann myrti Lauru með hníf. Hann gerði ekki hina minnstu tilraun til þess að hylja níðingsverk sitt og stóð teinréttur meðan snaran var sett um háls hon um. Gröf Lauru er enn þá til, en gröf Tom Dooleys hef ur hins vegar ekki fundizt, enda var ekki verið að hafa fyrir að merkja grafir af- brotamanna í þann tíð. Hér á landi er Söngurinn um Tom Dooley mjög þekkí ur og vinsæll, ekki sízt eft- ir heimsókn „Four Jacks“, sem sungu lagið af sinni al- kunnu snilld. ☆ ÞJÓFUR brauzt inn í nunnuklaustrið í Uganda fyrir skömmu og virðist sem vonlegt er ekki hafa búizt við mikilli mótspyrnu af hálfu nunnanna. En það var öðru nær. Níu nunnur réð- ust á hann í klaustrinu, — höfðu hann undir, bundu hann og sátu á honum, — þangað tii lögreglan kom á vettvang. Þær virðast sem sagt kunna fleira en faðir- vorið sitt, blessaðar. ☆ Picasso fer í mál FRÁ PARÍS berast þær fregnir að Picasso sé mjög sár yfir móttökunum, sem nýjasta veggskreyting hans hefur fengið. Hann hefur tilkynnt, að hann muni fara í mál við þá, sem svívirði- legast hafa talað um lista- verkið, þar á meðal rithöf- undinn Cocteau. Cocteau hefur oftar en einu sinni skrifað ferlegar og spreng- hlægilegar lýsingar á mál- verkum Picasso og gerði það enn einu sinni, er hann sá þessa nýju veggmynd. — Hann komst t. d. svo að orði, að verkið væri eins og „amaba a la diplodocusr", en diplodocus er nafn á forn sögulegri ófreskju. iiiiiiiiiiiiimiiii! 11111111111111111111111 m 111 f iii !i i ciiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiíii uiiniiiiiiiirmiiiiiiiiiiiniiiu iiiiiiiiui 111 iiiiiiuuiuuii 1111 fiiiiuiii iiiiiiiiiiiiniiiiii 1111111111111111111111111 UM ÞESSAR mundir fær margur vegfarandi í Lond- on ríg í hálsinn af því að horfa á sumar ungu stúlkn- anna, sem ganga um göt- urnar í furðuLegum klæðn- aði. Stúlkur þessar er nú almennt farið að kalla Bo’s og er það stytting fyrir Bo- hemians. Þær klæðast svartri karlmannspeysu, — svörtum ullarsokkum og pilsi með ballonsniði. Þegar stúlkurnar eru spurðar, hvers vegna þær gangi í svo kynlegum klæðn aði svara þær undantekn- ingarlaust: „Við viljiunvera öðruvísi en hinar stelpurn- ar. Stelpur eru og hafa ver- ið allar eins, en við viljum vekja á okkur athygli. Stúlkan til vinstri á mynd inni segist hafa byrjað að klæða sig á þennan hátt, þegar hún komst í kynni við stúdenta við listahá- skólann. Þar hafi þessi tízka átt upptök sín. Stúd- entarnir hafa nú allir út- skrifast úr skólanum og eru Bohémar í frístundúm, það er áð segja klæðast borgar- legxun fötum, og hegða sér eins og „hinir“ meðan þeir eru í vinnu sinni, en skipta um ham strax og þeir eiga frí. Stúlkan hér á myndinni segist hafa gaman að þessu.“ Stúlkan hér til hægri seg ist hafa byrjað að klæðaSt þessum búningi, af því að piltur, sem henni geðjaðist vel að, sagðist dást að þeim stúlkum, sem hefðu hug- rekki til þess að ganga svona til fara. „En því mið- ur“, segir stúlkan, „mér fannst hann ekki dást neitt frekar að mér þótt ég klædd ist þessu. En þegar maður hefur einu sinni klæðzt Bo- heme-:búningi, þá finnst manni hann svo hlýr og þægilegur í alla staði, að það hvarflar ekki að manni að ganga í annars slags föt- um. Vdð Bohemamirsækjum sérstök veitingahús og er- um mikið saman. Á sunnu- dögum heimsækjum við listasöfn, en förum aldrei í kirkju. Við ræðum um alit milli himins og jarðar, — nema atómsprengjuna og stjórnmál. Við lifum fyrir líðandi stund.“ »<5í-í •&•£ W-y-x <• , x x ■■ > y & \ •• v • / / . .. | || x! ■• m • • •X- ■ '■X ó ■>■■ ' * y '\ X- x- / ► H. - ■ sý v £ 'Z&X' /•• Í T9 ■ •» , ' , * " y X- g ** X* ■■.'"■'■sy.&é/t'X*''''' 'M/M sýningin er að hei Hún er nátturlegí lítið taugaós svona í fyrsta sk en hver veit nema eigi eftir að v Maria Callas daní arinnar •— og hjálpi þá þeim, lendir í hár samar hana. „SKYLDI vera fullt“, segir litla daman á myndinni og gægist milli leiktjaldanna. — lún á að sýna ballett fyrsta sinn og frum- Lárétt: 2 buga, skammstöfun, 8 dreyma, 9 bljóð, 12 verða ljótari, 15 liðugir, 16 menning- arfélag, 17 skammstöfun ritstjóra, 18 þjálfaðir. Lóðrétt: 1 endurbót, 3 á ull, 4 tungumál, 5 fangamark, 7 dvöl, 10 blaðið, 11 dugnaður, 13 Jesús frá Nazaret, ungur Gyðinga (skamm- stöfun), 14 vísir að 16 menntaskóli. Lausn á krossgátu nr. 49: Lóðrétt: 1 kossa Lárétt: 2 bogar, 6 Ok, 8 garga, 5 at, 7 KKl gat, 9 ská, 12 skrugga, 15 sól, 11 hafna, 13 x skalf, 16 dóu, 17 ÆN, 18 glæ, 16 dá. sálma. FRANZ LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST . KONA JIMS SULLIVANS getur nú ekki lengur haft stjórn ýfir tilfinningúm sín- um. Hún ibrestur í grát. — Þið . . , þið megið ekki fara“ stamar hún „það gerast hlut ir þaran uppi, sem . . .“ — Grace reynir að hughreysta hana og Frans spyr: „Hvað stóð eiginlega í þessu bréfi?“ Maud Sullivan svar ar: „Ég gat ekki lesið það, það var skrifað i sem óg hefi áður um litið, en m sagði, að það væri ur frá fjallsguðni segði, að hver s reyndi að grafast leyndardóma Mon £ 6. marz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.