Alþýðublaðið - 07.03.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.03.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- bórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjábnars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Fétur Péturs- son. Ritstjómarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- sími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Hvað mundi hrunið kosta? UNDAjNFARIÐ hafa Þjóðviljinn og Tíminn linazt á áróðrinum gegn niðurfærslustefnunni, enda á hún fflgi að fagna í öllum stjómmálaflokk- um. Þá er leitað nýrra úrræða, og nú gera nefnd blöð mikið úr því, hvað niðurgreiðslurnar kosti. Þar á að hasla sér voll til sóknar gegn ríkisstjórninni í baráttu hennar við verðbólguna og dýrtíðina, Satt er það, að niðurgreiðslurnar kosta mikla peninga. En hvað myndi hitt hafa kostað, ef vísiíal- an hefði komizt upp í 270 stig á þessu ári með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum, að hrun vofði yfir at- ' vinnuvegum og þjóðarbúskap íslendinga? Ábvrg- um mönnum hlýtur að verða hugsað til þessa. Svo er áreiðanlega um verkalýðshreyfinguna í land- ‘ inu og raunar alla launþega. Atvinnuleysið og hrunið væri þyngsti skatturinn, sem lagður yrði • á íslenzku þjóðina. Þjóðviljanum mætti verða þetta íhugunarefni, ef foringjar Alþýðubandalags- ’ ýins hefðu vald á skapsmunum sínum. Og miklu fremur ætti Tíminn að ræða þessi mál af viti. ' Framsóknarflokkurinn er illa kominn, ef naumast 1 verður greint á milli hans og kommúnista. Tíminn og Þjóðviljinn láta þess heldur ekki getið, hvað niðurgreiðslurnar eru almenningi hag- ‘ kvæmari en nefskattarnir, sem verið hafa aðalf jár- öflun ríkissjóðs um langt áraskeið. Nefskattarn- ' ir eru þyngstir á þá, sem hafa fyrir mörgum að sjá, barnafjölskyldunum til sjávar og sveita. Niður- greiðslumar koma þeim áðilum hins vegar að mestu gagni. Það sjónarmið réði meðal annars !. úrslitum um þá ákvörðun Alþýðuflokksins að velja niðurgreiðslurnar til að stöðva verðbólguna og dýrtíðina. Andstæðingum niðurfærslustefnunn- ar sést yfir þessa staðreynd. Fátt sýnir betur ó- ' sanngimi þeirra og hóflausa áróðursviðleitni. En folkið í landinu lætur áreiðanlega ekki blekkjast. Vinsældir niðurfærslustefnunnar meðal almenn- : ings tala sínu máli. ' Meginatriðið er þó, hvað það hefði kostað 1 yerkalýðinn og launþegana að vera tíu vísitölu- • ktigum á eftir verðlaginu í kapphlaupi yfir í at- : vinnuleysi og hrun. Alþýðuflokkurinn afstýrði því þjóðarböli með niðurgreiðslunum. Og sú ákvörð- uh var sannarlega ekkert áhorfsmál. ★ MENNTIR OG LISTIR ★ LEIKRITIÐ ,,Dagbók Önnu Don Carlos, Alvara, Rudolfo Frank“, eftir Frances Good- og hertogans af Mantua. í riéh og Albert Hackett, hefur Bayreuth söng hann einnig í nú verið leikið meira en 3.100 óperu Wagners „Hollendingn- sinnum í 102 leikhúsum í um fljúgandi“. Austurríki, Sviss og Austur------ Þýzkalandi. Það er vinsælasta Hinn þekkti leikari Orson ameríska leikritið, sem nokkru Welles hefur fært skáldsögu sinni hefur verið leikið í Hermans Melville „Moby þýzka Sambandslýðveldinu, Dick“ í leikritsform, og verð- og 24 vesturþýzk leikhús hafa ur leikritið sennilega fært það nú á leikskrá annað leik- upp á Broadway innan árið í röð. skamms. Leikritið fylgir þó ------- ekki nákvæmlega sögunni. Bandaríski tenórsöngvarinn Leikurinn fer fram á leiksviði Jean Cox hefur sungið víðs- í litlu amerísku leikhúsi «ein- vegar í Evrópu undanfarið við ast á 19. öld. Leikflokkur æfir góðan orðstír. Hann hefur „Moby Dick“, sem á að fara komið fram í óperum í Dúss- að sýna í leikhúsinu. Fyrir- eldorf, Frankfurt, Berlín og liði leikflokksins, sem einnig Zúridh í 'hlutverki Oon José, Framhald á 15. síðu. I BELGÍU er nýlokið mesta verkfalli, sem þar hefur verið um langan aldur. Það yar .gtert af fullkomimii hörku á báða bóga, átök milli lög- reglu og verkamanna voru daglegt brauð, götuvígi voru reist og allt athafnalíf lands- ins var lamað. Orsakir verk- fallanna er hið óglæsilega at- vinnuútlit í Belgíu, nokkrum kolanámum var lokað og misstu við það 7000 verka- menn atvinnuna þegar í stað og búizt var við að fleiri mundu mifsa atvinnuna vegna samdráttar í framleiðsl unni. Hér ura bil fjórði hlut- inn af kolafrámíeiðslu Belgíu liggur óseldur við námurnar, vinnutíminn hefur verið stytt ur niður í 3—4 daga í yiku en það þýðir mikla tekjuskerð- ingu fyrir verkamenn. Fjöldi ítala vinnur í belgísku nám- unum. Þeir voru fluttiv inri í landið á árúnúm eftir stríðið þegar skprtur var á vinnuafli. Nú verða þeir að snúa heim til Ítalíu, þar sem fyrir eru tvær milljónir atvinnuleys- ingja. Belgía er ekki eina kola- framleiðslulandið, sem ógnað er af yfirvofandi kreppu. í Ruhr liggja miklar birgðir af kolum, vinnutími námamanna hefur verið styttur og verka- menn lifa við sultarkjör. Kola birgðir í Vestur-Evrópu juk- ust á síðasta, ári úr 8 milljón- um tonna upp í 24 milljónir tonna. Bretar eiga við svipuð vandamál að stríða. Fyrir nokkrum árum var ekki hægt að fá riægjanlegan vinnukraft í, kolanámur þar. Höfuðáherzl an var lögð á vélvæðingu námurekstursins gjörnýtingu. Nú er svo komið að loka verð- ur minnstu og fátækustu nám unum. Þúsundir verkamanna missa atvinnuna ög frámtíð ; þeirra er ótrygg. Bandaríkin hafa eftir stríð- ið flutt út mikið magn kola til Evrópu, einkum til Bret- lands og Þýzkalands. Sá út- flutningur er nú úr sögunni að mestu. Fyrir tíu árum var í námubæ einum í Kentucky unnin kol í 32 námum, nú eru aðeins 9 þeirra starfandí. Svipaða sögu er að segja frá öðrum kolanámubæjum vest- an hafs. Orsakirnar fyrir kreppunni, sem nú verður erfiðari við- fangs með hverjum degi sem líður, er hinn riiikli samdrátt- úr í iðnaði álfunnar á árinu sem leið. Verksmiðjurnar kaupa minna af kolum en áð- ur. Belgía varð harðast úti. Vanrækt hafði verið að end- urskipuleggja kolaiðnaðinn enda þótt milljörðum króna hafi verið varið til þess. En þess verður einnig að gæta að olía og rafmagn eru óðum að koma í staðinn fyrir, kol í f jölmörgum iðngreinum.! Kol eru dýr vara, erfitt a§! vinna þau úr jörðu og fiutn- . ingskostnaður mikill. . : Kolaframleiðslulöndin geta ekki snúið við þeirri þróun. Þau eiga fýrir höndum nýja iðnbyltingu. Atburðirnir f Belgíu sýna ljóslega við hverja erfiðleika er að stríða. Lönd Vestur-Evrópu verða að koma sér saman um nýjar leiðir til að leysa vanda at- vinnuleysis og' upplausnar. Belgísku verkamennirnir heimta aukið atvinnuöryggi og atvinumöguleika í öðrum atvinnugreinum. Aðeins með breyttum efnahagsaðgerðum verður hægt að komast hjá öngþveiti 1,: átvinnumálum álfunnar. ...... a n n es á h o r n i n u ★ Hætta á öskuhaugum. ★ Aðvörun frá eftirliis- manni. ★ Megn óánægja með smjörsölusamsteyp- una. ★ Skólarnir eiga ekki að skifta sér af fjársöfn- unum. ÖSKUHAUGARNIR cru að hverfa úr sögunni. Að vísu standa tninjar þeirra enn um sinn, en smátt og smátt munu þeir gróa upp og þar myndast sjávarbakki. -e- Sigurður, Jóns- son, síðasti :eftirlitsmaður á haugunum, kom að máli við mig nýlega af gefnu tilefni. —. Hann verður enn um sinn þarna vestur frá til eftirlits og hann telur ástæðu til þess að aðvara fólk. ÞAÐ er hætt að aka á ösku- haugana. Allt fer inn í sorpeyð- ingarstöð, en hún er ein mesta framförin í Reykjavík á síðustu. áratugum. En um leið og hætt er að aka á haugana og. eftirlitið þar minnkar, hvað þá þegar Sig- urður hverfur fyrir fullt og allt af þeim, verður þarna mikil hætta fyrir börn. S JÓRINN brýtur á bakkanum og grefur undan hpnum svo. að skútar koma í hann. Börri koma mjög á haugana, sérstaklega úr nágrenni þeirra, þau gera sér það að leik að fara út á brúnir þeirra, en vegna þess að sjórinn grefur sig inn í haugana er hætía á að brúnirnar bresti og börriiií steypist fram í sjóinn. Sigufður og félagar hans hafa oft afstýrt slysum þarna. Nú verður hætt- an enn, mciri. Foreldrár eru beðnir að hafa auga með börn- um sínum og tala við þau um þessa hættu. Látum. þessi orð nægja til varnaðar. ÞAÐ er mjög mikil gremja meðal húsmæðra út í smjörsam- steypuna. Margar hafa talað við mig og kvartað sáran undan því, að síðan samsteypan tók til starfa hafi smjörið mikið versn- að. Flestir segja, að smjör frá Húsavík og Borgarnesi hafi reynst þeim bezt, en nú virðist ölluhnoðað samanog þess vegna vérður smjörið mislitt. Sumt er eins og það sé litað og annað ékki litað. EN HVERS VEGNA er verið að lita smjör? Og hvaða litir eru notaðir í smjörið? Sjúkrahús eitt kéypti kassa af smjöri. Þegar það var bekið til nótkunar kom í Ijós, að stykkin voru mislit og varð þetta til þess, að kassinn var sendur aftur og annar féng- inn. —- Þetta er ófremdarástand. Það er stofnað til samsteypunn- ar til þess að jafna söluna. —• AlmenningUr er sviftur rétti sín um til að velja og hafna. Og af- leiðingin er sú, sem hér hefur verið lýst. MÓÐIR skrifar mér: „Ég er andvíg því, að skólárnir séu að skipta sér af því þegar almennar fjársafnir eru hafnar. Þeir eiga að láta heimilin um það mál. — Bárn mitt kom heim með bréf úr skólanum, þar sem það var hvatt til að gefa til fjársöfnun- ar. Við hjónin vorum búin að leggja það fram, sem við gátum. Við bjuggumst ekki við, að skól- ínn færi að skipta sér af þessu. BÖRNUNUM þykir sárt þeg- ar • þau geta ekki verið með — óg samkeppni, öfundsýki og af- brýði, kemur úpp í þeim. Þess vegna eiga skólarnir ekki að vera að skipta sér neitt af þessu, Ég hélt líka, að þeir hefðu nóg á sinni könnu,“ Hannes á horninu. SIBS n Á FIMMTUD. var dregið í 3. fl. Vöruhappdrættist SÍBS. Út vöru dregnir 250 vinningar að fjárhæð samtals kr. 400 000,00. Hæstu vinningarnir komu á eftirtalin númer: 100 þúsund krónur nr.27218 (á Eskifirði). , 50 þús. kr. nr. 54106. 10 þús. kr. 1194 4011 12679 19193 35763 55023 56080. 5 þús. kr. 854S 9171 14563 16075 20521 20528 21695 28630 39965 41260 59246, OG ÞA E Á SL. vori byrjuðu 7 ungir menn að byggja sér raðhús. Þeir áttú svo að segja ekkert til, þegar þeir byrjuðu, en af mikl- um dugnaði tókst þeim að gerá fokhelt fyrir haustið. Síðan hafa þeir .gengið fyrir hvers manns dyr í leit að láni, en feng- ið litla áheyrn. Tveir þeirra eru nú lausir úr prísundinni. Báðir urðu fyrir því happi að fá bifreið í happdrætti DAS, en ándvirði bifreið- anna nægir þeim til áð Ijúka byggingunni. ilipir fimm, eru farnir að vona, að röðin fari áð koma að þeim, WMWIWMMMMMMWMWMW 4 7. marz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.