Alþýðublaðið - 07.03.1959, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.03.1959, Blaðsíða 8
EtKíHKJP „ÉG ER fæddur í Oyo í Nígeríu. Ég var hraustur og knár fram eftir aldri, en um tvítugsaldur var ég við brúð kaup vinar míns og drakk og dansaði heila nótt. Þeg- ar ég, vaknaði daginn eftir hafði ég miklar kvalir í bakinu og fótunum, ég gat ekki staðið á fætur, ég var lamaður. Síðan eru þrjátíu ár og þann tíma hef ég orð- ið að skríða um á fjórum fótum og betla af því að ég missti foreldra mína stuttu eftir að ég lamaðist. Ég betl aði í Nígeríu, Lagos og öll- um stóru borgunum í landi mínu. Ég betlaði meira að segja á Gullströndinni og þar hitti ég töframann, sem bauðst til að lækna mig ef ég borgaði honum 15.000 krónur. Ég átti ekki nema 7000 krónur og borgaði honum þær ef hann gæti læfcnað mig. Það tókst ekki og hann neitaði að láta mig hafa peninga aftur. Svona Oral Roberts læknaðist sjálfur á furðulegan hátt af lugnaberkliun og ákvað að helga líf sitt aðstoð við sjúka menn .Fjjrir bænir hans telja margir sig hafa hlotið bata og nýja trú á Guð og menn. gekk það lengi, ég hitti ýmsa menn af ýmsum trúar brögðum, sam þóttust geta læknað mig en það gerðist aldrei neitt. Ég reyndi öll meðul sem 'læknar fengu mér og las bænir með múh- ameðstrúarprestum. AHt var áirangurslaust“. Þannig segist Karimu frá Oya frá. í þrjátíu ár skreið hann um Vestur-Afríku, — lamaður og vonlaus, en á honum átti eftir að gerast ■kraftaverk. Hann hitti trú- boða í þorpinu sínu og fór með honum á samkomu. Þar var beðið fyrir Karimu og hann læknaðist á einu augnabliki, og gengur nú um alheilforigður. Margir freistast til þess að spyrja: Er það annað en hjátnú að kraftaverk gerist á vorum dögum? Nýlega kom út bók í Danmörku þar sem reynt er að svara þessari spurningu. í bók þessari er safnað dæmum tim fólk, sem læknaðist að því er virtist við bæn ein- göngu. Sagan um Karimu er eitt dæmið, sem þar er tek- ið. Hér verður sagt frá nokkrum öðrum dæmum, er talin eru í bókinni. í september síðastliðnum hljóp Severin Berger kaup- maður í Björgvin upp stig- ann í húsi sínu og hrópaði: „Ég get gengið“! Hann hafði verið lamaður í tvö ár og gengið við hækjur. Hann hafði setið í stól sínum og lesið í bók er honum fannst allt í einu tekið í hnakkann á sér. Takið færðist niður eftir bakinu á honum og allt í einu fann hann að hann gat gengið. Berger segist alltaf hafa trúað því að hann fengi heilsuna aftur. „Ég bað til Guðs og hann hefur nú Iæknað mig“, seg- ir Berger. í janúar árið 1950 hélt frægur vakningaprédikari í Bandaríkjunum samkomu í Houston í Texas. — Hann sýndi áheyrendum mynd af konu, sem ekki var annað en skinn og bein og vóg að- eins 25 kíló. Konan heitir Florence Nightingale og býr í Durban í Suður-Afríku. Hún þjáðist af krabbameini í magahálsinum og var að tærast upp. Hún bað sam- komuna að biðja fyrir sér og var það gert, Nokkrum mánuðum síðar hitti prédik arinn Florence og bað aftur fyrir henni. Skömmu síðar fór hún að fitna og nú er hún fullkomlega heilbrigð og geta læknar enga skýr- ingu gefið á lækningu henn ar en þá að bæn og trú hafi orsakað batann. Bandarískur maður segir svo frá: „Ég fékk lungna- krabba í marz 1955 og á ein um mánuði léttist ég um 13 kiíló. Sérfræðingar töldu að ég ætti ekkl nema 6— 18 mánuði ólifaða. Konan min bað mig að fara á vakninga- samkomu og daginn, sem ég fékk „dauðadóminn“ fór ég á samkomu hjá Oral Ro- berts. Ég bað allt það kvöld og aðrir báðu fyrir mér, — Skyndilegá var eins ' og straumur færi gegnum mig og nokkrum dögum síðar sögðu læknarnir að ekkert & f þrjátíu ár skreið Karimu um götur stórborganna og betlaði, lamaður og óhæfur til alls. En á samkomu hjá dr. Osborne varð hann skyndilega alheill. gegni að mér. Núna er ég fullur af lífsfjöri og vinnu- gleði og kenni mér einskis meins. En fleiri hafa læknast yið að hlusta á Oral Roberts. í janúar 1951 lenti Anna Williams í járnbrautarslysi. . Hún slasaðist á fótum og varð að ganga við hækjur. Hálfu öðru ári síðar fékk hún lömunarveiki og var ekkert hægt að gera henni til hjálpar þar eð hún átti von á barni/ Frú Williams ól barn sitt í ársbyrjun 1953. Hún fékk heilsuna að nokkru leyti en varð alltaf að ganga við hækjur, lömuð og sí lasin. Dag nokkurn sat hún við sjónvarpstækið sitt og hlustaði á ræðu hjá Oral Roberts. Skyndilega stóð hún upp og reikaði um her- bergið, hún gat gengið. í dag er Anna Williams al- gerlega heilbrigð. En hvers konar fólk er það, sem gefin hefur verið sú náð að lækna aðra með bæn sinni og prédikun? Við skulum taka Oral Roberts sem eitt einstakt dæmi. 17 ára að aldri fékk Ro- bert lungnaberkla og hann lá lengi fársjúkur. Bróðir hans, nokkru eldri, fékk því til leiðar komið, að far- ið var með Oral á vakn- ingasamkomu. Oral var bor inn á samkomuna en hann gekk af henni heim alheil- brigður. Þá ákvað Oral að helga sig starfi prédikarans og talið er að hann hafi læknað þúsundir manria með bænum sínum og and- legum áhrifum, og hann ferðast um öll Bandaríkin með samkomutjald sitt og heldur samkömur. Að sjálfsögðu læknast ekki allir ,sem leita til Or- al Roberts. Hann segir að það stafi af trúleysi við- komandi. Læknavísindin gefa auðjvitað aðra skýr- ingu. En læknar hafa við- urkennt að fjölmörg dæmi séu til þess að Roberts hafi læknað fólk. Eitt furðulegasta dæmi um kraftaverkalækningu er atburður, sem gerðist í Nor- egi fyrir nokkrum áriun. — 1951 veiktist lítil stúlka í Bergen. Hún var lögð á spít- ala og kom í ljós að hún var með sár í lunga. Læknarn- ir höfðu enga von um að tak ast mætti að bjarga lífitelþ- unnar en gerðu nauðsynleg ar aðgerðir. Eftir fimm mán aða dvöl á spítalanum var hálít lungað tekið úr henni og nokkrum mánuðum seinna taldi yfirlæknirinn, að talka yrði allt lungað, — Dagurinn, sem aðgerðin átti að fara frám var ákveðinn en þegar íil kom gat lækri- irinn ekki framkvæmt hana á ákveðnum degi og var upp skurðirium ■ fréstað um nokkrar vikur. Að þeim tíma liðnum var ákveðið að taka nýja Röntgenmynd af telpunni til að undirbúa að- gerðina betur. Kom þá í Ijós að furðuverk hafði gerzt. — Gade prófessor í Oslo, sem framkvæmt hafði fyrri að- gerðina og ætlaði að skera stúlkuna upp á ný og fjar- lægja allt lúngað segir svo frá. „Ég tók helminginn af öðru lunga telpunnar burt í maí 1952 og í janúar 1954 þegar ég ætla að fara að taka allt lungað burt kemur í ljós að hún er með tvö al- heilbrigð lungu“. Hvert er álit manna á kraftaverkum? Margir trú- flokkar telja að prestum sé gefið sérstakt vald til þess að lækna með bæn. Lækn- ar beita ekki þeim mögu- leika að sjúkdómar læknist á óútskýranlegan hátt, en þeir segja að þessi efni liggi utan stefnusviðs þeirra þar eð hér sé um öfl að ræða, sem vísindin geti ekki tekið í sína þjónustu með nokkru öryggi eða vissu. Því er heldúr ekki að gleyma að náttúran er í mörgum til- fellum hinn mikli læknir. Trú sjúklíngsins á guðdóm- lega aðstoð og lækningu get ur valdið því að bati fáist á „yfirnáttúrlegan hátt“ en hvaða kraftur er hér að verki? Eru það náttúrlegir kraftar í sjúklingnum sjálf- um eða eru það utánaðkom- andi öfl, sem áhrif hafa á viðkomandi aðila? Náttúran býr yfir ýmsu, sem menn- irnir skilja ekki ennþá og fá ef til vill aldrei skilið. RÚSSNESK KONA, að nafni Vessilet á heimsmet í barneignum. Hún á 69 börn, þar af 16 tvíbura og 7 þrí- bura. ÞAÐ var úppi fó í hinu afturhaldsss landi, þegar Barbai — undirforingjafr ríska hernum sté London 29. nóv. s hefði mátt ætla, ac smitberi, sem bæri hættulegar bakter: sagði frúin. „Ég sk að það væri nokl þyrfti skýringar ^ þá þyrfti að afs; gerði það eitt, sén eiginkona mundi ég fór til þess að manninum, sem' é. Norman og við kæ: ur alls ekki um ac okkur athygli. Vii aðeins fá að lifa í f En henni varð se ekki að ósk sinni. í irieir en athygli, þ; forvitni, gremju, u hneykslan. Giftir var ekki talin s; Englandi. Einn þi Florence Nightingale frá Suður-Afríku var me andi“ krabbamein. Hún var ckkert nema skin Hún læknaðist á undursamlegan hátt, og í d; alheilbrigð. FRANZ LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST . ÞYRILVÆNGJAN stígur hærra og hærra upp með fram snarbröttum hlíðum Mont Everest eftir þeim leiðum, sem markaðar höfðu verið á kort Percys. Ofan á að sjá var landið hrjóstrugt og óreglulegt. — Vélin stígur hærra — Það líður ekk fyrr en þau eru k að jökulröndinni. ur að' vera hræði en £ velupphituðu klefa þyrilva KRULLI 8 7. marz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.